Hetjusaga sjálfstæðiskonu

Flestum er sjálfsagt í fersku minni það ægivald sem Davíð Oddsson hafði yfir Sjálfstæðisflokknum um árabil. Og ekki bara Flokknum heldur nánast öllu samfélaginu. Hér ríkti undarlegt hræðsluástand þar sem fólk þorði ekki að tjá skoðanir sínar ef þær voru í einhverju frábrugðnar skoðunum Foringjans. Heilmikið eimir eftir af þessum ótta og kannski hefur hann alltaf verið til staðar í þjóðfélaginu í einhverri mynd.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, er hetja. Í alvöru. Ég tek ofan fyrir henni. Það kæmi mér ekki á óvart að flokkssystkin hennar væru nú græn af öfund vegna dirfsku hennar og vildu nú flest Lilju kveðið hafa. Líklega sagði hún upphátt það sem þau hugsa öll og muldra í barminn.

Á Íslandi er nefnilega hvorki raunverulegt málfrelsi né lýðræði. Ekki þingræði heldur. Ríkisstjórnin ræður öllu og óbreyttir þingmenn eru bara upp á punt. Þeirra þingmál eru látin hverfa, hversu þörf og nauðsynleg sem þau eru. Það á við þingmenn allra flokka, ekki bara stjórnarandstöðunnar. Það er greinilega ekki sama hvaðan gott kemur á Alþingi Íslendinga og fjölmörg þjóðþrifamál eru látin daga uppi í nefndum eða ofan í skúffum. Sumir þingmenn kalla þetta lýðræðishalla. Ég kalla þetta skort á alvöru lýðræði. Svo er smjaðrað grimmt fyrir almenningi (kjósendum) í örfáa mánuði fyrir kosningar, öllu fögru lofað upp í báðar ermar og skálmar líka, en svo má þessi sami almenningur éta það sem úti frýs þess á milli. Það furðulegasta er að alltaf lætur fólk blekkjast - aftur og aftur og aftur - trúir fagurgalanum og kýs yfir sig sömu hörmungarnar þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað - og eyðir svo næstu fjórum árum í að kvarta og kveina. Ég skil þetta ekki.

Ég setti saman stutt myndband með yfirlýsingum gærkvöldsins til heiðurs Þorgerði Katrínu. Í dag er hún hetja í mínum augum. Hún sagði það sem allir hefðu viljað sagt hafa. Og allri alvöru verður að fylgja eitthvert gaman.

 




Viðbót:  Fréttablaðið í dag
 
Fréttablaðið 3. okt. 2008 - bls. 4

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært – breyttir tímar vonandi.

Er ekki málið að nýja ríkisstjórn myndi:
Þorgerður, Ingibjörg Sólrún og Jóhanna?

Þær velji síðan með sér gott fólk.

Rósa (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 01:26

2 identicon

Sæl Lára Hanna.

Þó fyrr hefði verið!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Já alveg frábært hjá henni Þorgerði Katrínu!

Þarna er á ferð kona með "big balls"! Eða á kannski að segja "Stóra eggjaleiðara"?

Sporðdrekinn, 3.10.2008 kl. 02:47

4 identicon

Loksins þorir einhver!

Vonandi fáum við að frétta af viðbrögðum Davíðs við þessu (bak við tjöldin eins og vanalega). Hann hefur ekki staðið sig það vel sem seðlabankastjóri að honum sé stætt á því að vasast í einhverju fleiru en hann var ráðinn til að gera. Eða öllu heldur réð sjálfan sig til að gera.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 07:27

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

..En var þetta ekki leikrit sem átti að segja okkur að DO væri ekki enn við völd þótt hann virðist vera það.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 08:29

6 Smámynd: Einar Indriðason

Amen, Lára Hanna.  Loksins einhver sem þorir að takast á við Dabba.  Vonandi kemst hún ósködduð frá þessu.

Einar Indriðason, 3.10.2008 kl. 08:31

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, villingur, snillingur Lára Hanna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 09:03

8 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Horfði á myndbandið og finnst það flott....ég tek sko hatt minn ofan.(þó ég hafi engan)

Þetta myndband er algjör snilld.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:30

9 identicon

Þakka þér framtak þitt að hæla menntamálaráðynjunni,Þorgerði Katrínu. Gaman að svona hreinakiptum og kjaftfforum konum eins og henni og þér.

Baráttukveðjur,

Elín G.

Elín G. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:34

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gaman að sjá hvernig tæknin leikur í höndunum á húsmóður úr Vesturbænum :)

Til hamingju!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 09:51

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært hjá Þorgerði Katrínu, loksins þorði einhver sjálfstæðismanna út úr rammanum.

Takk fyrir Lára Hanna.

Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 10:15

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Samtal við eldhúsborðið í gær:

Ég: Nú er ég hrifin af Þorgerði Katrínu, hún stendur sig vel.

"Kallinn":  Já, hún er sæt kona ..

Ég:   &%$#"$#%sæt kona hvað..!!!!&/()))=&&&%%

Maður (kona) á náttúrulega ekki að segja frá þessu.. en hann er í ,,uppeldi" Þorgerður Katrín er vissulega sæt kona, en líka klár kona ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.10.2008 kl. 11:18

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mikið var!

Þorgerður Katrín er töff

Brjánn Guðjónsson, 3.10.2008 kl. 11:44

14 identicon

Ég er sammála þér Lára Hanna. Og það er líka rétt að halda því til haga að Þorgerður Katrín var fyrir nokkuð mörgum árum vikulegur gestur í sjónvarpsþætti (man ekki lengur hvort það var Kastljós í den) þar sem farið var yfir þjóðmálin. Þar var áberandi hvað hún var alltaf ánægð með sinn mann í pólitíkinni og sá maður var Davíð.

Sú hollusta hennar er ekki til staðar lengur. Hún hefur skipt um skoðun og það ekki af ástæðulausu. Þessi breytta afstaða hennar sýnir að hún gerir þær kröfur að menn vinni fyrir því að hún sýni því hollustu. þorgerður sýnir með þessu að hún fyllir ekki þann flokk fólks sem sýnir blinda "afþvíbara" foringjahollustu, "afþvíaðþaðerDavíð" hollustu. Ég held að hún og svo miklu fleiri sjálfstæðismenn séu farnir að átta sig betur og betur á því að Davíð hefur ekki reynst góður fagmaður í starfi sem seðlabankastjóri af þeirri einföldu ástæðu að hann getur ekki hætt að vera stjórnmálamaðurinn, gamli forsætisráðherrann, gamli formaðurinn Davíð Oddsson. Þessi blanda er arfavond og það sér Þorgerður líklega betur en nokkru sinni fyrr - og hún þorir að stíga fram og segja honum að sinna sínum verkum og leyfa ríkisstjórninni að sjá um sín verk.

Vonandi fylgja fleiri með. Reyndar hefur mér heyrst á ýmsu sem Illugi Gunnarsson (gamli aðstoðarmaður Davíðs) hefur sagt að hann sé ekki yfir sig hrifinn af ýmsu sem Davíð hefur verið að sýsla í peningamálastjórninni. Í það minnsta hefur hann lagt áherslu á að það sé brýnt að endurskoða peningamálastefnuna. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:54

15 identicon

Flott! Takk fyrir, báðar! Maður heyrir svo oft að fólk þorir ekki að segja eða gera þetta og hitt því það getur komið niður á þeim á öðrum sviðum sem jafnvel hafa ekkert með hvort annað að gera.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:56

16 identicon

Snjallt ! - En - hver er hann þessi Davíð sem ekki er aðeins búinn að setja Ísland í gjaldþrot, heldur og meiginhluta alls bankakerfis heimsins ?? !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:10

17 identicon

Og valdabaráttan hefur örugglega engin áhrif, né það að maðurinn hennar er einn af leikurunum í bankaruglinu.

Svo geta menn spurt sig hver lak fréttinni um þessi ummæli sem sögð voru í spjalli á lokuðum ríkisstjórnarfundi, ekki vildi ég vinna með fólki sem vinnur svona....

EP (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:21

18 identicon

Mér finnst Þorgerður Katrín ekkert töff.  Hún er eitt stórt egó og mikill skemmtana- og ferðarfíkill, allt á okkar kostnað.  Þar að auki finnst mér hún algjörlega "turn-off" með framkomu sinni.  Það sem verra er að hún hefur dregið Sjálfstæðisflokkinn allt of langt til vinstri.  Eiginlega er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn steingeldur og getulaus krataflokkur. 

Hvernig væri nú að hún væri hér heima á Íslandi að vinna vinnuna sína í staðinn fyrir að vera á þessu sífelda flandri um allan heiminn á okkar kostnað.

Mér finnst Agnes Bragadóttir miklu meira töff og betur máli farinn en Þorgerður Katrín "Hin Víðförla". 

Sigurgeir Fr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:27

19 identicon

 Já, allt, ég segi allt, er Davíd ad kenna. Ad Titanic sökk er honum ad kenna og flest eldgos í heiminum, upphitun jardar og allar farsóttir í Evrópu á midöldum!

Leidsögumenn???? 

S.H. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:12

20 Smámynd: halkatla

Það er hlægilegt hvað þetta er alltof lítið og alltof seint hjá henni greyinu. Hún er nefninlega bara grey, og akkúrat engin hetja. Það er sorglegt að sjá pöpulinn falla fyrir hvaða trixi sem er hugsunarlaust og gleyma öllu sem hefur raunverulega gerst um leið. Það verður skemmtilegt að sjá sjálfstæðisflokkinn þjösnast enn meira á íslendingum á næsta kjörtímabili.

halkatla, 3.10.2008 kl. 15:16

21 identicon

Keisarinn er alsber og búinn að skíta á sig í beinni útsendingu!
 
Það er með eindæmum hvernig þessir idjótar hafa algjörlega klúðrað efnahagsmálum þjóðarinnar
Það hefur ekkert verið hugsað um fólkið í landinu heldur aðeins um hag einkavinanna,
sem fengu sparifé almennings sem spilapeninga í  "útrásina" ="braskið"!
 
"Einkavinir" Davíðs og Halldórs fengu bankana gefins og frjálsar hendur til að belgja sig út af peningum á kostnað almennings.
Nú er útrásarbluffið afhjúpað og íslenskur almenningur þarf að borga fyrir veizluhöld burgeisanna næstu áratugi.
 

Ragnar (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:34

22 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Menn geta endalaust deilt um lýðræðið og hvernig það á að virka. Um þingræði verður hins vegar ekki deilt og það er ekki rétt hjá þér, Lára Hanna, að hér ríki ekki þingræði.

Þingræði þýðir það eitt að ríkisstjórn á hverjum tíma sé háð stuðningi löggjafarþings.

Fólki hættir oft til að grauta saman hugtökunum lýðræði, lýðveldi og þingræði en þau eru í raun alls óskyld.

Vera má að einhverjum þyki ég smámunasamur í þessari umræðu og verðu þá svo að vera. Rétt skal vera rétt.

Emil Örn Kristjánsson, 3.10.2008 kl. 17:22

23 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hah, gleymdi að vakta. Hér með gert.

Emil Örn Kristjánsson, 3.10.2008 kl. 17:22

24 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég hef sagt á kaffistofunni undanfarið að ungir upprennandi Sjálfstæðismenn hafi fallið á foringjaprófi nú seinustu mánuði. Í hrönnum hafa þeir gluðað tækifæri til að taka af skarið gegn ónothæfum foringjum. Nefni ég fremstan í flokki borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.

Nú seinustu daga hafa þingmennirnir fallið í þessa gildru, fremstan tel ég Illuga Gunnarsson sem í seinustu viku reyndi að halda því fram að þrátt fyrir að embættismenn í Brussel neituðu okkur um að taka upp evru á grundvelli EES þá mætti alveg spyrja æðstu valdhafa. Þarna hafði hann tækifæri til að að taka af skarið gegn flokknum, en nei, kjarkinn vantaði. Það verður enginn foringi nema þora að taka af skarið.

Loksins kom einhver og hafði kjark. Hvort það dugi til að losa okkur við krabbameinið......... það verður að koma í ljós. Ansi er ég hrædd um að kröftug lyfjameðferð og geislar þurfi til, með öllum þeim hármissi og aukaverkunum sem oft fylgja.

Kristjana Bjarnadóttir, 3.10.2008 kl. 19:40

25 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Flott hjá þér Lára Hanna, myndbandið er algjör snilld.  Ég held að þú sért jafnvel enn meiri hetja en frú menntamálaráðherra.  En ef svo færi nú þrátt fyrir allt að mynduð yrði þjóðstjórn vil ég leggja til að þú verðir í henni.

Bragi Ragnarsson, 3.10.2008 kl. 20:58

26 Smámynd: Halla Rut

Hanna: Þú ert hetja. Gjörsamlega frábært bogg há þér.

Halla Rut , 3.10.2008 kl. 21:21

27 Smámynd: Halla Rut

En Hanna....Er kannski eiginmaður hetjunnar þinnar að tapa mikið á aðgerðum Davís? 

Halla Rut , 3.10.2008 kl. 21:40

28 identicon

"Svona gera menn ekki" hefur Davíð sagt  við mörgum óréttlátum frumvörpum til laga. Það var Davíð Oddsson sem kom því á að almenningur héldi sinni reisn í samskiptum sínum við opinbera aðila. Man fólk kannski ekki eftir því þegar það kom t.d. í gjaldheimtuna og þar var plagg upp á vegg sem bannaði fólki að rífa kjaft við opinbert starfsfólk, þessu breytti Davíð. Eins kom Davíð inn á varðandi skattayfirvöld að almenningur ætti að hafa meiri rétt í þeim samskiptum, það breyttist líka til batnaðar. Þess vegna finnst mér út í hött og algjörlega rangt að segja að Davíð hafi skapað hræðsluástand í þessu landi heldur þvert á móti hefur hann reynt að gera öll samskipti við opinber yfirvöld mannlegri og okkur fólkinu í hag. Varðandi hetjuna þína hana Þorgerði, ja hún er búin að eyða of miklu af mínum skattpeningum

Sólveig (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:42

29 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Komið þið sæl og takk fyrir innlit. Ég hef ekki haft neinn tíma upp á síðkastið til að sinna athugasemdum við pistla en er þakklát fyrir innlit og athugasemdir.

Ég vil taka fram að myndbandið og ánægja mín með Þorgerði Katrínu er eingöngu vegna þess að hún þorði að svara Davíð Oddssyni fullum hálsi - og það opinberlega í fjölmiðlum. Þetta kemur pólitík hennar og ástandinu í efnahagsmálum eða öðrum þjóðmálum ekkert við né heldur öðrum leikurum á sviði samfélagsins. Ég held að oftast sé ég ósammála Þorgerði Katrínu í pólitík - en þó alls ekki alltaf. Þetta kemur því heldur ekkert við hvað Þorgerður Katrín var ósmekkleg þegar hún fór aðra ferðina til Kína með föruneyti á okkar kostnað og nú síðast til Frakklands til að sinna áhugamálinu, íþróttum.

Og Emil Örn... þú vilt túlka orðið þingræði eftir orðabókarinna hljóðan og það er bara hið besta mál. Það sem ég átti við og hélt að væri augljóst í ljósi þess sem ég skrifaði í pistlinum var að áhrif þingmanna á Alþingi Íslendinga eru engin. Hvorki þingmanna stjórnar né stjórnarandstöðu. Þeir ráða engu og stjórnarþingmenn dingla á þingi að því er virðist til þess eins að ýta á já-takkann þegar ríkisstjórnin vill koma einhverjum málum í gegn. Þessu er vel lýst í myndbandi með þessum pistli, því þriðja að ofan. Sástu það?

Sólveig... þessi setning sem höfð er eftir Davíð - "Svona gera menn ekki" - var sögð einu sinni. Það var þegar Friðrik Sófusson, þá fjármálaráðherra, ætlaði að taka upp á því að skattleggja blaðburðarbörn í topp. Það var löngu áður en fullorðnir útlendingar urðu í meirihluta blaðburðar"barna". Öðru sem þú nefnir man ég ekkert eftir og ég er hrædd um að ekki séu margir sammála þér um ástæður hræðsluástandsins í þjóðfélaginu. Davíð á þann heiður undanfarna ca. tvo áratugi að minnsta kosti. Og eins og ég tek fram í pistlinum um óttann: "...kannski hefur hann alltaf verið til staðar í þjóðfélaginu í einhverri mynd." Enda þykir víst auðveldast og þægilegast að stjórna óttasleginni þjóð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 22:56

30 identicon

Hræðsla fólksins snerist að opinberum stofnunum. Fólk hafði lítinn sem engan andmælarétt. Þessu breytti Davíð.

Sólveig (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:04

31 identicon

Annaðhvort ertu mjög kaldhæðin eða eins hrædd og hjörðin í kringum Davíð ! Gefum okkur hið síðarnefnda. Vá, konan þorði að andmæla Davíð ! Erum við hugsanlega að tala um aðra brennu, sbr. Jóhönnu af Örk.  Í alvöru mín kæra, fannst þér þetta svona mikil hetjudáð ?  Ef Sjálfstæðisfólkið eru svona miklir aumingjar almennt (sem þeir hafa vissulega verið gagnvart Davíð), þarf þá ein manneskja að vera hetja, af því hún segir sannleikann ?

Samt, ég vona að þú sért frekar kaldhæðinn. Kemur betur út fyrir alla !

Sigurður (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:28

33 Smámynd: Halla Rut

Einmitt sem ég man, þetta fjallaði um blaðburðarbörn. En hann sjálfur hafði borið út Moggann.

Halla Rut , 3.10.2008 kl. 23:40

34 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sólveig... ég er að tala um allt annars konar ótta.

Sigurður... ég get verið kaldhæðnari en Kölski og læt þig bara um að meta hvort ég beiti kaldhæðninni hér eður ei... 

Sá þetta fyrr í kvöld, Víðir. Athyglisvert, en þarna kemur því miður ekkert nýtt í ljós. Ekkert sem ekki er búið að skrifa mikið um og birta í FL Group myndböndunum. Ég bíð hins vegar spennt eftir þriðja þætti í þeirri trílógíu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 23:42

35 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Halla Rut...  sonur minn var að bera út blað á þessum tíma svo þetta hefði komið mjög illa við hann, enda ekki ofsæll af blaðburðarlaununum. Þess vegna man ég svona vel eftir þessu. Þetta var í fyrsta af þremur skiptum sem ég hef verið sammála Davíð.

Nú er búið að gjörbreyta öllu sem varðar blaðburð og blaðburðar"börn" og ég veit ekki hvernig kerfið virkar eftir breytingar. Ég veit bara að fjölmargir útlendingar hafa sinnt þessu starfi undanfarin ár.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 23:45

36 Smámynd: Halla Rut

Nú er það þannig að börn undir 16 ára mega vinna fyrir ákveðinni upphæð án þess að borga skatta. Eftir það borga þau 6% skatt. Sanngjart mjög.

Þau þurfa heldur ekki að borga lífeyrisstjóð sem ég tel að sé rangt. Þannig spara ég t.d. á því að hafa ungmenni vinnu. Ég þarf ekki að borga mótframlagið. Ég spara... gott og vel. Gott fyrir mig. En ég tel það samt ekki rétt. Svona er ég léleg í "business"

Halla Rut , 3.10.2008 kl. 23:59

37 Smámynd: Halla Rut

lífeyrissjóð

Halla Rut , 4.10.2008 kl. 00:00

38 identicon

Ætlaði að vekja athygli á mjög athyglisverðu myndbandi, en það er búið að því - aths 32

sigurvin (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:01

39 identicon

skil ekki þessa umræðu alltaf um Davíð  .  Hún er engin hetja .  Bara að vinna vinnuna sína.  Fleiri stjórnmálamenn ættu að gera hið sama.  Gott hjá henni.

Og segiði mér eitt .  Hvaða vinstri græningi  hefur einhverntíman gagnrýnt Steingrím J??

eru allir vinstri grænir hræddir við steingrím J Sigfússon??  heldur hann flokknum í heljargreipum? Eru allir honum alltaf sammála??

jonas (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:51

40 Smámynd: Halla Rut

humm  einmitt gott innlegg há þér Jónas...hef aldrei hugsað þetta svona..

Halla Rut , 4.10.2008 kl. 01:51

41 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það segir afar mikla sögu um ástandið í stærsta tjórnmálflokki landsins að öll þjóðin stendur á öndinni yfir þessum orðum varaformannsins og þeirri dirfsku sem hún sé gædd! Og þetta eru fyrstu orð áhrifamanns flokksins í þessa veru mörgum árum eftir að viðkomandi maður varð valdalaus í flokknum.

Samanburður við Steingrím Sigfússon og hans flokkssystkini: Hvaða stjórnvaldsaðgerð ber hann ábyrgð á sem hefði getað kallað á gagnrýni flokksmanna eða þá einhverra annara?

Árni Gunnarsson, 4.10.2008 kl. 22:54

42 identicon

Lára mín Hanna! Þú ert hreint út sagt frábær, þið eruð það báðar! Það vantar svo sannarlega fleiri svona konur í pólitík. Konur sem þora! Áfram Þorgerður og ekki síður áfram Lára Hanna!!! Takk fyrir þetta. kveðja Ása Björk

Ása Björk (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband