Silfur dagsins

Þá er það Silfur dagsins. Gunnar Smári var kaldhæðinn að venju og sumu sem hann sagði var ég sammála, öðru ekki. Ég var aftur á móti ofboðslega hrifin af málflutningi Sigrúnar Elsu og Sveins Valfells. Þegar Sveinn sagði, eins og allir hagfræðingar og sérfræðingar í efnahagsmálum undanfarið, að virkjanir og stóriðja væri alls ekki það sem ætti að fara í nú um stundir sló mitt náttúrhjarta hraðar og Sveinn hitti mig þar í hjartastað - fyrir nú utan allt hitt sem hann sagði. Ég var ekki síður hrifin þegar í ljós kom að Sigrún Elsa átti stóran þátt í að forða orkuauðlindunum okkar frá útrásarbarónunum. Setti hana umsvifalaust á stall.

Næstur var Stefán Ólafsson sem fjallaði um "Finnsku leiðina". Mér finnst, og hefur alltaf fundist, Stefán magnaður. Hann er eldklár, hefur hjartað á réttum stað og þekkingu til að færa rök fyrir hverju einasta orði sem hann lætur út úr sér. Sáuð þið línuritið um skuldir þjóðarbúsins? Ótrúlegt. Egill birti það á blogginu sínu hér. Hlustum á Stefán - alltaf.

Hér brengla ég röðinni og tek Steingrím J. næst. Hann sagði margt sem mér líkaði vel. Kom mér á óvart. Til dæmis þetta: "Okkur er að bera af leið. Við erum að missa þessa hluti út í vitleysu. Það er verið að Ameríkanisera íslenskt samfélag á tvöföldum hraða. Við erum að hverfa frá þeim gildum sem best hafa gefist okkur, sem eru norrænt, samábyrgt velferðarsamfélag." Þetta er alveg hárrétt hjá Steingrími og það fyrsta sem mér dettur í hug er einkavæðing heilbrigðiskerfisins. Svo tek ég að sjálfsögðu undir lokaorðin hans - nema hvað!

Svo eru það hagfræðingarnir tveir, Gylfi Zoega og Jón Daníelsson. Ég legg til að fólk hlusti mjög vandlega á þá. Stoppi, spóli til baka, hlusti aftur og melti það sem þeir eru að segja. Egill minnist á grein sem þeir skrifuðu og var birt í Morgunblaðinu 27. október sl. Ég set hana inn hér fyrir neðan og kannski væri best að lesa hana fyrst og hlusta svo á þá félaga. Ég spurði Jón í dag hvort hann væri fáanlegur til að flytja heim og verða seðlabankastjóri og hann sagði ekki já - en hann sagði heldur ekki nei. Hann sagði aftur á móti ýmislegt annað.

  Gylfi Zoega og Jón Daníelsson - Mbl. 27. okt. 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Gæðasilfur i dag!

Heidi Strand, 2.11.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú stóðst þig vel í dag að vanda. Staðföst, málefnaleg og talaðir mannamál. Til hamingju Lára Hanna

Eva Benjamínsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hugmynd Gylfa um að lánastofnanir komi umbreyti lánum eigið fé (converteringu lána) er frumleg og útfærsla á því sem er oft í skilmálum lána til fyrirtækja. Þetta er miklu mannlegri leið heldur en gjaldþrot eða alla vega valkostur.

Hugmynd Jóns um að prenta peninga er mun umdeilanlegri en er eins og hugmynd Gylfa til þess fallinn að koma í veg fyrir gjaldþrot. Hækkun stýrivaxta núna er rugl og hefur ekki tilætlaðar afleiðingar í því umhverfi sem við búum við núna.

Alvarlegasta vandamálið sem þjóðin stendur frammi fyrir núna er að það er mikil vitsmuna og þekkingarþurrð meðal ráðamanna. Ekki skrýtið því þeir hafa bara verið að þykjast að stjórna einhverju en hafa í raun verið með athyglina á sérhagsmunum.

Þeir hafa enga reynslu!!!!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eins og staðan er í dag er fjöldi fyrirtækja sem þarf að rúlla. Sum fyrirtæki eiga ekki erindi í þá tíma sem framundan eru. Það skiptir miklu máli núna að huga að uppbyggingu útflutnings. U

ppbyggingu sem gerir okkur betur sjálfbær til þess að hægt sé að minnka innflutning. Það þarf t.d. að hugsa um að nýta orkuna meira í þágu grænmetisframleiðslu. Nóg framboð ætti að verða á húsnæði bráðlega þannig að ég hvet þá sem nú eru að missa atvinnuna að huga að litlum atvinnurekstri.

Það þarf að huga að uppbyggingu og viðbúnaði!!!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það var vissulega margt gott í þessum og málflutningur þinn þar á meðal.  Ég er sammála því að Sigrún Elsa er afskaplega viðfelldin, það er hins vegar sögufölsun hjá Agli að hún hafi bjargað Rei- málinu. Hún sá að vísu að sér þegar aðrir voru búnir að benda á vandamálið en þar munaði mjóu.

María Kristjánsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og þú varst fín hjá Agli. Eins og talað úr mínu hjarta

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

átti auðvitað að standa "margt gott í  þessum þætti"

María Kristjánsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:36

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála Heidi Var ánægð með alla viðmælendurnar og flest það sem kom fram í málflutningi þeirra. Gaman að sjá að þú, Lára Hanna, kemur síst verr út í sjónvarpinu en hér á blogginu þínu. Ég skil vel að bloggvinir þínir hvetji þig til að taka til máls á Austurvelli og vilji sjá þig í pólitíkinni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:41

9 identicon

Steingrímur J var örrugglega að hugsað til norræna samábyrga velferðakerfisins þegar hann samþykkti möglunarlaust eftirlaunafrumvarpið hans Davíðs í den. Sendi svo varþingmanninn inn þegar allt fór í háloft.......hann er svo stórkostlega samábyrgur hann Steingrímur :)

Séra Jón (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:42

10 identicon

Þetta var magnaður þáttur. Takk fyrir það. Ég tek eftir því að þegar þessir hagfræðingar tala í fjölmiðlum þá segja þeir: fjölskyldur (eða heimili) og fyrirtæki. Í þessari röð. Stjórnmála- og embættismenn segja alltaf: það þarf að bjarga/styðja við fyrirtækin í landinu og skeyta stundum aftan við: heimili. Merkilegt, því fyrirtæki væru ekkert ef ekki væri fólk þar í vinnu og svo fólkið sem kaupir og svo fjölskyldur.

Ef við einbeitum okkur að því hugmyndum þessa tveggja hagfræðinga þá væri mögulegt að losna við verðtrygginguna sem er að sliga fjölskyldurnar í landinu.

http://okurvextir.blogspot.com

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:43

11 identicon

Eitthvert fínasta Silfur sem eg hef séð. Ofurbloggarinn Lára Hanna átti sannarlega þátt í því.

Þarf að horfa aftur.

Rómverji (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:44

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til hamingju með "silfrið" Lára Hanna - þú stendur þig með sóma.

Annars er orðið til nýtt máltæki í íslensku máli, sem gæti átt við um ýmislegt, bæði handboltann og Silfur Egils, en það er: "Gott silfur er gulli betra". 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.11.2008 kl. 23:47

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eitt besta Silfur í lengri tíma og þú stóðst fyllilega undir væntingum.

Sigrún Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:49

14 Smámynd: Himmalingur

Þú er einstök mín kæra og stóðst þig vel! Spurning að láta klóna þig?!!!!

Himmalingur, 3.11.2008 kl. 00:00

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Verð að vekja athygli á því sem Rósa Halldórs. segir hér í athugasemd nr. 10 og taka undir orð hennar. Þessir hagfræðingar setja fjölskyldurnar í landinu fyrsta sætið en stjórnvöld setja fyrirtækin í það sæti. Það gera þeir bæði í orðum sínum og gjörðum. Það er þess vegna ekki nema von þó þeim sem láta óánægju sína í ljós og mótmæla fjölgi stöðugt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:00

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já fólk vill oft gleyma að atvinnulífið er fyrir fólkið en ekki fólkið þarna fyrir atvinnulífið!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:16

17 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega Jakobína!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:20

18 identicon

Flott!

alva (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:27

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 00:51

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábært Silfur og skemmtilegar umræður, ég var sammála Sigrúnu Elsu það þarf að frysta verðtrygginguna strax eða gera sambærilegar ráðstafanir til þess að hindra fjöldagjaldþrot íbúðareigenda.    Þú varst líka frábær í þínum málflutningi, til hamingju með það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:59

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir,áhugavert,ég er hætt að hafa á hyggjur af framtíð Íslands ,þvílíka krafta sem við eigum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2008 kl. 02:01

22 identicon

Takk fyrir þitt framlag, er sammála. Ég skelfist yfir því, hvað menn hafa verið uppteknir af því að skara eld að eiginköku og sofið á vaktinni.

Gísli grúskari

Gísli grúskari (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 02:32

23 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég tek undir almenna ánægju með Silfur Egils og þína frammistöðu. Egill átti góðan sprett með fínum viðmælendum sem allir stóðu sig mjög vel og komu hlutunum vel til skila.

Það vilja fæstir ræða samt þann raunveruleika að íslenska ríkið ákvað að stela með lögum eignum bankanna. Það dylst engum sem hefur eitthvert vit á viðskiptum og kennitöluflakki. Það er gert vegna þess að ríkið er skuldbundið til að abyrgjast innlán í formi sparireikninga.

Það er ljóst að nú á sér stað niðurfærsla eigna sem keyptar voru með óhóflegri lántöku sem ríkið ætlar ekki að greiða og eru þær skuldir skyldar eftir í þrotabúunum eins og hvert annað drasl. Hér er um gríðarlegan ránsfeng að ræða sem ríkið ætlar að láta skuldara bankanna greiða fullu verði. Nú mun fara í gang mikil togstreita um að deila þessum ránsfeng úr því að ríkisstjórn og alþingi ákvað að gera heila þjóð að þjófum með neyðarlögunum sem verða brátt kölluð okkar séríslenski óþægilegi sannleikur ef að líkum lætur.

Nákvæmlega allt sem Seðlabankinn og ríkisstjórn hafa gert, til viðbótar heimskreppunni, hefur verið rangt og sökkvum við sífellt dýpra í versta klúður sem við höfum upplifað á lýðveldistíma. Það er kominn tími til að persónugera málin og losa þjóðina við stjórn sem er ekki að gera sig. Núverandi stjórn situr til að bjarga sér og vinum sínum en ekki til að létta undir með þjóðinni, svo mikið ætti öllum að vera ljóst.

Haukur Nikulásson, 3.11.2008 kl. 07:03

24 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já þetta var aldeilis fínn þáttur og þitt innlegg frábært. Minnir nú samt að Sigrún Elsa hafi eins og sannur "jafnaðarmaður" setið hjá við atkvæðagreisðluna á meðan Svandís lét öllum illum látum og greiddi atkvæði á móti.

Víðir Benediktsson, 3.11.2008 kl. 07:04

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skoða þetta í áföngum. Þú varst flott.  Varaðu þig á Gylfa Zoega. Hann er kafbátur, sem ég tengi við glóbaliseringartrúarbrögðin. Mér stendur stuggur af honum. Hann er annaðhvort svona nytsamur sakleysingi eða svona ökónómískur hitmaður í mæringum sínum á IMF. Ég treysti ekki mörgum í þessu dæmi og margir eru lýðskrumararnir sem spretta eins og sveppir úr mykju og óskaplega miklir greinar og vitrir eftirá.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2008 kl. 08:01

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég kunni vel við þennan Stefán. Hann vildi ekki einu sinni leiða hugann að álvæðingunni á þeim forsendum að það þýddi að við þyrftum að gefa frá okkur orkulindir og orkuframleiðslu til útlendinga, sem er hin gríðarlega hætta, sem fyrir liggur. Sala á sjálfstæði og sjálfræðisrétti okkar. Hann talar um hættuna á einsleitni í atvinnuuppbyggingu og er ég sammála því og segi að sú einstaklingshyggja, sem hér ríkti byggði á einsleitni, sem og stóriðjustefnan. Örvæntingarráð, sem ekki tekur tillit til manneskjunnar og menningarinnar hér. Einstaklingshyggjan þarf að fá á sig einkenni fjölbreytni. Fjölþætt og auðugt atvinnulíf er hin sanna birtingarmynd heilbrigðrar einstaklingshyggju, þar sem frumkvæði og fjölþættur smáiðnaður og fyrirtækjarekstur tryggir mannúðlegra umhverfi og sterkari menningu. Þannig náum við okkur út, en ekki með að gerast útibú eða deild í örfáum alþjóðafyrirtækjum, sem nú voma yfir hræinu. 

Það er hætta á því að slík nauðungarsala sé einmitt það, sem of viðkvæmt er að segja almenningi í tengslum við hugmyndir og skilyrði, kafbátanna í IMF, nú eða þeirra, sem vilja reka okkur nauðug viljug í nýfasisma EU, þar sem við munium í framtíð þurrkast út sem þjóð. Við erum ekki sambærileg við Finna í því samhengi vegna smæðar m.a.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2008 kl. 08:25

27 identicon

Góður þáttur þanninn...stóðst þig vel að vanda, Lára Hanna. Einn galli þó að þessi fyrsti hluti þáttarins sem kallast held ég vettvangur dagsins varð ekki vettvangur umræðu í þetta sinnið, heldur fjögur viðtöl við fólk sem allt hefði eiginlega þurft heilt viðtal hvert fyrir sig.

Hermann (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 10:13

28 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flott silfur! Mér fannst allir komast vel frá sínu. Ég tek undir með Helgu að við eigum dúndurgott fólk sem hefur vit og þekkingu til að koma okkur út úr þessu veseni. Ég vona bara að það fólk komist að og að gömlu jakkafatakarlarnir láti sig hverfa inn í alsælu eftirlaunanna.

Lára, þú stóðst þig frábærlega. Það geta ekki allir komið sínu á framfæri í sjónvarpi, en þú varst skýr og komst vel fyrir.

Ofboðslega held ég að VG muni koma vel út úr næstu kosningum. Ég held að Steingrímur J. eigi fáa sína líka þegar kemur að því að tala sínu máli. Ég veit ekkert hvort hann sé framtíð Íslands, en hann hefur borið sig best af íslenskum stjórnmálamönnum síðasta mánuðinn.

Til hamingju, Lára. Þú ert bara rétt að byrja.

Villi Asgeirsson, 3.11.2008 kl. 10:13

29 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hvernig stendur á því að við eigum svona mikið af hæfu fólki eins og því sem kom fram í silfrinu og sitjum svo uppi með ónýtt drasl á þinginu?

Er ekki kominn tími á stjórnmál án stjórnmálamanna?

Ævar Rafn Kjartansson, 3.11.2008 kl. 10:23

30 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já Silfrið var gott og þar komu fram margar athyglisverðar hugmyndir. Ég er sammála því að fyrir þá skuldsettustu er gjaldþrot eina og skásta leiðin. Að taka á sig skuldaklafa til framtíðar sem er í raun óviðráðanlegur, er svo skelfilegt að svoleiðis má ekki gerast. Þar verður að horfa til þess að hækkun skuldanna er fyrst og fremst vegna verðtryggingar, en ekki hinna upphaflegu skuldbindinga og þá meina ég fjárhæðir sem tekanar eru að láni.

Mér finnst skelfilegast að kolröng stefna peningamála hér á Íslandi, skuli með verðtryggingunni setja fjölskyldur og heimilin í landinu í botnlausa skuldasúpu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 10:58

31 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er eitt sem ég hef gert og vil benda fólki á. Þegar ég er að gera upp vanskil á afborgunum af lánum í fjármalastofnun, þá hef ég beðið um vaxtaafslátt, það er að vanskilavextir séu lækkaðir niður til jafns við skuldabréfa vexti eins og þeir eru á hverjum tíma af viðkomandi láni. Ég hef fengið slíkan afslátt. Að biðja um slíkt þýðir bara tvennt, annað hvort já eða nei. Ef ekki er beðið um neitt þá fæst ekki neitt.

Þetta er minn vegvísir til ykkar allra.

Þú finnur alltaf leið, ef þú leitar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 11:08

32 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta var flott Silfur.  Aldrei þessu vant fékk fólk að tjá sig án þess að Egill tæki af þeim orðið.

Varðandi hugmynd Gylfa um bankarnir eignist húsin og fyrirtækin á móti skuldurunum, þá er hún afleit.  Það sem á að gera er að taka hluta lánanna og setja til hliðar.  Skiptir þá ekki máli hvers eðlis lánin eru, þ.e. gengislán, verðtryggð lán eða óverðtryggð.  Stofnaður verði afskriftarsjóður sem bankarnir leggi áralega helming af hagnaði sínum.  Hinn helmingurinn fari til ríkisins og til uppbyggingu bankanna.  Afskriftarsjóðurinn verði notaður til að greiða niður þann hluta lánanna sem lagður var til hliðar.  Batni staða upphaflegu skuldara, t.d. vegna strykingar á gengi, verðhjöðnunar eða kaupmáttaraukningar, verði afskriftarhlutfallið endurskoðað.  

Við skulum hafa í huga, að Seðlabankinn átti að sjá um að halda gengi krónunnar stöðugu og verðbólgu í skefjum, að sjálfsögðu með hjálp ríkisstjórnar og bankakerfisins.  Þessir aðilar brugðust og það er hreint og beint ósanngjarnt að við, húsnæðiseigendur, borgum brúsann.  Ef bankinn eignast hluta af húsnæðinu á móti okkur, þá er það bara staðfesting á eignaupptöku vegna mistaka í hagstjórninni.  Við eigum ekki að líða fyrir slík mistök með því að missa eigur okkar.  Vissulega tóku einhverjir áhættu sem þeir hefðu betur ekki tekið, en flestir hegðuðu sér alveg eðlilega miðað við það efnahagsumhverfi sem ríkisstjórn og Seðlabankinn sögðu að hér yrði. 

Ég get t.d. tekið sjálfan mig.  Ég reiknaði með að verðbólga yrði að jafnaði á bilinu 2,5 - 4% á ári næstu 20 ár og gengi krónunnar myndi veikjast um 1 - 2% á ári á sama tíma.  Auðvitað átti ég von á sveiflum, en ekki að öll lækkun gengisins kæmi á hálfu ári.  Ég gerði ráð fyrir að byggingarkostnaður á því húsi sem ég er að byggja yrði lægri en söluverð á því húsi sem ég bý í.  Raunkostnaður við framkvæmdir reyndist undir kostnaðaráætlun allt þar til í maí á þessu ári og allt það sem ég hef greitt er meira og minna í samræmi við kostnaðaráætlun frá því í september 2006.  Málið er að ég hef ekki sætt mig við hinar miklu hækkanir sem orðið hafa síðustu mánuði og því hef ég stöðvað framkvæmdir, auk þess sem lækkun krónunnar hefur étið jafnóðum upp veðrými sem myndast hefur.

Varðandi erlendu lánin, þá reikna ég með að þau verði til lengdar betri en verðtryggð lán.  Ástæðan er einföld. Verðbólga hefur yfirleitt verið meiri en lækkun krónunnar, vextir á erlendum lánum eru lægri en vextir verðtryggðra lána og höfuðstóll gengislána lækkar ef gengið styrkist, en höfuðstóll verðtryggðra lána virðast aldrei lækka (sem er náttúrulega ekki satt).

Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 12:55

33 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl aftur Lára Hanna.

Ég fór að athuga nánar þetta sem þú segir um að Sigrún Elsa hafi forðað orkuauðlindum Reykvíkinga frá útrásarvíkingunum - þetta kom fram í Silfrinu ef ég man rétt þ.e. að hún hafi átt þátt í að stöðva samruna REI og GGE.

Sannleikurinn er sá að Sigrún Elsa greiddi atkvæði með samrunanum á sínum tíma, sbr. þetta blogg G. Tómasar Gunnarssonar, þar sem hann rifjar upp þessa frétt á RÚV.

Ég hef mætur á Sigrúnu Elsu fyrir ýmislegt sem hún hefur sagt og gert, en rétt verður að vera rétt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.11.2008 kl. 13:12

34 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæl og blessuð,

svakalega tókstu þig vel út stelpa. Takk fyrir að tala mínu máli og eflaust margra annarra.

Rut Sumarliðadóttir, 3.11.2008 kl. 13:48

35 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott Lára.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.11.2008 kl. 13:49

36 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Aðeins um skattamálin. 

Skattkerfi hverrar þjóðar er spegilmynd af stjórnarfari hennar. Hér á landi hefur skattkerfið verið notað til þess undanfarin ár að auka tekjubilið í landinu. Skattbyrgði lág- og millitekjufólks hefur aukist á meðan hátekjuskattar hafa lækkað. Tvö skattþrep er meðal þess sem rætt hefur verið, en stjórnvöld hafa borið við ýmsum fáránlegum ástæðum gegn því að taka upp slíkt kerfi. Tekjujöfnun til barnafólks og íbúðakaupenda er fyrir hendi í okkar kerfi, en vægi þeirra þátta hefur minnkað jafnt og þétt. Svo er einnig um aðra þætti til tekjujöfnunar.

Það fer vissulega eftir því hvort við göngum til liðs við ESB eða hokrum hér ein með okkar krónu, hvaða stefna verður uppi í skattlagningu.

Ég fyrir mitt leiti er ekki tilbúin til að taka þátt í krónuhokrinu og flyt úr landi ef það verður ofaná.

Verði ESB leiðin ofaná eins og mér sýnist allt stefna í, þá verð ég kyrr og tek þátt í uppbyggingunni af fremsta megni.

Sökudólgaleitina læt ég öðrum eftir þegar búið verður að losa okkur við Davíð úr Seðlabankanum, það eru nógu margir í því liði hvort sem er.

Marinó G Njálsson

Er sammála þér um tillögu Gylfa um yfirtöku banka á hlut eigna fjölskyldna og fyrirtækja. Sú kollsteypa í vöxtum og verðtryggingu sem dunið hefur á okkur undanfarna mánuði og misseri er á ábyrgð stjórnvalda og það er því skylda stjórnvalda að koma til móts við sá sem skulda og lent hafa í ofviðrinu.

Erlendu lánin eru óhagstæð núna, en höfuðstóll þeirra lækkar aftur þegar ró kemst á eða myntbreyting á sér stað með gengi sem samið verður um milli Íslands og ESB.

Það gæti meira að segja verið hagstætt núna að taka lán erlendis til að greiða upp skuldir í íslenskum krónum, því greiðslubyrgði þeirra getur vart annað en lækkað og ekki eru þau verðtryggð með okur vöxtum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 13:54

37 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hólmfríður, ég hef prófað að fá erlent lán núna og það er ekki séns að fá slíkt nema með 10% vaxtaálagi.

Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 14:31

38 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég þóttist vita að það væri vonlaust. Ég er að byggja upp lítið fyrirtæki í ferðaþjónustu og hyggst reyna við Byggðastofnun svo fjótt sem hægt er vegna aðstæðna heima fyrir.

Telur þú Marinó að þetta breytist eitthvað á næstunni með erlendu lánin?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 14:41

39 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hólmfríður, nú er ég ekki í klíkunni til að vita slíkt, en Byggðastofnun er líklegast með mikilvægustu stofnunum landsins um þessar mundir.  Gangi þér vel með Sjólíf.  Komst að vísu ekki inn á heimasíðuna.

Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 15:46

40 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Maínó.

Svo þú ert ekki í klíkunni og ekki ég heldur, vesalings við eða þannig. Byggðastofnun er og verður ein af mikilvægustu stofnunum landsins og hana verður að efla verulega.

 Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins er það líka, hún er með útibú á nokkrum stöðum á landinu og svo eru komir þessir svokölluðu Vaxtarsamningar í flesta landshluta. Þar er verið að efla klasasamstarf fyrirtækja um ákveðna hluti. 

Fyrirtækin eru þó í innbyrðis samkeppni á viðkomandi markaðssvæðum. Þetta er mjög spennandi nálgun við hagkvænt samstarf. Það er kominn klasi í sjávarútvegi á Vestfjörðum, klasi í ferðaþjónustu og fleiru á Vesturlandi, einn á Eyjafjarðarsvæðinu og verið er að stíga fyrstu skrefin á Norðurlandi vestra. Þetta allt er mjög góður grunnur til að nota við Finnsku leiðina og hugmyndir Bjarkar og félaga.

Þá er það Sjólíf ehf. Fyrirtækið á 20 tonna trébát Svan sem er systurskip Falds hvalaskoðunarbáts á Húsavík. Svanur verður gerður út á selaskoðun af sjó og til sjóstangaveiða á Húnaflóa. Selurinn er okkar sérstaða hér við vestanverðan Húnaflóann. Hann hefur hægt og hljótt verið að markaðssetja sig sjálfur síðustu áratugi, síðan sér Sigurður Norðland friðaði sellátur við Hindisvík á Vatnsnesi um 1943 eða 44. Hann var náttúrlega talinn snargalinn að gera þetta.

Síðan BBartot fór að beyta sér gegn selveiðum, hefur erlandum ferðamönnum fjölgað hér jafnt og þétt. Lengi vel vorum við ekkert að pæla í þessu viðskiptatækifæri en 2004 fór hér fram rannsóknarvinna um atvinnumál o.fl. á vegum sveitarfélagsins og þá vaknaði fólkið loksins. Nú er Selasetur Íslands á Hvammstanga, við með selaskoðun sf sjó og svo er verið að gera aðgengilegri selaskoðun af landi á Illugastöðum á Vatnsnesi.

Vefsíða Sjólífs er niðri núna en verður vakin til lífsins mjög fljótlega.

Það er upplagt að bregða sér norður fyrir Holtavörðuheiði og njóta lífsins í Húnaþingi vestra í nokkra daga. Við komum á óvart.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 16:12

41 Smámynd: Úlfur

Úlfurinn sá þig í Kastljósinu og sperrti úlfseyrun!

Úlfur, 3.11.2008 kl. 19:50

42 identicon

Sæl, Lára Hanna

Mér fannst virkilega gaman að sjá þig í Silfri Egils í eigin persónu, ekki bara mynd á bloggsíðu og frábærar samantektir og tillegg í þjóðfélagsumræðuna. Þú stóðst þig með sóma, mér fannst þú einlæg og sannfærandi. Kærar þakkir. Gangi þér sem allra best. Bloggsíðan þín er svo grípandi og vel gerð, að hún er orðin daglegur lestur hjá mér. 

Nína S (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:38

43 Smámynd: Heidi Strand

Þetta var Egils gull!

Heidi Strand, 3.11.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband