Afsökunarfrétt, Einar Már og skrílslæti forsætisráðherra

Ég ætla að líta á þessa frétt sem afsökunarbeiðni RÚV fyrir fréttaflutninginn af mótmælunum á Austurvelli á laugardaginn og eru RÚVarar menn að meiri í mínum augum fyrir vikið.

Kastljós var stútfullt af áhugaverðu efni í kvöld. Nú veit ég ekki hvernig tengslum milli fréttastofu og Kastljóss er háttað en viðtalið við Einar Má var gott innlegg í mótmælaumræðuna. Ef einhver hefur misst af þrumugreinum hans eru þær allar í myndaalbúmi vinstra megin á síðunni merktu Einari Má.

En Geir H. Haarde er samur við sig og er næstum fullnuma í að tala niður til þjóðarinnar af hroka og sjálfumgleði. Davíð má vera stoltur af lærlingi sínum enda getur hann óhræddur gert hvaða mistök sem honum sýnist í Seðlabankanum án þess að hróflað sé við honum. Þá varðar engu þótt það bitni á allri þjóðinni og þjóðir heims vilji ekkert með okkur hafa á meðan þeir sitja sem fastast - þeir halda dauðahaldi í völdin og láta eigin hagsmuni ganga fyrir hagsmunum þjóðarinnar.

Og ekki vill Geir kosningar, hvað sem á dynur. Stjórnin sem nú situr er lömuð, vanhæf og trausti rúin jafnt innanlands sem utan. Þjóðin vill kjósa en Geir skellir skollaeyrum við vilja hennar. Það er svosem ekkert nýtt en nú er neyðarástand og það þarf að hefja undirbúning kosninga sem fyrst. Sama hvað Geir vill eða hvað Geir finnst. Það er lífsspursmál fyrir íslensku þjóðina að fá inn fólk sem getur leyst vandann og endurheimt trúverðugleika og traust, því augljóst er að núverandi stjórn ræður ekkert við ástandið.

Ég er ein þeirra sem kann forsætisráðherra litlar þakkir fyrir að kalla mig skríl og færi það hér með til bókar. En það var svosem viðbúið. Líkast til er hann dauðhræddur maður í vörn og þá er beitt ýmsum brögðum. Hræddur um að missa völd, við að Flokkurinn sé að klofna, hótanir Davíðs... hvað veit maður? En hér eru sýnishorn af skrílslátunum á Austurvelli. Tekið skal fram að enginn slasaðist og ekkert skemmdist.

Skrílslæti Sigrúnar á Austurvelli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún er greinilega hryðjuverkamaður!!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já greinilegt að konan er með skrílslæti. Geir kallar mótmælin sundrung. Ég vil kalla þau samstöðu!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ein spurning sem brennur mjög á mér núna og örugglega mörgum fleirum.

1. Ef við værum að sækja aðild til ESB í dag. Hvað telur þú að að það taki langann tíma að fáum inngöngu.
2. Hvað tekur langann tíma að taka hér upp evruna í kjölfar aðildar.
3. Er mögulegt að við fáum vegna neyðarástands að taka upp evruna strax og gera áætlun um aðgerðir til að uppfylla Mastrit.

 Sendi þingmönnum Samfylkingar þessar línur íkvöld. Bíð spennt eftir svörum. Eruð þið búin að sjá bréfið frá Skagfirðingunumsem Bjarni Harðar sendi óvert á fjölmiðlana. Það er inn á vísir.is

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.11.2008 kl. 00:06

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Vegna spurninga Hólmfríðar: Ég fór á hádegisfund í Norræna húsinu fyrir tæpum 2 vikum þar sem nokkrir ágætir fræðimenn töluðu fyrir troðfullum sal um Ísland og ESB. Eiríkur Bergmann lýsti þar ákveðinni hraðleið fyrir krónuna í skjól evrunnar sem hann taldi mögulega, sjá hér, og tæki 4 mánuði en tók það fram að einungis væri um fræðilegar vangaveltur að ræða því að stjórnvöld sýndu þessu engan áhuga!

Ég tek heils hugar undir skrif Láru Hönnu um Geir og er farið að líða eins og manni sem horfir upp á langan og kvalarfullan dauðdaga náinns ættingja. Það er óhugsandi að ekki verði efnt til kosninga á nýju ári en því lengur sem það dregst að tilkynna það því reiðara verður fólk. Ég vona samt að Sigrún Jónsdóttir skilji eggjabakkana eftir heima um næstu helgi.

Sigurður Hrellir, 11.11.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

ÞettA eru nú meiri skrílslætin í henni Sigrúnu ef meirhluti fundarmanna hefur haft sama hegðunarmunstur og hún Sigrún þá er ekki að sökum að spyrja. -  Enda virðist Geir vita hvað hann syngur, ekki. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:37

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst alvarlegast þegar svo er komið að okkur er boðið upp á niðurstöðu í skoðanakönnun þar sem Geir forsætisráðherra stendur uppi með 50% stuðning og traust! Erum við komin þangað í mannkynssögunni að við sjáum fyrir okkur samanburð við opinberar tölur um 104% fylgi Jósefs Stalín í Sovétríkjunum?

Árni Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einar Már var frábær í Kastljósinu. Hann tekur aðalatriðið saman í fáum hnitmiðuðum orðum og atburðarásin verður alltaf skýrari í huga mínum eftir að hafa hlustað á hann.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir að setja þetta hér inn.

Sporðdrekinn, 11.11.2008 kl. 00:54

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var líka með skrílslæti á laugardaginn var, ég mætti á mótmælin   En fór klukkan 15.30 þar sem ég átti stefnumót við bloggvinkonu mína á Selfossi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2008 kl. 01:04

11 Smámynd: Sigurveig Eysteins

  Lára kærar þakkir fyrir þetta....þessir ráðherrar sjá bara það sem þeir vilja sjá, það sem er að gerast í þjóðfélaginu er ekki raunverulegt hjá þeim, ástæðan: því þetta ástand er ekki að snerta þá, þeir sitja en í húsunum sínum, og eiga bilana sína og eru ekki að missa það, það er matur á borðum hjá þeim, og ef þeir missa vinnuna, þá er það í lagi, því  þeir fá biðlaun,  og þeir eiga góða sjóði til að fara í ef þeir missa vinnuna,  það er mjög erfitt fyrir fólk að setja sig í stöðu sem það hefur ekki verið í,  þess vegna eiga þeir allir að segja af sér, og setja völdin í hendurnar á fólki sem er ekki veruleikafyrt, fólki sem hefur farið í gegnum erfiðleika.  kveðja Skrílsterroristi

Ps. það kviknar sennilega ekki á perunni hjá þeim fyrr en eftir marga mánuði, ég spái því að það gerist þegar þeir setjast á dolluna og uppgötva að allur klósetpappi í landinu er uppseldur og þeir þurfa að fara að nota moggann. 

Sigurveig Eysteins, 11.11.2008 kl. 01:27

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég botna ekkert í því af hverju þessi hryggleysingi hann Gylfi Zoega er dreginn upp á dekk svona hvað eftir annað. Þetta er alger vingull, sem þvaðrar í hringi éins og hræddur smástrákur og niðurstaðan er engin. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 02:08

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Langar að benda á þennan tengil vegna myntmálsins. Góð úttekt á þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 03:00

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars duttu mér allar dauðar lýs úr höfði við lestur á þessu. Sjálfur Björn Bjarnason setur ofan í hagfræðinga með úrtölur í einhliða myntbreytingu.  Hann styður hana? Hann segir engan fót fyrir því að Brussel muni bregðast hart við slíkri breytingu. Þvert á móti! Björn Bjarnason: Ef þú fylgir þessu eftir alla leið, þá hefur þú "totally redeemd your self."

Er sjalfstæðisflokkurinn eft til vill að hugleiða þessa leið? Væri ekki gott að fá að heyra það nú, svona til að róa mannskapinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 04:36

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Íslendingar elska vöndinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 05:47

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svanur: It´s all in the details. Könnunin er gerð á tímabilinu 16-27 okt.  Það hefur ansans andskoti mikið vatn lekið til sjávar síðan.

Maður bara vonar að þeir láti sér þetta ekki stíga sér til höfðuðs og telji sig vera á réttri braut. Það er þó við búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 07:07

17 Smámynd: Heidi Strand

Ég var ánægð með Kastljósi í gær, en ekki ánægð með 52% þjóðarinnar. Ég trúi því varla að 52% hennar skuli ekki enn verið kominn á fætur.

Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 08:45

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég veit ekki hvort að fjölmiðlar landsins ahfi ekki áttað sig á því að kominn er nýr fréttamiðlinn:  Bloggið.  Það þýðir ekkert að velja fréttir til að birta sem eru stjórnvöldum þóknanlegar.  Það eru komnar of margar smjörklípur og nú þarf að hætta slíku.  Segið okkur sannleikann, hann getur ekki verið verri en lygin.  Ef þjóðin er komin á hausinn, þá vil ég fá að vita það.  Ef ríkisstjórnin er án vina í heiminum, þá vil ég fá að vita það.  Ef IMF eða Bretar eða bara einhverjir aðrir hafa sagt að við séu fávitar, þá vil ég fá að vita það.  Það þarf að hætta að segjast ekki skilja, segja að allt sé í lagi, að þetta sé öðrum kenna, við viljum ekki lengur fá að vita það.  Við viljum fá að vita hvað er verið að gera, hvað er í pípunum og hvað er á teikniborðinu.  Við viljum fá tímaáætlun og við viljum fá að vita hver hefur fengið verkstjórn yfir einstökum verkefnum.  Ríkisstjórnin og fjölmiðlar verða að hætta að meðhöndla almenning eins og einhverja óvita.  Síðan á ríkisstjórnin að sjá sóma sinn í því að tilkynna að boðað verði til kosninga innan 6 mánuða.  Þetta snýst ekki um það að verja sætið sitt með odd og egg.  Þetta snýst um fólkið í landinu og þjóðarhag.

Marinó G. Njálsson, 11.11.2008 kl. 10:35

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nýjustu fréttir herma að IMF umsóknin hafi ekki borist til stjórnar IMF. Málið verður sífellt skrautlegra.

Annars þetta með einhliða upptöku gjaldmiðils þá hengdi ég mig í eitt sem Zoega sagði. og það er að Jöklabréfaeigendur muni nota tækifærið og kroppa í þennan nýja gjaldmiðil og sleppa þannig með sitt úr landi. Ef það er ekki tekinn upp nýr gjaldmiðill strax þá brenna þeir inni með bréfin.

Hverjir eiga þessi jökla- og krónubréf. Tengjast þeir kannski þeim sem eru að tala fyrir einhliða upptöku gjaldmiðils STRAX.

Það má aðeins pæla í þessu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:51

20 Smámynd: Neo

Mér leið eins og ég hefði verið kýldur í magann eftir að hafa lesið 52% stuðning við Geir H. Haarde! Ég á mjög bágt með að trúa þessum tölum, það er eitthvað með þessa könnun sem þeir eru ekki að segja okkur. Ætli viðmælendur hafi ekki allir verið flokksbundnir sjálfstæðismenn... eða þá að hún er uppspuni frá rótum. Það er ekki eins og maður treysti fjölmiðlum frekar en ríkisstjórninni.

Ef þetta er virkilega það sem þjóðinni finnst þá er Íslendingum því miður ekki við bjargandi. Mér þykir það ákaflega sorglegt

Neo, 11.11.2008 kl. 10:53

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ályktar rangt Jakobína. Jöklabréfin er það sem menn munu losa sig við við fleytingu krónunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 12:14

22 Smámynd: Sævar Helgason

Þitt vandaða "Blogg" , Lára Hanna,- hefur mikil og góð áhrif. Takk fyrir það.

Sævar Helgason, 11.11.2008 kl. 12:39

23 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er ekki ályktun. Þetta er spurning. Ég veit ekki hvernig menn eru að hugsa sér að gera hlutina en Zoega ýjaði að þessu og ég kem því á framfæri.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:04

24 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Er þetta ekki Sigrún líka, sem er þarna uppi á þakinu á Alþingishúsinu?

Haraldur Bjarnason, 11.11.2008 kl. 13:22

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svakalegt að sjá þessa hryðjuverkakonu vígaleg er hún Sigrún  Ekki von að ég fyndi hana í allri ösinni.  En ég var þarna líka síðasta laugardag, svo ég er greinilega skríll líka, enda vil ég frekar vera skríll í góðra manna hópi en einhver fyrirmyndarmanneskja sem kyssir á vöndin og sleiki rassgöt. 

Takk fyrir þínar umfjallanir Lára Hanna.  Þú ert frábær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2008 kl. 14:00

26 identicon

Gylfi Zoega sneri umræðunni strax að fólki og spurði til hvaða ráðstafana stjörnvöld hygðust grípa með hagsmuni þess í huga.  Gylfi er frábærlega skilmerkilegur og góður hagfræðingur.

Rómverji (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:03

27 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sigrún er í úlpu & ég er smeykur við hana.

Steingrímur Helgason, 11.11.2008 kl. 14:26

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það hefur verið mín tilfinning, þ.e.a.s að Gylfi sé ágætis hagfræðingur og þess vegna vildi ég koma þessari spurningu á framfæri sem ég hef reyndar ekki tekið afstöðu til.

En hún er svara verð sérstakleg með tilliti til þess að ég held að annar smiður hugmyndar um einhliða upptöku evru tengist Novator eftir því sem einhversstaðar var haldið fram.

Þess vegna vil ég spyrja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 14:37

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvað þarf marga snjalla hagfræðinga ti að spyrja að því hvað varð um innlánsfé Icesave?

Hvað þarf marga snjalla hagfræðinga til að svara þeirri spurningu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 15:23

30 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er náttúrulega alger "skríll" og stolt af því....en næst verð ég með klút fyrir andlitinu.

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:17

31 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

ÉG BIRTI ÞETT 'A BLOGGINU 27 OKT

Bretar rifu til sín eignir Landsbankans í Bretlandi með því að beita hryðjuverkalöggjöf. Ég hef velt því fyrir mér hvort að þetta þýði ekki að þeir hafi í raun rifið til sín ábyrgð Landsbankans og þar með skyldu gagnvart innistæðueigendum.

Það er einfalt lögmál að þeir sem stjórna beri ábyrgð. Með því að taka málin í sínar hendur hafa Bretar í raun eða ættu að hafa yfirtekið ábyrgðina líka

Þetta vekur auðvitað upp spurningar um það hvers vegna stjórnvöld hér eru að taka á sig ábyrgðir upp á hundruð milljarða þegar Bretar hafa hrifsað hana til sín.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 20:08

32 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"það skiptir máli að snúa bökum saman og efla samstöðu í þjóðfélaginu" Þetta segir Geir án þess að blikna en hver er hans samstaða með þjóðinni? ég spyr. Væri brottvikning stjórnar Seðlabankans ekki einmitt til þess falllin að efla samstöðu í þjóðfélaginu? Ég hefði nú haldið að það væri allavega fyrsta skrefið.

Þóra Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:03

33 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svanur..hollendingar eru nú mættir til að spyrja þessara sömu spurninga..og með kvikmyndatökulið með sér. Mikið held ég að þeir eigi eftir að verða hissa þegar þeir fara að tala við almenning í landinu og hvað gerist svo þegar þeir flytja með sér fréttirnar heim af ástandinu hér eins og það kemur fyrir sjónir okkar almennings???  Ég fékk bara iollt í magann af tilhugsuninni einni saman að það séu til íslendingar sem enn styðja Geir.....bara bumbult!!! En hvað veit ég..óupplýst skrílsmærin!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 22:21

34 identicon

Mikið skil ég þig vel Katrín að þér verði óglatt af því að vita til þess að hve margir styðja Íhaldið en því miður eru þeir margir.

En það er mikilvægt fyrir fólk að vita það að D-listinn þarf hvorki að til né ríkjandi afl í íslenskum stjórnmálum.

K.v.

Jón Þ

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband