Sorgarferli - "Fagra Ísland" kvatt

Við göngum öll í gegnum visst sorgarferli við ýmsar aðstæður. Til dæmis við andlát ástvina, hjónaskilnað og ýmsa atburði þar sem við segjum skilið við eitthvað sem er okkur kært en er að hverfa sjónum. Ég hef upplifað þetta sorgarferli nokkrum sinnum við ýmsar aðstæður og það er sama hverjar aðstæðurnar eru - það er sárt. Alveg hræðilega sárt.

Enn sárara er þegar hægt er að koma í veg fyrir missinn sem veldur þessu sorgarferli en þeir sem eru í aðstöðu til að hindra hann gera það ekki. Fyrir mig, sem náttúruunnanda frá barnæsku, eins og lesa má um hér og hér, og leiðsögumanns erlendra ferðamanna - sem hefur kennt mér enn betur að meta íslenska náttúru - eru þau skilaboð stjórnvalda að náttúra Íslands skipti minna máli en gróði erlendrar stóriðju alveg skelfileg.

Ég hef ótalmarga galla, en líka nokkra kosti - sem betur fer. Einn af þeim kostum - eða hæfileikum - er að geta séð hlutina í samhengi. Geta horft yfir sviðið og séð hvernig ólíkir hlutir vinna saman og mynda eina heild. Þess vegna skil ég fullkomlega afleiðingar þess ef álver verður reist í Helguvík. Þær afleiðingar eru afdrifaríkar fyrir alla íbúa suðvesturhorns Íslands, sem munu vera um 60 eða 70 prósent þjóðarinnar. Þær afleiðingar hafa í för með sér gríðarleg náttúruspjöll, brennisteinsvetnismengun, sjónmengun, hljóðmengun, lyktarmengun, þenslu, vaxtahækkanir, verðbólgu og guð má vita hvað. Það sem mér þykir einna verst er, að þessar framkvæmdir eru svo fullkomlega óþarfar. Það er ekkert atvinnuleysi á Suðurnesjum - síður en svo - þar er uppgangur einna mestur á öllu landinu og úr nógu að moða. Það er nákvæmlega engin þörf á stóriðju á Suðurnesjum - langt í frá.

Við höfum kosningar til Alþingis á fjögurra ára fresti. Hlustum á frambjóðendur í andakt og af því mannskepnan þrífst mikið til á því sem kallað er von tökum við mark á þeim. Trúum því sem þeir segja og lofa. Við kjósum þann flokk sem boðar þá framtíðarsýn sem kemst næst okkar lífsgildum og bíðum átekta. Síðan kemur að efndum - eða svikum. Við verðum ýmist kát eða leið eða reið.

Ég er leið og reið. Mjög sorgmædd og ævareið. Er að ganga í gegnum sorgarferlið áðurnefnda. Gjörsamlega miður mín og hyggst grípa til þess eina ráðs sem mér er fært í stöðunni eins og hún blasir við nú. Meira um það seinna... kannski.

Ég hef verið að berjast við veikindi undanfarið og ekki verið í ástandi eða aðstöðu til að bregðast við atburðum líðandi stundar umsvifalaust. En ég hef þó haft rænu á að safna upplýsingum og nú er mikið starf fram undan við að vinna úr þeim.

En hér læt ég öðrum um að dæma fyrir sig, ég hef þegar dæmt fyrir mig:


Hvað á maður að halda? Þetta heldur Sigmund og vitnar í Berg í Landvernd:

Sigmund_100408


Svo kom þetta í Silfrinu:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjaldan hafa háleit markmið farið fyrir jafnlítið á eins skömmum tíma og hið Fagra Ísland Samfó.  Því miður.  Ég skil reiði þína og sorg.  Á að gera eitthvað?  Endlilega láttu mig vita.

Vonandi fer þér að batna fljótt og vel.  Er eimitt búin að vera að pæla í því hvar þú héldir þig undanfarið, en nú er skýringin á því á borðinu.

Kveðjur inn í laugardaginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það er skelfilegt að horfa uppá Samfylkinguna selja sálu sína á þennan hátt. Það er grátlegt. Hvar eru loforðin? Það er brjóstumkennanleg staða sem þessar konur eru í, þ.e. Ingibjörg Sólrún og Þórunn. Það veit Guð að ekki kýs ég Samfylkinguna í næstu kosningum, nema hún taki sig saman í andlitinu í umhverfismálum.

Takk fyrir eldmóðinn, elsku Lára mín. Þú ert rödd svo ótrúlega margra í umhverfismálum og sannkölluð baráttuhetja fyrir hönd fallega landsins okkar sem við elskum öll.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 12.4.2008 kl. 09:58

3 identicon

Ég hef nú um nokkurt skeið trúað því að þessu landi sé ekki stjórnað af stjórnmálamönnum.

Lára þú átt samúð mína alla, bæði hvað varðar náttúru Íslands og heilsufarið. Heilsan mun batna en hvað hitt varðar er ég ekki lengur viss hvað verður.

Ásdís (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Sæl Lára Hanna,

Ég vil taka undir með þér og öðrum sem koma fram með athugasemdir. Það er fullljóst að stefna Samfylkingarinnar um "Fagra Ísland" var ekkert annað en innantómt kosningaloforð sem var falt við myndun ríkisstjórnar. Reyndar hygg ég að þessi stefna eigi ekki meirihlutafylgi innan þingflokks Samfylkingarinnar, þar sem margar raddir kalla á álver og stórvirkjanir.

Annars óska ég þér góðs bata og vona að þú haldir áfram að blogga í þessum dúr. Náttúra Íslands þarf á þinni rödd að halda.

Bestu kveðjur, 

Valgeir Bjarnason, 12.4.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Það þarf að binda endi á þetta sorgarferli með öllum ráðum og losa fólk úr ál-lögum. Í Kastljósi í gærkvöldi var viðtal við bandaríska konu, sem tekið hefur ástfóstri við Ísland og sagði náttúru þess þá kraftmestu í heimi, en hún hafði einnig uppi varnaðarorð, þess efins, að Íslendingar væru að missa tengslin við sína náttúru og það gæti bara leitt til upplausnar.

Í mínum huga stöndum við á tímamótum og þjóðin þarf að líta í eigin barm og fara að taka afgerandi ákvarðanir um sína framtíð og sinna afkomenda og ekki síst framtíð LANDSINS, því einungis í sátt við náttúruna getum við lifað farsælu og fullnægðu lífi.

Megi þér svo batna sem best með hækkandi sól.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.4.2008 kl. 10:52

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hvað, ég þræta ?

Niiii...

Fín pistill.

Steingrímur Helgason, 12.4.2008 kl. 10:57

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"... skil ég fullkomlega afleiðingar þess ef álver verður reist í Helguvík. Þær afleiðingar eru afdrifaríkar fyrir alla íbúa suðvesturhorns Íslands, sem munu vera um 60 eða 70 prósent þjóðarinnar. Þær afleiðingar hafa í för með sér gríðarleg náttúruspjöll, brennisteinsvetnismengun, sjónmengun, hljóðmengun, lyktarmengun, þenslu, vaxtahækkanir, verðbólgu og guð má vita hvað. Það sem mér þykir einna verst er, að þessar framkvæmdir eru svo fullkomlega óþarfar".

Þetta er rosalegt! Lýtur þessi áformaða framkvæmd þá engum lögum og reglum um umhverfismat og slíkt. Einhver virðist hafa tekið ákvörðun um að þessi tiltekna verksmiðja eigi að vera undanþegin öllum verndarákvæðum og umhverfiskröfum og eigi að fá að menga eins og hún lifandi getur. Gríðarleg náttúruspjöll! Í sjálfri Helguvík, sem eins og allir vita er einhver allra fallegasta vík landsins ef ekki sú fegursta. Og allt Samfylkingunni að kenna - af því að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra neyddist til að fara að þeim lögum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komu á fyrir skömmu.

Ég hef reyndar meiri áhyggjur af áformum um kísilmálmverksmiðju þarna suðurfrá. Hvað er að frétta af henni?  

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 11:38

8 Smámynd: Heidi Strand

Sæl Lára Hanna og takk fyrir góðan pistil.
Þetta sorgarferli hefur engan enda. Það er alltaf nýtt álver í pípunum og meira að segja olíuhreinsunarstöð óþekktra aðila er á koppnum.
Markmiðið er víst að leggja þetta fagra land í rúst. Íslensk yfirvöld læra ekki af mistökum annarra þjóða heldur gera sömu mistök, bara áratugum seinna.
Ég hef verið í löngu sorgarferli sem hófst þegar Kárahnjúkavirkjun var í undirbúningi og það kemur víða fram í myndefni mínu.

Heidi Strand, 12.4.2008 kl. 12:59

9 identicon

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.

Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.

Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.


Láttu þér batna, elskan!

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 13:03

10 identicon

Reynið að ímynda ykkur að þið væruð ábyrg fyrir því að fólkið í landinu þyrfti ekki að fara til annara landa til að hafa vinnu og mat, og allt samilega dugandi fólk gæti bjargað sér og sínum.  Farið að einsog Ómar, hann íhugaði upp á nýtt hvað hefur mest gildi í lífinu. Hann sagði: það er heilsan, hinir nánustu og það að kunna að forgangsraða því sem maður vill gera. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 13:10

11 identicon

það þarf einhver að koma hér inn sem sér þetta ekki með svona blindum augum og aðrir. Ég er Suðurnesjamaður og okkur veitir ekki af innspýtingu í atvinnumálin, því hér eru yfir 300 manns á atvinnuleysisskrá. Á síðasta ári var Reykjanesbær með einna lægstu meðaltekjur á landinu, sem segir að hér vantar betri atvinnutækifæri en gefast. Menn benda á eitthvað uppi á velli sem á að koma, en það þarf orku eins og álverið og ekki minni orku, það sem þar á að koma kallar á sérmenntað fólk sem verður að koma frá öðrum landssvæðun en Suðurnesjum. Því segi ég ef þið finnið eitthvað betra fyrir okkur en álver þá er það gott og blessað, en við getum ekki beðið lengi, því ekki förum við út á tún að borða gras eins og sumir virðast ætla okkur að gera.

Emil Páll (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 13:47

12 identicon

Ólafur Bí Jónsson. Í fyrsta lagi er hér miklu meira en nóg af vinnu og mat. Við veiðum hér 1-2 milljónir tonna af fiski á ári og torgum því engan veginn sjálfir, þrátt fyrir að þú gapir hér eins og svangur þorskur á þurru landi.

Við Íslendingar erum því að öllum líkindum langstærstu matarútflytjendur á mann í heiminum, og höfum lifað á þeim útflutningi að miklu leyti, ítem ferðaþjónustu, sem hefur vaxið hér stórum skrefum. Og mun að öllum líkindum halda áfram að gera það, enda þótt  þó þú vitir ekki hvernig túristi lítur út hér um slóðir, vegna gláku þinnar og glámskyggni allrar. Við getum ekki bannað þessu fróma fólki að koma hingað, vegna alþjóðlegra samninga, og þurfum því að gera ráð fyrir aukinni mengun vegna túrista hér í framtíðinni.

Hér hafa verið um tuttugu þúsund útlendingar í vinnu undanfarið, til að mynda mörg þúsund manns í byggingarvinnu, og eigum við ekki að bíða eftir að þeir flytji aftur til síns heima áður en við sköpum hér nokkur hundruð störf með álverum eða annarri stóriðju, til dæmis á Húsavík? Í verkalýðsfélaginu þar eru nokkur hundruð útlendingar og þeir voru mun duglegri að kjósa um síðustu kjarasamninga en Íslendingarnir í félaginu. Þarf ekki að slá á alla verðbólguna hér NÚNA, eller?!

Ég veit ekki til þess að Ómar Ragnarsson hafi skipt um skoðun í umhverfismálum og held því að þú ættir að forgangsraða í þínum eigin ranni, koppum, kirnum og sturlum öllum, áður en þú byrjar að skoða og skíta í aðra koppa, kallinn minn, og mun skömm þín lengi uppi verða.

Auk þess heitir enginn maður B.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:19

13 identicon

Emil Páll. Það eru alltaf einhverjir á atvinnuleysisskrá alls staðar, sama hversu mikil vinnan er á hverjum stað fyrir sig. Fólk er til dæmis á atvinnuleysisskrá í nokkrar vikur eða mánuði eftir að það hættir í einni vinnu og áður en það byrjar í þeirri næstu.

Það var nú ekki lítið grenjað á Suðurnesjunum yfir því að Herinn, konan hans og krakkarnir væru að fara, mörg þúsund manns á nokkrum mánuðum. Hins vegar voru þetta fjölskyldumenn, sem voru ekki sendir til Írak, samkvæmt því sem þeir sögðu mér sjálfir. Herinn var því á Vellinum í mörg ár, eingöngu vegna ykkar grenjuskjóðanna og vælukjóanna, og það sá undir iljarnar á þeim, loksins þegar þeir fengu grænt ljós á að láta sig hverfa héðan. Þið voruð því í atvinnubótavinnu á Vellinum árum saman.

En Íslendingar sem unnu á Vellinum eru ekki atvinnulausir núna, eða þurfa að minnsta kosti ekki að vera það. Og nóg er nú rafmagnið á Vellinum, enda þótt þeir hafi þurft að skipta um innstungur þar. Enginn var heldur að pína Íslendinga til að vinna á Vellinum og það er ekki okkur hinum að kenna að þið Suðurnesjamenn séuð með lægri laun en margur annar.

Nú er um eitt atvinnusvæði að ræða allt frá Borgarnesi að Selfossi og fólk fer út og suður um allt þetta svæði í einkabílum, rútum og strætóum á hverjum degi vegna atvinnu sinnar. Hvergerðingur til Reykjavíkur og Keflvíkingur til Hafnarfjarðar, ef hann þykist geta fengið þar hærri laun en í Keflavík, svo einhver dæmi séu tekin.

Mikil uppbygging hefur verið hjá Bláa lóninu undanfarin ár, þeir hafa verið að fjölga hjá sér starfsfólki, velta yfir milljarði króna á ári, og eru síður en svo hrifnir af því að fá stóriðju við túngarðinn hjá sér. Og fjölmörg önnur tækifæri eru í ferðamennsku á Suðurnesjum, sem geta skapað til dæmis afgreiðslufólki, leiðsögumönnum og bílstjórum atvinnu, en þeir síðastnenfdu eru nú yfirleitt karlmenn.

Þarf að stinga afturendanum á ykkur öllum í samband við rafmagn til að þið getið fúnkerað þokkalega í þessu þjóðfélagi og á Ríkið að útvega ykkur vinnu?! Enda þótt allir fólksbílar hérlendis gengju fyrir rafmagni þyrfti ekki að reisa hér eina virkjun vegna þess, því fólk myndi hlaða þá flesta yfir nóttina. Rafmagn er að sjálfsögðu gott til síns brúks en að það þurfi að reisa hér virkjanir út um allar koppagrundir til að skapa hér nokkur hundruð manns atvinnu er náttúrlega bara eins og hver önnur geðveila.

Hér búa um 300 þúsund Íslendingar og við erum með allra minnstu þjóðum í veröldinni. Hins vegar höfum við flutt hér inn um tuttugu þúsund útlendinga undanfarin ár til að skapa hér störf fyrir nokkur hundruð Íslendinga, og þess vegna hefur verðbólgan verið hér í hæstu hæðum undanfarið. Það bitnar á okkur öllum. Og útlendingarnir eru hér flestir enn, einnig á Suðurnesjunum, og þeir eru ekki atvinnulausir.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:21

14 Smámynd: Júlíus Valsson

Flott mynd af Dverghömrum!
Góður staður fyrir olíuhreinsunarskrímsli til að fela sig á bak við.

Júlíus Valsson, 12.4.2008 kl. 15:25

15 identicon

"síðastnefndu" átti þetta að vera, sumsé síðustu nefin. Jón Valur leiðréttingarpúki er í fríi og Íslendingabók er "lokuð vegna viðhalds". Ég vona að þeir finni viðhaldið sem fyrst, því annars er þessi bók tóm steypa.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:40

16 identicon

Ég finn til með Þórunni Sveinbjarnardóttur í þessari aðstöðu, það er örugglega vont að hafa ekki kraft, eða kjark eða hvað sem það nú er sem hamlar, til að fylgja sannfæringu sinni. Ég skil lík vel vonbrigði Samfylkingarfólks vegna meðferðarinnar á Fagra Íslandi.  Passið bara að láta ekki plata ykkur aftur!

Jóna Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 17:43

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert með skárri Íslendingum Steini Briem. Ég legg til að þér verði veitt Sauðanes á Langanesi ásamt Valþjófsstað.

Við eigum fjöldann allan af ný-útskrifuðum háskólaborgurum sem sjá ekki nema tvo kosti á Íslandi: Álver eða hundasúrusöfnun.

Á Bifröst í Borgarfirði eru afkomendur Bakkabræðra að undirbúa þjóðina fyrir inngöngu okkar í ESB vegna þess að það er afgreitt mál að við munum aldrei kunna fótum okkar forráð. Þar er kjörorðið þetta: "Til þess að öðlast sjálfstæði og réttinn til að kaupa rauðkál á sanngjörnu verði, þarf þjóðin að fórna sjálfstæðinu." Þetta eru náttúrlega snillingar.

 En Ísleifur Gíslason kaupmaður á Króknum vissi að allt er afstætt í þessu lífi okkar og tamdi sér að hafa ekki af því of miklar áhyggjur:

Einhversstaðar átti ég hatt

ef að vel er leitað.

En hvort það er lygi? ég segi það satt-

svei mér ef ég veit það! 

Árni Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 21:06

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir innilit, athugasemdir og batakveðjur.

Ólafi B. Jónssyni og Emil Páli bendi ég á fyrri færslur mínar og athugasemdir um þetta tiltekna mál og önnur svipuð. Í þeim hef ég reifað, útskýrt og rökstutt flest það sem þeir nefna. Nema hvað ímyndunarafl mitt var ekki svo frjótt að mér hefði dottið í hug að Íslendingar þyrftu að flýja land til að fá vinnu á meðan þeir eru að flytja inn tugþúsundir útlendinga til að vinna þau störf sem hafa verið í boði hér, líka á Suðurnesjum. Upphafssetning Emils Páls er skemmtileg, því ég hef ekki betur séð og heyrt en að þeir alblindustu í álversmálum í Helguvík séu einmitt Suðurnesjamenn sem neita að skilja hvað er í húfi fyrir allt suðvesturhorn landsins ef álver verður reist í Helguvík - og þar á ég við orkuöflun og -flutning. En hægt er að lesa allt um það í fyrri færslum mínum á þessari bloggsíðu.

Ég sá þetta viðtal sem Ásgeir vitnar í. Skondin og skemmtileg kona sem fannst íslensk náttúra vera mögnuð. Það finnst mér líka.

Já, þetta er rosalegt, Friðrik Þór... og ég er ekkert að gera of mikið úr málinu, síður en svo. Eins og ég sagði í póstinum til þín í dag er nákvæmlega ekkert að marka mat á umhverfisáhrifum sem unnið er samkvæmt núgildandi lögum. Sjálfur framkvæmdaraðilinn vinnur matið og dæmir síðan í eigin máli. Slík framvinda mála er auðvitað bara fíflaleg. En hver ber ábyrgðina? Er óréttlátt að hnýta í Þórunni eða eigum við að draga einhvern annan til ábyrgðar?

Lögin um mat á umhverfisáhrifum voru sett 2006. Þá var Sigríður Anna Þórðardóttir, sjálfstæðiskona, umhverfisráherra. Þórunn Sveinbjarnardóttir var í umhverfisnefnd Alþingis þá. Ýmislegt í lögunum er beinlínis til þess gert að gera stjórnvöldum erfiðara fyrir við að hafa yfirumsjón með nýtingu og meðferð náttúruauðlinda, t.d. með því að taka úrskurðarvald af Skipulagsstofnun og fela það sveitarfélögunum. Það finnst mér sambærilegt við það, að sjávarútvegsráðherra eða stjórnvöld almennt hefðu ekkert um kvótann í sjónum að segja og hvert sjávarpláss gæti ákveðið sinn kvóta sjálft, fiskað, unnið og selt burtséð frá því hvaða skaða þau ynnu nágrannabæjunum eða þjóðinni allri. Hver hugsar um sinn rass og gefur skít í alla hina, rétt eins og Suðurnesjamenn eru að gera núna. Slíkur hugsanagangur er mér ekki að skapi.

Það hefur legið fyrir í tvö ár að lögin um mat á umhverfisáhrifum eru ónýt og tilgangur þeirra vafasamur. Þótt Þórunn Sveinbjarngardóttir hafi verið í umhverfisnefnd þá veit ég að hún, sem þingmaður þáverandi stjórnarandstöðuflokks, hefur haft lítið að segja um efni þeirra. Ný ríkisstjórn var mynduð fyrir tæpu ári - um 10 mánuðum. Þórunn umhverfisráðherra hefur haft nægan tíma til að gera nauðsynlegar lagabreytingar til að koma í veg fyrir þau mistök sem verið er að gera nú. Samfylkingin lagði mikla áherslu á umhverfisvernd fyrir síðustu kosningar, sem kristallaðist í "Fagra Íslandi". Hvað hefur Samfylkingin gert á síðastliðnum 10 mánuðum til að skapa skilyrði fyrir því að geta að minnsta kosti byrjað að efna fögru loforðin? Hvað var Ingibjörg Sólrún að tala um fyrir ári síðan þegar hún lagði þunga áherslu á stöðvun stóriðjuframkvæmda, að minnsta kosti um sinn, eins og heyrist í úrklippunni hér að ofan? Var alls engin innistæða fyrir orðum hennar? Af hverju hefur Samfylkingin ekki stigið þau skref sem nauðsynleg eru til að geta byrjað að bremsa stóriðjuna og vernda náttúruna? Fórnaði hún "Fagra Íslandi" fyrir ráðherrastóla og stjórnarsetu? Spyr sú sem ekki veit.

Mér er annt um Samfylkinguna og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur um árabil verið einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum. Mér hefur virst hún vera heil og heiðarleg í því sem hún hefur sagt og gert. En nú olli hún mér gríðarlegum vonbrigðum, sem og Samfylkingin öll. Einmitt vegna þess er ég sorgmædd og reið - ég átti von á öðru úr þessari átt. Það er mér mjög þungbært að draga Þórunni og Samfylkinguna til ábyrgðar - en er öðrum til að dreifa eins og staða mála er í ríkisstjórn núna? Sneru Geir og Árni kannski upp á handleggi Þórunnar? Hvað veit ég?

Þakka þér fyrir umsögnina um Dverghamramyndina mína, Júlíus. Ég er mjög ánægð með hana sjálf. Saumaði hana saman úr þremur eða fjórum myndum því myndavélin mín tekur ekki panorama-myndir. En fyrr skal ég dauð liggja en að olíuhreinsistöð rísi þarna, eða annars staðar á Íslandi.

Loksins þegar Steini Briem heimsækir mig hingað fer hann á kostum og dregur hvergi af sér. Ég er ekki frá því að Árni hafi rétt fyrir sér um hann. En er það ímyndun í mér... hefur ljóðmælum farið fjölgandi á Moggablogginu upp á síðkastið? Ég sé ekki betur en menn og konur séu farin að tala í bundnu máli og láti vísukorn fljúga um víðan völl.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 21:27

19 identicon

Góða fólk, reynið að horfa aðeins lengra en til dagsins í dag, svona aðeins fram í tímann. Ef ykkar sjónarmið réðu þá væri komið atvinnuleysi og djöfulskapur eftir svona hálft ár.  Ef þið virkilega viljið vernda eitthvað mikilvægt fyrir okkur Íslendinga, þá lesið grein sem heitir Björgum fiskimiðunum, á blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu á morgun 13 apríl, eftir Garðar H. Björgvinsson, og þá getum við vonandi öll verið sammála um betra Ísland handa okkur öllum. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:01

20 identicon

Þú ert ekki sem verstur sjálfur, Árni minn Gunnarsson, enda erum við báðir Skagfirðingar að upplagi, þar sem langafi minn var Ólafur Briem, sýslumaður á Álfgeirsvöllum, fyrsti formaður Framsóknarflokksins og formaður SÍS, faðir Þorsteins Briem, alþingismanns og ráðherra, og tengdafaðir Björns Þórðarsonar, forsætisráðherra.

Hins vegar endaði SÍS í gullkrönum forstjórans í Laugarásnum, ítem öðrum flottræfilshætti og bjánagangi, en Framsóknarflokkurinn var jarðaður í fyrra af sömu sök í kirkjugarðinum á Grenjaðarstað. Og fyrr mun Kristur stíga niður til Jarðar en sá flokkur upp rísa úr þeim garði. Guð forði oss frá slíkum uppvakningum og vanvitum öllum.

Og það er klárt mál að þetta drasl verður allt sprengt í loft upp, eins og stíflan í Laxá forðum daga, því þetta idíótí verður ekki liðið. Sannaðu til.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:17

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er gæfa að þú skulir halda þessu efni til haga Lára Hanna og birta eftir því sem við á. Stjórnmálamenn treysta um of á "gullfiskaminni" kjósenda og leyfa sér hiklaust að hagræða sannleikanum þegar þeir sjá sér ekki fært að efna gefin loforð. Það sem þú ert að gera er að bæta fyrir bráðan skort á fréttamennsku sem einhverra hluta vegna tíðkast ekki nema í mjög litlu mæli hjá stærri fréttastofum. Vonandi nærðu þér fljótt af veikindum þínum því að þú ert ómetanleg í baráttunni um náttúru Íslands.

Samfylkingunni tókst í aðdraganda kosninganna 2007 að fá marga umhverfissinna á sitt band með "Fagra Íslandi". Sjálfur tók ég meira mark á atkvæðagreiðslunni um Kárahnjúkavirkjun þar sem 12 þingmenn Samfylkingarinnar studdu mestu umhverfisspjöll okkar tíma, m.a. ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Kristján L. Möller. Það kemur mér því lítið á óvart hvernig málin hafa þróast nú. Hins vegar hef ég mikla samúð með þeim raunverulegu umhverfissinnum í Samfylkingunni sem nú eru vafalaust vonsviknir og niðurlægðir. Þeir hljóta að spyrja sig að því hvort að þeir þurfi að finna sér annan vettvang. Er ekki bara kominn tími á flokk sem setur náttúru, umhverfi og landslag ofar öllu öðru?

Bestu kveðjur með von um góðan bata,

Sigurður Hrellir, 12.4.2008 kl. 22:36

22 identicon

Ólafur B. Jónsson. Það sem þú segir hér að ofan í #18 er einskis virði, eins og allt annað sem er með öllu órökstutt. Ég hef aftur á móti fært rök fyrir mínu máli hér að ofan, bæði í #12 og #13.

Hvað sjávarútvegsmál áhrærir, bæði hér og erlendis, skrifaði ég daglega um þau mál sem blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár og gaf þar út vikulega sérblað um sjávarútveg, Úr verinu, við annan mann, sem ég er reyndar ósammála hvað kvótakerfið okkar snertir. Í sérblaði þessu hefur verið fjallað um fiskveiðar, fiskvinnslu, tækni í þeim málum ítem markaðsmál, og við fórum um allan heiminn til að kynna okkur þessi mál öll.

Þér er hins vegar velkomið að koma mér á óvart um fiskveiðar, ef þér sýnist svo, en það kemur mér á óvart ef þú kemur mér á óvart í þeim málum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:46

23 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta með skrímslið var bara kaldhæðni. Við viljum ekki fleiri skrímsli hér á landi, nema kannski á Skrímslasafninu hans Kára Schram á Bíldudal. Það er ljóst.

Júlíus Valsson, 12.4.2008 kl. 23:05

24 Smámynd: Steingrímur Helgason

Steini Brímari er eini núlifandi íslendíngurinn sem að mér hefur dottið til hugar að best væri að láta 'uppstoppa' & 'safngera' á meðan hann væri ennþá á lífi.

Steingrímur Helgason, 13.4.2008 kl. 00:04

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ólafur B. - Það er einmitt það sem ég er að gera - hugsa um framtíðina. Lestu þennan pistil, og svo þennan, þá skilurðu það kannski. "Ef þið virkilega viljið vernda eitthvað mikilvægt fyrir okkur Íslendinga..." segirðu og vísar í grein um fiskimiðin. Vissulega eru fiskimiðin mikilvægt fyrir okkur Íslendinga. En hvað með landið sjálft? Ég hefði haldið að það væri það almikilvægasta fyrir þessa litlu þjóð að vernda landið sitt fyrir ágangi erlendra auðhringa og misviturra stjórnmálamanna sem vilja þurrausa allar orkulindir okkar og setja á útsölu. Það eru þeir sem ekki hugsa um framtíðina - um börnin okkar og barnabörnin. Hvað á að skilja eftir handa þeim til að halda í sér lífinu?

Takk fyrir góðar óskir, Siggi. Ég hef varpað þeirri spurningu fram hér á blogginu hvort bloggið komi til með að breyta einhverju um gullfiskaminni kjósenda fyrir næstu kosningar. Hver veit?

Ég tók þetta nú ekki alvarlega sem þú sagðir, Júlíus - eða bara eins og það var meint. Þarf að skoða skrímslasafnið næst þegar ég fer til Bíldudals.

Ég var með miklu róttækari hugmyndir hvað varðar uppstoppun og safngerð heldur en þú, Steingrímur. Það var árið 1983 þegar ég var að stússast í pólitík. Þá lagði ég einhvern tíma til að allir framsóknarmenn yrðu stoppaðir upp og settir á sérstakt safn - komandi kynslóðum til varnaðar. Þar sem Steini Briem virðist vera af miklum framsóknarættum gæti hann sómt sér vel á því safni - nema við potum honum uppstoppuðum á skrímslasafnið sem Júlíus nefndi. Íhugunarefni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:35

26 identicon

Ég er skrímslabrímsli, Hanna mín Lára, og allt apagengið er skíthrætt við mig, á minn sann. Enda er rík ástæða til.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 01:34

27 identicon

Hanna Lára klingir betur en Lára Hanna en þær þekkjast sjálfsagt ekki eins vel og Lára og Hanna.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 01:44

28 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú mátt ekki gefast upp Lára Hanna, pistlarnir þínir eru frábærir og fræðandi.  Ég  vona að þú náir fljótt fullri heilsu, þá kemur baráttuþrekið margfalt tilbaka.  Og þá verður gaman hjá okkur hinum, þegar við fáum fleiri magnaða pistla frá þér.  Ég hlakka til. Þarf nefnilega að senda inn athugasemdir fyrir 3. maí er það ekki?

Takk fyrir meitlaða athugasemd á blogginu mínu.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.4.2008 kl. 02:28

29 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Mikið er ég stolt af því að eiga svona gáfaða og málefnalega vinkonu. Þú ert okkur öllum, umhverfisverndarsinnum, til sóma. Ég vil líka þakka málefnalegar umræður á þessari síðu. Það er rétt sem sagt hefur verið að stjórnmálamenn treysta á "gullfiskaminni" kjósenda en þú, Lára mín, minnir okkur á staðreyndir málsins. Þú leggur ótrúlega mikla vinnu og metnað í færslur þínar og þær eru þegar orðnar ómetanlegt heimild um svikamillu stjórnvalda í umhverfismálum landsins okkar kæra. Góðan bata, Lára mín. Þú mátt vita að þú átt marga stuðningsmenn.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:03

30 Smámynd: Einar Indriðason

Farðu vel með þig, Lára Hanna, og já, gangi vel í baráttunni.  Mikið vildi ég að það væru stjórnvöld til staðar, sem eru ekki í stóriðjustefnu eða álstefnu.  Urgh!

Mannfólkið er sóðar, og náttúran mun berja á okkur, skemmdarvörgunum, fyrr eða síðar. 

Einar Indriðason, 13.4.2008 kl. 11:10

31 identicon

Ægir Magnússon. Það væri gaman að vita hvaða forustusauð þú ert að tala um í þessum efnum, kallinn minn. Er Þórunn Sveinbjarnardóttir kannski forusturollan? Eða er Geir Haarde þinn forustusauður og andlegur leiðtogi í umhverfismálum?

En þar sem þú ert greinilega áttavilltur þarftu náttúrlega á andlegri leiðsögn góðra manna og kvenna að halda, sem leiða þig í gengum lífið og það bakdyramegin, ef ekki vill betur. Það reynist lítilmagnanum alltaf best að láta aðra segja sér fyrir verkum.

Ákveðið landsvæði hefur verið tekið frá fyrir þig. Það heitir Brimarhólmur. Þú færð að halda hausnum þar. Hann er hvort eð er einskis virði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:41

32 identicon

Sól á penis settist Ægi,
sú var pelvis með í lagi,
en lítið ris og lásí snagi,
lélegt Elvis náttúruvægi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:08

33 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir ómetanlega hvatningu.

Ég verð að koma Ægi til varnar, Steini Briem. Ægir er ljúfur og fínn náungi, náttúruverndarsinni, jafnaðarmaður og Samfylkingarmaður. Auðvitað ver hann sitt fólk, það væri nú annað hvort. Hann er líka vongóður um framtíðina og það er jú aldeilis betra en vonleysi og svartnætti. En Ægir er eins og ég - við ráðum engu. Við getum bara beðið á hliðarlínunni og vonast til þess að bráðum komi betri tíð og blóm í haga.

Ægir...  ég veit að þetta mál er bara ein orrusta af mörgum og ennþá er langt í land að hægt sé að stinga Helguvík í samband. Og eins og ég sagði í athugasemd hér að ofan er mér mjög þungbært að gagnrýna Þórunni því ég hef miklar mætur á henni. En hvorki hún né aðrir eru hafnir yfir gagnrýni og það er alveg sama hve gott fólk er við stjórnvölinn, það verður að veita því aðhald. Og það vill svo til að Samfylkingin er í stjórn með flokki sem hefur innanborðs fólk sem ég vil helst ekki lýsa, ég yrði of orðljót og fengi sjálfsagt á mig margvíslegar kærur. Þess vegna er enn mikilvægara að veita Samfylkingunni aðhald og minna á kosningaloforðin og fögru fyrirheitin. Ekki kokgleypa allt sem frá þeim kemur án þess að benda á mistökin sem verið er að gera.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:25

34 identicon

Ekki mæli ég nú með þessu, Lára mín Hanna. Aldrei að bíða bara á hliðarlínunni. Alltaf að taka þátt í leiknum. Og þetta drasl verður allt sprengt í loft upp. Ég get alveg lofað þér því. En margir þarna úti eru nú bara nytsamir sakleysingjar, sem gelta þegar þeim er sigað.

Landsvirkjun er í eigu ríkisins og ríkisstjórnin ræður því að sjálfsögðu hvar Landsvirkjun reisir sínar virkjanir hverju sinni.  Þórunn  Sveinbjarnardóttir er ráðherra umhverfismála fyrir hönd Samfylkingarinnar og ef gengið er gegn vilja Þórunnar í umhverfismálum á hún að sjálfsögðu að segja af sér. Þórunn er æðsti strumpur landsins í umhverfismálum og ber ábyrgð á þeim málum öllum, sama hvurju hún fær ráðið.

Og það kemur þessu máli ekki við hvort Þórunn er skynsöm kona og rauðhærð, svona yfirhöfuð. Ég sat við hlið systur hennar á Mogganum eitt sumar og kynþokki hennar var svo gríðarlegur að ég hafðist ekki við á skrifstofunni nema tíu mínútur í einu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:47

35 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þakka þér Lára Hanna frábæra fræðslupistla um umhverfisvernd. Þín rödd á að heyrast víðar en á þessum skemmtilega fræðslupalli.

Ég mun fylgast með og taka þátt einsog ég get í verndun umhverfisins og subba ekki út. Lofa því

Ps. Ég er fædd á Bíldudal, gaman að sjá myndirnar þínar víðsvegar um landið, takk fyrir mig. Góðan bata!

Eva Benjamínsdóttir, 13.4.2008 kl. 16:52

36 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið hefur verið rætt um hvað hafi orðið af stefnu Samfylkingarinnar í umverfismálum. Rannsóknardeild Háskóla Íslands í stjórnmálafræðum hefur varið vikum og mánuðum í að leysa þetta dularfulla mál og nú er talið að lausnin sé fundin.

Stefna Samfylkingarinnar fannst á salerninu í höfuðstöðvum flokksins. Sjá mynd.


Theódór Norðkvist, 13.4.2008 kl. 18:39

37 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óska þér góðs bata í þínum veikindum Lára Hanna.

"hyggst grípa til þess eina ráðs sem mér er fært í stöðunni eins og hún blasir við nú"

hljómar eins og hótun.

Þórunn er mjög skynsöm kona og hefur vaxið mikið sem ráðherra í mínum huga eftir hennar úrskurð. Hún tók þá einu ákvörun sem lögin leyfðu henni að taka. Fagra Ísland hefur styrkst við þennan úrskurð og trúverðuleiki flokksins hefur aukist.

„Það er ráðherrans að taka slaginn og láta á það reyna. Ef það hefði þá brotið á Norðuráli þá hefðu þeir væntanlega sótt sinn rétt og einhverjar skaðabætur“

Álfheiður Ingadóttir Silfri Egils 06.04.2008

Þessi ummæli dæma sig sjálf.

Ég hef aldrei stutt fólk/hópa sem stunda ólögmætar aðgerðir ( eins og var t.a.m við kárahnjúka þar sem svokallaðir náttúruverndarsinnar hlekkjuðu sig við vinnuvélar o.fl ) og ganga um og mæla með því að lög séu brotin eins og mér virðist eins og Álfheiður Ingadóttir er að mælast til.

Ég hafði gaman af ummælum aðalritara íslenska kommúnistaflokksins þegar hann sagði eitthvað á þessa leið þegar  að kárahnjúkar einhver merkasta framkvæmd íslandssögunnar var um það bil að klárast að "láta það standa þarna ónotað sem merki um heimsku mannsins"

Óðinn Þórisson, 13.4.2008 kl. 19:12

38 identicon

Óðinn Þórisson. Ég átti einu sinni tík, sem hlýddi mér í einu og öllu. Það var fín tík. Svo átti ég aðra tík, sem var alltaf að krítísera mig, enda hét hún Krítík. Hún var engri annarri tík lík. En það var ekki hægt að lækna í tíkinni krítíkina, þannig að lóga átti tíkinni, en hún vildi heldur vinna á vöktum í álverinu í Reyðarfirði. Og nú var hún loksins hamingjusöm með alla sína krítík, tíkin, þar til hún drapst, tíkin. Og nú er hún lík tíkin. En hún var engum lík tíkin. Það má hún eiga, tíkin.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:56

39 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einu sinni var ég að slá mér upp með kvenmanni. Hún var algjör tík. Það hélt ég a.m.k. þar til ég kynntist annarri miklu verri tík. Hún hét pólitík.

Theódór Norðkvist, 13.4.2008 kl. 20:21

40 identicon

Óðinn Þórisson. Nú er það svo að allir jöklar landsins, nema Vatnajökull, verða horfnir eftir 100 ár, rúman mannsaldur, og Vatnajökull verður horfinn eftir 200 ár, samkvæmt mælingum og spá vísindamanna á vegum Landsvirkjunar. Þannig að hér verða allar jökulár horfnar eftir 200 ár og uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar þar að auki löngu orðið fullt af leirburði.

Heimska þín og þinna líka mun því lengi uppi verða og athlægi mikið um alla framtíð. Sá hlær best sem síðast hlær, kallinn minn, og til er nokkuð sem heitir neyðarréttur til að koma í veg fyrir forheimsku samferðamanna sinna.
   

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:03

41 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég samhryggist þér Lára og óska þér góðs bata.

Samfylkingin á það annars sameiginlegt með öðrum stjórnmálaflokki að vera opin í báða enda og þess vegna hef ég aldrei treyst þeim almennilega og ekki stuðlað að því að koma þeim til valda. En baráttan fyrir góðum málstað verður að lifa.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.4.2008 kl. 21:27

42 identicon

Óðinn helvíti orðinn ríkur,
aftanfrá tekur sínar tíkur,
önnur Pólí en hin hún Krí,
allt hans vit er nú fyrir bí.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:59

43 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Heyrðu, Lilja Guðrún...  ég var að heyra að það væri ekki 3. maí heldur 13. maí - að dagsetningunni hafi verið breytt. Ég kemst að hinu rétta í málinu og er að bíða eftir fleiri upplýsingum til að geta skrifað pistil um málið og hvatt fólk til að senda inn athugasemdir.

Eva... ég kíki á bloggið þitt og fylgist með ferðum þínum. Þú ert greinilega mikill orkubolti. Fleiri myndir geturðu séð hér.

Óðinn... ég er ekki að hóta neinu. Eina ráðið sem mér er fært í stöðunni snýr að mér sem einstaklingi, engum öðrum og enginn skaðast af. Vertu alveg rólegur. En hitt er algjör rangsnúningur hjá þér - "Fagra Ísland" hefur alls ekki styrkst við úrskurð Þórunnar heldur þvert á móti. Það hefur veikst mjög eins og glögglega hefur komið fram í umræðunni síðan ákvörðunin var tekin. "Fagra Ísland" gekk meðal annars út á stóriðjustopp. Þessi úrskurður er ekki til þess fallinn að efna þau fögru fyrirheit. Og ekki get ég með nokkru móti tekið undir með þér að Kárahnjúkavirkjun hafi verið "merkasta framkvæmd Íslandssögunnar" - nema þú sért að meina í merkingunni klúður og umhverfisslys. En ég held að sú sé ekki meining þín, því miður. Hver er annars "aðalritari íslenska kommúnistaflokksins"?

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:47

44 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rólegur, Steini minn Briem. Ekki vera dónalegur við fólk, það er svo mikill óþarfi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:48

45 identicon

Ef einhverjir lifa í fávisku verður að segja þeim það, þannig að þeir skilji og snýti þess vegna rauðu, í staðinn fyrir að láta viðkomandi lifa í fávísri lygi alla sína hunds- og kattartíð. Það er viðkomandi fyrir bestu. Það hefur ekkert upp á sig að dansa í kringum þetta lið eins og köttur í kringum heitan graut. Slíkt hefur ekkert upp á sig og það mun ég aldrei gera.

Ég er alinn upp við að segja mína meiningu, kann ekki annað og það var ekki kallað dónaskapur á mínu heimili að yrkja níð- og klámvísur, ef því er að skipta. Ég er engin dúkkulísa, sem lætur traðka á sér og sínum skoðunum, og mun heldur ekki gera það í framtíðinni. Ég hef fært hér rök fram og aftur fyrir mínu máli og kalla það dónaskap af annarra hálfu að gera ekki slíkt hið sama. Ég ber virðingu fyrir góðum rökum, með eða á móti, en ekki einhverju "mér finnst"-bulli. Það er hinn eini og sanni dónaskapur, Lára mín Hanna.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:49

46 identicon

Mjög góður pistill. Samfylkingin er greinilega búin að gleyma "stóriðjustoppinu" sem þau lofuðu.

Björn Baldursson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:34

47 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Samkvæmt tölum Hagstofunnar er atvinnuleysi mest á landinu á Suðurnesjum núna fyrirpart árs.SÍðan á Norðausturlandi.  Þetta atvinnuleysi á eftir að aukast mjög hratt því að nú er komin ný stærð í jöfnuna. Í fréttablaðinu í morgun var nefnilega vakin athygli á því að ásókn í atvinnuleyfi hefði ekkert minnkað þó að allir viti að hér hefur allt stöðvast. Það er vegna þess að í þessari niðursveiflu spara fyrirtækin með því að henda Íslendingum út og ráða erlent vinnuafl. Þetta er staðreynd sem að blasir við okkur sem að erum í hinum raunverulega Íslenska heimi en ekki í þeim draumaheimi sem að sumir hafa skapað um lífið og tilveruna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.4.2008 kl. 10:22

48 identicon

Jón Aðalsteinn Jónsson. Kaupmáttur allra stétta hérlendis, verkamanna, iðnaðarmanna, sem og annarra, hefur aukist undanfarin ár, samkvæmt ASÍ. Hér hafa unnið um 20 þúsund útlendingar undanfarin ár og þeir eru hér flestir enn, einnig á Suðurnesjunum og Húsavíkursvæðinu. Þar eru nokkur hundruð útlendingar við störf. Það sem þarf að gera núna er að slá á þensluna og minnka verðbólguna en ekki að halda henni í methæðum í allri Evrópu með meiri stóriðjuframkvæmdum. Það ert þú sem lifir í draumaheimi, kallinn minn.

Það skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli í hvað peningarnir fara þegar kaupmáttur eykst og hér hafa þeir að stórum hluta farið í utanlandsferðir og stærri jeppa. Íslendingar eiga orðið heimsmet í bílaeign, um 700 bíla á hverja 1000 íbúa, ef ég man rétt, og hafa tekið stór eyðslulán út á hækkandi verðmat á íbúðum, sem getur fallið niður um 30% á næstunni, eins og Seðlabankinn hefur verið að benda á.

Tugir þúsunda manna, jafnvel tvítugt fólk, er hér með milljón króna yfirdrátt á yfir 20% vöxtum vegna eyðslu, en ekki fjárfestinga. Hvorutveggja er hins vegar heimska. Þetta lið byrjar ekki á að leggja fyrir, heldur tekur lán og síðan vindur vitleysan endalaust upp á sig.

Það hjálpar engum að halda áfram sama sukkinu og verið hefur hér, hvað þá einhverjum stóriðjuframkvæmdum, hvar sem er á landinu.
Hér eru nú gríðarlega háir innlánsvextir í bönkunum, ekki bara útlánsvextir, og nú á fólk að leggja hér fyrir, ef það getur og hefur til þess þokkalegt vit. EN EKKI AÐ HALDA ÁFRAM SAMA FYLLERÍINU OG VERIÐ HEFUR. OG LENDA SVO Á VOGI.

Þegar ég var krakki grenjaði ég ekki frá mér allt vit, það tók mig mánuð að klára einn konfektkassa og ég geymdi besta molann þar til síðast. Gjör slíkt hið sama.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:32

49 identicon

En ad taka skyldusparnadinn upp aftur, Steini?

Jóhann (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:57

50 identicon

Jóhann. Það á ekki að skylda hér fólk til að spara peninga, heldur gefa öllum Íslendingum á skyldusparnaðaraldrinum stóran konfektkassa með eftirfarandi fyrirmælum: "Treindu þér þetta í mánuð." Og öllum sem tekst það ekki verði gert að hlaupa yfir þver Bandaríkin, fram og til baka. Forrest Gump: "My momma always said, "Life is like a box of chocolates. You never know what you're gonna get."

"Á tímabilinu frá 1973 til 2006 hefur ánægja fólks [í Bretlandi] haldist svo að segja óbreytt, og mælst að meðaltali 86%.Hagstofan breska segir að þessi stöðnun sé í samræmi við svonefnda „Easterlin-þverstæðu,“ kennda við hagfræðinginn Richard Easterlin, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 1974 að þvert á það sem vænta mætti ykist almenn hamingja ekki með aukinni velmegun eftir að grunnþörfum væri fullnægt." (Sjá mbl.is)

Trivia:
Sænska orðið fyrir "geyma" er "spara", eins og "Gunnar Svíafari", Gunnar Helgi Eysteinsson, hér á Moggablogginu er meira að segja farinn að skrifa í staðinn fyrir "geyma".

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:39

51 identicon

Þetta er nú meiri viðbjóðurinn Samfylkingin.

 Er þetta lið bara núna fyrst að selja sálu sína?  Flokkurinn sem lofaði að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum?

Ingibjörg hélt miklar ræður gegn stóryðju á sínum tíma, áður en hún varð borgarstjóri, og fékk tækifæri til að hafa mikil áhrif því hún hefði getað sett Kárahnjúkavirkjun í stopp sem borgarstjóri.  Hún þurfti jú að samþykkja lánið fyrir hönd Reykjavíkurborgar.  Það heyrðust nú ekki mikil mótmæli frá henni, ekki boffs, hún fékk bara lánaðann bíl frá Heklu sem selur jú túrbínurnar fyrir virkjarnirnar og svo er svo rosa spennó að vera borgarstjóri og halda ræður! Spilling? Nei ekki hjá vinstrimönnum........

 Hún átti svo eftir að taka lán fyrir hönd R-listans og okkar borgarbúa sem hefðu getað borgað fyrir aðra Kárahnjúkavirkjun, þar af voru 40 milljarðar falldir með því að yfirfæra skuldina á Orkuveituna!!!  Þetta mátti ekkert nefna í fjölmiðlum á sínum tíma....Hún átti einhvertímann að mæta í spjall í "Silfur Egills" til að ræða um lánatökuna við Egil og  Ingibjörgu Þórðardóttur en hún sendi Snata sinn í staðin, hálfblinda manninn sem ég man ekki hvað heitir núna, sem kom með þau skilaboð að Ingibjörg treysti sér illa til þess að ræða um bókfærslumál.........  psst retard! Gaman væri nú að athuga hvaða áhrif á þennsluna þessi gífurlega lánataka R-listanns hafði, nú þegar almenningur gerir sér meira grein fyrir slæmum afleiðingum svoleiðis hegðunar. 

Gaman væri einnig að rifja upp kosningabaráttu síðastliðinna ára og skoða myndbönd þar sem Ingibjörg lofaði því að tvöfalda framlög til heilbrigðismála og menntunarmála, bara ef hún fengi nú að vera forsætisráðherra!! Það hefði þýtt erlend lán upp á hátt í 200 miljarða á hverju ári, sem er nátturlega ekkert hægt, en það er nú allt í lagi að lofa hverju sem er þegar maður er að reyna að komast til valda, er það ekki??

Nú er hún á kafi í hermálunum og NATO í fína lagi, enda svo helvíti fínt að fara á svona fundi....Allt í anda vinstrimanna ha ha

 Það virðist koma umhverfismálaráðherranum á óvart að það þurfi að fara eftir einhverjum lögum sem þvælast fyrir...Er þetta ekki eithvað sem þarf að athuga áður en maður lofar og lofar fyrir kosningar?

símon (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:58

52 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jón Aðalsteinn...  ég er búin að leita hátt og lágt á vefsíðu Hagstofunnar og finn hvergi nokkurs staðar tölur yfir atvinnuleysi fyrir fyrsta ársfjórðung 2008. Viltu vera svo góður að setja slóðina hér inn svo ég geti skoðað þetta? Ég vil líka fá að vita hlutfall kynja og aldursskiptingu á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum, það skiptir gríðarlega miklu máli í stöðunni. Svo skulum við ræða saman um málið.

Okkur berast afar misvísandi fréttir um það, hvort erlendir verkamenn séu að koma eða fara. Einn daginn fer þeim fækkandi, þann næsta fjölgandi. Ég hef ekki skoðað hvort það fari eftir því hvaða fjölmiðill segir frá hverju sinni og í hvern er vitnað. En hrun krónunnar rýrði kjör þessa láglaunahóps verulega svo væntanlega eru þeir sem senda launin sín heim farnir, þetta er hætt að borga sig fyrir þá. En vinnumarkaðurinn jafnar sig, svo mikið er víst. Það þarf bara að setja verktökum einhverjar reglur og fylgja þeim eftir - þeir eiga ekki að stjórna atvinnumöguleikum og efnahag landsins frekar en skipulagi borga og bæja.

Ég lifi ekki í neinum draumaheimi, Jón Aðalsteinn, ég get fullvissað þig um það. Því miður, er mér skapi næst að segja - það væri örugglega mjög þægilegt.

Símon...  það hvarflar ekki að mér að kalla Samfylkinguna einhvern viðbjóð. Þarna er innanborð fyrirtaksfólk sem skrifar ekki upp á öll orð og allar gerðir ríkisstjórnarinnar, en svo finnst öðrum þægilegra að fljóta með en átta sig ekki á að feigðarósinn er skammt undan.

Það sem mér finnst vanta í íslensk stjórmál og alla umræðu er að viðurkenna þá staðreynd að við erum örþjóð og eigum að sníða okkur stakk eftir vexti samkvæmt því. Íslendingar hafa alla burði til að reka samfélagið mjög vel en til þess þarf hugarfarsbreytingu - bæði almennings og stjórnvalda.

Þess í stað er forgangsröðin algjörlega óviðunandi, bruðlið gengdarlaust og forsjálnin engin. Ég er mjög ósátt við það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 22:31

53 identicon

Það getur vel verið að stakkurinn fylgi vextinum illa.....

 Ingibjörg Sólrún og valdagræðgin, manstu eftir öllum ræðunum hennar um valdagræðgina í öllum öðrum en henni sjálfri?

Eigum við ekki líka að krefjast þess að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og fjölmiðlar hlutlausir?

Hvaða fyrirtaksfólk ert þú að tala um? Fólk eins og ISG sem lofar að berjast gegn álverum og virkjunum áður en það kemst til valda, en samþykkir svo stærstu virkjanaframkvæmd Íslandssögunnar hljóðalaust eftir að hafa komist til valda?  Hún er nú á kafi að vinna með NATO og hjálpa til við uppbyggingu hernaðarmátts sem jafnvel hörðustu frjálshyggju og hægri menn eru á móti (ég þar á meðal), og allt voða sniðugt, í nafni vinstri manna á íslandi. Er þetta eithvað sem Samfylking barðist fyrir áður enn liðið komst til valda?? Er það fyrirtaksfólk sem lofar hverju sem er til að komast til valda?

Ég nefndi í mínu síðasta bréfi 40 miljarða lán sem var falið með smá bókhaldstrixi.....fyrirtaksfólk!

"Símon...  það hvarflar ekki að mér að kalla Samfylkinguna einhvern viðbjóð. Þarna er innanborð fyrirtaksfólk sem skrifar ekki upp á öll orð og allar gerðir ríkisstjórnarinnar, en svo finnst öðrum þægilegra að fljóta með en átta sig ekki á að feigðarósinn er skammt undan. " 

Ertu þú að meina að fólk sem er skráð í Samfylkinguna (kjósendur hennar) skrifi ekki upp á aðgerðir Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, þ.e.a.s. að forkálfar ykkar þingmennirnir fari ekki eftir vilja kjósenda, og að þeir fylgi ekki vinstri stefnu?? Það virðist stundum sem að það skipti engu máli hve mikið leiðtogar ykkar ljúga að kjósendum, hversu spilltir þeir eru eða hve vanhæfir þeir eru svo lengi sem þeir komast bara til valda, því Davíð Oddson er jú svo vondur karl! ERt það ekki þú og aðrir kjósendur sem fljóta með?

Það er oft gert grín að stjórnmálamönnum og hve spilltir þeir eru, sama hvað flokkskírteinið segir, og þá er oft sterótípan af spillingunni sú að þeir haldi flottar ræður þar sem öllu er lofað, og fólk fær að heyra það sem það vill heyra. En þegar pólitíkusinn er kominn til valda þá kemur í ljós að ræðurnar voru bara orðin tóm.......   Samfylking

"Þess í stað er forgangsröðin algjörlega óviðunandi, bruðlið gengdarlaust og forsjálnin engin. Ég er mjög ósátt við það."

 Farðu nú yfir verk R-listans og ISG sem borgarstjóra........ þar sem eithvað í kring um 100 þúsund miljónir voru teknar í lán til þess að borga fyrir(Borgin skuldaði einn miljarð þegar R-listinn tók við)......enga uppbyggingu, á meðan Kópavogurinn tvöfaldaðist og ríkið borgaði niður skuldir.  Hún fór svo í smá hagfræðnám eftir að hafa hrökklast frá völdum....he he..þvílíkt fífl. 

Fagra Ísland, Lára Hanna, flott plagg fyrir kosningar en........

En þú ætlar ekki að kjósa þetta pakk aftur, nema að "það taki sig saman í andlitinu"??? Hvað viltu heyra næst, láta ISG endurtaka ræður sínar um að tvöfalda framlög til heilbrigðismála, nú eða þá menntamála?? NEI ÉG VEIT, þú þarft bara að sjá fleiri ræður um BLÁU HÖNDINA!!!! he he 

"Pardon the French" hér að ofan, ég meina þetta ekkert persónulega við þig, en er ekki tími til kominn að þið Samfylkingarfólk horfist í augu við eigin gerðir og loforð og foringja?? 

Kær kveðja, S. 

Símon (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:53

54 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Símon... ég vil forðast að kalla fólk eða flokka ónefnum, staðan er nógu slæm svo maður fari ekki út í slíkt. Og nei, ég er ekki ein af þeim sem "flýt með að feigðarósi", ég hefði haldið að það væri augljóst á málflutningi mínum hér á þessari síðu að ég gagnrýni þá sem bera ábyrgð - líka Samfylkinguna. Í pistli um borgarmál fyrir skömmu tók ég sérstaklega fram að enginn flokkur væri undanþeginn ábyrgð og gagnrýni, ekki heldur R-listinn.

Ég kýs að draga ekki fram "gamlar syndir" stjórnmálamanna í tengslum við atburði líðandi stundar. Að sumu leyti væri það ósanngjarnt og að sumu leyti er það vegna þess að ég hef ekki gögn undir höndum til að styðja slíkan málflutning. Ég vil ekki vera með fullyrðingar sem ég get ekki rökstutt með áþreifanlegum gögnum og ég hef hvorki tíma til né orku í að leita að þeim mörg ár aftur í tímann. Því læt ég það sem er að gerast núna hafa forgang.

Ekki leggja mér orð í munn, Símon, né heldur skrá mig í stjórnmálaflokka eða ráðstafa atkvæði mínu að mér forspurðri. Ef þú lest eldri færslur mínar og athugasemdir við þær sérðu, að búið er að spyrða mig saman við ýmsa flokka í íslenskum stjórnmálum. Það þykir mér bara skondið og benda til þess að gagnrýni mín á stjórnvöld fari eftir málefnum, ekki flokkslínum. Í því máli sem hér um ræðir er ég að gagnrýna Samfylkinguna.

Mér finnst orð og gerðir fólks, stefna þess og lífsgildi, skipta miklu meira máli en einhver óljós, úrelt skilgreining á "hægri og vinstri". Og ég vel mér vini eftir manngildi þeirra, ekki floksskírteini.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 16:16

55 identicon

Vel svarað!

 Ég vændi þig um stuðning við Samfylkingu vegna þess að þú talar um "sorg" þegar þú talar um "Fagra Ísland". Það er augljóst að ég hef ekki kynnt mér eldri færslur en efast ég ekki um að þú farir eftir málefnum.  Gott væri nú ef fleiri gerðu það. Ég tók nú fram að þú ættir ekki að taka reiðilesturinn persónulega.

Um gamlar syndir......Kannski er ekki gott að velta sér upp úr þeim mikið svona yfirleitt, en í þessu tilfelli þegar rætt er um Samfylkingu og ISG þá er það nú bara nauðsynlegt því ferill þessa flokks og foringja flokksins er nú ansi skrautlegur......  Og ef hann væri skoðaður pínu þá væri hægt að fyrirbyggja sorgina sem fylgir svikunum og brotnum loforðum....... 

Það eru nú ekki fáar ræðurnar eftir ISG þar sem hinu og þessu er lofað og talaði ég um hér að ofan að gaman væri að rifja upp öll loforðin og allar ræðurnar......til dæmis mætti endursýna þetta í sjónvarpinu, því það eru ekki bara stjórmálamennirnir sem eru fljótir að gleyma, fólkið sem kýs drullusokkana virðist oft ekki hafa mikið betra minni. 

Er ekki tími til kominn að Samfylkingarfólk horfist í augu við eigin afrek, loforð, svik og annað valdabrölt? Það voru nú annsi svæsnar ræðurnar hér um árið hjá ISG um valdagræðgina í öðrum flokkum, þá sérstaklega D-lista og Davíð. Mætti ekki rifja þetta svolítið upp í fjölmiðlum? Hvað sem segja má um Samfylkingu, þá held ég að ekki sé hægt að segja að það fari mikið fyrir sjálfsgagrýni eða faglegri umræðu.

Tal um "vinstri og hægri" stjórnmál er ekki vinsælt hjá "sumum" pólitíkusum í dag, en þetta eru ekkert flókin hugtök. Fyrir nokkrum árum þóttust nokkrir pólitíkusar í Bretlandi standa fyrir utan þessa skilgreiningu um hægri og vinstri, og sögðust standa fyrir þriðju leiðina sem var stundum kölluð "hið nýja vinstri". Þetta var gamli breski verkamannaflokkurinn með Tony Blair í fararbroddi, sem átti svo eftir að vera Snatinn hans Bush í öllum stríðsregstrinum....gamli vinstriflokkurinn kominn á kaf í stríðsrekstur með USA.....og ekkert nema spillingin og flottar ræður.  Hér á Íslandi man ég bara eftir einum stjórnmálamanni er heillaðist af þessum falska söng  og vildi standa fyrir þetta "nýja vinstri" hér á Íslandi, en þetta var Ingibjörg Sólrún.....og hefur henni tekist ágætlega að draga vinstri menn hér í botnlausa spillingu með fallegum ræðum!

Ég vel sjálfur vini eftir manngildum, en þegar kemur að því að kjósa fólk í valdastöður þá horfi ég á flokkskírteini, því jafnvel þótt það geti verið til einstaklingur í Samfylkingunni sem er starfi sínu vaxinn þá er ekki hægt að kjósa hann sem slíkan, því með honum fylgir jú fleira fólk og meirihlutinn gjörsamlega vanhæfur...... Þetta er dulítið viðkvæmt mál hér í landi minnimáttarkenndar og öfundar en það eru annsi margir vitleysingar á þingi á Íslandi í dag.

"Fagra Ísland" hefur aldrei verið neitt meira en innantómt kjaftæði og því óþarfi að vera að syrgja. Eins og ég bendi á hér að ofan þá er nauðsynlegt að fólk athugi hvort kosningaloforðin standi lög (sem og hið mögulega)áður en farið er í ræðupúltið. 

Ég byðst hér með afsökunar á að hafa bendlað þig við Samfylkinguna.

Kveðja

símon (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband