Hugsum okkur ráðherra eða þingmann...

Eins og sjá má í fyrri færslum mínum hef ég fjallað svolítið um þá skelfilegu hugmynd að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum - eða hvar sem er annars staðar á okkar fagra landi - með tilheyrandi sjón-, loft- og hljóðmengun, svo ekki sé minnst á hættuna af alvarlegum slysum sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á láði og legi.

Fyrsta færslan um það mál er hér, og í kjölfar hennar kom færsla með myndum hérÞví næst benti ég á í þessari færslu að lögmál Murphys ætti við í þessu samhengi sem öðrum og slys væri óhjákvæmilegt - fyrr eða síðar.

Í dag fékk ég tölvupóst frá vini mínum sem benti mér á myndbandið hér að neðan, væntanlega í því skyni að róa mig og slá á áhyggjur mínar af slysahættunni í tengslum við olíuhreinsistöðvar í landi og olíuflutningaskip á sjó. Þetta er gamalt sjónvarpsviðtal við ástralskan þingmann eftir að stafn olíuflutningaskipsins Kirki brotnaði af skrokknum í júlí 1991 vestur af Ástralíu og 20.000 tonn af hráolíu láku í sjóinn.

Ég sé alveg fyrir mér álíka umræðu og svipuð svör ef þetta myndi gerast við Íslandsstrendur og íslenskur þingmaður eða ráðherra sæti fyrir svörum í Kastljósi, Silfrinu eða Mannamáli... eða jafnvel Spaugstofunni. Annað eins bull veltur næstum daglega upp úr ýmsum af ráðamönnum þjóðarinnar í fúlustu alvöru og þeir ætlast til að við tökum þá alvarlega og trúum hverju orði.

Sjálf hef ég vissan ráðherra í huga sem mér finnst koma sterklega til greina í hlutverkið og nokkra þingmenn, en dæmi nú hver fyrir sig og velji sinn mann eða konu. Hver finnst ykkur nú líklegastur/líklegust?


Eins og heyra má er ekkert að óttast! Við getum verið alveg róleg... eða hvað?
  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Þú þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af olíuhreinsunarstöð, það er einfaldlega engar rekstarlegar forsendur fyrir henni.

haraldurhar, 18.3.2008 kl. 01:32

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við erum þá altént tvö sem vitum það, Haraldur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:38

3 Smámynd: Einar Indriðason

*bara* einn ráðherra, sem myndi bulla?  *bara* einn?  Ég sé fyrir mér að þeir myndu vera miklu fleiri, sem myndu bulla.  (Jóhanna fær þó svona að njóta vafans, þar til hún sannar eða afsannar bull.)

Einar Indriðason, 18.3.2008 kl. 08:19

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.3.2008 kl. 08:57

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Eins gott, að fronturinn sé í lagi ;) Umhverfisslys, þar sem olía kemur við sögu, eru alltaf skelfileg en það sem mér finnst verra, er að mönnum skuli yfirleitt detta í hug að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Annars vona ég bara að almenningur fari að sjá í gegnum þámenn, er hugsa svo, og að þeir eru ekkert nema fronturinn og "he is falling off"...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.3.2008 kl. 10:00

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi bara OMG, veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta, nema hvorutveggja sé.  Ok,ok,ok, ég hlæ!

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hvað er olía. Það er sennilega ekkert eins náttúrlegt og olía.

Gamall lífmassi 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 16:25

8 Smámynd: Hermann Bjarnason

Ég skil ekki af hverju maður skrifar undir athugsemdir sem gamall lífmassi. Ég er sjálfur svolítið massaður og talsvert lifaður, en mundi ekki kalla mig gamlan lífmassa samt. Ekkert er jafn náttúrulegt og vatnið í blá lóninu, fullt af brennisteini, arseniki og fleiru. Samt er þetta eitur. Annað sem gæti skéð er að eldur (líka náttúrulegt) yrði laus í olíuhreinsunarstöð í svipuðu veðri og ófærð og þegar snjóflóðið féll á Súðavík. Betra væri bara að hafa svona stöð á höfuðborgarsvæðinu, en helst bara alls ekki, takk,

ungur lífmassi:)

Hermann Bjarnason, 18.3.2008 kl. 23:09

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Aðeins hefur verið bent á hvort ekki sé hægt að minnka eldsneytisnotkun hérlendis.

Það er auðvitað alveg furðulegt, hvers vegna ekki er háværari umræða um auknar almenningssamgöngur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og þeirra sveitarfélaga sem liggja þar nærri.

Umræðan um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er dæmd dauð og ómerk af einni ástæðu. Umhverfisslys "ef umhverfisslys skyld kalla," eru mikið líklegri fyrir vestan land en austan vegna hættu á hafís. Gott fólk, gleymið ekki þeirri vá sem fram að þessu hefur hrellt okkur ALLA ÍSLENDINGA. Hvíti djöfullinn er ekki enn dauður úr öllum æðum og ástæðulaust að reisa sér minnisvarða fáránleikans með því að krefjast þess að risaolíuskip með fullfermi, sigli fyrir norðan land, fyrir Horn með farm af olíu á öllum árstímum með fullfermi af olíu til uppskipunar í Djúpinu eða einhversstaðar sunnar á Vestfjörðum þar sem hafís hefur verið jafnvel landfastur á ótrúlegustu tímum.

Reynið að koma grískum, tyrkneskum, filippseyskum, kóreskum skipstjórnarmönnum í skilning um að hætta á hafís sé á siglingaleið.

Þvílík aumkunarverð tilraun til að bjarga lánlausri byggðastefnu síðustu ríkisstjórnar með svona vonlausu úrræði er dæmd til að leggja þessa ríkisstjórn, lárétta í gröfina.

Ég segi, farið hefur fé betra.

Þórbergur Torfason, 18.3.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, nei, Einar... ekki bara einn. Mér fannst bara einn líklegastur í hlutverkið þótt aðrir gætu vel leikið það líka.

Umhverfisslys þar sem olía kemur við sögu eru alltaf skelfileg. Það var frétt um eitt slíkt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem um 3.000 olíutunnur með um 4.000 tonnum af olíu láku í fljót í vestur Frakklandi í dag. Verið var að hlaða þeim um borð í tankskip úr nærliggjandi olíuhreinsistöð. Olíuflekki má sjá á um 20 km leið niður eftir fljótinu.

Ég skil ekki hvað Gunnar Ásgeir meinar með að sennilega sé ekkert eins náttúrulegt og olía. Veit ég vel að olía er unnin úr iðrum jarðar, en engu að síður er hún stórhættuleg öllu lífi eins og sjá má þegar slysin gerast og fiskar og fiðurfé strádrepst ef það kemst í tæri við hana. Svo er hún eldfim með afbrigðum og mengar gífurlega þegar verið er að vinna hana.

Guðjón I...  ég vildi óska, eins og þú, að mannkynið væri ekki svona háð þessum vökva í alls konar formi, að almenningssamgöngur í Reykjavík væru betri - miklu betri eins og Þórbergur nefnir - og viðhorf til þeirra annað en er nú. Hitt er svo annað mál að ég hef ekki orðið vör við að lög og reglugerðir væru virtar betur á Íslandi en annars staðar. Sjáðu bara yfirgang álversmanna í Helguvík. Ekki er nú siðferðið hátt skrifað þar. Svo virðist sem lög, reglur, siðferði og slíkur óþarfi sé gjörsamlega hunsaður ef hann kemur í veg fyrir eða hindrar að hægt sé að svala græðgishvötinni.

Þórbergur og Hermann eru með mjög góða punkta um ástand sem skapast getur og valdið stórhættu ef olíuhreinsistöð yrði reist í Arnarfirði eða Dýrafirði - annars vegar óveður sem hamlar samgöngum og hins vegar hafísinn sem alltaf vofir yfir á vissum árstíma á þessum slóðum. Þetta eru einmitt atriði sem andstæðingar olíuhreinsistöðvarinnar hafa bent á. En hreinsistöðvadýrkendur hlusta ekki og finnst þetta léttvægur málflutningur. Það finnst mér ekki.

Annars má ég til með að upplýsa að mynbandið í færslunni er grín - ef einhver hefur haldið annað. Hér eru á ferðinni tveir bráðskemmtilegir grínarar sem heita John Clarke og Bryan Dawe. Þegar myndbandið var gert voru þeir með grínviðtöl í þætti sem hét "A Current Affair". Nú eru þeir hjá ABC sjónvarpsstöðinni í Ástralíu með svipuð viðtöl sem heita "The 7.30 Report" og sjá má sýnishorn af þeim hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 00:01

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er miðaldra lífmassi og ég veltist um af hlátri yfir þessu myndbandi  Ég var reyndar handviss um að þetta væri eitthvert grín-skets frá Monty Python hópnum, John Cleese hefði ekki gert þetta betur  .. en áður en ég ætlaði að skamma þig fyrir að fullyrði að þetta væri í raun þingmaður, þá ákvað ég að tékka.... og viti menn... þetta ER þingmaður  

Olíuslys eru auðvitað skelfileg fyrirbæri og það er enn í fersku minni mesta olíuslys sögunnar, Exxon Valdes slysið. Það má reyndar draga þann mikilvægan lærdóm af því slysi, að umhverfisverndarsinnar sem reyndu að gera sér mat úr slysinu, höfðu rangt fyrir sér um áhrif mengunarinnar. Þar notuðu þeir gamalkunnar aðferðir, þ.e. ýkjur og bull. Þeir fullyrtu að tjónið sem slysið olli væri ómetanlegt og náttúran á svæðinu yrði hundruðir ára að jafna sig og fágætar dýrategundir á svæðinu ættu ekki afturkvæmt. Í dag, 19 árum síðar, hefur svæðið jafnað sig nánast að fullu. Að vísu er á litlu afmörkuð svæði hægt að grafa nokkra tugi sentimetra ofan í fjörusandinn og finna ummerki olíunnar, en það er allt og sumt. Sæoturinn á svæðinu fór illa út úr þessu og var stofninn ekki beisinn fyrir, en er nú nánast búinn að ná fyrri stofnstærð.

Gríðarleg vinna og fjármagn var sett í að hreinsa svæðið. Sjálfboðaliðar frá umhverfissamtökum streymdu einnig á svæðið til að hjálpa við hreinsunarstarfið og fengu reyndar mestu athyglina ... og PENINGA, þ.e. samtökin. Ekki víst að þeir hefðu fengið eins mikla athygli ef þessi samtök hefðu verið raunsæ og haldið sig við staðreyndir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 09:37

12 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Olía er gamall lífmassi og ég svosem líka . Td gamlar skógarleifar sem hafa farið undir jarðlög og verða að olíu með tímanum. þetta er hluti af náturulegu ferli

En við verðum öll að olíu einhvern tíma en það tekur nokkurn tíma 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 17:12

13 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu það gott um páskana Gleðilega páska

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 21:48

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilega páska Lára Hanna - og baráttukveðjur

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.3.2008 kl. 22:21

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei...hehe þetta er auðvitað leikinn skets, fór að skoða fleiri frá þeim. Drep hlægilegt

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 01:13

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he já tek undir með Gunnari.. hann var hreinlega allt of heimskur til þess að geta verið Real deal.

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 01:32

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Einmitt, piltar... þetta var grín - eins og ég nefndi í aths. nr. 12. Lesandi síðunnar sendi mér tölvupóst með tveimur í viðbót, þessum og þessum.

Góða skemmtun! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 01:52

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Smellti of fljótt á Senda takkann...    Slóðirnar eru hér og hér... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 01:54

19 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hann er doltið ýktur þessi en við eigum nú býsna mörg svona eintök, sem opinbera kannske ekki bjánaganginn berstrípaðan eins og þessi ágæti maður en fara mjög nálægt því á stundum. Í Mogganum í dag er athygliverður greinastúfur - „Norðurland kallar“

Pálmi Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 12:07

20 identicon

Magnaður leikur  Tek líka undir með síðasta ræðumanni. Það er ekki laust við að við eigum svona eintök sem verja nánast hvað sem er.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband