Sigurganga einkavæðingar - víti til varnaðar

Utan úr heimi berast fregnir á færibandi um afleiðingar einkavæðingar ýmiss konar almannaþjónustu. Þekktustu dæmin eru líklega frá Bretlandi og í greininni hér að neðan (Fréttablað í dag) segir Einar Már Jónsson frá afleiðingum einkavæðingar á símaþjónustu í Frakklandi og undirbúningi að einkavæðingu póstþjónustunnar. Íslendingar þekkja orðið mætavel afleiðingar einkavæðingar þar sem græðgi, gróðahyggja og fullkomið skeytingarleysi gagnvart almenningi hefur ráðið för.

Það er langt í frá að öll einkavæðing sé alvond, en þegar undirstöður þjóðfélagsins og auðlindir þjóðarinnar eru seldar/gefnar fávísum mönnum (eða einkavinum ríkjandi stjórnvalda) með evru- eða dollaramerki í augum er voðinn vís. Frásögn Einars Más og fleiri slíkar frá milljóna- eða tugmilljónaþjóðum, þar sem greinilega kemur fram hvernig þjónusta skerðist og verðlag snarhækkar við einkavæðingu, ættu að vera okkur víti til varnaðar. Ísland er örþjóð og í fámenninu hér getur hagur almennings aldrei falist í einkavæðingu á grunnstoðum og -þjónustu þjóðfélagsins. Hvað þá auðlinda eins og fiskjar í sjónum og orku í náttúrunni, verðmætum sem okkur ber að vernda og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Um daginn skrifaði ég nokkur orð um einkavæðingu hér - að gefnu tilefni.

Einar Már Jónsson - Fréttablaðið 24. september 2008

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og ég las.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

& ég líka ...

& takk ...

Steingrímur Helgason, 24.9.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Það er margt að varast í þessu.  Gallharðir republikanar í Kaliforníu hafa sagt við mig:  "Lærið af okkar mistökum og einkavæðið aldrei raforkuframleiðsluna hjá ykkur"  

Er þá ekki dálitið skondið að Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, komi fram með hugmyndir um að einkavæða raforkuframleiðslu til stóriðju?

En Pósturinn hf., sem er 100% í eigu ríkisins, er greinilega á algjörum villigötum, sinnir ekki því sem hann á að gera og er svo að vasast í allskonar viðskiptum sem honum koma ekki við. 

Bragi Ragnarsson, 24.9.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kvitt

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

VAr Helgi Hjörvar að boða einkavæðingu?

Ekki skildi ég nú fréttir eða tilvitnanir í grein hans þannig, heldur að bjóða ætti upp nýtingarréttin til að fá sem mest fyrir orkuna í stað þess að laumupokast með samninga á undiirverði, eins og virðist hafa verið raunin með til dæmis ALCOA/Fjarðarál!?

En kannski hef ég misskilið eða ekki heyrt nógu vel.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Laumupokast með sölusaminga á undirverði, átti að standa þarna.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fjandakornið Lára Hanna mín!

Þá sjaldan að ég opna fyrir málbeinið hjá þér, drep ég bara umræðuna fyrir þe´r.

Svei mér sjálfum!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband