Silfrið að hætti klappstýrunnar

Ég fékk skemmtilegan tölvupóst um daginn með slóð að vefsetrinu www.málefnin.com sem ég þekki ekkert. Í einni umræðunni þar var verið að gagnrýna okkur Egil bæði og ég var kölluð helsta klappstýra Egils Helgasonar sem samviskusamlega klippti þættina hans í neytendavænar umbúðir. Af ummælunum mátti helst skilja að hvorugt okkar hefði neitt markvert til málanna að leggja og ætla mætti að í höfðum okkar bærðist engin gagnrýn hugsun. Þetta má allt lesa hér. Höfundur skrifar undir dulnefni.

En með tölvupóstinum fylgdu nokkuð greinargóðar leiðbeiningar fyrir klappstýrur, s.s. um nauðsynlegt líkamlegt atgervi og æskilegan klæðaburð. Samkvæmt því ætti ég að sitja nýböðuð og ilmandi, íklædd glansandi stuttpilsi og aðskorinni, fleginni íþróttatreyju einhvers konar, förðuð og fín við að taka upp og klippa Silfur Egils. Ég gef ekki upp hvort ég fór eftir leiðbeiningunum, en hér er Silfrið í "neytendavænum umbúðum". Að þessu sinni bærist engin hugsun í höfði mér, hvorki gagnrýnin né annars konar, enda sárlasin.

Vettvangur dagsins 1 - Björg Eva Erlendsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Jakobína Ólafsdóttir, Hörður Torfason

 

Vettvangur dagsins 2 - Vilhjálmur Bjarnason, Þórður B. Sveinbjörnsson, Herbert Sveinbjörnsson


Torben Friðriksson, fyrrverandi ríkisbókari

 

Einar Baldursson, sálfræðingur

 

Njörður P. Njarðvík, prófessor (sjá grein hér)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Nú hlustar enginn á "kerlinga"kórinn

sem kyrjar sitt eymdarlag

og mokar veikburða málefnaflórinn

í mykjunni sérhvern dag.

Áfram, Lára Hanna!!

Gísli Ásgeirsson, 11.1.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

allt er leyfilegt í stríði og ástum stendur einhverstaðar.. það er greinilegt að þú ert farinn að koma við kaunin einhverstaðar Lára

Óskar Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ef þú ert farin að koma við kaunin á einhverjum nafnleysingjanum á Málefni.com, merkir það einungis þú ert heldur betur farin að pirra einhverja á "valdapóstunum"

Silfrið var gott í dag

Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 16:32

4 identicon

Ef þú ert farin að pirra hulduher skrímsladeildarinnar, ertu á réttri braut.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 16:43

5 identicon

Mér fannst og finnst Silfrið ekki gott, eða öllu heldur stjónarndinn. Sem kom upp um sig strax í byrjun þegar að rétt hleypti Herði að eiginlega bara til að hnikkja á því að mótmælin virka ekki, Egill Helgasson er langt frá því að vera hlutlaus og er að verja hagsmuni vinnu veitanda síns Ríkisins.

Njörður P Njarðvík var góður og skemmtilegar pælingar þar. 

Þessi þáttur er genginn sér til húðar.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 16:51

6 identicon

Ég er mest ánægður að Egill er að taka í þáttinn til sín gott og heiðarlegt fólk og hættur að taka pólitíkusuna til sín.  Er mjög minnistættt þegar Svanhildur og Dagur komu í þáttinn til hans rétt eftir hrunið.  Þetta var svo súrelísk stund því að froðusnakkið sem þau buðu upp á var það sama og fyrir hrun og gjörsamlega úr takt við tíðarandinn.  Minnir að Sigmundur Davíð hafi verið þarna líka og sett ofan í við þau - man ekki eftir að hafa séð Dag og Svanhildi í þættinum síðan og langar ekki að sjá þau því þau hafa ekkert til málanna að leggja nema áralangar æfingar og útúrsnúninga í ræðumennsku.

Jóhann (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:05

7 identicon

Malefnin.com er alger sorapyttur, þar sem nafnleysingjar ganga um rægjandi mann og annan í skjóli leyndarinnar.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:06

8 Smámynd: Heidi Strand

Silfrið var frábært.!

Ertu með flensunna Lára Hanna?

Heidi Strand, 11.1.2009 kl. 17:12

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Áfram Lára, þú ert mjög góð, láttu ekki svona nafnlausa eymingja trufla þig. Egill var góður að vanda.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.1.2009 kl. 17:13

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæl Lára

Takk fyrir að pósta Silfrið, ég sit hér ásamt föður mínum í Bandaríkjunum og við ætluðum að horfa á þetta á ruv.is en ekkert gerðist. Spjallið hans Egils benti okkur svo hingað þar sem við njótum þáttarins.

Kærar þakkir

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.1.2009 kl. 17:20

11 identicon

Ég sýni stuðning í verki og sit því nýbaðaður, ilmandi, íklæddur glansandi stuttpilsi og aðskorinni og fleginni íþróttatreyju og horfi á klippurnar. 

Að sjálfsögðu farðaður og fínn.

Innra með mér bærast alveg nýjar tilfinningar; hættulega góðar  

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:28

12 Smámynd: Eyþór Árnason

Láttu þér batna Lára mín.

Eyþór Árnason, 11.1.2009 kl. 17:30

13 identicon

Sæl Hanna Lára þáttur Egils var frábær í dag og rúsínan í pylsuendanum var auðvitað Njörður með hugmyndir sem mér hugnast mjög vel. Nú er allt þetta frábæra fólk að koma með hugmyndir um hvað við getum gert og nógur er mannauðurinn. Það er viss léttir að hlusta og eygja von. Takk fyrir frábær blogg.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:52

14 identicon

Fyrirgefðu Lára Hanna átti það að vera

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:54

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góðan bata Lára Hanna, mér finnst vænt um að þú skulir vera til. Bestu þakkir,

Eva Benjamínsdóttir, 11.1.2009 kl. 18:14

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Njörður P. Njarðvík var maður dagsins - hugmynd hans og fleiri um að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi er fyrsta ferska hugsunin sem hefur komið inn í sorgar- og reiðiandrúmsloftið í samfélagi okkar lengi.

Ég hef lengi gælt við þessa hugmynd, en ekki náð að orða hana jafn vel og Njörður gerði í dag. Skrifaði þó færslu um málið í dag - sárlasin eins og þú kæra Lára Hanna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.1.2009 kl. 18:33

17 identicon

En talandi um klappstýrur, hvar eru stéttarfélögin?

Þau sem eiga að peppa mannskapinn upp.

Hvar eru fánar stéttarfélaganna sem eiga að sjást á Austurvelli en ekki að rykfalla inni á skrifstofum á milli 1.mai.

Sumir stéttafélagsformenn gleyma peppinu í kosningarbaráttu um " valdasæti" fyrir sjálfa sig.

Hildur (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 19:01

18 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel gert að birta þetta!  Takk fyrir það!  Sigrún og Heidi bentu mér á síðuna þína.  Ég hallast að UTANÞINGSSTJÓRN Í TVÖ ÁR!   Síðan getum við rætt endurnýjun stjórnmálaflokka og stjórnmálaafls í landinu og endurreisn lýðræðis.   Á Íslandi ríkir oligarki.  Ekki lýðræði. 

Nýtt nafn Íslands í stað "Lýðveldisins Íslands" hefur orðið "Óligarkíð Ísland ehf."

Baldur Gautur Baldursson, 11.1.2009 kl. 19:09

19 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

 Já ég held að þú sért bara svo frábær í að dreyfa upplýsingum og efla umræðu að sumir séu hræddir og farnir að gelta

Frábært að sjá Njörð í góðu formi 

svar við hans hugmyndum á þessum link:

http://tryggvigunnarhansen.blog.is/blog/tryggvigunnarhansen/entry/768619/

og umfjöllun um hugmyndir Njarðar P Njarðvík um grundvallarbreytingar á stjórnarskránni... já hana þarf að skrifa uppá nýtt sgaði hann og um það erum við sammála 

Tryggvi Gunnar Hansen, 11.1.2009 kl. 19:42

20 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Að gefnu tilefni vil ég nefna að ég tók þessi ummæli í málefnunum.com hreint ekki nærri mér. Mér fannst þau bara fyndin og tölvupósturinn sem vísaði mér á þau ennþá fyndnari. Ég þekki ekki þetta vefsvæði þótt það sé víst búið að vera til í allmörg ár, en ef þetta þýðir að verið sé að koma við einhver kaun þá er það bara hið besta mál.

Ég veit ekki hvort ég er með flensuna, Heidi... það kemur í ljós. Ég hef ekki miklar áhyggjur, þetta er bara svo leiðinlegt.

Spurning hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af Baldri og nýjum, hættulega góðum tilfinningum hans í klappstýrubúningnum... 

Mér finnst líka vert að geta þess að umfjöllunarefni Njarðar í Silfrinu er ekkert nýtt. Hér er t.d. grein frá í nóvember sl. um stofnun nýs lýðveldis og dæmi tekin frá Frakklandi og Bandaríkjunum.

Hugmyndirnar sem Njörður nefndi um aðgreiningu valds, þ.e. löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, eru beint upp úr hugmyndafræði Vilmundar Gylfasonar og Bandalags jafnaðarmanna - sjá hér. Mjög góðar hugmyndir allt saman, framkvæmanlegar og Njörður gerði þeim afar góð skil.

En það nægir ekki að tala og skrifa bara um hlutina - það er tímabært að framkvæma þá.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.1.2009 kl. 20:06

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég gældi smá við tilhugsunina um klappstýrubúningin.. með þig í honum 

Óskar Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 20:39

22 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góðan bata

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2009 kl. 20:45

23 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sá ekki Silfrið í dag, en er búin að horfa á Njörð og mér finnst að nú sé kominn grundvöllur til að stofna hóp/samtök utanum það sem er að mínu mati mergurinn málsins.

Okkur vantar skilmerkilegar og skilvirkar breytingar á vali okkar á þeim sem fara með stjórn landsins. Það tel ég vera mál sem muni svara kröfum margra gangrýnenda vel. Það er jú að stórum hluta stjórnkerfið sem hefur valdið þessum miklu afskiptum stjórnvalda af atvinnu og fjármálakerfi landsins.

Þetta mál þarf að skoða af fullri alvöru og beina kröftum þess hóps/samtaka að þessu máli eingöngu. Hvotr niðurstaðan verður það sem Njörður var að tala um í dag er ekki það sem ákveðið verður hér og nú. En breyting í þessaveru er það sem okkur vantar og það klárlega. Það geta svo aðrir einbeytt sér að öðrum málaflokkum, það er af nógu að taka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2009 kl. 21:21

24 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tek undir hvert orð Hólmfríðar......það sem Njörður talar um er málið!!! Þetta er eitthvað sem íslendingar sem þjóð geta sameinast um og tekið höndum saman og stefnt að sem tærri framtíðarsýn. En það er það sem okkur sárvantar svo núna. Nýja sterka vision sem við getum öll tekið þátt í og verið sammála um. Nema kannski nokkrir forpokaðir flokkspólitíkusar sem elska gamla kerfið sín vegna og r´ðamenn sem vilja viðhalda kerfinu..líka sín vegna og vina sinna. En við hin...við vitum hvert skal stefna!!

Og elsku Lára Hanna mín, bestu batakveðjur til þín og enn og aftur takk, takk og takk!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 21:33

25 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Byltingin ER handan við hornið og alveg einsog alkanum, sem vill ná bata, þá er honum ráðlagt að fara á 90 fundi á jafnmörgum dögum. Nú eru 90 dagarnir liðnir og álíka margir fundir svo nú skal hefjast handa. Það er fárveikt fólk, sem hangir á völdunum og firring þess og ótti er alger. Þetta veika fólk þarf að víkja strax.

Það eru vissulega skær ljós, sem skína í myrkrinu þar sem eru réttsýnar manneskjur einsog Njörðu P. og Páll Skúlason og svo margir, margir aðrir, fólk, sem hefur haldið sig til hlés en stígur nú fram hvert af öðru og ber réttlætinu vitni. Og einsog maðurinn sagði: Lífið er framkvæmdaprógram.

Og Hanna Lára, af því þú ert „ómissandi“, þá skelltu í þig vallhumalstei með rifnum hvítlauk og engifer og nóg af því...:)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.1.2009 kl. 21:45

26 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það kann að hljóma væmið eða yfir strikið að opinbera þá skoðun mína hér að mér finnst þú stórkostleg manneskja, Lára Hanna! Auðvitað er þetta bull af málefni.com svo litað af afbrýðissemi og minnimáttakennd að það er ekkert mark á henni takandi. Það er þó vissulega hægt að hlægja að henni

Vona að þú náir lumbrunni úr þér fljótt og vel!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2009 kl. 00:38

27 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég styð þessar hugmyndir um "nýtt lýðveldi". Vandamálið er bara hvað mörg önnur brýn mál bíða úrlausnar. Eiginlega hugnast mér best að gera þetta með hraði og skipa strax vandaðan hóp kunnáttufólks til að útfæra nauðsynlegar breytingar. Egill Jóhannsson er hér með ágæta útfærsluleið. Bjóða þyrfti upp á einfaldar og nauðsynlegar endurbætur á kosningakerfinu og stjórnarskránni, svo snjallar að jafnvel innvígt fólk í flokkunum myndi styðja þær. Vandamálið er bara að koma h******* stjórninni frá völdum!

Sigurður Hrellir, 12.1.2009 kl. 00:51

28 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála Sigurður! Það verður að byrja að koma hel..... ríkisstjórninni frá svo það sé hægt að hefja uppbyggingarstarfið!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2009 kl. 00:56

29 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er fylgjandi þessum hugmyndum um "Nýtt lýðveldi"  Það þarf að hafa hraðar hendur að móta það hvernig þetta verður gert. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2009 kl. 01:43

30 identicon

Kæra Lára Hanna. það fer ekki milli mála að þú ert góð klappstýra! Ég nota að vísu ekki úrkippurnar þínar til að hlusta á Silfrið hans Egils okkar en sennilega þurfa nokkuð margir á slíku að halda. Og Silfrið var óvenju gott þessu sinni.

En auðvitað er ég að skrifa þetta til að vekja athygli á viðbrögðum mínum við þættinum, hann finnst á vefsíðu Egils undur sama nafni og þátturinn. send inn kl. 2.31 áðan. Athugasemd nr. 56 en því miður merkir Egill ekki athugasemdir sínar eins og þú.

Annað erindi mitt er að mótmæla ummælum Ólínu Þorvarðardóttur hér að framan. Mér fannst framlag Njarðar vera lélagasti parturinn af annars góðum þætti. Þetta er allt vel rökstutt í ummælum mínum, síðasta hlutanum, á vef Egils.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 02:56

31 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Njörður var góður og sálfræðingurinn Einar andskoti beittur, umhugsunarvert það sem hann sagði allt saman.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.1.2009 kl. 03:22

32 identicon

 Sæl  - vil byrja á að hrósa þér fyrir bloggblaðið þitt.  Alveg frábært.

Njörður er og hefur verið góður í gegnum um tíðina að gagnrýna kerfið á Íslandi.   Fannst eins og ég hafi heyrt þetta samtal áður í einhvert skiptið sem þingmenn ætluðu að hisja upp um sig buxurnar og gera stjórnaskrá.   Þeim liður best buxnalausum enn ekki komin stjórnarskrá 1918 eða annað tækifæri  1944.

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband