Illa farið með framtíðarfólk þjóðarinnar

Mikið ofboðslega má hann Gunnar Birgisson skammast sín. Hann álpaðist einu sinni inn á þing en hætti. Líklega var meira upp úr því að hafa að deila og drottna í Kópavogi en að vera óbreyttur þingmaður í afgreiðsludeild Alþingis. Af hverju hann er stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna er mér hulin ráðgáta. Hvað hefur hann til að bera í það embætti annað en flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum og hvað fær hann í þóknun fyrir stjórnarformannsstarfið?

Gunnar BirgissonEins og sjá má af glottinu og hrokasvipnum á Gunnari þegar hann segir "Ungt fólk er stundum óþolinmótt" finnst honum bara fyndið að námsmenn erlendis eigi ekki fyrir mat. Og sú er raunin í fjölmörgum tilfellum. Gunnari má vera sama - hann hefur yfrið nóg fyrir sig og sína og umhyggja hans virðist ekki ná lengra. Gunnar gerir sér í fyrsta lagi ekki grein fyrir því að námsmenn erlendis eru ekki bara ungt fólk, heldur eru þeir á öllum aldri, ýmsu þroskastigi og margir þurfa að fæða og klæða börn sín. Í öðru lagi virðist Gunnar alls ekki skilja neyðina og í hvaða stöðu námsmenn erlendis hafa verið síðan hrunið varð fyrir 3 mánuðum. Í þriðja lagi er eins og Gunnar og stjórn LÍN - og kannski stjórnvöld sem hafa ekki haft döngun í sér til að ganga á eftir fyrirmælum um neyðarlán - skilji ekki að hér er verið að tala um LÁN, ekki ölmusu eða gjafafé. Námsmenn eru ekki að biðja um að fá neitt ókeypis eða gefins. Þetta eru lán - neyðarlán til fólks í neyð.

Sonur minn er námsmaður í Sviss, svo ég taki dæmi. Er að hefja síðustu önnina af fjórum í meistaranámi. 1. janúar sl. var gengið á 1 svissneskum franka 55 krónur íslenskar. Í dag var 1 franki skráður á 116 krónur í íslenskum banka sem er hækkun um 111%. En í svissneska bankanum sem hann skiptir við þar úti, UBS, var frankinn skráður á 195 krónur í dag sem er 255% hækkun. Það ætti ekki að vera erfitt að skilja hvaða búsifjum fólk hefur orðið fyrir sem þarf að stóla á námslán frá Íslandi þegar gengisþróunin er skoðuð. En Gunnari Birgissyni finnst þetta bara fyndið, enda er svo gott að búa í Kópavogi að hann mætti ekki á fundinn með námsmönnunum sem minnst var á í Kastjósi - né heldur neinn fulltrúi LÍN.

Stjórnvöld tala ávallt fjálglega um gildi menntunar fyrir framtíðina og fólk er hvatt til að mennta sig, ekki síst nú þegar atvinnuleysi eykst. Menntun er ævinlega nefnd sem einn af helstu björgunarhringum Íslendinga til lengri tíma. En hvað er svo gert til að auðvelda fólki að mennta sig? Jú, skorin niður framlög til menntastofnana sem geta því ekki tekið við öllum sem vilja í nám og svo illa er komið fram við námsmenn erlendis í neyð að þeir hafa hvorki í sig né á og neyðast sumir til að hætta námi. Á meðan eru felldar niður milljarðaskuldir bankastarfsmanna og auðmanna svo aðeins sé nefnt eitt atriði af mörgum í sukkstefnu ríkisstjórnarinnar. Sveiattan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sveattan.

Þetta mál er til stórskammar

Hólmdís Hjartardóttir, 30.12.2008 kl. 04:54

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ömurlegur kall hann Gunnar að láta svona niðrandi ummælui út úr sér um sára neyð fólksins.og getuleysið algert að leysa úr þessari neyð námsmanna. Ég fann svo til með þeim í gær og vona að alþingi hundskist úr jólafríi sem fyrst svo það megi fara að vinna að því sem þarf að gera NÚNA!!! Eru engin takmörk fyrir vanhæfi vinanna sem ráða hvern annan í vinnu og úthluta embættum burtséð frá hæfi og kunnáttu og finnst engum athugavert að þetta fólk sá látið í mál sem þurfa alvöru lausnir??

Ég er svo búin að fá nóg af þessum öpum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 04:59

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Námsmenn erlendis hrökklast margir hverjir úr námi vegna þessa alls og ég reyndar skil ekki hvernig þeir fara að því að draga fram lífið þá sérstaklega þeir sem eru með fjölskyldur. Úrlausn þessara mála er til háborinnar skammar og rétt sem að þú segir að þeir sem koma að lánasjóðnum virðast ekki skilja alvarleikan og neyðina sem blasir við námsmönnum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.12.2008 kl. 07:21

4 identicon

Hrokinn í þessum bæjarstjóra sprengir ala skala. Dæmigert fyrir mann sem er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Námsmenn með fjölskyldu erlendis þurfa nánast að gramsa í ruslatunnu nágrannans - og bæjarstjórinn glottir.

Afhverju er þessi náungi formaður stjórnar lánasjóðsins spyrðu - ekki að ástæðulausu. Jú, er það ekki stefna sjálfsstæðisflokksins að planta sínum mönnum allsstaðar þar sem peningar koma við sögu? Þessir pésar líta á sig sem hálfguði sem úthluti ölmusu og ætlast til jákvæðra viðhorfa til FLOKKSINS í staðinn. En námsmenn þurfa jú að borga sín lán, það vita námsmenn best sjálfir - en þessir hrokagikkir, miskunnsömu samverjar að eigin mati, gera sér enga grein fyrir um hvað málið snýst.

sigurvin (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 07:54

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað er til ráða - þessi ansk óheilavæna pólitík virðist vera út um allt

Jón Snæbjörnsson, 30.12.2008 kl. 08:14

6 identicon

Laglegt ad hafa mafíósa í stjórn Lín. Réttur madur á réttum stad, eda thannig.

Hvenær skyldi Lín verda kippt inn í nútímann?

Kannski um leid og risaedlan Gunnar Birgisson hættir?

Jóhann (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 08:42

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég á dreng í námi erlendis og sá hefur heldur betur fengið á kjaftinn í þessari orrahríð. Reyndar tók hann ekki námslán heldur safnaði fyrir náminu með vinnu myrkra á milli en var svo óheppinn að geyma peningana sína á reikningi í Landsbankanum. það getur vel verið að Gunnari þyki staða þessa fólks fyndin en mér er ekki hlátur í huga.

Víðir Benediktsson, 30.12.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er til skammar fyrir Gunnar B. hann skilur ekki hvað neyð er, en á meðan hann var í námi, voru námslánin ekki einu sinni verðtryggð.
Það var sorglegt að horfa á fréttum í gærkvöldi.
Nú þarf að láta G.B. sitja fyrir svörum.

Heidi Strand, 30.12.2008 kl. 08:59

9 Smámynd: Þór Sigurðsson

Til að Gunnar Birgisson gæti byrjað á því að skammast sín þyrfti hann að hafa snerfil af siðferðiskennd.


Og ef eitthvað slíkt er að finna hjá þessum manni, þá þarf að seilast langt innfyrir spikið sem „góðærið“ hefur hlaðið utan á kauða.


Fyrir mér mætti næsta starf Gunnars Birgissonar felast í því að vera akkeri á bauju í innsiglingu Reykjavíkurhafnar. Þessi maður á ekkert með að sitja í stjórn LÍN.


(disclaimer)Ég er sjálfur í námi á meistarastigi. Innanlands, en nógu slæmt samt.(/disclaimer).

Þór Sigurðsson, 30.12.2008 kl. 09:51

10 identicon

Gunnar er einn af þessu fólki á alþingi sem þyrfti að rasskella opinberlega. Þessi maður hefur aldrei haft neina siðferðiskennd.

ólafur (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:41

11 Smámynd: Margrét Lúthersdóttir

Það eru ekki einungis námsmenn erlendis sem eru í sárri neyð. Ég stunda nám við Háskóla Íslands en bý samt sem áður á Suðurnesjunum. Þegar að bensínið var sem hæst kostaði það mig 25.000-35.000 krónur að keyra á milli 5 daga vikunnar. Ég hef ekki kost á því að búa nálægt Háskólanum sökum þess að lánin sem ég fæ eru svo lág að þau myndu aldrei duga til þess að covera leigu, svo ég er föst í því að þurfa að keyra á milli, get ekki tekið rútuna á milli frítt því ég bý ekki upp á velli(þar fyrir utan þarf ég bílinn til þess að snattast með föður minn sem er 100% öryrki). Ég er að byrja á minni þriðju önn núna í janúar og ég kvíði þeim mánuði því að þessi svo kölluðu bókalán sem þeir veita nægja ekki einu sinni fyrir helmingi bókanna sem ég þarf að kaupa, svo leggst bensínið ofan á það.

Þeir ætlast til þess að það sé hægt að lifa á 80.000 krónum á mánuði, mér þætti gaman að sjá Gunnar reyna að vera í námi þessa stundina, ég hef reynt að leita mér að vinnu en það er ekkert að fá fyrir manneskju sem getur ekki unnið fulla vinnu, svo ég er algjörlega föst. Þetta gerir mig svo reiða, ef ég sæi hann Gunnar á förnum vegi þá fengi hann sko að heyra það.

Margrét Lúthersdóttir, 30.12.2008 kl. 11:17

12 identicon

Ég var staddur á fundi SÍNE í gær.  Í fyrstalagi fannst mér alveg lýsa áhuga þeirra í LÍN að ekkert þeirra kom á fundinn og fengum við því engin svör.

Ég spyr Gunnar, er ekki nóg að vera bæjarstjóri?  Er það ekki fullt starf eða er kannski það að vera stjórnarformaður LÍN bara eitthvað svona grín starf sem þarf ekki að sinna nema stöku sinnum?  Hann talar um að "ungtfólk" sé svo óþolinmótt.  Það er ekki baraunglingar í námi, og þó 40+ sé enn ungt, þá eru fleirri sem finna fyrir þessu.

Sem beturfer, er ég að leigja hjá skilningsríkum leigusala sem hefur haft þolinmæði að bíða eftir að maður getur borgað leiguna. Sembetur fer er ég í skóla sem ætlar að gera allt til að halda mér í náminum!  

Að hlusta á stjórnmálfólkið í gær sem lét nú sjá sig, var stórkostlegt.  Þau voru svo stolt að hafa skrifað undir eitthverja pappíra svona rétt eftir mánudaginn svarta.  En svo var engin eftirfylgni eða annað. Nei bara treyst á að Gunnar myndibregðast skjótt við. Heldur betur 3 mánuðum of seint veita þeir 7 námsmönnum þessi svokölluðu neyðarlán.  Þetta er ekki greiði við námmenn, við þurfum að borga af þessu eins og öllu öðru.

Nú á að skera niður hjá LÍN um ef ég man rétt um 2 milljarða.  Hvernig á að veita lánin þá á næsta ári?  Nú þegar eru lánin alltof lág, lægri en atvinnuleysibætur sem eru nú ekki háar heldur.  

Þetta er ólíðandi og má líkja þessu við að náttúruhamfarir ríði yfir og stjónrvöld komi til bjargar 3 mánuðum seinna!  Það hefur lítið uppá sig að leita að lifandi fólki úr húsi sem hrundi 3mánuðum of seint!

Sem beturfer hef ég átt fyrir mat og munaði eins og ferðum með almenningssamgöngum, hjóli og skólagjöldum.  En ég er hræddur um að á næsta ári verði ég nú ekki svona heppinn.

Kæru Íslendingar, kæru bloggarar, ég bið ykkur að kjósa Láru Hönnu sem konu ársins á Rás2!  

Hún á það skilið!

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:34

13 Smámynd: Einar Indriðason

Urgh... Ég horfði á kastljosið í gær, mánudag 29. des.  (Þú og þið bloggarar voruð fín :-)

Ég fékk aulahroll, þegar verið var að tala um LÍN.  Fyrst, tölurnar.  115 eða 117 sem sóttu um.  (Og langt í frá allir, sem þurftu, vegna flókinna pappírsútfærslu til að sækja um.)  Þar af fengu 95 NEI.  Hvað voru það.... 7?  Sem fengu JÁ?  Og restin er enn í skoðun.

Um hvað er verið að tala um?  NEYÐ-AR-LÁN.  Lán, í neyð!  NÚNA!  Ekki eftir mánuð, eða tvo mánuði.  NÚNA!

Ég komst við, þegar viðtalið við LÍN-þegana var í gangi.  Stelpan í miðjunni, greyið, sem vissi ekki hvað hún átti að gera.  ARGH!  Svo er skipt yfir á frjálshyggjufulltrúann .... Sigurð Kára... ARGH!  Það hefði skilað meiri árangri í einhverja átt, að svetta vatni á gæs, heldur en reyna að fá Sigurð Kára til að sýna samúð!  Og Gunnar I. Birgisson?  Þessir aðilar hafa bara NÚLL sans á því hvernig námsmönnum erlendis líður.  ARGH!

Þetta sannfærði mig enn betur um það, hvað eftirlætis stjórnmálaflokkurinn okkar, D listinn (*háð*) Er manngóður.  Hann virkar fyrir þig, ef þú ert:  a)  Af réttri ætt.  b)  Átt nóga peninga fyrir.

Og... Þegar SK ætlaði að koma sér hjá því að svara, með því að byrja á einhverju innihaldslausu pólitísku blaðri.... ARGH!  

Gott, þó, að sjá að hún Katrín Jakobs... náði að sitja á sér, en þurfti augljóslega að halda aftur af sér.

ARGH!

Annað sem ég fékk aulahroll í gær, þegar ég horfði á Kastljósið... var þegar birtar voru klippur af viðtölum við stjórnmálamennina.  Viðtal við Árna Matt.  Í Leifsstöð.  Sveittur, svo perlaði af enninu á honum.  HVAÐ SAGÐI MAÐURINN EIGINLEGA?  Það væri örugglega áhugavert (fyrir einhverja aðra en mig) að skrifa niður það sem hann sagði, og telja hversu oft 3 algengustu orðin sem hann notaði, voru notuð.  Það kom *EKKERT* út úr honum, þarna, af viti.


O jæja...... Takk fyrir að standa vaktina, Lára Hanna.  Og... Gleðilegt nýtt ár.  (Já, ég meina það, þó svo ástandið sé eins og það er...)

Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 12:46

14 identicon

Hjartanlega sammála þér.  Hvað þessi maður er að gera í stjórn LÍN, skil ég ekki, eða bara framgöngu þessarar stofnunar undanfarið.  Ætti að flengja þetta lið í stjórn LÍN, eða einfaldlega, reka stjórnina eins og hún leggur sig.  Ekki spurning.

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:20

15 identicon

Gunnar er líklega með þeim spilltari sem stunda pólítík að atvinnu líkt og það sé atvinnugrein eins og hver önnur.

Eins og ég hef bent á lengi er platgengi við gildi hvað krónuna okkar varðar, sem kemur berlega í ljós af því að sonur þinn þarf að greiða kr. 195 fyrir frankann úti í Sviss þegar það er skráð hér heima á kr. 116.

Mikið óskaplega er ég orðinn orðinn þreyttur á mönnum eins og Gunnari Birgissyni. Hann er ágætis dæmi um þau manngæði sem veljast aftur og aftur í sveit þeirra sem teljast til stjórnmálamanna.

Ég er einnig orðinn verulega þreyttur á að leyfa fólki að bæla reiði mína þegar ég gegnst undir að taka þátt í máttlausum hljóðlátum mótmælum sem skila engu. Ég fer að róa á önnur mið í þeim efnum sem fleiri.

Ég vona innilega að sonur þinn þrauki og nái að klára námið sitt.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:02

16 identicon

Gunnar Birgisson passar á Goldfinger.

Gunnar Birgisson er hneyksli hjá LÍN. Námsmenn ættu að taka sig saman og koma honum þaðan burt.

P. S.

Svör formanns menntamálanefndar Alþingis, Sigurðar K. Kristjánssonar, í Kastljósinu voru eins og við var að búast. 

Rómverji (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:24

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  takk fyrir vináttu

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:27

18 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gunnar Birgisson á ekki minnsta erindi í LÍN. Það er mér alveg óskiljanlegt að svona menn eiga sæti þarna. Þetta er hneyksli!

Úrsúla Jünemann, 30.12.2008 kl. 16:47

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það áreiðanlega þessi Gunnar Birgisson sem er í stjórn LÍ? Hann á nafna sem heitir Gunnar I. Birgisson og sá er sonur Birgis Ísleifs f.v. Seðlabankastjóra.

Árni Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 17:10

20 identicon

Ég hafði ekkert að gera , svo ég dundaði mér við að skrifa niður gullkornin sem hrutu af vörum fjármálaráðherra í Kastljósbrotinu í gær. Segi bara eins og Halla Gunnarsdóttir orðaði svo vel, um annan að vísu, maður talar ekki skýrar en maður hugsar.

„Eruð þið ekki með þessu, Árni, að fría ykkur ábyrgð, hreint út sagt?
„Nei við erum ekki að því, við erum að bregðast við vandamáli sem kom upp, við erum ekki að fría okkur neinni ábyrgð. Við erum af ábyrgð að bregðast við því, en ef að einhverjir aðrir meta stöðuna öðruvísi heldur en að við metum hana, að þá er það ekki vegna þess hvernig að við metum hana eða hvernig við orðum það, þá er það vegna þess að þeir meta stöðuna öðruvísi og þá er það grunnstaðan og staðan sem bankarnir voru í sem þeir eru að meta.“
Er nokkuð skrítið að viðkvæm milliríkjamál klúðrist hjá svona mannvitsbrekkum?

Solveig (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 19:23

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Solveig: Í íslenskri málfræði stjórnmálamanna heitir þetta "orðhengilsháttur fortíðar."

Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband