Fáránleg þróun í launamálum

Fréttin hér að neðan er frá því á miðvikudagskvöldið. Kynbundinn launamunur eykst mjög samkvæmt einni viðamestu könnun sem gerð hefur verið hér á landi og nær yfir allan vinnumarkaðinn, ekki aðeins einstök stéttarfélög, fyrirtæki eða stofnanir. Munurinn hefur aukist um þriðjung á síðustu árum og er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Þessu verður að breyta! Hvað ætli þessi setning hafi verið sagt oft undanfarna áratugi? Nú eru 33 ár frá kvennafrídeginum, sællar minningar, en við erum ekki komin lengra en þetta þótt við státum okkur af jafnrétti á ýmsum sviðum - réttilega eða ranglega. Og af Vigdísi sem fyrstu konunni sem kjörin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Andskoti er þetta nú aumt. Ég treysti því að á hinu Nýja Íslandi sem verður í mótun næstu mánuði og ár verði tekið fast á þessu máli og það leyst farsællega. Takið í því sambandi sérstaklega eftir orðum Láru V. Júlíusdóttur í viðtalinu í seinni úrklippunni.

Það stakk í augu að á fréttamannafundinum voru aðeins þrír fulltrúar fjölmiðla og þar af tveir frá sjónvarpsstöðvunum. Ætli einhver skýring sé á því? Varla þykir málefnið svo ómerkilegt.

Þessi frétt er frá 11. september 2008 - annað innlegg í umræðuna. Þið munið kannski eftir þessu, en fréttin kom þegar ljósmæðradeilan var í algleymingi og var kaldhæðnislegt innlegg í kjarabaráttu kvennastéttar.



Þá er bara spurning hvort einhverjar kvennahreyfingar verði með uppákomu á Austuvelli kl. 15 í dag eins og síðast þegar þær sveipuðu Jón forseta bleikum klæðum. Munið að mæta!
 
Viðbót: Sigurjón Þórðarson bað um að sjá könnunina. Ég festi hana við hér að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þessu verður breytt á Nýja Íslandi

Hólmdís Hjartardóttir, 29.11.2008 kl. 01:45

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.11.2008 kl. 01:49

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Bjarne, ekki veit ég hvort þú ert karl eða kerling, maður eða mús og hvort þú rakir þig kvölds og morgna að ofan og að neðan. Hafir þú ekkert til mála að leggja, þá skaltu halda þig við þína álfa og þín gæludýr.

Hvað varðar „hið séríslenska lögmál“, kynbundinn launamun, þá tel ég það mál eitt það fyrsta, sem verður að laga. Annað er ekki ásættanlegt.

Því segi ég: Hið nýja Ísland verður að byggja á frelsi, jafnrétti og bræðra/systralagi.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.11.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held því miður að sé einmitt málið, þetta þykir ekki merkilegt.

Rut Sumarliðadóttir, 29.11.2008 kl. 12:25

5 identicon

Ekki fóðra trollið.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hefði áhuga á að sjá þessa rannsókn ertu ekki með afrit af henni eins og ýmsu öðru?

Sigurjón Þórðarson, 29.11.2008 kl. 19:12

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóhanna auglýsti fjórar stjórnunarstöður í ráðaneyti sínu í fyrra. Hún réði þrjá karla og eina konu. Treystir hún konum ekki nægilega vel? Eða voru konurnar í hópnum lélegri?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.11.2008 kl. 20:26

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Konudýr mitt hækkaði nú um rúma tvotugþúzundi í launum fyrr í kvöld, til jafns við ófélega karlkyns stéttbræður sína með sömu kennaramenntun.

Ekki var nú haft fyrir því hjá mínum auma vízi af yfirmannezkju að hækka minn auma launaaur í leiðinni, þó að það séu nú að koma jólin & allt það.

Mér finnzt ég mizmunaður!

Steingrímur Helgason, 29.11.2008 kl. 21:54

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heheheh, öfundsýkin í eiginkvinnugarðin lekur hreinlega af Hauganesbaróninum honum Steingrími!

Annars segi ég nú bara Lifi jafnréttið, lifi KONUR!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 00:27

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert engin bora, Skorrdal og þetta er alveg rétt hjá þér - jafnréttið á að vera í báðar áttir.

Steingrímur minn - bara fara í Kennó og öðlast sömu menntun og konudýrið. Þá áttu að fá sömu laun fyrir sömu vinnu með sömu menntun. Bingó!

Búin að setja inn .pdf skjal með könnuninni, Sigurjón.

Rétt, Carlos... enda er tröllið horfið, sýnist mér.

Jakobína... ég veit það ekki. Man ekki eftir þessu. Gæti verið munur á menntun en ég veit að Jóhanna er mjög jafnréttissinnuð og hlýtur að hafa rökstutt ákvörðun sína. En - eins og ég segi - ég man ekki eftir þessu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.11.2008 kl. 01:01

11 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er ömurlegt að kyndbundinn launamunur sé enn við lýði og hlýtur að vera forgangsverkefni þess fólks sem tekur við stjórnartaumum í hinu Nýja Íslandi.

Mig langar að vekja athygli á launamun þeim sem þrífst innan veggja ríkisstofnunar sem okkur flestum er ekki sama um. RÚV hefur verið lagt í einelti af frjálshyggjupostulum Sjálfstæðisflokksins í mörg ár og sultarólin hert við hvert tækifæri. Á sama tíma hefur það orðið lenska að ráða inn útvalið forréttindalið sem fengið hefur margföld laun venjulegra starfsmanna. Útvarpsstjórinn sjálfur fær núna t.d. þreföld laun forvera síns og næstum þreföld þingmannalaun. Þar er líka talsverður hópur fólks sem fær mánaðarlaun sem nálgast milljón á mánuði. Margir almennir starfsmenn þurfa hins vegar að láta sér nægja laun sem varla fara yfir 250.000 á mánuði.

Útvarpsstjórinn þykist nú vera að axla ábyrgð með því að reka 44 starfsmenn (helmingurinn fastir verktakar), suma hverja með 20 ára starfsreynslu og í raun í algjörum sérflokki. Ekki fæst betur séð en verið sé að losa sig við einstaklinga sem gagnrýnt hafa stöðu mála innan stofnunarinnar og stjórnunarhætti. Páll Magnússon má ekki komast upp með svona ósvinnu. Hann axlar auðvitað enga ábyrgð með því að reka það fólk sem enga sök ber á rekstrarhallanum. Mér vitanlega hafa einkavinirnir á háu töxtunum ekki fengið nein uppsagnarbréf.

Sjá umræður á http://helga.undraland.com/

Stöndum vörð um Ríkisútvarpið!

Sigurður Hrellir, 30.11.2008 kl. 10:09

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er hrikalegur lestur, Siggi. Þyrfti að berast víðar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:35

13 identicon

það merkilega er að fólkið á gólfinu sættir sig frekar við lág laun vegna tilfinningalegra tengsla við ríkisútvarpið. það rýkur ekki í burtu við fyrsta tilboð eins og á svo mörgum öðrum miðlum vegna þess að það vill sinna þjónustuhlutverki sínu og hefur metnað fyrir hönd stofnunarinnar. fólkið á gólfinu á rúv er ein stór fjölskylda. því miður lifir sú fjölskylda í meðvirku sambandi við yfirmenn deilda og stofnunarinnar sjálfrar. yfirmennirnir leyfa sér skoðanakúgun og yfirgang í krafti þess að starfsmennirnir óska sér einskis annars en að vinna fyrir þjóðina. það þykir mér illa farið með góðan ásetning.

Helga Þórey (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband