Auglýsingar á Moggabloggi

Mér var bent á fréttina hér að neðan í Fréttablaðinu í morgun og ég varð mjög kát að lesa þessi ummæli Árna Matthíassonar. Sjálf er ég alfarið á móti auglýsingunum og hef lokað á þær í mínum tölvum svo ég sé þær ekki. Það er mjög auðveld aðgerð sem hefur þann kost í för með sér að loka á allt sem hreyfist - því hreyfiauglýsingar þoli ég alls ekki af líkamlegum ástæðum sem ég kann ekki að skýra. Ég fæ einhvers konar riðu eða jafnvægistruflun sem veldur því að ég get ekki skoðað vefsíður með hreyfiauglýsingum. Fyrir nú utan það sem bloggvenzli mitt, Steingrímur Helgason, skrifar um hér og ég tek heilshugar undir.

Fleiri hafa skrifað um þessi auglýsingamál og þar fer þar fremstur meðal jafningja annað venzli mitt og gamall vinur, Sigurður Þór Guðjónsson með þessari færslu sem ég er líka innilega sammála. Sumir láta sér hins vegar fátt um finnast og segjast ekki taka eftir þessu.

Enn aðrir hafa hætt að skrifa á Moggabloggið og þeir eru fleiri en þessir fjórir eða fimm sem Árni nefnir í viðtalinu. Auk þess sem nokkrir hafa sett Moggabloggið á "skilorð" - ætla að hætta að skrifa ef auglýsingin verður ekki fjarlægð innan einhvers ákveðins tíma.

Alveg væri ég til í að borga hóflegt árgjald fyrir bloggsíðuna mína auglýsingalausa þótt ekki hafi ég bloggað mikið eða lengi. Ekki væri úr vegi að miða t.d. við árgjaldið á 123.is blogginu sem er rétt innan við 3.000 krónur á ári.

Ég skora á forsvarsmenn mbl.is og blog.is að leyfa bloggurum að velja um hóflegt árgjald fyrir síðuna sína annars vegar - eða auglýsingar hins vegar!

Moggablogg_augl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvert er trikkið? Ég vil gjarnan loka á renninginn á síðunni - og heftaða auglýsingin á fasteignavefnum fór reglulega mikið í taugarnar á mér.

Berglind Steinsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gerðu þetta, Berglind:  Tools > Manage Add-ons > Enable or Disable Add-ons...
Þú færð upp glugga þar sem listuð eru þau forrit sem flokkast undir "Add-ons".

Smelltu þar á Shockwave Flash object þannig að það sé ljómað. Neðarlega fyrir miðjum glugganum er val um Enable eða Disable og þú smellir í hringinn fyrir framan Disable. Smellir síðan á OK.

Þá gæti verið að lítill gluggi komi upp þar sem sagt er að tölvan þurfi að endurræsa sig til að breytingin taki gildi, smelltu þar á OK og líkur eru á að tölvan endurræsi sig alls ekki. Ég fikta með þetta fram og til baka eftir hentugleika og mín hefur aldrei þurft að endurræsa sig.

Hringdu í mig ef þetta gengur ekki og ég leiðbeini þér í gegnum símann.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Get skilið þessa jafnvægistruflun hjá þér, þessi NOVA auglýsing er afspyrnu illa gerð og fráhrindandi. En hvernig ber að skilja orð Árna: „Hver einn og einasti bloggari skiftir okkur máli“?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.2.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Allar hreyfiauglýsingar trufla jafnvægið hjá mér, Ásgeir. Ekki bara þessi.

Það er ekki hægt að skilja orð Árna öðruvísi en bókstaflega, þ.e. við skiptum þá öll máli. Líka þú og ég. Þeir hljóta að gera eitthvað í þessu vandræðalega máli.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 17:23

5 Smámynd: Jens Guð

  Nova auglýsingin er á fullu skriði á síðunni þinni.

Jens Guð, 13.2.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég veit það, Jens - en ég sé hana ekki. Ekki heldur á þinni síðu. Af því ég er búin að loka á hana í mínum tölvum. Get ekki lokað fyrir hana í öðrum tölvum, bara vonað að fleiri geri þetta hjá sér ef þetta fer í taugarnar á þeim.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skil ekki þennan pirring.. ég tek ekkert eftir þessu drasli.

Óskar Þorkelsson, 13.2.2008 kl. 21:21

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko Lára Hanna auðvitað borgum við ekki neitt, bloggið dregur ótrúlega að mbl vefnum.  líttu á heimsóknirnar kona.  VIð ættum að fá borgað og hananú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tja, Jenný Anna...  sumt blogg dregur að mbl.is og annað síður eða alls ekki. Ekki eru allir með milljón á ári - reyndar afar fáir hugsa ég. Hitt er svo annað mál að það mætti borga þeim vinsælustu - og mig hefur nú lengi grunað að hann Stefán Friðrik fréttabloggi fyrir Moggann á launum. Enginn vinnuveitandi myndi vilja borga manni laun sem fréttabloggar allan sólarhringinn í gríð og erg og endursegir nánast gagnrýnislaust allar fréttirnar.

Óskar... ég gæti mögulega leitt hjá mér venjulegar auglýsingar eins og ég er reyndar vön að gera alls staðar, en hreyfiauglýsingar get ég bara ekki haft fyrir augunum af ástæðum sem ég lýsi í færslunni. Það hefur ekkert með skoðanir mínar á auglýsingum yfirhöfuð að gera heldur er þetta eitthvað líkamlegt jafnvægis-riðudæmi sem ég skil ekki og get því ekki útskýrt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:31

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst svona hreyfimyndir líka ergilegar.... og myndi verða mun sáttari við kyrrmynda-auglýsingar.  Væri líka alveg til í að borga innan við þrjúþúsundkall á ári fyrir síðuna mína án auglýsinga.

Og þeir eru miklu fleiri en fjórir til fimm sem hættu að blogga.  Nær væri að segja fjörutíu til fimmtíu.

Anna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:47

11 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Bjútífúl bjútífúl! Takk, þetta gekk eins og í góðri draugasögu, ég kvað uppvakninginn niður (eða þú gerðir það). Nú stendur bara uppfæra Flash þar sem allt hið óumbeðna var áður.

Kanntu kannski líka ráð handa mér að nýta hægri hliðina fyrir t.d. myndir eða bloggvini? Ég finn bara svoleiðis útlit á skólaþema og ég vil ekki hætta með bláu paprikuna. Ég er svo sem ekki bjartsýn í þessu efni.

Og þú ert búin að gera mér feitan greiða nú þegar, ræræræ.

Berglind Steinsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:48

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er náttúrlega ekkert ósammála þessari færslu, annað hvort væri nú.

Þetta strútslega eðli um það að einhverjir einstaklíngar séu í eðli sínu það fullkomnir að þeir taki ekki eftir auglýsingaráreiti eða leiði þetta hjá sér, er tekin upp reglulega á árshátíðum markaðsfræðínga & auglýsingafólks, enda þetta fólk í raun virkasti markhópurinn, enda amast ekki við innrætíngunni heldur andar henni inn, ómeðvitað.

Árni þessi gæti eiginlega verið Mathiasen frekar en Matthíasson miðið við rökfestu svaranleikans.

"Já, er það vont í dag, það var ekki vont í fyrra, en það var jafnvont árið þar áður, svo hvað ertu að kvarta?"

Bloggerí moggans er honum líka efnisveita sem að hann brúkar í sínu áskriftardagblaði, & ekki er mér kunnugt um að efni þar birt frá bloggsíðum sé greitt fyrir til þess bloggara sem að þar er fríblaðamaður moggans.

Steingrímur Helgason, 13.2.2008 kl. 23:59

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Anna... þú færð kannski svipuð riðueinkenni og ég af þessum hreyfiauglýsingum. Þetta er hræðilega óþægilegt.

Berglind... þú hefur enga hægri hlið í útlitinu á blogginu þínu. Við höfum bara þennan ramma sem okkur er skammtaður og er ögn mismunandi eftir útliti bloggsíðanna. Því miður. En gott að þetta gekk hjá þér og ef þú þarft að nota Flash-spilarann, t.d. til að horfa á eitthvað í Youtube, gerirðu þetta bara aftur og smellir á Enable - og svo til baka þegar þú ert búin. Þetta venst.

Steingrímur... auðvitað síast auglýsingar inn hjá okkur öllum, það væri nú annað hvort í öllu þessu áreiti sem dynur á okkur úr öllum áttum og oft þaðan sem síst skyldi. Auglýsingafólk og markaðsfræðingar eru náttúrulega sérfræðingar í að lauma inn duldum auglýsingum þar sem lítið ber á og fólk tekur ekki eftir því að verið sé að auglýsa eitthvað. En ef maður getur á einhvern hátt komið í veg fyrir að troðið sé inn á mann auglýsingum, svo ekki sé talað um svona áleitinni og óþægilegri auglýsingu eins og NOVA, finnst mér sjálfsagt að reyna að minnsta kosti að sleppa undan henni. Nóg er áreitið samt allt í kringum mann.

Okkur verður líklega seint boðið að blogga á eyjunni.is, Ægir. Ekki nema þeir opni sitt blogg fyrir öllum almenningi eins og þú nefnir. En ef svo færi og bloggið þar yrði eins vinsælt og Moggabloggið... myndu þá ekki stjórnendurnir detta í sama forarpytt og stjórnendur mbl.blog.is og selja inn? Er ekki allt falt ef nógu hátt verð er í boði?

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 00:25

14 identicon

Steingrímur þó - Suss - ekki líkja Árna vini mínum Matt, yfirtónlistargúrú, við hinn ðaddna fjármálaeitthvað.

Ég er svo sem ekkert ánægð með aðferðafræðina í þessu auglýsingamáli, hefði viljað fá tilkynningu fyrirfram og best væri að fá að velja. Mér finnst reyndar ekki ósennilegt að það endi á því að við greiðum eitthvað fyrir hýsinguna á blogginu okkar og fáum einhverja viðbótarþjónustu með þeirri breytingu og getum svo valið hvort þessir borðar fá að blikka hjá okkur. Annars finnst mér þeir sem stýra kerfinu duglegir að uppfæra, laga og bæta.

Semsagt - ég er soltið á skjön í þessum auglýsingamálum, þessir blikkborðar pirra mig ekki persónulega en ég skil sjónarmið hinna. Aðallega vildi ég samt halda uppi smá vörnum fyrir öðlinginn hann Árna Matt (sem ég hef reyndar bara einu sinni hitt í eigin persónu, nánar tiltekið á flugvellinum í Barcelona).

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:33

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hinn ðaddna er dýralæknir, Anna mín. 

Árni Matthíasson hefur á sér það orð að vera drengur góður og hvers manns hugljúfi - auk þess að vera á stalli með Óla Palla og Andreu hvað tónlistarþekkingu varðar. Ég hef trú á því að hann beiti áhrifum sínum til að fá niðurstöðu í málið sem allir geta sætt sig við.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 20:17

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er einhver annar Árni matthisen en ég þekki þá.. sá sem ég þekki er durtur í mannlegum samskiptum og hrokafyllri en allt sem hrokafullt er.   sá sem ég þekki er ráðherra :)

Óskar Þorkelsson, 14.2.2008 kl. 20:49

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú ertu að rugla saman Árnum, Óskar...  Ég var að tala um Árna Matthíasson hjá Mogganum. Hinn sem þú þekkir er dýralæknirinn.

Þessir tveir eru greinilega ekki samanburðarhæfir en sjálf þekki ég þá bara af afspurn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 20:57

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er eitthvað að gerast í auglýsingamálunum. Sjá hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.2.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband