Bjarni Harðar og bréfið til Valgerðar

Bjarni HarðarsonFáheyrður atburður átti sér stað í morgun. Þingmaður stjórnarandstöðuflokks sagði af sér þingmennsku af því hann gerði "innanflokksmistök". Hann ætlaði að láta senda bréf til varaformannsins - sem sent var öllum þingmönnum flokksins - nafnlaust til fjölmiðla. Líkur eru á að bréfið hefði borist fjölmiðlum eftir öðrum leiðum, það hefði ekki komið á óvart, hvort sem það hefði þótt fréttnæmt eða ekki.

Bjarni er í einum mesta spillingarflokki allra tíma á Íslandi, Framsóknarflokknum, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum sat við stjórnvölinn á Alþingi í 12 ár og lagði grunninn að því ástandi sem nú hefur skapast á Íslandi. Bjarni bauð sig reyndar ekki fram fyrr en fyrir síðustu kosningar og naut þess því aldrei að sitja í meirihluta eða taka beinan þátt í afglöpum fyrri stjórna.

Mikið er fjallað um afsögn Bjarna í fjölmiðlum og á bloggsíðum í dag. Fólk er almennt sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá honum og ég tek undir það. Engu að síður minnir þessi atburður á olíusamráðsmálið þar sem eini maðurinn sem axlaði ábyrgð var Þórólfur Árnason, sem mögulega vissi eitthvað um samráðið mörgum árum áður, á meðan aðalsökudólgarnir sluppu án þess að fá einu sinni svartan blett á mannorðið. Það er eitthvað öfugsnúið við þetta.

Vikum saman hafa leikir sem lærðir krafist afsagnar bankastjóra og bankastjórnar Seðlabanka og forsvarsmanna Fjármálaeftirlits, ráðherra og annarra sem uppvísir hafa orðið að vítaverðum afglöpum undanfarna mánuði og jafnvel ár sem hafa komið allri þjóðinni áValgerður Sverrisdóttirkaldan klaka og rúmlega það. En ekkert gerist. Enginn segir af sér. Engum er sagt upp. Er Bjarni að gefa tóninn? Sér fólk Davíð Oddsson, Jónas Fr., Geir, Björgvin eða Árna Matt taka Bjarna sér til fyrirmyndar?

Afsögn Bjarna má heldur ekki yfirskyggja innihald bréfsins sem um ræðir. Ég ætla að birta það hér og dæmi hver fyrir sig hvort þeirra Bjarna eða Valgerðar er "sekari" og hvort þeirra ætti heldur að draga sig í hlé. Valgerður sjálf fer mikinn í fjölmiðlum í morgun og segir Bjarna ekki sætt á þingi eftir þetta. Hún nánast krefst þess að hann segi af sér. Hefur hún krafist afsagnar þeirra sem eru sekari um margfalt alvarlegri misgjörðir en Bjarni - og það gagnvart allri þjóðinni? Ekki minnist ég þess.

Og hafið í huga að þetta er konan sem sækist nokkuð örugglega eftir formannsembættinu í Framsóknarflokknum og ef henni hlotnast það yrði hún ráðherra ef örflokkur hennar kæmist í stjórn. Eflaust tilbúin til að fremja sömu óhæfuverkin aftur eins og í fyrri ráðherratíð sem var löng og skrautleg. Aldrei datt henni sjálfri í hug að segja af sér þá. Síðast á laugardaginn fullyrti Valgerður á borgarafundinum í Iðnó að eðlilega hefði verið staðið að einkavæðingu bankanna og uppskar hávært baul frá viðstöddum. Siðferðið er ekki betra en svo á þeim bænum og það er fáránlegt að horfa upp á Valgerði reyna að halda kolryðguðum geislabaugnum yfir höfði sér með þessa vafasömu fortíð á bakinu.

Hér er bréfið fræga. Það er skrifað af tveimur framsóknarmönnum í Varmahlíð í Skagafirði og stílað á Valgerði. Efni þess er mun alvarlegra en mistök Bjarna - ekki bara fyrir Framsóknarflokkinn heldur þjóðina alla. Ég lagaði tvær eða þrjár innsláttarvillur, myndin af undirskriftinni var í bréfinu, hinum bætti ég inn.

Heil og sæl Valgerður, 

Þú varst ögn önug út í okkur flokksbræður þína yfir því að við minntum á, í bréfi 9. okt. s.l.að í þinni ráðherratíð sem viðskiptaráðherra voru bankarnir einkavæddir.

Valgerður Sverrisdóttir - Ljósm.mbl. Kristinn
Myndatexti:Samningur um sölu á tæplega helmingshlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf.
til Samsonar eignarhaldsfélags ehf. undirritaður á gamlársdag árið 2002.
mbl.is/Kristinn


Það verður þó varla fram hjá því litið að á því ferli öllu berð þú mikla ábyrgð ásamt því regluverki sem bönkunum var ætlað að starfa eftir. Og minnast má þess að lengi vel var það stefna Framsóknarflokksins að selja ekki bankana og als ekki Símann og margir framsóknarmenn munu enn vera á þeirri skoðun.

Nú er úti ævintýr og bankarnir komnir aftur í þjóðareign. Nauðsynlegt er að spyrja hvað hefur þjóðin haft upp úr sölu bankanna og hvað mun hún kosta hana? Fyrir einkavæðingu var þjóðin talin með ríkustu þjóðum í heimi. Þjóðartekjur á mann með því besta sem þekktist. Þegnarnir yfirleitt efnahagslega sjálfstæðir og lífskjör hvergi jafnari en hér á landi. Ofurlaun þekktust ekki.

FramsóknarflokkurinnHvernig er svo ástandið í dag, sem einkavæðingin skilur eftir? Allir bankarnir komnir í þrot. Af eljusemi og dugnaði höfðu þeir safnað erlendum skuldum er nema tólf til þrettánfaldri ársframleiðslu þjóðarinnar. Allt sparifé okkar, sem var í vörslu þeirra var í uppnámi. Setja varð neyðarlög að næturlagi til þess að tryggja spariféð og eðlileg bankaviðskipti í landinu.

Mörg hundruð miljarða skuldabaggi er lagður á íslenska þjóð. Okkur finnst því að þú mættir gjarnan hugleið hvaða áhrif þinn félagslegi og pólitíski framgangur hefur haft fyrir þjóðina og Framsóknarflokkinn. Og hvað um KEA og SÍS? Spyrja má hversu mikið landsbyggðin hefur liðið fyrir hrun Samvinnuhreyfingarinnar.

Síður en svo ætlum við þér alla ábyrgð á einkavæðingunni og afleiðingum hennar þótt þú kæmir þar verulega við sögu og margir bera ábyrgð á þróun samvinnumála hér á landi.

Framsóknarflokkurinn átti sinn góða þátt  í uppbyggingu þess samfélags, sem hér náði að þróast á öldinni sem leið. Það samfélag byggði á blönduðu hagkerfi, sem hafnaði öfgum kapítalisma, sem boðaði að markaðurinn ætti að ráða öllu í heimi hér, jafnt og alræðissósíalisma var hafnað.

Með formensku Halldórs Ásgrímssonar hefst raunasaga Flokksins, sem endaði með fylgishruni. Halldór klifaði látlaust á því að breyta þyrfti stefnu Flokksins. Hann skipaði framtíðarnefnd. Jón Sigurðsson var ,, kallaður”  til þess að hafa umsjón með þessHalldór Ásgrímssonari  stefnumótun, ásamt Sigurði Einarssyni og Bjarna Ármannssyni, sem afþakkaði reyndar þetta boð.

Í þessari nýju stefnu fólst m.a. þetta: 
1.  Í stað þess að standa vörð um sjálfstæði Íslands og fullveldi átti að gangast undir ESB- valdið í Brussel.
2.  Í stað hins blandaða hagkerfis skyldi innleiða ,,frjálst” markaðshagkerfi líkt og í Bandaríkjunum og ESB.
3.  Ísland átti að verða ,,alþjóðleg” fjármálamiðstöð og skattaparadís.
4.  Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum, átti að vera forsend þess að flokkurinn næði fylgi í þéttbýlinu.
 

Allt var þetta í algjöri andstöðu við þau lífsviðhorf og gildismat þess fólks sem Flokkurinn sótti fylgi sitt til. Enginn studdi Halldór formann og þessa nýju stefnu af meiri alúð en þú, að okkur finnst. Þótt annar hver kjósandi hafi yfirgefið Flokkinn heldur þú áfram á braut, sem leiddi hrun yfir Flokkinn og hörmung yfir þjóðina. Ástandið hefði þó verið sýnu verra ef vilji ykkar Halldórs og fyrirmæli um að leggja Íbúðarlánasjóð undir bankanna hefðu ekki verið hundsuð af ágætum flokksbræðrum okkar, Árna Magnússyni, Magnúsi Stefánssyni og Guðmundi Bjarnasyni. Enda nutu þeir, að við höldum, stuðnings annarra þingmanna Flokksins.

 

Þú innleiddir tilskipun ESB um raforkumál, sem kostar fólkið í landinu hundruð miljóna á ári hverju. Og þú orðaðir það svo fallega að þetta gæti verið fyrsta skrefið í einkavæðingu orkugeirans.

Og nú rekur þú áróður sem mest þú getur fyrir aðild að ESB og reynir að fiska málinu fylgi í gruggug vatni svo ekki sé meira sagt. Því til viðbótar hefur þú og sumir af þínum  fylgismönnum talað niður gjaldmiðil hagkerfisins, nokkuð sem er mjög alvarlegt mál.Þá viljum við lýsa undrun og óánægju okkar yfir framgöngu þinni gagnvart sitjandi formanni Framsóknarflokksins. Við munum ekki annað eins.

Með framsóknarkveðju.

Tíufréttir RÚV í gærkvöldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hvað er málið' , er búinn að hlusta á fréttir lesa blöð og blogg, hélt að þetta væri einhver svaka skammargrein og ærumeiðingar.

En það fer fyrir Bjarna eins og barninu sem benti á að keisarinn væri nakinn, hann fær skellin og skömmina af þessum skrifum. En hvers vegna.

ÞETTA ER ALL SAMAN SATT sem í bréfinu stendur og vantar ýmislegt í viðbót

Keðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 11.11.2008 kl. 14:58

2 identicon

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum bankamálaráðherra, hefur ríkari ástæðu til að segja af sér þingmennsku en Bjarni.

Rómverji (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bjarni Harðar og Valgerður. Þarna eigast við 2 armar Framsóknarflokksinssem eru að mínu mati armur fortíðar (Guðni, Bjarni og co) og armur framtíðar (Valgerður og co). Auðvitað má gagnrýna margt sem VS gerði í sinni ráðherratíð og ekki fer ég út í það hér. Vinnubrögð Bjarna er líka afspyrni klúðursleg og ljót.

Svo er annað, fyrir hönd hverra eru bændur í Skagafirði að skrifa. Þar er enn starfandi öflugt Kaupfélag með kaupfélagsstjóra sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að ná eignum og völdum til KS.

Hvað vita bændur í Skagafirði um ESB.  Hafa þeir lesið skýrslu Evrópusetursins við Háskólann á Bifröst,                     Hverju mundi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur sjá hér Skýrsla er ný, frá apríl á þessi ári.

Viðhofum öllgott af því að lesa hana og takasvo afstöðu, en ekki eingöngu hlusta á hagsmunafólk hins gamla kerfis.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.11.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Heidi Strand

Þetta var tæknileg mistök hjá Bjarna og enginn hlaut skaði af eins á eftir gerðum fyrrverandi ráðherra Valgerður og þarf ekki að segja meira um það. Við sjáum afleiðingar allt í kringum okkur.
Bjarni gerði rétt með að axla ábyrg Það og er gott fordæmi fyrir aðra.
Konur hafa verið mikið fyrir því að kjósa konur, en Valgerður er gott dæmi um það að það skiptir ekki máli hvort það er kona eða karl sem stjórnar en það gerir manngerðin.

Í morgun hugsaði ég um máltæki að allar ferðir hefst með einu litlu skrefi.

Burt með spillingarliðið.

Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki innihald bréfsins sem er til umfjöllunar í raun heldur hvaða leið Bjarni fór til að koma því á framfæri.  Enda kallar hann það alvarleg mistök.

Bjarni Harðar er að axla ábyrgð, svona eins og ríkisstjórnin ætti að vera búin að gera vegna þess stórkostlega klúðurs.

Mér finnst Bjarni hafa sett tóninn fyrir nýja Ísland, þar sem fólk tekur afleiðingum gjörða sinna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bjarni er fyrir mér maður að meiru að stíga þetta skref. Þessi leið hans til þess að koma upplýsingunum á framfæri var afar ódrengileg og eðlilegt að hann axli ábyrgð.

Ég spyr mig hins vegar að því hvort að flokkspólitík sé ekki eina ástæða þess að hann kýs að fara þessa leið. Fyrir mér er málið það að ef ekki væri fyrir þessa fyrirstöðu sem að flokkarnir eru þingstörfum, þá hefði Bjarni einfaldlega getað stigið fram opinberlega og birt þetta undir nafni. Það hefði verið eðlilegt og heiðarlegt, en eitthvað í flokkshjartanu truflaði hann þar.

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 15:17

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þó að Bjarni Harðarson hafi þarna, vissulega, gert "tæknileg mistök", sem hann nú tekur ábyrgð á, er eftirsjá af honum á þingi, enda vænn og skemmtilegur maður.

Hann fór þarna að leika leik, sem hann skorti refshátt sér reyndari manna til.

Sýnir bara að í grunn er Bjarni heiðarlegri en þeir mörgu sem hafa "opererað" nákvæmlega svona árum saman.

Ef hægt er að "summera" inntakið  í færslu þinni Lára Hanna, þá er það hugsanlega að við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 16:01

8 identicon

Ef til vill eykur þetta vinsældir Bjarna. Ég er oft ósammála honum en hann er alltént heiðarlegur og skemmtilegur og þetta bréf lýsir skoðunum flestra landsmanna þessa dagana.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:06

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sko...  ég veit að það eru mistök Bjarna sem eru til umræðu og hvaða leið hann ætlaði að fara til að koma bréfinu á framfæri við fjölmiðla.

En það má ekki gleymast að skoða innihald bréfsins og þá staðreynd að í þessu máli eins og gjarnan í íslensku samfélagi þá sleppa stóru krimmarnir á meðan þeir litlu eru gómaðir og þeim stungið inn.

Mistök Bjarna eru smávægileg í samanburði við afglöp Valgerðar, Halldórs, Davíðs, Geirs og allra hinna. En á meðan "smápeðið" segir af sér sitja kóngarnir og drottningarnir áfram í mjúkum hásætum og haggast ekki.

Það er málið og mér finnst það forkastanlegt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:11

10 identicon

http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/ Þettar mesta svikamylla sem ég hef séð síðan fall bankanna varð opinbert. Kannski er þetta allt meiri glæpamennska en manni óraði fyrir í upphafi. Hvar er Magnús Ármann? Hver seldi honum? Hver lánaði honum? Sami aðili? Hvað fékk Magnús Ármann fyrir, gjaldþrota maðurinn sem á einnig stærstan hluti í Byr í dag..

Socrates (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:27

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

En Lára, hver er nefndi Jónas Fr. ??

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 16:50

12 identicon

Las þetta bréf ekki bara einusinni heldur tvisvar.  Ég spyr; hver var glæpurinn eiginlega?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:51

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jónas Fr. Jónsson er forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Baldvin. Þar bera menn mikla ábyrgð líka.

Hvað er það sem þú skilur ekki, H.T. Bjarnason?

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:56

14 identicon

Mjög sammála þér Lára Hanna af hverju er innihaldið ekki rætt? Af því við höfum gullfiskaminni í þessari spilltu pólitík. Ég á eftir að sakna hans þó ekki kjósi ég Aftursóknar flokkinn

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:04

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta eru ótrúlega klúðursleg mistök sem Bjarna hefur orðið á við sendingu þessa bréfs og sennilega er manngreyinu ekki vært í flokknum á eftir. Hann hefur því fátt annað getað gert blessaður en segja af sér. Hins vegar er það ekki spurning í mínum huga að „glæpur“ hans er afar smávægilegur a.m.k. þegar heildarsamhenigð er skoðað.

Hann er í raun að draga fram enn einn sökudólginn í stóra málinu sem er það að stjórnmálamennirnir gerðu landið gjaldþrota og ætla almenningi að borga mistökin en sitja sjálfir áfram. Bjarni hefði þess vegna mátt sitja mín vegna, það er að segja ef stórglæpamennirnir eiga að komast upp með það.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.11.2008 kl. 18:08

16 identicon

Þjóðin er æðsta valdið. Ef hún krefst ekki afsagnar ríkisstjórnarinnar, þá er hún sjálf ábyrg fyrir vandanum. Þannig virðast allar aðrar þjóðir, sem ríkisstjórnin biður um lán, að líta á málin.

 www.kjosa.is

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:10

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

En að efni pistilsins, jú ég er algerlega klár á því að allt siðferðilega heilbrigt fólk í sporum Valgerðar væri búið að segja af sér.

En siðferðilega heilbrigt fólk væri væntanlega aldrei í þessari stöðu eða hvað?

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 18:16

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bjarni er greinilega ekki búinn að vera nógu lengi á þingi og ekki fengið svo feit embætti að hann sé farinn að telja sig hafinn yfir lög og allan almenning. Hann hafði einfaldlega ekki tíma til að spillast.

Helga Magnúsdóttir, 11.11.2008 kl. 20:05

19 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Fyrir næstu kosningar verða stjórnmálaflokkarnir að skipta algerlega um fólk í 10 efstu sætin því kjósendur verða ekki búnir að gleyma glundroðanum og óstjórninni undanfarin 20 ár. Öðruvísi verður ekki losnað við spillingaröflin í þjóðfélaginu. Ef sömu sjálfumglöðu spillingarbjálfarnir verða áfram í efstu sætunum ættu allir að strika þá út á kjörseðlunum. Það væri kannski í lagi að kjósa Bjarna greyið þá fengi hann uppreisn æru

Gísli Már Marinósson, 11.11.2008 kl. 21:39

20 identicon

Guði sé lof að einhver í Framsókn þorði að segja satt. Jafn vel þótt óvart væri. Takk Bjarni!

Það væri óskandi að þingmenn annarra flokka sem eiga jafna aðild að klúðrinu, gerist jafn sekir og Bjarni, það er að segja frá: komi fram fyrir skjöldu og opinberi syndir þær sem þeirra flokkar fela fyrir almenningi.

Hvenær ætlar stjórnin öll að víkja? Hvernig getur hún rannsakað eigin klúður og flokkanna, sem eru þarna enn.

Þurfum við ekki að víkja þessu liði frá og reyna að fremsta megni að skipa rannsókn sem er ópólitísk og ekki skyld bankamönnum og útrásarvíkingum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:45

21 identicon

Mér finnst orð Valgerðar í kvöld mjög lýsandi fyrir íslenska pólitík. Hún segir að Bjarni hafi komið ódrengilega fram við flokkinn sinn og sig sjálfa og því hafi afsögn hans verið skiljanleg.En hún getur ekki sagt til um hvort að pólutískar ákvarðanir manna geti verið grundvöllur fyrir afsögn þeirra...

...Bíddu, Hvað er að hérna ?

Gestur S. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:02

22 identicon

...og takk fyrir frábært blogg Lára Hanna !!

Gestur S. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:08

23 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þessir pólitíkusar eru ótrúlegir eða er það bara Valgerður! Úr frétt á mbl.is þar sem talað er við hana: Það sé óvanalegt að þingmenn segi af sér en hann hafi lagt á það áherslu að þingmenn axli ábyrgð í starfi sínu.

Hún telur ekki endilega að aðrir þingmenn taki sér Bjarna Harðarson til fyrirmyndar þótt mikið sé kallað eftir að stjórnmálamenn axli ábyrgð nú um stundir. Þar sé um að ræða pólitíska ábyrgð en um hana hafi ekki verið að ræða í tilfelli Bjarna Harðarsonar.

Ber manni að skilja þetta svo að pólitísk ábyrgð, sem ég skil sem ábyrgð stjórnmálamanns gagnvart kjósendum, sé þá ekki jafnmikilvæg og hollusta við flokkinn sinn Ég ætla ekki að segja neitt ljótt hérna en ég segi það satt að það brýst margt um í manni...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:05

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég tek undir....... hvað í ósköpunum er að,  þegar ekki einn einasti maður á Íslandi vill axla ábyrgð á þeim hamförum sem yfir þjóðina hafa dunið ?  Það, að þeir sitja eins og lím sé í stólnum, sýnir bara best hversu samviskulausir þessir aðilar eru.  Hugsa bara um sinn eigin gjörspillta afturenda.

Bjarni, sem og Þórólfur Árnason (á sínum tíma)  eru menn að meiri að axla ábyrgð og ég sé eiginlega ennþá eftir Þórólfi.  Verulega góður maður þar.

Mín skoðun er sú að sá maður sem langbesta ábyrgð ber á stöðunni í dag sé................   DAVÍÐ ODDSSON.

Hann ætti, þó ekki væri nema til að gleðja auma þjóð, að segja af sér.

Anna Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:06

25 Smámynd: Þórbergur Torfason

Greinilega skiptar skoðanir á siðferði pólitíkusa okkar. Hvað gengur manni eins og Bjarna Harðar til að pukrast með skoðanir sínar á varaformanni sínum og líklega einum spilltasta stjórnmálamanni í sögu þjóðarinnar. Af hverju í ósköpunum stígur Bjarni ekki fram og viðurkennir sín eigin afglöp? Allt sem fram kemur í þessu bréfi er löngu fram komið fyrir síðustu kosningar en samt vílar Bjarni fáráðurinn ekki fyrir sér að setjast á rökstóla um rakið framhald spillingarsögu þessa aldna flokks bænda með konukind þessari. Niðurstaða mín er sú ein að bjarni heldur þó haus vegna þess að í stað þess að hoppa bara yfir í næsta flokk eins og forpokaðir fýlupungar í þinginu gera gjarnan, hoppaði hann af.

Auðvitað átti Bjarni að sýna þann manndóm og fordæma sinn eiginn varaformann úr ræðustóli. Svona framferði er í hæsta máta ósmekklegt og ekki sæmandi manni sem í marga mánuði gekk ljúgani um héruð Suðurlands fyrir síðustu kosningar.

Þórbergur Torfason, 11.11.2008 kl. 23:39

26 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Tvo orð lýsa þessari gjörð fyrrverandi þingmanns.... EPIC FAIL :)

Róbert Þórhallsson, 12.11.2008 kl. 00:14

27 identicon

Þetta var frekar svakalegt uppá RÚV, einhver sá bara fyrsta bréfið og skyldi ekki afhverju það var ekki stílað á fréttastofuna heldur einhvern gaur sem var ekki skráður viðtakandi. Svo rennur það upp á nokkrum sekúndum: "HOLY SHIT!" og allt fer í gang, klukkan var að nálgast níu. En þetta var dúndur frétt gerð á mettíma á meðan öll krosstré brugðust tæknilega

Ég er annars alltaf búinn að vera á leiðinni að senda þér bréf Lára Hanna og þakka þér fyrir þessi myndbönd sem þú ert búin að vera að klippa saman. Mjög svo þarft verk og upplýsandi að horfa á þetta í svona samhengi, ég hef líka heyrt að þú farir alltaf fram á leyfi til að nota klippur sem mér skilst að sé ákaflega fáheyrt :)

Með kveðju,

Gunnar Hrafn

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:23

28 Smámynd: Hermann Bjarnason

Bjarni hefði bara ekkert átt að vera að segja af sér, heldur sitja sem fastast og segja bara eins og hinir segðu bara af þér sjálfur eða sjálf öllu heldur. Afsakanir hans yfir gerðum hlut eru pathetic, og ekki samkvæmt íslenskri stjórnmálavenju. Forherðing er málið, haardera - nei, það er víst eitthvað annað...? Ég hlýt að hafa misskilið þetta.

Hermann Bjarnason, 12.11.2008 kl. 01:50

29 Smámynd: Hermann Bjarnason

Annars er ekki hlæjandi að þessu. Ekki láta þér detta í hug LH að myndin af mér sé tekin nýlega, nei, þetta er löngu fyrir kreppu.

Hermann Bjarnason, 12.11.2008 kl. 01:52

30 Smámynd: Ásta

Bjarni hefði frekar átt að sitja og Valgerður segja af sér....bréfið sem hann sendi er mest allt rétt......tæki ofan fyrir honum ef ég ætti hatt!

Ásta, 12.11.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband