Ævintýrið heldur áfram

Um daginn fékk ég slóð í tölvupósti með ótrúlegu myndbandi sem ég setti inn á bloggið hér. Nú er komið annað og í lok þess er þriðji kafli boðaður. Enn er efnið ævintýralega ótrúlegt og ég viðurkenni fúslega að ég botna ekkert í því hvernig þetta er hægt.

Þeir sem lásu þennan óralanga pistil með frábærri fréttaskýringu Péturs um REI-málið sjá tenginguna við það sem fjallað er um í pistlinum. Þar kemur fram að fyrirtækið sem mest er fjallað um í þessum myndböndum var nálægt því að eignast hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og þar með aðgang að verðmætum orkuauðlindum þjóðarinnar. Þessir menn eru búnir að kaupa sig inn í Hitaveitu Suðurnesja í gegnum Geysi Green Energy og Atorku. Kannski eiga þeir hlut í fleiri fyrirtækjum á þessum hluthafalistum. Þetta er hringavitleysa, menn að leika sér með peninga - gífurlegar fjárhæðir sem maður skilur eiginlega ekki.

Hefur enginn eftirlit með þessu? Er mögulegt að hægt sé að fara svona með sameignir þjóðarinnar ef allir eru svona andvaralausir? Geta þessir menn laumað sér inn um bakdyr OR í gegnum HS ef OR myndi til dæmis borga hlut sinn í HS með hlutabréfum í sjálfri sér? Hvar er alvöru rannsóknarblaðamennskan á Íslandi? Hver er afstaða stjórnvalda til slíkra vinnubragða? Mega þau hafa skoðun á þeim? Eða er frjálshyggjan og einkavæðingarbullið alveg búið að ná yfirhöndinni?

 Nýja myndbandið - FL Group - In Memoriam 2

 
 
Eldra myndbandið - FL Group - In Memoriam 1
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Búinn að sjá þetta. Ég skil ekki af hverju yfirvöldum hefur verið ómögulegt að sjá þetta einfalda spil. Af hverju t.d. Baugsmenn voru síknaðir af ákærum, sem voru augljós brot og siðleysi. Hefðu þeir skoðað þessar transaksjónir í samhengi, væri búið að senda þetta lið í steininn. Almennt viðhorf hér er að Danska pressan hafi talað niður verðmæti fyrirtækja og skaðað krónuna og efnahaginn. Við ættum að þakka þeim fyrir, því ella hefði máske getað farið verr.  Okkur hefur veri leynt þessu og fjölmiðlarnir, sem eru í eigu þessara manna hafa sleytulaust kastð sandi í augu fólks. Það er ekki bara að íslensk fjölmiðlun, sé ónýt og ómarktæk. Hún er gerspillt.

Allir utan ladsteinana, hafa séð hvað er í gangi; ekki við. Aðvaranir að utan dugðu ekki af því að fjölmiðlar hér voru ritskoðaðir af eigendum þeirra og þáttakendum í þessu svindli. Davíð er ekki að líkja þessu við Enron svona út í loftið. Bendi á heimildamyndina "Smartest Guys in the Room" til að menn sjái samhengið. Það svindl hafði gríðalega víðtæk og skemmandi áhrif og aðilar þar lentu í steininum fyrir, og hefðu í raun átt að fá lífstíðardóm, en hvítflibbarnir sleppa alltaf. Barmi menn sér yfir vondu efnahagsástandi hér, þá skulu þeir líta til þessara glæpamanna. Þeir hafa algerlega gert út af við viðskiptatraust á alþjóðavettvangi.

Mæli með að þú birtir bæði myndböndin hér saman, til glöggvunar þeim, sem ekki hafa séð.  Þriðja myndbandið er svo væntanlegt innan skamms, eins og þeir segja í lok þessa myndbands. Þetta er ekki búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.8.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eina leiðin til að endurheimta viðskiptavild Íslands er að hér verði mótuð skýr lög, sem taka hart á svona sukki.Á meðan það er ekki, mun ástandinu hnigna hér og fólk jafnvel tapa sparifé sínu í bankagjaldþrotum. Stóru bankarnir hanga á bláþræði, þótt þeir segi annað. Það þýðir ekki að lesa íslensku pressuna til að sjá hið rétta. Menn verða að lesa erlend blöð. Lesa fréttir um efnahags og viðskiptamál á íslandi, sem fyrir einhverja undarlega tilviljun hafa farið fram hjá innlendum fjölmiðlum. I wonder why?  ´Vert að taka fram að Davíð og co eru ekki saklausir af því ástandi sem nú ríkir, þeir héldu uppi stýrivöxtum hér til að lokka inn erlent fjármagn, undir þrýstingi bankanna ofl.  Peningar, sem við eigum ekki. 800 milljarðar i skammtímaskuldbindingum, sem menn eru að losa eins hratt og þeir geta í dag, innheimta veð og koma sér burt. Dómínóeffektinn hefur staðið í 3 mán. og mun bara fara hraðar með hverjum degi. Þeir sem halda að þetta eigi eftir að jafna sig brátt eru að vaða reyk. Þetta á eftir að fara enn verr fyrir íslensk fyrirtæki, sem bundu allan sinn hagnað í bréfum, sem eru verðlaus í dag. Svo þegar við rísum upp að nýju, þá erum við orðin leiguþý erlendra lénsherra.  Það er veruleikinn af athöfnum útrásargoðanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.8.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góð hugmynd, Jón Steinar. Búin að bæta inn fyrra myndbandinu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og takk fyrir hjálpina Lára Hanna í Sáá vs Heilsuverndarstöðin. Það hefur fengið sína réttu meðhöndlun og samningum sagt upp. Enn eitt dæmið um mátt bloggsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.8.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að vegna þín og fjölda annarra sem eru óþreytandi við að fjalla um þessi plott öll sömul, þá sé þetta að verða erfiðara.

Og umfjöllun JS og fleiri vegna Heilsuverndarstöðvarhneykslisins er að skila árangri, ætla ég rétt að vona amk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Mér hefur verið hugsað til máttleysis fjölmiðla nú seinustu daganna. Það er langur vegur í að þeir sinni sínu hlutverki. Bloggið kemur þarna sterkt inn og hef ég trú á að erfiðara verði í framtíðinni að sussa niður það sem hugsandi sauðsvörtum almenningi finnst þurfa meiri umræðu og athygli. Þessa dagana finnst mér sífellt fleiri mál þurfa dýpri umfjöllun en við fáum dagsdaglega í fjölmiðlum. Þora þeir ekki?

Þökk sé metnaðarfullum bloggurum eins og þér Lára Hanna þá er þessum málum ekki leyft að gleymast.

Takk fyrir mig.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.8.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er tengill inná færsluna á eyjunni.  Gott mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Sævar Helgason

Hverjir eiga þessa fjölmiðla á Íslandi :

- Fréttablaðið  er það ekki eign Baugs ?

- Morgunblaðið og 24  er það ekki Landsbankaeigandinn m.m ?

- RÚV  er það ekki undir stjórn Flokksins ?

Skömmu áður en Styrmir Gunnarsson fv ritstjóri Mbl. hætti - þá var efnislega haft eftir honum " að auðvitað er ritstjórn fjölmiðla háð eigendum sínum " En bloggið hefur um sinn verið hinn frjálsi fjölmiðill og komið ansi mörgu til leiðar og upplýsingar... 

Þessi heimasíða Láru Hönnu er gott dæmi um það... 

Sævar Helgason, 30.8.2008 kl. 22:15

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta veður alltaf meira spennandi. Bíð eftir næsta þætti. Kannski endar þetta með því að Baugur eða Landsbankinn kaupi Láru Hönnu. Trúlega ekki en það verður vonandi amerískur happy ending.

Víðir Benediktsson, 30.8.2008 kl. 23:24

10 identicon

"Eða er frjálshyggjan og einkavæðingarbullið alveg búið að ná yfirhöndinni?"

 Takk fyrir ágætt blogg.   En í guðana bænum ekki tengja þetta við frjálshyggju, því það sem við erum að horfa upp á brýtur í bága við allt sem kennt er í þeirri hyggju.   Svona lagað gerist eingöngu þegar ríkisvernduð samtrygging á sér stað, svona líkt og í Rússlandi.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 02:47

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

búin að sjá

Hólmdís Hjartardóttir, 31.8.2008 kl. 13:42

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta.  Ég las líka "óralöngu" fréttaskýringuna sem þú bentir á og mér svelgdist nokkrum sinnum á.  Við virðumst búa í algjöru bananalýðveldi, þar sem auðmenn halda um stjórnartaumana með því að stýra misvitrum stjórnmálamönnum.

Sigrún Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 18:17

13 Smámynd: Bumba

Þetta er í einu orði sagt óhugnanlegt. Með beztu kveðju.

Bumba, 1.9.2008 kl. 19:33

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég nenni orðið að fylgjast með, þökk sé þér Lára Hanna . Flott framsetning.

Eva Benjamínsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband