Skrumskæling lýðræðis, ólög og olíuslys

Í einum af mörgum tölvupóstum sem ég fæ um pistlana mína var mér þakkað fyrir "vandaða og krefjandi pistla". Ég hafði aldrei hugsað út í að þeir væru krefjandi, en líklega er það rétt. Þessi verður engin undantekning og hér er allmikið ítarefni - VARÚÐ!

KompásÍ Kompási á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið var fjallað um þá slysahættu sem stafar af siglingum olíuskipa með sérstaka áherslu á Íslandsstrendur og hafsvæðið í kring. Fram kom að hvergi á jörðu er ölduhæð jafnmikil og á þessu hafsvæði og að mörgu leyti sé það eitt hið hættulegasta hvað skipasiglingar varðar. Helmingi fleiri flutningaskip verða fyrir tjóni á leiðinni frá Murmansk til Boston heldur en á öðrum siglingaleiðum í heiminum. Horfið á Kompásinn hér fyrir neðan.

Þessar upplýsingar bætast við þær sem áður hefur verið fjallað um í ýmsum fjölmiðlum og hér á þessu bloggi. Ég minni á tvo nýlega pistla, þennan og þennan með Kompásþættinum frá 15. apríl sl., svo og eldri pistlana þrjá, þann fyrsta, annan og sérstaklega bendi ég á þriðja pistilinn þar sem bent var á lögmál Murphys og stóriðju í íslenskri náttúru. Ef slys er mögulegt þá verður slys - fyrr eða síðar.

Í tónspilarann setti ég tvö viðtöl úr Speglinum á Rás 1. Annað er frá 16. Spegillinnjanúar sl. og þar er rætt við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing, um ýmislegt varðandi olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Hitt er úr Speglinum í gærkvöldi. Þar er rætt við rússneskan sérfræðing í olíuiðnaði, sem er í forsvari fyrir rússneska fyrirtækið sem hyggst reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Í viðtalinu kemur fram að Rússarnir eru að smygla sér inn um bakdyrnar til Íslands með því að stofna skúffufyrirtæki á Írlandi til að auðvelda aðgang að landinu í gegnum EES - og spara tíma og fyrirhöfn. Enn er verið að flýta sér.

Á Íslandi eru í gildi Skipulagslög frá árinu 1997. Í þeim var sveitarstjórnum veitt gríðarlega mikið vald til að ráðskast með landið, svo framarlega sem það er innan þeirra lögsögu. Gildir þá einu hvort framkvæmdir sem ákveðnar eru hafi áhrif á önnur sveitarfélög og íbúa þeirra, eða jafnvel landið allt og þar með alla Íslendinga. Tökum þrjú dæmi sem eru í umræðunni núna:

Gjábakkavegur - sjá þennan pistil. Framkvæmd sem getur haft áhrif á allt lífríki Þingvallavatns á helgasta stað íslensku þjóðarinnar.
Sveitarfélag: Bláskógarbyggð
Íbúafjöldi 1. des. 2007:  972
Atkvæði á bak við meirihlutann:  289

Útivistarsvæðinu og náttúruperlunni Ölkelduhálsi breytt í iðnaðarsvæði til að reisa jarðgufuvirkjun. Fleiri virkjanir eru á teikniborðinu og áhrifin hafa afleitar afleiðingar fyrir alla íbúa suðvesturlands, um 200.000 manns. Ég hef skrifað ótalmarga pistla um þetta mál, nú síðast hér og hér. Af eldri pistlum bendi ég sérstaklega á þennan og þennan. Fleiri mætti tilgreina en ég læt þessa nægja að sinni.
Sveitarfélag:  Sveitarfélagið Ölfus
Íbúafjöldi 1. des. 2007:  1.930
Atkvæði á bak við meirihlutann:  495

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, sjá pistlana sem tilgreindir eru ofar í þessari færslu. Meðal þeirra áhrifa sem stöðin hefði er geysileg alhliða mengun, eyðilegging á hreinleikanum í ímynd Íslands t.d. hvað varðar matvælaframleiðslu, áhrif á vistkerfi, dýralíf og aðra atvinnustarfsemi á Vestfjörðum, ferðaþjónustu og margt fleira sem lesa má um í tilvitnuðum pistlum og horfa og hlusta á í tengdu ítarefni úr fjölmiðlum.
Sveitarfélag:  Vesturbyggð
Íbúafjöldi 1. des. 2007:  920
Atkvæði á bak við meirihlutann:  345

Þórunn SveinbjarnardóttirEr eðlilegt að svo fáir taki svo gríðarlega umdeildar ákvarðanir sem snerta svona marga, bæði beint og óbeint? Er þetta ekki skrumskæling á lýðræðinu? Finnst fólki ekki að þessu þurfi að breyta? Það finnst mér. Í febrúar sl. lagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, fram frumvarp á Alþingi um breytingu á Skipulagslögum í þá átt, að þegar um ákvarðanir er að ræða eins og ég nefni dæmi um hér að ofan þá falli skipulagið undir svokallað "landsskipulag" og lúti annars konar lögmálum. Ég spurðist fyrir um stöðu málsins og fékk þau svör frá formanni umhverfisnefndar að andstaða sveitarfélaga væri mikil, ýmsir þingmenn hefðu efasemdir og ólíklegt væri að frumvarpið færi í gegn á yfirstandandi vorþingi. Stefán Thors, skipulagsstjóri, birti grein í Morgunblaðinu sl. laugardag þar sem hann fjallar um frumvarpið og segir m.a.: "Land er takmörkuð auðlind og nýting og notkun þess verður að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi." Þetta er fróðleg grein sem ég birti hér að neðan.

Ég set einnig í tónspilarann tvö viðtöl við Þórunni Sveinbjarnardóttur um landsskipulag, annað úr Speglinum 15. apríl sl. og hitt er hluti af viðtali við Þórunni á Morgunvakt Rásar 1 sem hljóðvarpað var á degi umhverfisins, 25. apríl sl. Þetta mál er í eðli sínu þverpólitískt og engu máli skiptir hvar hver og einn skilgreinir sig í íslenskri flokkapólitík. Þetta er einfaldlega spurning um skynsemi. Ég skora á fólk að senda þingmönnum tölvupóst til stuðnings frumvarpinu og hvetja þá til að þrýsta á að það fari í gegn sem allra fyrst. Netföng allra þingmanna eru hér og nöfn nefndarmanna í umhverfisnefnd eru hér. Formaður nefndarinnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar. Sendið afrit á umhverfisráðherra.

En þá er að horfa á umfjöllun Kompáss um hættu á olíuslysum og mögulegar afleiðingar þeirra.

 

Til upprifjunar úr Kompássþættinum 15. apríl - Ómar Ragnarsson um olíuslys:

 

Grein Stefáns Thors, skipulagsstjóra, í Morgunblaðinu 26. apríl sl.

Stefán Thors - Morgunblaðið 26.04.08

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón V Viðarsson

Hvað með sjáfarbottninn. Nú eru togarar að tæta upp botninn með risavögstnum botntrollum og rústa öllu neðansjávar. En það er allt í lagi við sjáum það ekki !! Hvernig væri að taka á því fyrst áður en við förum að hafa áhyggur af því sem ekki er komið og kanski verður. Það eru miklu meiri verðmæti sem við fáum upp úr sjó ef við notumst við línubáta.Norðmenn veiða mest með línu. Hitt er bara græðgi útgerðamanna sem fá að moka öllu upp með kvaða veiðarfæri sem er og svo senda þeir aflann meira og minna óuninn úr landi.

Jón V Viðarsson, 1.5.2008 kl. 03:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jábbs HL pistlarnir þínir eru krefjandi, þeir fá mann til að hugsa.  Þakka kærlega fyrir þessa samantekt.

Gleðilegan 1. maí og baráttukveðjur fyrir verndun náttúrunnar og þess góða í manneskjunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 09:05

3 identicon

góðir og rökfastir píslar hjá  þér. það yrði nátturlega bara stórslys ef einhver olíhreinsistöð yrði plantað fyrir vestan eða bara hvar sem er hér á okkar fagra landi (ennþá) vonandi verður það aldrei  sem slíkt ófreskjubákn verður reist hér til hagsmuna fyrir nýríka og spillta rússa

steiner (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:59

4 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt, og haltu áfram!  Alveg stórgóðir pistlar, þó mjög vægt sé til orða tekið.  Vonandi, Vonandi tekst okkur sem enn förum út fyrir hússins dyr, að breyta þróuninni!

Einar Indriðason, 1.5.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þessum frábæru pistlum þínum ætti að koma á framfæri við "rétta" aðila.. umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra td.

Óskar Þorkelsson, 1.5.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég tek heilshugar undir með þér Lára Hanna. Skrifaði sjálf færslu um málið í morgun.

Baráttukveðjur

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.5.2008 kl. 12:31

7 identicon

kvitt frá Lugano,

Sonurinn  

Gunnar Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:44

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alltaf er nauðsynlegt að hafa einhverja til að róta upp málunum og koma með ný viðhorf. En það er auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Meðan við leggjum fram rök og staðreyndir á faglegum forsendum er það öðru vísi en þegar gula pressan er á ferðinni. Þá er allt sett fram til að selja fréttir en það erum við auðvitað ekki að sækjast eftir.

Í guðanna bænum haltu áfram þessu mikilvæga starfi og láttu ekki neitt mótlæti á þig fá.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það þarf að breyta Skipulagslögunum sem allra fyrst. Sveitarfélögin hafa alltof mikil völd í þessum málum núna.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 22:15

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef að það er slæmt að skrifa vandaða pistla sem að krefjandi eru fyrir lesarann, & vekja hann til umhugsunar, já þá eru ein sek kona.

Getur nú alveg samt sleppt því að skammast þín mín vegna, sgo...

Ég er sammála mínum minni Steina Brímandi.

Steingrímur Helgason, 2.5.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: Bumba

Á ekki til orð til að lýsa hversu góður mér finnst þessi pistill þinn Lára Hanna. Hafðu ómælda þökk fyrir. Hef verið ansi hugsi um þessi mál að undanförnu. Mér finnst í raun og veru óhugnanlegt hversu ráðamenn HVAR SEM ÞEIR ERU Í FLOKKI sýna mikla linkind gagnvart alþjóða andstyggilegri peningavæðingu. Kosta skal það sem kosta þarf til að eyðileggja landið og þar með tilveruna. Verð að viðurkenna að umhverfisráðherra núverandi veldur mér sárum vonbrigðum þá sérstaklega í Hleguvíkur álveseninu. Sýnir manni betur en nokkru sinni fyrr hvernig Samfylkingin er tækifærissinnuð og ekkert er á hana treystandi hvað þessi mál né önnur þeim lík snertir. Mikið sé ég eftir að hafa stutt hana. Nóg um það, það er of seint að iðrast.

Þú skrifar svo vel kæra Lára Hanna, það er skyni skroppið fólk sem ekki hrífst af pistlum þínum í þessa veru og lætur þá ekki vekja sig til umhugsunar. Haltu áfram hugrakka kona, ég skal styðja þig með ráðum og dáð en ekki Samfylkinguna. Hef sent mörgum vinum og kunningjum skilaboð um að lesa það sem þú skrifar og hefurðu fengið einróma lof einnig frá þeim. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.5.2008 kl. 00:31

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Í sjálfu sér er sláandi hve fáir geta ráðið miklu í skipulagsmálum, sem skipta marga máli. - Hugsanlega má breyta skipulagslögum en það þarf líka að halda áfram á þeirri braut að stækka sveitarfélögin með sameiningum. Möllerinn vill hafa lágmarksíbúafjölda 1000. Ég held að jafnvel mætti tvöfalda eða jafnvel þrefalda þá tölu en hafa þó möguleika á frávikum þar sem landfræðilegar aðstæður eru erfiðar. - Heimamenn verða alltaf að hafa talsverð völd í skipulagsmálum. Það má ekki rúlla alveg yfir þá.

Haraldur Bjarnason, 2.5.2008 kl. 09:43

13 identicon

þakka fyrir

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband