Færsluflokkur: Bloggar

Hvaða jafnræði og hverra?

Það fór sem mig grunaði - enginn sagði neitt. Enginn varð vitlaus og enginn fjölmiðill hafði döngun í sér til að fylgja fréttinni eftir. Engum þeirra fannst þessir 10 milljarðar neitt til að æsa sig yfir. Reknir voru hljóðnemar framan í tvo ráðherra sem vísuðu að sjálfsögðu öllu á bug og málið var dautt...

Framhald hér...


Nú verður allt vitlaust... eða hvað?

Wikileaks-afhjúpanir voru í öllum fjölmiðlum í gær og verða sjálfsagt eitthvað áfram. Fæstar fréttirnar sögðu okkur nú eitthvað merkilegt, en ein þessara frétta stendur upp úr í mínum huga - og það allsvakalega. Hún birtist á RÚV í gærkvöldi. Ef einhverjar töggur væru í okkur Íslendingum yrði allt vitlaust út af þessu...

Framhald hér...


Einu sinni var...

...eins konar "fegurðarsamkeppni". Það eru ekki nema rúm þrjú ár síðan þessi síða birtist í Fréttablaðinu. Þá þegar vissu margir innmúraðir að efnahagur Íslands væri að hruni kominn og að þessir menn væru stórleikarar í því hruni. Einhvern veginn virðast heilu ljósárin síðan, því svo margt hefur breyst... en þó svo lítið - hvernig sem það kemur heim og saman...

Framhald hér...


Ég ákæri!

Þetta er síðasti RÚV-pistillinn minn. Flestir pistlarnir sem ég hef birt hér undanfarið, bæði RÚV- og Smugupistlar, fela í sér harða gagnrýni á ríkisstjórnarflokkana vegna ýmissa mála, kannski þó einkum orku- og auðlindamála. Þetta eru gríðarlega mikilvæg mál sem ég hef reynt að vekja fólk til vitundar um í nokkur ár með misjöfnum árangri...

Framhald hér...


Banvæn banaspjót

Þetta er stórmál. Eitt það stærsta í Íslandssögunni. Er ekki kominn tími til að slaka á og róa þessa umræðu og allt í kringum hana? Sýna svolítinn þroska og skynsemi og ræða saman á málefnalegum nótum? Mér finnst það nú eiginlega...

Framhald hér...


Kartöflusamstaðan

Þetta er svolítið geðklofinn pistill. Byrjar á mat og fer svo út í samstöðu um að skipta ekki við fyrirtæki þeirra manna sem rændu íslensku þjóðina. Ég furða mig endalaust á því hvað fólk er rænulaust gagnvart því í hvaða vasa það beinir aurunum. Stundum er þetta bara leti, stundum hugsanaleysi, stundum hvort tveggja. Sumir bera fyrir sig að þeir versli þar sem er ódýrast...

Framhald hér...


Öfugsnúið þjóðfélag

Ég er sjálfsagt ekki ein um að finnast þjóðfélagi öfugsnúið um þessar mundir. Kannski hefur það alltaf verið það, en náð nýjum hæðum með ótrúlegum uppákomum, mótsagnakenndum orðum og gjörðum jafnt almennings, fjármagnseigenda og -vörslumanna og yfirvalda. Óréttlætið í réttarríkinu Íslandi er með ólíkindum, vantraust og tortryggni yfirgnæfa alla umræðu...

Framhald hér...


Menn og málefni

Stundum getur verið erfitt að lifa. Ekki grunaði mig þegar ég byrjaði að tjá mig opinberlega hér á blogginu að með tíð og tíma myndi það koma fyrir að  ég sjálf yrði meira til umræðu en málefnin sem ég skrifa um. Mér finnst þetta afleitt. Vona að mér takist þó engu að síður að vekja athygli á þeim málum sem ég fjalla um hverju sinni...

Framhald hér...


Fjölmiðlar og ábyrgð þeirra

Ég hef sagt það áður og segi það enn - ég skil ekki fréttamat íslenskra fjölmiðla. Þeim finnst mikilvægara að etja saman fólki sem er ósammála um einhver smáatriði en að grafast fyrir um eitt alvarlegasta hagsmunamál Íslendinga...

Framhald hér...


Sofandi að feigðarósi - aftur?

Hvaða töggur eru í þjóð sem nánast gefur auðlindir sínar, vitandi vits um að verið er að arðræna hana? Hvers konar þjóð lætur kyrrt liggja að braskarar láti auðlindir hennar ganga kaupum og sölum í erlendum kauphöllum? Hvers konar ríkisstjórn líður braskara að vaða uppi í erlendum fjölmiðlum og selja auðlindir þjóðarinnar með lygum og þvættingi...

Framhald hér...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband