Trúir fólk nú?

Þetta voru fjölmargir búnir að segja - hamra á þessu reyndar. Ætli nú verði hlustað og trúað fyrst sannleikurinn kemur að utan, frá sjálfum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Auðvitað er virkjana- og áldrottningin ekki sammála, enda ábyrgðin hennar meðal annarra.

Virkjanir orsök ofþenslu - Fbl. 20.12.08

Í framhaldi af þessu er kannski vert að íhuga orðspor og sjálfsvirðingu íslensku þjóðarinnar.

Orðspor og sjálfsvirðing þjóðar - Fbl. 20.12.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bíðið nú við;  var það ekki einmitt stóriðjan, sem átti að gera okkur svo oboðslega rík um alla framtíð ?  Ekki gjaldþrota !

Eða var það kannski bara "einföldun" ?

------------------------------------------------

Góð grein hjá Siggu um blessaða "ímyndina".   Um alla delluna og "einfeldingsháttin" sem framin hafa verið í nafni "land-ó-kynningarinnar, með tilheyrandi fjáraustri, verður seint fullrætt.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 13:13

2 identicon

Af hverju ætti það að trúa AGS? Kannski það trúi þegar íbúðaverð er fallið fyrir austan, aftur, af því að varanleg áhrif þessara aðgerða létu á sér standa. Bíddu er þetta ekki einmitt að gerast núna?

Af hverju ætti það að trúa því að háskólar í heimahéraði eru betri leið til að ná fram varanlegu atvinnustígi? Eru ekki Eyfirðingar enn að kalla á álver, fengu þó háskóla sem hafði engin varanleg áhrif á atvinnustig eða menningu þarna fyrir norðan (NOT!)

Ál- og stóriðjumógúlar okkar elskulegu hafa lagst á eina sort í 30 ár eða svo - eða allt frá því að nýsköpunartogarar, loðdýrarækt, fiskeldi og gjafakvótinn voru uppdiktuð sem landsins eina von. Bíddu aðeins, þetta eru að verða 70 ár eða svo ...

Af hverju ættu menn að trúa einhverju nýju frá útlandinu þegar einradda, íslenskur söngur um ál, stóriðju og einfaldan efnahag hefur reynst svo vel hér á landi, í austantjaldslöndum og á Kúbu?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tel að AGS hafi eitthvað til síns máls enda er þetta það sem blasti við öllum sem vildu.. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar að álver eru ekki af hinu góða fyrir land og þjóð.. þetta er gömul tækni og á ekkert skylt við hátækni iðnað eins og svo margir fylgjendur áliðnaðar hafa talað um í gegnum tíðina.

Hitt er svo annað mál að AGS er kannski bara að skoða yfir borðið og þá sjá þeir þrennt.. fiskiðnað, álver og fjármálageira.

Fjármálageirinn er hruninn og hann er yngstur..

álverin komu á undan frjármálageiranum og því er auðvelt að benda á þau sem orskavald.

fiskiðnaðurinn er elstur.. og er uppistaða þjóðartekna íslendinga þrátt fyrir hina tvo geirana..

En AGS horfir ekki á uppruna vandans sem er samanþjöppun fjármagns á fárra hendur innan fiskiðnaðarins. Kvótinn er upphafið að mínu mati.. þar högnuðust menn gífurlega á sölu á heimildum sem þeir áttu ekki og höfðu í raun ekki rétt á að selja eða framselja.  Þetta varð síðan til þess að eignamyndum varð til í bókhaldi.. og þetta bókhald tóku bankar gilt sem bókfærðar eignir og því veðhæft.

Bankarnir eru síðan einkavinavæddir innan sjálftektar og framsóknar.. eftirleikurinn er öllum kunnur..

Takk fyrir Kvótagreifar, sjáftekarflokkur og Framsókn.. takkk kærlega fyrir að setja þjóðina á vonarvöl og fjölskyldur landins í gjaldþrot. 

Óskar Þorkelsson, 20.12.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Heidi Strand

Það var ekki hlustað á hagfræðingar sem sagði þetta sama og AGS, áður en framkvæmdirnar hófust fyrir austan og Kárahnjúkavirkjun var byggður með lánsfé.
Takk Álgerður og Áldór.

Heidi Strand, 20.12.2008 kl. 13:43

5 identicon

Valgerður er nú að segja að þetta sé mikil einföldun. Ætli AGS- landstjórinn þurfi þá ekki að fara í endurmenntun. Það var viðkvæðið við gagnrýni undanfarin ár. Hvernig var það aftur, var Samfylkingin með áhyggjur útaf þessu. Þeir  vildu eins og D og B lækka skatta sem kosningaloforð 2003. Þá var allt að fara af stað. Voru það ekki Vg "röflararnir" einir sem héldu sönsum þá og gera enn.

Gunnsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 13:48

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Skrif Sigríðar eru virkilega góð.

Það sem mér finnst þó standa upp úr þessum greinum eru viðbrögð Valgerðar, hún trúir því enn að virðist, þrátt fyrir katastrófíska lækkun álverðs, að framkvæmdirnar fyrir austan séu að skila hagnaði. Samkvæmt þeim upplýsingum sem að ég hef fengið er það afar ólíklegt.

Baldvin Jónsson, 20.12.2008 kl. 13:54

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Íbúafjöldi Fljótsdalshéraðs:
1. desember 2007: 4.073 (fækkun um 571 milli ára)

1. desember 2006: 4.644
Ég fann ekki í fljótu bragði íbúafjölda Egilsstaða einan og sér.
Á Fasteignavef Morgunblaðsins kemur fram að á Egilsstöðum eru 311 fasteignir (íbúðarhúsnæði) til sölu.
Íbúafjöldi á Reyðarfirði:
1. september 2008: 1165
Á Fasteignavef Morgunblaðsins kemur fram að á Reyðarfirði eru 237 fasteignir (íbúðarhúsnæði) til sölu.
Er ekki eitthvað bogið við þetta...?

Haraldur Rafn Ingvason, 20.12.2008 kl. 14:37

8 Smámynd: Sævar Helgason

Þeir hjá AGS hafa eitt mikilvægt tromp á hendi umfram okkar innlendu hagspekinga- Þeir eru frjálsir af ættar-vina,skólafélaga,stjórnmála og vinnuveitendatengslum. Þeir geta lagt mat á heildarmálið-frjálsir af öllu sem hinir innfæddu eru flæktir í.

Því eru þeir hjá AGS trúverðugri langt-langt umfram hina innfæddu- Íslendinga.   Trúum þeim.

Nú er álverð komið í 1400 USD/áltonn og fer lækkandi enda heimskreppa sem enginn veit hvenær endar. Kárahnjúkavirkjun var ákvörðuð með min 1550 USD/áltonn til að standa í jafnvægi-- Nú erum við að framleiða 800 þús.áltonn/ári - það er ekki bjart framundan með álið og þær álögur sem almenningur verður að taka á sig  til viðbótar bankahruninu.....  Betra hefið verið að dreifa okkar orkueggjum á freiri körfur en þessa einu álkörfu.  Gerum það í næstu uppsveiflu...

Sævar Helgason, 20.12.2008 kl. 14:41

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég er með endemum ófrændrækinn þannig að mitt sjónarhorn á nýtingu orku undanfarin ár hefur ekki litast af frændsemi. Minn skóli í hagfræði byggir á reynslu minni af frumframleiðslugreinunum áður en kvótakóngar eignuðu sér hafið með öllu sem í því er - með diggum stuðningi óhæfra stjórnvalda.

Það sem mér hefur alltaf fundist ógnvænlegast er hve viljugir menn hafa veriðað binda alla bestu og stærstu orkuöflunarkosti OKKAR við einhæfan atvinnuveg til langframa. atvinnuveg sem skilar eingöngu vinnulaunum og aðstöðugjaldi meðan afurðin er í eigu útlendinga!

Við ætlum okkur jú að lifa í þessu landi til frambúðar hvað sem kreppum og annarri óáran líður og til þess þurfum við þessa orku - í framtíðinni!

Haraldur Rafn Ingvason, 20.12.2008 kl. 15:01

10 identicon

Við stóðum að jafnaði fimm á austurvelli og andmæltum álverinu og Kárahnjúk, nú urðum við fyrir bankaskelli, fjölgaði þá brátt um stræti og torg, fólki fór að finna til í buddunni, þingvallastjórnin fóru úr 86 % fylgi, í 26 á einu ári, mótmælendur úr 5 í 8 þúsund.

Hermann (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 18:52

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góð grein hjá Sigríði.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.12.2008 kl. 20:27

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað mótmælir Valgerður.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 20:34

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér verður nú bara að orði svipað og Valgerður að þetta sé mikil einföldun hjá IMF (AGS) og tel að þar komi mun fleira til. Auðvitað eru allar stórframkvæmdir til þess fallnar að þenja hagkerfi. En voru ekki fleiri stórframkvæmdir í gangi um svipað leiti. Hagvöxtur var 51% á Austurlandi á árunum 1998 til 2005, en var 53% á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Þessar upplýsingar eru úr skýrslu sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Byggðastofnun og heitir Hagvöxtur landshluta 1998 til 2005. Í þessari sömu skýrslu segir að hagvöxtur á Norðulandi vestra (þar sem ég bý) hafi verið mínus 9% á sama tíma svo ég og mitt umhverfi erum trúlega ekki sökudólgar, eða þannig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2008 kl. 23:11

14 identicon

Hvernig má það vera að hagvöxturmínus? Hólmfríður, áttu ekki við að á Norðurlandi vestra hafi verið 9% samdráttur?

Helga (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:44

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg grein hjá Sigríði.  Ps. það var gaman að hitta þig loksins á fundinum í gær. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:09

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æ, maður finnur varla fyrir þórðargleði, þó maður hafi alltaf sagt þetta! Stórvægilegur samdráttur í bílaiðnaði og flugvéla, það er átakanlegt að það hvað krónan hefur fallið mikið sé eina ástæðan fyrir að maður sé ekki grátandi (krókódílatárum eður ei) yfir hvernig áleggjunum í körfunni hefur vegnað...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 01:00

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég vil bara benda vini mínum Óskari á að leiðtogi hans flokks Ingibjörg Sóltrún greiddi aftkvæði með Kárahnjúkum.
Ég vona að menn setji niður markmið og sæki um aðild að ESB - horfum til framtíðar og setjum skýrar reglur um fjármálastofnanir sem tryggja að svona menn sem settu okkur í þessa stöðu komist aldrei aftur með puttana í fjármál okkar.
Lára, ég styð mótmæli á málefnalegum forsendum, þar sem farið er að lögum og reglum en þegar fólk brýtur rúður(fjármálaeftirlitið), hendir eggjum í alþingshúsið  o.s.frv - slíkt mun ég aldrei styðja og trúi því vara að þú gerir það heldur.

Óðinn Þórisson, 21.12.2008 kl. 11:15

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Óðinn, vandamálið er bara að það er ekkert hlustað á friðsamlegu mótmælin, barasta ekki neitt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:20

19 identicon

Allir þið snillingar gerðuð vel að lesa sjálfa skýrsluna frekar en að fabúlera á grundvelli blaðafréttar sem gerir ekkert annað en að endursegja nokkrar setningar úr greiningunni og skella því saman með fyrirsögn sem er beinlínis röng.

Greiningin er hérna og setningarnar sem notaðar eru í fréttinni eru á bls. 4: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08367.pdf

Í greiningunni kemur skýrt fram að uppgangstímabilið 2003 til 2007 var ,,jump started" með byggingu álvers. Það er alveg rétt enda var til þess ætlast. Það var ráðist í þessar framkvæmdir til þess að koma stöðnuðu atvinnulífi og litlum hagvexti á stað aftur. Það er því varla hægt að gagnrýna byggingu álversins fyrir að hafa skilað tilætluðum árangri. Á stöplaritinu sem þarna er kemur fram að fjármunamyndun í hagkerfinu var neikvæð á árunum 2002/3 en verður svo jákvæð og nær hámarki 2005. Ekki er gerður greinarmunur á álverinu þar mv. aðrar framkvæmdir, t.d. húsnæði í Reykjavík osfrv. Takið einnig eftir að útflutningur er drifkraftur vaxtar á árinu 2007 en fjárfestingar dragast saman. M.ö.o...álið er bjarga því sem bjargað verður á því ári.

Restin af greiningunni fjallar síðan um raunverulegar orsakir ofþenslunnar. Ástæða ofþenslunnar er að mati skýrsluhöfundar ,,the boom was fuelled by cheap credit and low risk premiums that the recently privitized banks took full advantage off". Fyrirsögnin í greininni er því augljóslega röng. Bygging álvers á Íslandi var ekki ástæðan fyrir lágum vöxtum erlendis og góðu aðgengi að lánsfé sem íslenskir bankar nýttu sér til þess að dæla lánsfé inná íslenskan markað sem varð til myndunar eignabólunnar, bæði í fasteignum og hlutabréfum.

Mætti ég svo benda á að mannfjöldi í Fjarðabyggð fór úr ca. 3200 að meðaltali á árunum 1995 til 2006 en er þann 1.1.2008 5133. Er það ekki fjölgun ? Það er ekki óeðlilegt þó það fækki í kjölfar uppbyggingarinnar en mér finnst líklegt að eftir verði samt u.þ.b. 1000 manns fleiri  þarna eftir álver en fyrir. Þetta er einsog ein Húsavík.

Að lokum. Lækkað álverð núna skilar lægri tekjum til Landsvirkjunar. En það er lágmark á tengingunni sem ég geri ráð fyrir að sé við það mark að dollarar inn sé u.þ.b. á pari við dollarar út í formi endurgreiðslu lána. Enda hefur ekkert komið fram annað en að staða Landsvirkjunar sé sterk þrátt fyrir lágt álverð og fall íslensku krónunnar.

Mér finnst greinin og umræðurnar hérna allar bera merki um það að fólk er tilbúið til þess að grípa í hvaða hálmstrá sem er til þess eins að geta sagt ,,sagði ég þetta ekki alltaf ?"

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 12:11

20 identicon

Já það er gott að fólk í þínum röðum er farið að trúa á IMF. Þið trúið þá kannski líka á lánið frá þeim og öll góðu ráðin, svona eins og að halda stýrisvöxtum háum? Þeir leggja blessun sína yfir ríkisstjórnina og aðgerðir þeirra, þið ætlið kannski að gera það líka, svona eins og IMF?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:02

21 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það var komin skemmtileg umræða fyrir stuttu um málið HÉR.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2008 kl. 00:48

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bjöggi... ég sagði aldrei að ég tryði á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Og ég get ekki með nokkru móti lagt blessun mína yfir ríkisstjórina og aðgerðir þeirra þegar þeir hampa og afskrifa skuldir útrásarbarónanna og flytja þær yfir á skattgreiðendur - og fleira og fleira og fleira. Ég get heldur ekki lagt blessun mína yfir AGS og skilyrði þeirra fyrir lánum því ég veit ekki hver þau eru frekar en aðrir! Ríkisstjórnin hefur ekki látið svo lítið að segja okkur hvað felst í þessum samningi, ef samning skal kalla.

Ég er hins vegar á þeirri skoðun að þessar stóru og miklu virkjanaframkvæmdir hafi stuðlað að þenslunni. Ekki verið eina orsökin heldur ein af mörgum. Því hefur verið hafnað ítrekað af þeim sem stóðu að virkjuninni en AGS bendir á að svo hafi engu að síður verið. Hvað sem segja má um þá stofnun hlýtur henni endrum og eins að ratast satt orð á munn og ég held að svo sé í þessu tilfelli.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.12.2008 kl. 03:00

23 Smámynd: Aliber

Magnús, 2006 var toppár í mannfjölda í Fjarðabyggð en eftir það hefur tekið að fækka eftir að byggingarverkamenn fluttu á brott. Það er þó enginn að halda fram að ekki hafi fjölgað fólki á svæðinu enda væri annað fullkomlega fáránlegt eftir að tæplega 500 manna vinnustað er skellt niður á staðnum.

Hins vegar er öllu alvarlegra mál núna að eftir að álverð tók að lækka svona mikið og lánshæfismat ríkissjóðs lækkaði, og þar með hækkuðu vaxtagreiðslur af erlendum lánum Landsvirkjunnar, er líklegt að raforkusala standi ekki undir greiðslum vegna Kárahnjúkavirkjunnar og við séum því í raun farin að BORGA MEÐ virkjuninni. Hún er þá farin fyrir lítið verðmætasköpunin.

Bestu kveðjur

Sá gamli

Aliber, 22.12.2008 kl. 11:13

24 identicon

Sæll gamli (Aliber)

Tölurnar mínar um mannfjölda eru teknar beint af heimasíðu Hagstofunnar. Þeir miða við 1. des hvert ár og tölurnar eru 3907 (2006), 5713 (2007) og 5133 (2008). Samkvæmt þessu er mesti mannfjöldinn 2007 og fer síðan fækkandi aftur í kjölfar uppbyggingarinnar. Meðaltalsmannfjöldi fyrir uppbyggingu er ca. 3100 og ég geri ráð fyrir að það fækki um 1000 manns frá 1.12.2008 en þá er eftir ca. 4100 manns. Þetta er fjölgun um 1000 manns sem álverið skilar inná svæðið og ég get ekki betur séð en að bjartsýnustu spár séu að rætast og við hljótum öll að fagna því.

Varðandi lánshæfismat osfrv. Lægra lánshæfismat hefur ekki áhrif á þegar tekin lán. Ný lán bera hinsvegar hærri vexti sem því nemur og hefur því ekki áhrif fyrr en kemur að endurfjármögnun eða töku nýrra lána til frekari uppbyggingar. Aðeins lítill hluti tekna Landsvirkjunar kemur af sölu raforku til almenningsveitna. Því er erfitt að sjá að við séum að niðurgreiða raforku til stóriðju. Almenningsveiturnar hafa hinsvegar fjármagnað sig með erlendum lánum og við erum að borga brúsann af því núna með hærri raforkutöxtum. Samt sem áður er raforkuverð til almennings á Íslandi það lægsta í Evrópu. Spurning því hvort stóriðjan sé að niðurgreiða okkar rafmagn ? Pælið í því !!

Lækkandi lánshæfismat og erfitt aðgengi að lánsfjármagni getur hinsvegar hindrað frekari uppbyggingu í raforkufrekum iðnaði á Íslandi. Hvort sem er netþjónabú, kísilflöguverksmiðju eða álverum. Ég ætla hinsvegar að leyfa mér að kasta fram þeirri sprengju hérna að íslendingar ættu að bjóða út raforkuvinnsluleyfi á ákveðnum svæðum til ákveðins tíma og leyfa útlendingum að bjóða í. Eftir ákveðinn tíma t.d. 20-30 ár, eignumst við virkjunina. Við fáum tekjur og uppbyggingu en tökum ekki þátt í áhættunni og aukum ekki erlendar skuldir okkar. Þetta er einkafjármögnunarleiðin sem notuð var t.d. við Hvalfjarðargöngin og virkar vel. Vinnsluleyfin á Drekasvæðinu verða boðin út á  alþjóðamarkaði. Afhverju ekki vinnsluleyfi á raforku ?

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband