Getur þetta verið satt?

Það sem fram kemur í þessu myndbandi er ævintýralega ótrúlegt. Getur þetta virkilega verið satt? Ég á alveg óskaplega erfitt með að kyngja þessu, hvað þá að skilja hvernig þetta var og er hægt. Ætli það séu fleiri dæmi um svona vinnubrögð? Á hverju eru svona menn?

 

 

Mikið megum við - þessi skítblönku - vera fegin að hafa ekki átt hlutabréf í þessu fyrirtæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Og þessir menn ætluðu að komast yfir jarðvarmaauðlindir okkar með svipuðum hætti.

Rei-málið -Geysir Green.  Ungir Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn ásamt Svandísi Svavarsdóttur komu í veg fyrir gerningin.. Hannes Smárason ætlaði með flugi til London daginn eftir með pappíra sem hefðu gilt fyrir veðsetningu... Ótúlegt en svona var þetta.

Í framhaldi kemur Iðnaðarráðherra auðlindafrumvarpinu um þingið og þar með er sett undir lekann.... 

Sævar Helgason, 17.7.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef hreinlega ekki greind til að skilja þetta.....en er fegin að eiga ekki bréf í FL group.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Lára Hanna, þetta er alveg mögnuð samantekt, því miður virðist þetta vera satt og rétt. - Og allt byrjar þetta á einkavæðingu bankanna. - Þegar þáverandi Ríkisstjórnarflokkar skiptu á milli sín bönkunum, og einkavinavæddu þá. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Eitt enn Lára Hanna !   Við þessi skítblönku eigum ekki hlutabréf í þessu fyrirtæki, en samkvæmt mínum upplýsingum þá er "Ríkisábyrgð" á þessu fyrirtæki. - Og ef það er rétt,  þá borgum við þessi skítblönku brúsann, eins og venjulega. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessu myndbandi á að sjónvarpa í það minnsta einu sinni í mánuði.

Segi enn og aftur:

Þú ert stórkostleg Lára Hanna!

Árni Gunnarsson, 18.7.2008 kl. 00:37

6 identicon

ja, hvur andsk...það á verðlauna þig kona!!

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 03:05

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vil taka það fram til að fyrirbyggja misskilning að ég gerði EKKI þetta myndband. Ég er ekki svona flink í myndbandagerð og alls ekki fróð um við skiptalífið og Group-málin.

Slóðina (YouTube) fékk ég senda í tölvupósti og mér fannst þetta svo magnað að ég varð að setja þetta hér inn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 09:33

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hvað er það, sem gerir þessum mönnum kleift að haga sér svona? Væntanlega það „viðskiftaumhverfi“ og „svigrúm“, sem stjórnvöld hafa skapað þeim. Í umboði hverra akta þessi stjórnvöld? Okkar? Ef svo er, þá er það OKKAR að breyta ástandinu með hag alþýðu þessa lands að leiðarljósi. Þá getum við kannski farið að tala um lýðræði...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.7.2008 kl. 09:52

9 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Já, þetta er hið margumtalaða íslenska efnahagsundur í hnotskurn. Allt saman svindl og svínarí.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 18.7.2008 kl. 10:18

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tek undir með þeim sem mæla hér á undan og þá sérstaklega Ásgeiri Kristni. Það er okkar að breyta þessu.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:25

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvessið augun á hvað hann Sævar Helga setti hingað inn.  Þetta er því miður dag satt.

Rei Rei Svei Svei guttinn hann Bingi sýndi hverjum, samferðamanni sínum í Kínaferðinni, sem sjá vildu, SMS skilaboð frá ákveðnum auðjöfri, hvar stóð eitthvað á þessa leið

Til hamingju besta pólitíska move ever. 

Svo er til Kynningar presantation á hlut FL í Rei Rei og Geysi Green

Power Point show, sem sýndi hvað FL og félagar áttu mikið af auðlindum landsins.

Þetta verðum við að standa vörð um, sérstaklega þar sem menn vilja nú komast inn í ESB þá verða svona ,,eignir" fyrirtækja verslunarvara.

Miðbæjaríhaldið

Villa ð lögum verði komið yfir svonalagað, ef rétt er á myndbandinu.   Þetta HLÝTUR að vera ólöglegt ekki BARA SIÐLAUST

Bjarni Kjartansson, 18.7.2008 kl. 13:09

12 Smámynd: Heidi Strand

Góð samantekt . Nú verð ég að fá mér frískt loft.

Heidi Strand, 18.7.2008 kl. 14:40

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Vá...ég næ varla andanum...þetta er hámark ósvífninnar.

Tek undir með þeim sem rita hér að ofan...það er OKKAR að breyta þessu

Bergljót Hreinsdóttir, 18.7.2008 kl. 16:00

14 Smámynd: Ásgerður

Ja hérna,,,ég á ekki orð, enda skil ég ekki svona bull. Hvernig er þetta hægt aftur og aftur

Skyldu þessir menn sofna sáttir ákvöldin??

Ásgerður , 18.7.2008 kl. 18:12

15 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk fyrir þetta myndband, sem sýnir greinilega að það leynast enn mögnuð viðskiptatækifæri á Íslandi (he he).
Hvað er annars gengið á DeCode núna?

Júlíus Valsson, 18.7.2008 kl. 20:08

16 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Maður er gjörsamlega orðlaus. Þetta er langt fyrir ofan skilningu venjulegs borgara.

Úrsúla Jünemann, 18.7.2008 kl. 22:00

17 Smámynd: Víðir Benediktsson

þetta heitir að kjafta til sín peninga. Þú kaupir fyrirtæki fyrir lítinn pening(eða stofnar) og svo hefst áróðursherferð um ágæti fyrirtækisins. Best er að fá í lið með sér "trúverðuga" aðila, stjórnmálamenn, forsetann o.fl. Allir tala um undur og stórmerki svo fyrirtækið verður eftirsóknarvert á markaði. Þegar rétti tíminn er kominn selur þú fyrirtækið í smáhlutum á almennum markaði fyrir morðfé. Bláeygt fólk veðsetur eigur sínar og kaupir í þeirri trú að það sé að fjárfesta og ávaxta.

Þeim peningum stingur þú í vasann og hlærð þegar sannleikurinn kemur í ljós og engin innistæða reynist fyrir okurverði hlutabréfanna. þetta var mjög vinsælt þegar hugbúnaðarfyrirtækin voru að ryðja sér til rúms. Alltaf þóttust Íslenskir nördar vera við það að leysa vandamál tölvuheimsins og fólk trúði. Einn góðan veðurdag hurfu þessi fyrirtæki af yfirborði Jarðar en margir höfðu hagnast vel á meðan aðrir sátu eftir með sárt ennið.

Ljótasta og versta dæmið í Íslandssögunni er DeCode ævintýrið. Það væri fróðlegt að vita hvað stofnendur þess fyrirtækis náðu að selja vammlausu fólki fyrir mikið áður en spilaborgin hrundi. Tugi milljarða? Hvað um það, þetta er víst löglegt og heitir frjálshyggja á fagmáli en sumir sjá ekki sólina fyrir því hugtaki meðan heiðarlegt fólk kallar þetta frumskógarlögmál.

Víðir Benediktsson, 18.7.2008 kl. 22:53

18 identicon

Ég sá þetta myndband á Eyjunni og horfði fyrst tvisvar, þetta var eiginlega of eitthvað til að geta verið raunveruleikinn. En þetta ER því miður raunveruleiki. Vilhjálmur Bjarna gaf smáinnsýn inn í þessa aðferðafræði í viðtali í útvarpinu um daginn. Ég er enn orðlaus yfir viðskiptasiðferði þessara manna eftir að hafa horft á þetta.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:26

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er reyndar hluthafi í FL-Grúppíinu.  En hef það aumann húmör fyrir því smotterí þar að þetta 'jútjúbe' er alveg á topp 5 frá upphafi.

Svo satt að það er grátbrozlegra en fyndið.

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 01:56

20 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er ótrúlegt!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband