Skelegg og afdráttarlaus ályktun Samfylkingarfélags

Í tíufréttum RÚV var stórmerkileg frétt frá Vestfjörðum og viðtal við skörunginn Bryndísi Friðgeirsdóttur, formann Samfylkingarfélagsins á Ísafirði (ég fæ mig ekki ennþá til að segja Ísafjarðarbæ, kannski seinna...). Miðað við orð Bryndísar var ályktun stjórnar félagsins mjög afdráttarlaus.

Ég hef fundið mikið til með hinum almenna félaga í Samfylkingunni fyrir að þurfa að verja aðgerðir og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar og augljósan undirlægjuhátt flokksins gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Svo veit maður ekki hvaða spillingaröfl eru innan Samfylkingarinnar og virkjana- og stóriðjuáhugi sumra þar innanbúðar er með ólíkindum. En horfið og hlustið vel á Bryndísi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð.

Solveig (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mjög merkilegt,

sjálfsagt ætti Bryndís frekar heima í VG en hefur bara misskilið hlutina eitthvað. Hvað hélt hún eginlega að Samfylkingin væri, hreyn mey?

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.12.2008 kl. 00:44

3 identicon

Skelegg kona Bryndís á Ísafirði. Ég veit þó ekki hvort Samfylkingarráðherrar bera sitt barr eftir svo arvaslaka frammistöðu sem þeir hafa sýnt undanfarna mánuði og ár?

Erla Jóns (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:47

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Allt gott fólk kemur frá Lángwerzdufjarðarkjálkanum, enda er þar fólki í blóð borið að segja hlutina einz & þeir eru, frekar en að mala í hljóði undir úlpum & húfum, zödrandi sitt kakómalt & malandi einhverjar kratízkar velmeiníngar.

Steingrímur Helgason, 31.12.2008 kl. 00:59

5 identicon

Mikið var að heyrðist í samfylkingarmanneskju sem er ekki þingmaður. En áður en ég hoppa hæð mína af gleði og óska þess að þessi kona komist áfram í stjórnmálum þá vil ég vita hvar hún stendur í umhverfismálum og ESB.

Það er vonandi að enginn ráðherra Samfylkingarinnar eigi afturkvæmt í ríkisstjórn nema umhverfisráðherra.

Helga (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 01:02

6 identicon

Það er klárt mál að Bryndís talar hér fyrir stóran hóp flokksmanna Samfylkingar, mig meðtalinn. Ég bendi á ályktanir flokksfunda ýmissa kjördæma sem finna má á samfylking.is. Það er klárt mál að ef hin já, hreina mey Samfylkingin (sem hefur nú reyndar aðeins sett niður í hreinleika sínum) situr mikið lengur og kóar með Sjálfstæðismönnum þá missir hún sitt bakland. Núvernandi ríkisstjórn mun ekki taka nógu harkalega á málum, til þess eru Sjálfstæðismenn alltof innviklaðir í bankana. Ég mun ekki bíða í margar vikur með að segja mig úr flokknum ef ekkert breytist. Björgvin og Ingibjörg þurfa að fara frá. Þau hafa ekki staðið sig nógu vel og Jóhanna þarf að verða formaður flokksins.

Ívar Örn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 01:13

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Bryndís er kona að mínu skapi. Ég er steinhætt að verja aðgerðir/leysi míns flokks í ríkisstjórn. Argh!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:30

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Baklandið eru náttúrulega kjósendur, alþýða þessa lands.  Vonandi gengur þessari konu að vekja Ingibjörgu og sofandi forustu samfylkingarinnar, svo eftirlátsemin verið stöðvuð.  Burt með spillingarliðið.  Það var gaman að sjá þig sem álitsgjafa í kastljósinu í dag og í gær.     Ég óska þér gleðilegs árs og takk fyrir þetta sem er næstum liðið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:40

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þekki Bryndísi frá því í bernsku.  Skelegg og flott kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 02:04

10 identicon

Loksins ein samfyrkinarmanneskja sem segir það sem a.m.k. 90% samfylkingarfólks hugsar. Spurning hvort þessi 90% hætti nú að kóa með forystunni, eða hvort flokksaginn hefur betur.

Bryndís er formaður náttúruverndarsamtaka vestfjarða sem eru þörf samtök sem virðast þó um of einbeita sér að olíuhreinsistöð. Allavega heyrðist ekkert í samtökunum þegar samgönguráðherra samfylkingarinnar fór með grófar rangfærslur um væntanleg nátttúruspjöll í Reykhólasveit. En nú eru breyttir tímar - vonandi.

sigrvin (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 02:58

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Orð í tíma töluð.

Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 10:52

12 identicon

Það kom að því að einhver sagði það sem allir eru að hugsa! Ég hef alltaf litið á mig sem mjög traustan kjósanda Sf, enda jafnaðarkona. En það eru takmörk fyrir því hvað maður getur látið bjóða sér! Ég tek undir með fleirum, vonandi fer forusta flokksins að vakna og átta sig á því að hún veður í villu og svíma. Ef það fer ekki að gerast fljótlega þá er ansi ólíklegt að ég geti sett krossinn minn við þennan flokk.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:11

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hún náði mér! Frábær og ekkert að skafa utan af hlutunum :)

Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband