Falsaður kjörkassi Fréttablaðsins

Eins og flestir vita sem lesa Vísi á netinu og Fréttablaðið er daglega skoðanakönnun á Vísi sem kölluð er Kjörkassinn. Þar er varpað fram spurningu og lesendum gefinn kostur á að svara eða Nei. Fréttablaðið birtir svo niðurstöðuna daginn eftir. Ég hef oft tekið þátt í þessum leik en nú er ég steinhætt því vegna þess að ég varð áþreifanlega vitni að fölsun úrslita í tvígang nýverið.

Ég spurði því þrjá tölvufræðinga sömu spurningarinnar sem hljóðaði svo:

"Mig langar að spyrja þig hvernig getur staðið á því að könnunin sem nú er á vefsíðunni www.visir.is getur breyst eins hratt og raun ber vitni - ég trúi ekki mínum eigin augum.

Kjorkassi_Fbl_090208Spurt er:  Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI? Svarmöguleikar eða Nei að venju.

Fyrir um það bil 2-3 tímum var svarhlutfallið þannig að um 72% höfðu sagt .

Nú hef ég setið fyrir framan tölvuskjáinn og horft á þessa tölu hrapa svo hratt að það er hreint með ólíkindum. Ég geri ráð fyrir að einhver hundruð eða einhver þúsund manns hafi tekið þátt í könnuninni svo prósentutalan hreyfist ekki hratt við hvert atkvæði. Á hálftíma hafa tölurnar hins vegar breyst úr því að vera um 70% Já - 30% Nei í að vera um 49% Já - 51% Nei.

Hvernig er þetta hægt? Nú á hver og einn ekki að geta kosið nema einu sinni og þótt allur Sjálfstæðisflokkurinn hafi greitt atkvæði síðasta hálftímann hefðu tölurnar ekki getað breyst svona hratt, svo mikið veit ég. Ekki heldur þótt einhver hægrisinnaður tölvunörd hafi setið við tölvuna sína, eytt smákökunum, "refreshað" og kosið aftur.

Eru þeir hjá Vísi að falsa niðurstöðurnar eða geta kerfisstjórar úti í bæ greitt 100 atkvæði í einu eða eitthvað slíkt? Það verður augljóslega ekkert að marka niðurstöðu þessa Kjörkassa Vísis, svo mikið er augljóst."

Aftur horfði ég á þetta gerast nokkrum dögum seinna og þá var spurt: Vilt þú að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði borgarstjóri? Þá var munurinn öllu meiri, eða um 85% Nei - 15% Kjorkassi_Fbl_160208. Enn breyttist niðurstaðan fyrir framan nefið á mér eins og hendi væri veifað.

Svör tölvufræðinganna sem ég hafði spurt voru á þessa leið:

Steingrímur:
Auðvelt er fyrir þá sem að kunna að skrifa lítinn JAVAscript bút sem að kýs í sífellu frá sömu IP tölunni & eyðir sjálfkrafa þeirri 'köku' sem að liggur á vafra kjósandans sem að á að koma í veg fyrir að sami aðilinn geti kosið oftar en 2svar.

Kári:
Ég er sammála Steingrími.  Það er mjög sennilegt að það sé "kaka" í browser sem á að sjá til þess að sami aðili kjósi ekki oft.  Ef kökunni er hent út getur sami aðili kosið aftur.

Elías Halldór:
Það er hægt að keyra svona lagað í skriptu sem gefur nokkur atkvæði á sekúndu. Það er ekki nauðsynlegt að nota heilan vafra í svona lagað, til eru ýmis smáforrit sem geta gert allt sem vafrar gera nema sýna úttakið á grafískan hátt.

Einmitt núna er ég að horfa á núverandi könnun fara úr 7% já upp fyrir 20% á undraverðum hraða á meðan ég keyri eftirfarandi skipun héðan úr tölvunni minni: while true ; do echo "ID=899&req1=1&polltype=5&max=1&q1=1" | POST "http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/poll?Category=FRETTIR&Mini=1&W=100&H=60" ; done
Hlutfallið breyttist úr 7-93 í 40-60 á um það bil þremur mínútum. Engar kökur voru sendar.

Niðurstaðan er sú að það er afskaplega auðvelt að falsa niðurstöður Kjörkassans hjá Vísi/Fréttablaðinu. Engu að síður birti Fréttablaðið niðurstöður þessara kannana athugasemdalaust 9. og 16. febrúar, daginn eftir "kjörið" eins og sjá má á úrklippunum hér að ofan.

Fleiri virtust hafa rekið augun í þetta, bæði fyrirspurnir mínar til tölvufræðinganna og hina óeðlilega hröðu breytingu niðurstaðna Kjörkassans eins og sjá má í athugasemdum í þessari bloggfærslu Hafrúnar Kristjánsdóttur á Eyjunni - sem er reyndar að öðru leyti mjög fróðlegt spjall um niðurstöður skoðanakannana.

Eftir þessa uppákomu er deginum ljósara að það er ekkert að marka Kjörkassa Vísis/Fréttablaðsins, jafnvel enn minna en ég hélt fyrir. Í ljósi nýjustu frétta um að Vilhjálmur ætli að hanga á sæti sínu í borgarstjórn og verða næsti borgarstjóri vara ég við að benda á þessar niðurstöður sem vilja kjósenda - þær eru falsaðar og endurspegla þann vilja ekki á nokkurn hátt.

Vonandi reka ábyrgir aðilar hjá Vísi/Fréttablaðinu augun í þessa færslu og sjá til þess að koma í veg fyrir að þetta sé mögulegt ef þeir vilja láta taka mark á Kjörkassanum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er greinileg fölsun og er það mjög alvarlegt. Við vitum að skoðunarkannarnir geta haft áhrif á skoðun fólks. Gott þetta kemur fram.

Heidi Strand, 23.2.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég hef nú aldrei haft neitt álit á netkönnunum. Aðrar kannanir eru mismerkilegar. Séu þær stórar, gerðar af viðurkenndum aðilum og notuð viðurkennd aðferðafræði getur verið dálítið að marka þær. Það er þó  þróunin og breytingarnar sem skipta mestu máli.

Sæmundur Bjarnason, 23.2.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég get ekki heldur sagt að ég hafi haft mikið álit á netkönnunum yfirleitt, Kjörkassanum þar meðtöldum. Ég leit frekar á þetta sem léttan leik og að niðurstöðurnar gæfu einhverja hugmynd um hlutina. Venjulega tek ég yfirhöfuð ekki mark á skoðanakönnunum því það er svo misjafnt hvaða aðferðafræði er notuð, hvaða spurninga er spurt, hverjir svarmöguleikarnir eru o.s.frv. Svo virðast niðurstöðurnar líka fara eftir því hver pantar skoðanakönnunina.

En eftir þessa reynslu af Kjörkassanum get ég ekki heldur litið á þetta sem léttan leik fyrst svo auðvelt er að falsa niðurstöðurnar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Verst var að það var ekki einu sinni verndað með köku, þannig að með venjulegum vafra gæti maður bara einfaldlega neitað að taka við kökunni og svo ýtt aftur og aftur. Mín aðferð er þó mikið fljótlegri.

Ef þeir færu að vernda þetta með köku, þá væri það bara spurning um lítilsháttar flóknari forritun, en þá þyrfti að bæta við einni GET skipun á undan, sækja úr henni kökuna og nota hana síðan í POST skipuninni. Þetta yrði samt sem áður hægt með einnar línu forriti.

Ef þeir færu síðan að vernda þetta með því að banna fleiri en eitt atkvæði frá sömu IP-tölu, þá væru þeir að takmarka möguleika þeirra sem eru á bak við vissar tegundir af eldveggjum; t.d. koma allir í Háskólanum í Reykjavík út á sömu IP-tölu og sama er að segja með fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi.

Í raun þarf bland beggja ásamt  útreikningum á tíðni svara frá sömu iptölu (eða neti, því net- og kerfisstjórar yfir stórum netum gætu hugsanlega látið eina vél sýnast koma frá hundruðum iptalna á sama neti). Til að framkvæma svona netkannanir þarf í raun frekar flókna útreikninga, og samt mun alltaf einhverjum takast að kjósa mikið oftar en einu sinni.

Elías Halldór Ágústsson, 23.2.2008 kl. 14:48

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já ég trúi ekki orði af svona kjörkössum.. verst er að síðan notar miðillinn þetta sem stóra sannleik.

Óskar Þorkelsson, 23.2.2008 kl. 15:02

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það þarf auðvitað bara að benda Vísi á þessa góðu færslu.  Ég geng í málið.   

Anna Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Svona kannanir gefa ekki marktæka mynd af raunveruleikanum, aðeins þeir sem eru með sterkar skoðanir í aðra hvora áttina taka þátt. Hitt er verra að þetta getur haft skoðanamyndandi áhrif. Þá er þeim mun alvarlega að verið sé að fikta við þetta.

Kristjana Bjarnadóttir, 23.2.2008 kl. 17:36

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir svona til viðbótar því að kanna tíðni á IP tölu, kökum ...

Til að byrja með mætti athuga hvort að það væri einhver taktur í kosningunni en venjulega þegar svona kosning fer fram, þá er mikil óregla í kosningunni bæði í kökum, IP tölum og tímatakti.

Það næsta væri að leyfa bara skráðum notendum að kjósa en ef að fólk vill ekki gefa upp hver viðkomandi er, þá mætti koma í veg fyrir að forrit gætu kosið með því einfaldlega að eftir að búið er að kjósa, þá þyrfti að slá inn handahófskenndan texta sem búinn er til af kosningaforritinu sem er þá birtu á myndrænu formi sem forrit hefði ekki nokkurn möguleika að greina.

Einnig mætti óska eftir staðfestingu í gegnum e-mail...

Þannig að það eru margar leiðir til að leysa svona vandamál. Nú verður þú Lára mín að taka málið í þínar hendur og láta þá sem standa að svona kosningum að skoða þessi mál betur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.2.2008 kl. 20:11

9 identicon

Vá, þessa færslu ætti að birta sem víðast, þetta er sjokkerandi staðreynd sem margir átta sig ekki á!

Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 20:59

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það væri fróðlegt að frétta hver það er sem finnst svona vænt um hann Villa...

Sigurður Hrellir, 23.2.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Reyndar verð ég hér að leiðrétta eitt: ég er ekki tölvunarfræðingur.

Elías Halldór Ágústsson, 24.2.2008 kl. 00:45

12 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ágæt kunningjakona mín „lenti í því“ á dögunum að afgömul frænka hennar hringdi í hana og bað hana um að kjósa Villa í svona netkönnun. Vinkona mín er ekki á hans bandi en er svo aumingjagóð að hún gerði þetta fyrir frænku.

Mig grunaði ekki að fólk gengi lengra en svona. Ég hef samt alltaf verið meðvituð um að skoðanakannanir eru skoðanamyndandi og hef verið á móti skoðanakönnunum síðustu daga fyrir kosningar.

Reyndar er náttúrlega fræg ræðan hans Sveppa þegar hann var kosinn vinsælasti sjónvarpsmaðurinn og sagði að hann hefði eytt kökunum og kosið sjálfan sig aftur og aftur. Við vitum öll að þetta er hægt og að svona kannanir eru í besta falli til gamans. En þetta er eiginlega ekki lengur gaman ef menn misnota skemmtunina svona eins og þú ert að lýsa, Lára Hanna.

Berglind Steinsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:20

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín ágæta Lára Hanna!

Innilega til hamingju með daginn og bestu þakkir fyrir óverðskuldað hól inni hjá henni Gurrí galvösku, fór bara hjá mér sem feimin unglingur og dauðsé eftir að hafa ekki gerst trommari!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 21:10

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá, takk fyrir upplýsingarnar.  Verður ekki kosið frá þessu kærleiksheimili, enda bölvað húmbúkk.  En að öðru.  Saknaði þín og þakka þér fallegar kveðjur.  Er í góðu stöði og tilbúin í slaginn.

Eigum við að stofna stjórnmálahreyfingu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 09:16

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta var upplýsandi.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.2.2008 kl. 10:10

16 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi

Brynja skordal, 1.3.2008 kl. 15:48

17 Smámynd: Jens Guð

  Ég kann ekkert á tölvur.  En mér er sagt af tölvufróðum manni að það sé létt verk að svindla á ÖLLUM skoðanakönnunum á netinu.  Hann bauðst til að staðfesta það.  Ég átti að benda á einhverja netkönnun,  sem ég og gerði, vísaði á könnun útvarpsstöðvar.  Hann spurði mig hvað niðurstöðu ég vildi sjá (reyndar var það könnun sem skipti mig engu máli) og hann framkallaði þá niðurstöðu á innan við korteri. 

Jens Guð, 4.3.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband