Kommúnistadrullusokkur!

Í október skrifaði ég pistil og velti fyrir mér ástæðu þess hve Íslendingar hafa verið tregir til að mæta á mótmælafundi. Það er sem betur fer að breytast, enda fólk farið að átta sig á lýðræðislegum rétti sínum og skyldu til að taka þátt í mótun samfélagsins. Í pistlinum stóð þetta m.a.: "Á Íslandi hefur umræðunni alltaf verið vandlega stýrt af hagsmunaöflum og réttlætisraddir kaffærðar í mykjuhaugum flokkspólitískra hagsmuna. Ef nokkrar hræður komu saman til að mótmæla valdníðslu voru þær umsvifalaust stimplaðar með því hræðilega orði - kommúnistar! - eða eOpinber starfsmaður ógnar mótmælendum.inhverju þaðan af verra. Múgur, skríll, hyski, pakk og meira að segja lýður, sem upprunalega þýddi í einfaldleika sínum aðeins þjóð eða fólk. Mótmælin á fundi borgarstjórnar í janúar voru kölluð skrílslæti af þeim sem þola ekki lýðræði og tjáningarfrelsi. Tungumálinu var lævíslega beitt til að sverta þá sem vildu umbætur eða mótmæla ranglæti. Hvaða sómakær borgari vildi láta hafa um sig slík orð eða vera hluti af einhverjum ruslaralýð sem var hæddur og fyrirlitinn? Þá var nú betra að hafa hægt um sig, þegja og vona það besta. Halda áfram að strita í sveita síns andlitis og þagga niður í mjóróma röddum hið innra sem kröfðust réttlætis öllum til handa, ekki bara sumum."

Mikill er máttur orðanna og uppnefni ýmiss konar voru ær og kýr heittrúaðra af öllum pólitískum trúarbrögðum á kaldastríðsárunum. Höfum við gengið til góðs, lært eitthvað og þroskast sem þjóð og einstaklingar? Ekki sýnist mér það. Mótmælendur hafa aftur á móti gert uppnefnin að hrósyrðum og verið stoltir af að vera kallaðir t.d. skríll eða kverúlantar. Við getum nefnilega stjórnað því svolítið sjálf hvaða áhrif við látum orðin hafa á okkur og hætt að kippa okkur upp við ónefni og skítkast.

Í Silfrinu, líklega 28. nóvember 2004, spurði Egill Helgason þáverandi þingmann Framsóknarflokksins, Hjálmar Árnason, hvort honum fyndist komaMótmælanda hrint. til greina að taka Ísland af "lista hinna viljugu", þ.e. þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak í mars 2003. Hjálmar svaraði: "Ég segi bara já við því". Þessi fáheyrði atburður, þar sem þingmaður lét í ljós sjálfstæða skoðun sem gekk í berhögg við skoðun flokksins og stjórnarinnar sem hann tilheyrði, varð tilefni umræðna á Alþingi 29. nóvember 2004. Samfylkingarþingmenn fóru mikinn, vildu taka Ísland af listanum og hrósuðu Hjálmari fyrir hugrekkið.

Davíð Oddsson, þá utanríkisráðherra og ennþá formaður Flokksins, bjó þá til nýyrði sem verður lengi í minnum haft - og beindi máli sínu til Samfylkingarinnar: "En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur þess vegna ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta." Þarna átti Davíð við svokallaða "endurhæfingu" í Írak sem enn er í hers höndum í bókstaflegri merkingu, fjórum árum síðar. Nú er Samfylkingin í hers höndum Sjálfstæðisflokks og bíður landsfundar hans til að ákveða hvort reyna á að bjarga því sem bjargað verður hvað efnahag og framtíð þjóðarinnar varðar. Mikill er máttur landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Mér varð hugsað til þessa nýyrðis Davíðs - afturhaldskommatittur (ekki komið í orðabækur ennþá) - þegar ég sá myndband á mbl.is í dag þar sem tveir menn ganga meðal mótmælenda á gamlársdag og ógna þeim, steyta hnefa, hrinda - og kalla þá t.d. kommúnistadrullusokka. Sá eldri heitir Ólafur Klemenzson og er sagður bæði samflokksmaður og starfsmaður Davíðs, hagfræðingur í Svörtuloftum. Sá yngri heitir Guðmundur Klemenzson Mótmælendum ógnaðog er svæfingarlæknir á Landsspítalanum. Hvort þeir eru bræður veit ég ekki. Í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum yrði mönnum í þeirra stöðum sagt umsvifalaust upp opinberu starfi eftir slíka framkomu og þeir ekki taldir verðir þess að vera á framfæri hins opinbera, þ.e. skattgreiðenda. Og þroskastig fólks sem hagar sér svona er varla upp á marga fiska. Þessir félagar vita t.d. ekki frekar en Davíð að kommúnismi er dauður sem slíkur og vinstrisinnaðar stjórnmálahreyfingar hafa mjög blandaða stefnu sem ekki er nokkur leið að flokka undir kommúnisma. En svona getur nú trúarofstæki farið illa með fólk og svipt það heilbrigðri skynsemi, hver svo sem trúarbrögðin eru.

Athygli vekur að mótmælendurnir sem veist er að lyfta ekki litlafingri til að taka á móti og beita engu ofbeldi. Þessa lýsingu eins mótmælandans sá ég í athugasemd á einhverju bloggi: "Svona ykkur að segja var þetta alveg ótrúleg innkoma þessara manna. Þeir gengu þarna um og hrintu og bæði konum (eins og sést á myndbandinu) og öðrum um koll sem á vegi þeirra urðu. Annar reyndi að sparka í liggjandi mann sem var verið að hlúa að og hafði orðið fyrir piparúða. Þá spurði ég hann hvort það væri allt í lagi með kollinn á honum og þá hrinti hann mér ég snéri mér undan og horfði í augun á honum og sagði "Gjörðu svo vel og gefðu mér á kjaftinn ef þér líður betur með það" þá reiddi hann til höggsins (og þar hefur myndavélin náð atvikinu og sést það á stillimyndinni á undan fréttinni). Hann hins vegar hætti við að kýla mig og hrinti þess í stað konunni sem næst var. Svona gengu þeir í gegnum ca. 500 manna hóp mótmælenda og hrintu og ýttu þeim sem fyrir urðu - og í raun er ótrúlegt að þessir hrottar hafi farið í gegnum hópinn án þess að nokkur svo mikið sem ýtti til baka (og það segir e.t.v. hversu mikið mótmælendurnir voru tilbúnir að beita ofbeldi þarna fyrir framan Hótel Borg)." Þetta er sorgleg sjón og skelfileg frásögn. Mikið ofboðslega mega þessir menn skammast sín upp fyrir haus!

Að lokum minni ég á að það er laugardagur og mótmælafundur á Austurvelli klukkan 15. Ung dama, Dagný Dimmblá sem er 8 ára, ætlar að halda þar ræðu. Hún kom að máli við Hörð Torfason eftir síðasta fund og bað um að fá að tala næst. Eftir samráð við foreldra hennar var ákveðið að hún myndi halda tölu á fundinum á morgun og ég hlakka mikið til að heyra hvað hún ætlar að segja. Aðrir ræðumenn verða Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir og Einar Már Guðmundsson. Ég hvet alla til að slást í hópinn með okkur kverúlöntunum, skrílnum, kommúnistadrullusokkunum, afturhaldskommatittunum eða hvaða hrósyrði við veljum okkur sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Kreppan fer hræðilega í fólk jafnvel ég sem var hinn friðsami frjálshyggjumaður er orðinn að illgjörnum komma.  Og fleiri sem ég hef talað við hafa lent í því sama. 

Offari, 3.1.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég mæti á morgun.. sjálfur afturbatakommatitturinn :)

Óskar Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er vel framsett hjá þér Lára, eins og áður.

Ég ætti eiginlega drullast til að mæta á morgun og skammast mín fyrir að hafa ekki gert það enn! Biðst eiginlega afsökunar á því.

Haukur Nikulásson, 3.1.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Afturhalskommatittsflokkur, það er augljóst að ISG ætlar ekki að liggja undir ámæli frá DO aftur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.1.2009 kl. 00:58

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi Ólafur ver sig með því að segja að hann taldi sér hafa verið ógnað. Það sést hér hins vegar að honum stóð engin ógn af konunni sem hann veður að úr fjarlægð og ber í brjóstið. Þetta sér hver maður og er óskaplegt að sjá.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sendi eftirfarandi póst á olafur.klemensson@sedlabanki.is  fyrr í kvöld.  "Ekki líst mér á aðfarir þínar á mótmælafundinum á gamlársdag, þú ert að hnýta í
og hrinda fólkinu sem borgar launin þín."  Ég vona að fleiri sjái sér fært að senda manninum álit sitt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 00:59

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er að lesa komonista ávarpið... Og vil benda á að ... stærstu baráttu mál komonista á 18 öld hafa gengið í gegn.

1.  Menntakerfi fyrir alla

2. Atvinnuleysis og örorkubætur.

3. að fólk fái æskilegan vinnutatíma þurfi ekki að vinna meira en 10 tíma á dag

Þessvegna finnst mér þetta alltaf hálf fyndið þegar fólk er kallað afurhaldskommatittir en gerir sér ekki grein fyrir því að stærstur hluti baráttumála komonismans þykir sjálfsagður í dag. 

Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 01:07

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég á ekki orð....en geri mitt besta til að mæta á morgun.

Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:07

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Nú er mbl.is búið að LOKA á athugasemdir við fréttina af „hvítliðalátum“ Klenenzsona. Spurning hvort marktækir bloggarar einsog þú, Lára Hanna og fl. á blog.is, yfirgefi ekki það svæði og flytji sig yfir á byggilegri eyjar og umræðugrundvelli.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 3.1.2009 kl. 01:13

10 identicon

Er búin að nota þetta sem sjálfshól alla tíð síðan.

Solveig (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:13

11 identicon

Fer þessi maður höndum um peningana frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum? Og á maður að síðan að sofa rólega!

Doddi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:20

12 identicon

Þú ert ótrúlega næm fyrir aðstæðum Lára Hanna og átt gott með að koma orðum að því sem er raunverulega að ske.  Þú hefur líka kjark til verka. Kjark sem skortir "víða" í dag.

Haf þú þökk fyrir það.

Það er alveg ljóst að það er mikil undiralda. Hugleiða má hvort "óbreyttir" starfsmenn hinna ýmissu stofnana og  bankastofnana séu búnir að fá upp í kok af því botnlausa rugli sem er í gangi á sínum vinnustað og séu í raun að hrópa á hjálp.  Mér sýnist það vera að ske núna. Mannskepnan getur aðeins þolað svo mikið. Miðað við þann fjölda; sennilega nokkur þúsundir starfsmanna, þá má tölfræðilega búast við að a.m.k. nokkrir "springi", pakki saman og fari eða byrji að leka upplýsingum og þá byrjar hasarinn fyrst.

efinitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:36.0pt; mso-footer-margin:36.0pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} -->

Ég enda þetta innlit með því að setja inn herská orð Frú Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur ráðherra frá þeim tíma sem hún var að feta sig upp metorðastigann:

28. febrúar 2003 "Ég beygi mig ekki fyrir valdboði og þeir geta barið á mér eins og þeim sýnist. Ég mun ekki hætta að tala [...]. Þeir geta barið á mér og þeir geta barið á Samfylkingunni og það er allt í lagi. Við höfum engu að tapa en allt að vinna og við óttumst ekkert þessa valdherra."

(Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi á Ísafirði 27. febrúar).

Orð Frú Ingibjargar hljóma eins og þær raddir sem berja á stöðugt á húsunum í kringum Austurvöll í dag (bara að skipta út "Samfylkingunni" og "fólkinu í landinu".

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:47

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég nóteraði þetta í dag & sagði öðrum frá, bara ekki einz vel.

Steingrímur Helgason, 3.1.2009 kl. 01:56

14 identicon

þeir sem vilja EKKI borga Icesave reikningana......og

þeir sem vilja EKKI láta börnin okkar í skuldaklafa, vegna 30 manns.....og

þeir sem vilja EKKI láta titla sig hryðjuverkamenn,þegjandi og hljóðalaust....og

þeir sem vilja EKKI hafa stjórana í seðlabankanum áfram.....og

þeir sem vilja EKKI hafa sömu menn í FME áfram.......og

þeir sem vilja EKKI hafa sömu lykilstarfsmenn áfram í bönkunum....og

þeir sem vilja EKKI hafa orðspor Íslands eins og nú er.....og

þeir sem vilja EKKI láta þagga nið´rí sér 

þeir mæta á Austurvöll á morgun !!!

ag (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 02:00

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óla og Gumma eitt sinn hitti,
afturhaldskommaklemmatitti,
undir þeirra makalausa mitti,
miðjumoð og barnalegt snitti.

Þorsteinn Briem, 3.1.2009 kl. 02:21

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Framkoma þessara manna er með ólíkindum svona hegðun er eins og samfélagsleg graftarkýli...hrokinn var slíkur að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Mér varð einhverra hluta vegna hugsað til þess hverskonar manneskjur það eru sem ráðast í störf kúgara og pyntingamanna á stríðstímum......við ættum öll að krefjast þess að þeim yrði sagt upp störfum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.1.2009 kl. 02:23

17 identicon

Það er nauðsynlegt að allir málsmetandi bloggarar sendi athugasemd til forsvarsmanna mbl.is vegna lokunar á bloggtengingu við fréttina þar sem Ólafur svarar fyrir sig: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/02/taldi_ser_ognad/

Það er nauðsynlegt að fá skýr svör um það hvers vegna þessi breyting var gerð á fréttinni. Það eru fjölmörg fordæmi þess að bloggtengingar um svipuð mál hafi verið leyfðar.

Andri (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 02:28

18 identicon

Jæja, svo eru bloggtengingar skyndilega leyfðar á ný. Vonandi var einungis um mistök að ræða.

Andri (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 02:32

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Örn og Guðmundur Kristinn eru synir Klemenz Jónssonar leikstjóra (1920-2002), sem setti meðal annars upp Kardemommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi.

Þorsteinn Briem, 3.1.2009 kl. 02:41

20 identicon

Ég er eiginlega orðlaus á tvennu í þessu sambandi. Að mennirnir voru nógu vitlausir að láta mynda sig við þetta athæfi, verandi þeir sem þeir eru. Að nokkur bloggari skuli stinga upp á heimili annars þeirra sem næsta skotmark grjótkastara.

Svona menn á ekki að beita ofbeldi heldur sýna í réttu ljósi, eins og þú gerir, Lára Hanna.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:01

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

því miður þá lítur málið þannig út að að fyrr en seinna vopnast fólk gegn lögreglunni.

mér dettur fyrst í hug terpentína á sprautubrúsum. lítið mál fyrir mótmælendur að græja það. svo eiga allir kveikjara. svo má ekki gleyma  Molotov frænda

við erum aðeins að sjá upphafið

Brjánn Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 03:07

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Á ekki kveikjara Brjánn, enda vil ég ekki kveikja í neinu eða neinum, nema þá konum auðvitað eins og gyðjunni Láru Hönnu, en nota þá önnur meðul og heilbrigðari til þess!

Carlos Ferrer mælir annars vel hérna.

Og Lára Hanna, mínar innilegustu nýárskveðjur til þín og megi 2009 reynast þér happadrjúgt!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 04:44

23 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er ég viss um Lára Hanna að fyrr verður Þóru Kristínu fréttamanni á mbl.is sagt upp störfum fyrir að birta þetta en þessum kumpánum hjá Seðlabanka og Landspítala. Auðvitað á að segja þeim upp strax hafi þeir ekki rænu á að gera það sjálfir.

Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 06:38

24 identicon

Það er þekkt aðferð, - þeirra sem eru á móti friðsamlegum mótmælum og telja sig hafa hagsmuna að gæta, - að hleypa þeim upp. Það er gert með því að senda inní hópinn einstaklinga sem efna til ófriðar og átaka. Þeir eru líka til sem telja það skyldu sína að taka verkefnið að sér að eigin frumkvæði.

Ef þessir frisömu mótmælendur hefðu ekki verið jafn friðsamir og raunin var, hefði mjög auðveldlega getað komið til slagsmála. Hvernig hefðu þá fréttir fjölmiðlanna (hverjir eiga þá?) litið út?. Það má ímynda sér: Mótmælemdur ráðast á hagfræðing seðlabankans eða Óður skríll slasar svæfingalækni. Hvoru megin skildi samúðin lenda?

Það má búast við meiru af svona löguðu.

sigurvin (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 07:26

25 Smámynd: Víðir Benediktsson

Vesalings mennirnir.

Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 07:29

26 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég var nú bara að klóra mér í vömbinni þegar þetta gerðist. ég skil ekki að enginn hafi gert neitt. ég er ekki ofbeldismaður, en hefði ég verið á staðnum hefði ég hjólað í þá og buffað fíflin. það hefði verið í fyrsta sinn á ævinni sem ég hefði gert slíkt.

enginn gerði slíkt. líður engum þannig nema mér?

Brjánn Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 07:40

27 identicon

Merkilegar samkomur þarna á vellinum.

Sækjast sér um líkir??

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:33

28 identicon

Ég get ekki sæt mig við að Nornabúðin hafa verið fyrir skemmdum eru þetta varð men ónýts kerfis sem koma i viðtöl og verja vitleysuna í ráða mönum ,og mogginn er búinn þeim var nær að henda mér út af blogginu ég sagði þeim að þeir væru búnir og það gekk eftir

ADOLF (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:16

29 identicon

Ja hérna.  Med thví steiktara sem madur hefur séd undanfarid. Hagfrædingur úr Sedlabankanum med hnefann á lofti. 

Er nema von ad allt sé í steik? 

Jóhann (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:35

30 identicon

Ég var einn af þeim sem voru kallaðir kommúnistar á kaldastríðsárunum. Þó ég vissi lítið um hvað kommúnismi var. Ég bara vildi ekki trúa hvaða vitleisu sem var. Var á móti stríðsrekstri og sá ekki hag í því að skríða fyrir Bandaríkjunum. Þessir kaldastríðssinnar, sem voru í meirihluta, "rökstuddu" sinn málstað á svo ótrúlegan hátt að þeir vilja að sjálfsögðu ekki kannast við þann málflutning núna en mér sýnist gömlu kaldastríðssinnarnir séu upp til hópa sama fólkið og er að fordæma mótmælendur núna, en í þetta sinn í minnihluta. Eftir nokkur ár þurfa þeir aftur að fela sig.

Hjálmar Árnason átti kostulegustu setningu sem ég hef heirt frá þingmanni. Það var í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar, að hann sló botninn í Kastljóssþátt eftir miklar kappræður með þessu:"Það á að drífa í að byggja þessar virkjanir og álver svo hægt verði að draga úr mengun á heimsvísu með því að framleiða léttari farartæki"

Framkoma þessara Klemenzsona er með því besta sem hefur gerst til að auka samkennd með mótmælendum. Vonandi fáum við fleiri svona heimsóknir.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:59

31 Smámynd: Hrannar Baldursson

Afar góð samantekt hjá þér, Lára Hanna.

Ofbeldi er ekki vandamálið; heldur afleiðing vandamálsins. (Jim Wallis)

Hrannar Baldursson, 3.1.2009 kl. 12:35

32 identicon

Ég skoðað myndbandið tvívegis af drengjunum tveimur sem veittust að mótmælendum.

Annar, sá eldri réðist á konu.  Það fór lítið fyrir karlmennsku þessa drengs.

Mannleysa.

Hákon Jóhanesson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:16

33 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Mbl.is tekur upp ritskoðun eða hvað?

Tvær greinar á mbl.is þar sem fjallað er um „að tveir menn gengu um meðal mótmælenda og ógnuðu þeim eins og sést í myndskeiði Mbl sjónvarps“ eru núna þannig að ekki er hægt að blogga um fréttirnar og athugasemdir sem var búið að senda eru horfnar út. Skyldi þetta eitthvað hafa með það að gera að annar mannanna Ólafur Klemensson er hagfræðingur í Seðlabankanum. Samstarfsmaður Davíðs og sjálfstæðismaður?

Kom einhver skipun að ofan um tölvubilun á þessar tvær greinar eða notaði bróðir Ólafs sem var með honum þarna og er svæfingalæknir, meðölin sín á blaðamenn? Allavega er hægt aðblogga inn á allar aðrar fréttir mbl.is.

Hér er tenging inn á horfnu athugasemdirnar:

Taldi sér ógnað - mbl.is - athugasemdir horfnar… og komnar aftur inn

Innlent | mbl.is | 2.1.2009 | 20:35 Taldi sér ógnað

Innlent | mbl.is | 2.1.2009 | 16:44 Mótmælendum ógnað á gamlársdag

Þó að það sé svo allt annað mál þá er augljóst að það þarf kosningar í vor. En það er ekki ástæða þess að ég tengi þetta við þessa frétt.

Spurning hvort það sé ekki þörf á útskýringum frá mbl.is?

Ævar Rafn Kjartansson, 3.1.2009 kl. 13:48

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Barnalegt er það blaður,
barna sé orðið hermaður,
þroskað í Ástþóri þvaður,
sem þingmaður ruglaður.

Þorsteinn Briem, 3.1.2009 kl. 16:08

35 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Gaman að þessu með tungumálið og hugtökin. Kommúnismi, hvað er það?

Að vera kommúnisti, hvað er það? svörin verða líklega jafnmörg og þeir sem

svara þessum spurningum. Þórbergur Þórðarson, George Bernard Shaw og

Halldór Kiljan Laxness kölluðu sig allir kommúnista um tíma. Þó að Hitler hefði

stundað jóga væri jóga ekkert verra fyrir vikið í dag. Maó var enginn kommúnisti

samkvæmt Hagfræðingnum Karli Marx og félaga hans stjórnmálaheimspekinginum

Friedrich Engels. Kommúnískustu ríki heims í dag eru norðurlöndin, Noregur, Svíþjóð

Danmörk og Finnland. Veit ekki hvort Ísland á heima í þessari upptalningu.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 3.1.2009 kl. 17:01

36 identicon

Situr ekki Ólafur Klem. í framkvæmdastjórn Neytendasamtakanna?  Ekki mjög neytendavænn gaur á að sjá.

Þórdís (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:55

37 Smámynd: Sævar Helgason

Erum við virkilega að greiða þessum ofbeldismönnum laun-sem á myndbandinu eru að berja og hrinda fólki sem er þarna við friðsamleg mótmæli ?  Og annar þeirra hagfræðingur í Seðlabankanum- það finnst mér trúlegt - jafn svakalega og sú stofnun hefur farið með þjóðina... fúskarar.  Og þetta eru Sjálfstæðismenn- sómi hans og skjöldur... þá vitum við það  Ofbeldisíhaldstittir- ef titti skyldi kalla- ofbeldismenn sem berja saklausar konur.    Gott að fá þá á myndi við iðju sína.

Sævar Helgason, 3.1.2009 kl. 18:05

38 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Lára Hanna

Framganga þessara bræðra er ekkert til þess að heillast af. Hins vegar er þetta ekki gróft ofbeldi, enginn meiðist, og engar eigur eru skemmdar. Við þessi mótmæli gengu hins vegar nokkrir einstaklingar talsvert lengra. Þeir brutust inn í Hótel Borg. Þeir réðust inn þar sem starfsmenn Hótel Borgar og Stöðvar 2 voru að  vinna, og þeir veittust að þessum starfsmönnum. Þá fékk einn lögreglumaður stein í andlitið og að fréttum að dæma brotnaði hann. Er þetta nokkuð sem við eigum að sætta okkur við.

Nú mótmæli ég eins og margir aðrir, en ég spyr hvar eru þau mörk sem við teljum að mótmælendur eigi að halda sér innan.

1. Að mótmæla án þess að slasa neinn, eða skemma eigur annarra.  

2. Að einhver stórslasist í mótmælunum.

3. Að einhver deyi í mótmælunum.

Ég hef á tilfinningunni að margir telji það mun alvarlegra að einhverjir mótmælendur séu kallaðir ,,kommúnistaaumingjar" heldur en að einhverjir starfsmenn verði fyrir líkamlegum meiðslum.

Mótmælum á líka að fylgja ábyrgð. Ef við gagnrýnum stjórnvöld fyrir dómgreindarskort, er a.m.k. æskilegt að við nýtum dómgreind okkar. Ef við förum fram á að vera sýnd sanngirni, verðum við að sýna  sanngirni. Ef við förum fram á réttlæti, verðum við að sýna réttlæti. Ef við óskum eftir auknu lýðræði, verðum við að þekkja þau vinnubrögð sem lýðræðið byggir á og virða að aðrir geti haft að hluta til eða öllu leiti aðrar skoðanir en við höfum sjálf. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæm.  

Sigurður Þorsteinsson, 3.1.2009 kl. 18:10

39 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jahérna.....var fyrst núna að skoða þetta.

Þeir gerðu  greinilega sitt besta til að hleypa öllu upp. Hefði lögregla ekki átt að fjarlægja þá

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 19:33

40 identicon

Á myndbandinu sem tekið er í anddyrirnu á hótel borg, þá byrjar einn lögregluþjónninn á að öskra: "Drullið ykkur út". Lögreglumaður sem hagar sér svona ófagmannlega, ögrar fólki með svona dónalegu ávarpi, er greinilega ekki hæfur í starfið. Í ljósi þess að í lögregluna veljast aðeins um 15% af umsækjendum, að meðaltali, þá sýnir þetta að ekki er farið eftir hæfni, heldur virðist sem yfirvöld löggæslumála séu ennþá í því gamla fari að vilja hafa flokksholla sjálfstæðismenn í lögreglunni. Það er mikilvægt að hreinsa til í þessum málum ef ekki á illa að fara.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:44

41 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ef nokkrar hræður komu saman til að mótmæla valdníðslu voru þær umsvifalaust stimplaðar með því hræðilega orði - kommúnistar! - eða e Opinber starfsmaður ógnar mótmælendum. inhverju þaðan af verra. Múgur, skríll, hyski, pakk og meira að segja lýður, sem upprunalega þýddi í einfaldleika sínum aðeins þjóð eða fólk.

Þessi asnalegi karl átti ekki að fylgja með þessum texta, en hann er nú þarna samt, eins og fleiri sem hanga á embættunum sínum eins og kjaftur á þóftu. En það sem ég ætlaði að segja með hjálp fyrstu orðanna í textanum er að líklega erum við íslendingar, loksins að læra að mótmæla, við erum nefnilega að gera rétt og standa með okkur sjálfum, ekki hinum sem verma stólana en ættu að hypja sig.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:14

42 identicon

Í framkvæmdastjórn Neitendasamtakanna, sem ég hef verið félagsmaður í tæp 20 ár, situr: Ólafur Klemensson (skrifað svona en ekki Klemenzson) Það væri gott að fá það á hreint hvort að það sé sami maðurinn. Ef það er þessi náungi sem er í framkvæmdastjórn Neytendasamtakanna, þá er það dropinn sem fyllir mælinn og ég segi mig úr þeim samtökum strax.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:55

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Húnbogi. Sami strumpur á báðum stöðum. Netfang hans í Seðlabankanum er  olafur.klemensson@sedlabanki.is

Þorsteinn Briem, 3.1.2009 kl. 22:15

44 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Húnbogi, það segi ég með þér! Ættum öll að fylkjast úr Neytendasamtökunum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:18

45 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er algjörlega miður mín!  Ég sem hélt að þetta væru sómakærir menn, sem ekki höguðu sér eins og örgustu fasistar.   En þetta er námkvælega aðferðin sem þeir beita "unnendur einræðis" sem koma vilja óorði á andstæðinga sína í trúnni. 

Ég minnist þess þegar ég var að leika Soffíu frænku í Kardimommubænum sem Klemens heitinn leikstýrði og Guðrún móðir þessarra manna var í hópsenum ásamt langyngsta barni sínu, syninum Guðmundi, sem þarna sést á myndbandinu. - Guðmundur var afskaplega kotroskinn strákur, og stærði sig mikið af sínum stóra bróður sem var töluvert mikið eldri en hann,  sjálfum Ólafi Klemenssyni, - mér er m.a. mjög minnisstætt þegar hann var að segja að hann ætlaði að verða nasisti eins og stóri bróðir þegar hann yrði stór, og svo lýsti hann hvað stóri bróðir væri flottur í búningnum sínum. - Þetta rifjaðist nú bara upp þegar ég horfði á myndbandið, þá varð mér hugsað til þess sem litli snáðinn sagði frá forðum, og hvað stóri bróðir hefur innrætt litla bróður alveg sömu takta, eins og sá litli lýsti með aðdáun svo vel forðum. -   Dapurlegt verð ég að segja. En fasisminn er enn í heiðri hafður hér á landi sem annarsstaðar. - Hann hefur bara ekki náðst á myndband fyrr.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:17

46 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyrt hef ég það fyrir satt að Ólafur klemenz sé með hakakrossinn á vinstri handlegg..

Óskar Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 23:23

47 Smámynd: Ingibjörg SoS

Á ekki til orð, bara bullandi tilfinningar, og hugleiðingar í heila sem er að melta. Heilmikill lærdómur hér um landa mína. Margt sagt hér sem er mjög svo áhugavert og viti borið. Takk!

Hjartans þakkir til þín enn og aftur, Lára Hanna

Ingibjörg SoS, 4.1.2009 kl. 02:15

48 identicon

Kæra Lára Hanna. Sjaldan hafa orð virkað jafn öfugt og orð Davíðs  "afturhaldskommatitturi" og átti þar aðeins við fólk í Samfylkingunni. Félagi þar útbjó barmmerki með orðunum "Ég er afturhaldskommatittur".  Barmmerkin gengu út fljótt og ég sá gamla eðalkrata með uppruna úr Alþýðuflokknum ganga stoltir með þetta merki. Þingmenn gengu með það líka. Mér var eitt sinn boðið í samkvæmi þar sem Davíðssinnar voru fjölmennir og gestgjafi bað mig næstum með grátstaf í kverkunum að taka merkið niður sem ég gerði af einskærri kurteisi.

En mikið öfundaði margt VG-fólk mig af þessu merki. Ég held ég hafi gefið ágætum kunningjum mínum í þeim flokki bæði merkin mín og báru þeir auðvitað merkion með stolti!

En úr því að ég er kominn hingað inn, ætla ég aðeins að ræða um hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um breytingar á stjórnskipun landsins 1983. Þú minnist eitthvað á þær í einhverju bloggi og sumir, sem krafist hafa betra lýðræðis hér á landi, hafa aðspurðir um meiningu sína bent á hugmyndir Vilmundar í þessum efnum. En þær eru nánast endurútgáfa bandaríska alríkiskerfisins. Forsætisráðherra skal kosinn beinni kosningu af þjóðinni og hann útnefnir ráðherra en þing hefur rétt á því að athuga hjörtu og nýru hvers þeirra  en hefur engan tilnefningarrétt í þessum efnum. Sem sagt aukin þríkskiptng ríkisvaldsins .

Ég ætla ekki að ræða þessar hugmyndir hér en vil aðeins benda á hve þung í vöfum stjórnarskrárbreytig er. Þing samþykkir slíka breytingu. En hún býður samþykkis annars kjörins þings. Sem sagt tvö þing, með kosningum á milli, þyrtfu að samþykkja slíka breytingu. Þetta er sem sagt engin skyndilausn. 

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:49

49 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Á Gumma og Óla ættu

allir að vara sig.

Glöggt að því maður gættu

og gakktu við þá á svig,

þeir illindi yðka þrátt.

Andskotann helst þeir hylla

heilsu og lífi spilla,

manna á margan hátt...

Ólafur Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 04:07

50 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hér í Svíþjóð er afar líklegt að opinber starfsmaður í tiltölulega hárri stöðu eins og mér skilst að "vindlingahnefaleikamaðurinn" sé yrði rekinn út starfi fyrir slíka framkomu.

Það lýtur einna helst út fyrir að maðurinn og kumpánar hans séu drukknir. Ég hefði nú líklega ekki staðist mátið og rifið útúr honum vindlinginn hefði ég verið á staðnum.

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.1.2009 kl. 12:03

51 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Stóri Klemmi með vindilinn lýtur út eins og Tóti Svarti þegar hann var uppá sitt "besta" fyrir utan Þórskaffi á sjöunda áratugnum og barði mann og annan.

Litli Klemmi er víst svæfingalæknir, ef það er satt sem slúðrað er á blogginu. Kannski valdi hann þá grein til að sleppa við mannleg samskipti? Af myndbandinu að dæma þyrfti hann svo sannarlega að fara á námskeið í þeim fræðum.

Þetta er auðvita afar sorglegt að sjá en líka sprenghlægilegt.

Ég verð illa svikinn ef Spaugstofan gerir sér ekki hátíðarmat úr þessu.

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.1.2009 kl. 13:32

52 identicon

Get ekki hugsað mér að vera í samtökum þar sem þessi maður situr í stjórn. Ætla að segja upp aðild minni í Neytendasamtökunum á morgun. Geng í þau aftur ef hann hættir.

Solveig (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:30

53 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hefur viðkomandi Svæfingalæknir ekki fengið áminningu hjá forstjóra sjúkrahúss allra landsmanna?

það þarf svo sem ekkert að reka hann fyrir fyrsta brot á almennu siðgæði. en ef viðkomandi verður uppvís að ofbeldi aftur myndi ég ekki vilja láta hann vinna viðkvæm störf í þágu frænda minna og vina íslendinga.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2009 kl. 16:11

54 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú mættir nú nota þetta tjáskiptaform meira, Ólafur minn Gunnarsson.

Árni Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 19:47

55 identicon

Lára Hanna þessi samantekt er flott hjá þér..

Jón Sig. (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:09

56 Smámynd: Hundur í manni...

Mikill anskoti.

En það er náttúrulega bara mín persónulega skoðun.

Hundur í manni..., 6.1.2009 kl. 10:01

57 identicon

Ég þekki annan þessra Klemenssona. Hann er mjög dagfarsprúður maður og enginn stuðningsmaður Davíðs. Hann er að vísu í Sjálfstæðisflokknum en er alls enginn ofstækismaður.

Ég tel mjög sennilegt að þeir bræður hafi verið eitthvað undir áhrifum áfengis. En hvers vegna er fólk sem telur allar gerðir mótmæla vera til góðs, svona viðkvæmt fyrir smáskotum þeirra Klemenssona. Hafa þeir ekki líka rétt á því "að fríka" eitthvað út?

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband