Fréttir og Silfur dagsins

Stórfréttir dynja á okkur svo ört að maður hefur ekki við að fylgjast með og skrásetja. Báðar sjónvarpsstöðvarnar með aukafréttatíma í hádeginu og svo Silfrið í beinu framhaldi. Nú bíðum við kvöldfrétta og viljum meira því þetta er ekki nóg - rétt blábyrjunin. Seðlabankinn, sem hélt árshátíð í gærkvöldi (á okkar kostnað?) hlýtur að fylgja í kjölfarið. Og ég skil ekki af hverju á að hafa Jónas Fr. til 1. mars í FME. Veit það einhver? En hér eru atburðir dagsins.

Fréttir Stöðvar 2 klukkan 12

 

Fréttir RÚV klukkan 12 (vantar aftan á netútgáfuna)

 

Silfrið

Vettvangur dagsins 1 - Benedikt, Pétur, Ari og Jónína

 

Vettvangur dagsins 2 - Einar Steingrímsson og Friðrik Erlingsson

 

Gylfi Magnússon

 

Herdís Þorgeirsdóttir

 

Vilhjálmur Bjarnason (halaklipptur - RÚV lagar vonandi)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf væntanlega aðra stjórn í Fjármálaeftirlitið og það er þeirrar stjórnar að ráða nýjan forstjóra FME.

Græna loppan (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:14

2 identicon

Landráð! segir Vilhjálmur og talar kjarnyrta íslensku.

Bjóða Vilhjálmi forstjórastólinn hjá FME. Hann er hvort eð er búin að vinna alla vinnuna hans Jónasar svefngengils frá bankahruninu.

hp (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

það hefur ekki verið hægt að fá samband við Jónas Fr. í dag.... Hefur verið á "lokuðum" fundi.....

Nú þarf hann að plotta og eyða í hvelli. Það heyrist urr í pappírstæturum...

Helvítis lydduskapur er þetta ! því er hann ekki látinn tæma skrifbor sitt strax ?... undir eftirliti.

Börkur Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 19:11

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Eftirliti Fjármálaeftirlitsins Börkur ?

hilmar jónsson, 25.1.2009 kl. 21:34

5 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Burt með gengið úr seðlabankanum!!

Aldís Gunnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 21:39

6 identicon

Sæl, Lára Hanna.

 Hvað finnst þér þá um að Jónas blessaður fái 20,4 milljónir á 12 ánuðum í starfslokasamning? http://visir.is/article/20090125/FRETTIR01/417451960

Er það ekki akkúrat þetta sem við viljum ekki lengur hér á Íslandi?

Ég ætla að vona að þetta sé rangt.  En einhvern vegin held ég að svo sé ekki.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:52

7 Smámynd: hvutti

Mjög gott Silfur Dagsins. Eitt af því mikilvægasta er að vinna burtu klíkuskap, þessa furðulega sterku FLOKKApólitík og að þingmenn séu félagar og trúnir hverjum öðrum og FLOKKNUM sem virðist vera mikilvægari á 'Islandi en að vinna fyrir þjóðina. Þetta kallast Maffia í sumum löndum.

Það er alveg magnaður boðskapur sem kom fram um að stokka upp hvernig við "Ráðum" stjórnmálamenn til starfa.

Að núna höfum við tækifæri ! Ekki láta það sleppa úr greipum, því annars, þegar kosningabaráttan fer í gang verður sama gamla vælið um flokka og ráðherra hingað og þangað. því allir eru svo vanir við það.

EKKI TAPA FOKUS því að "viðskiptajöðrarnir" sem nauðgað þjóðinni og mjólkað öll auðindi í fleiri ár eiga sko vini á flestum góðum stöðum á 'Islandi.... ennþá.....

baráttukveðjur frá svíden

hvutti, 25.1.2009 kl. 23:22

8 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Lára Hanna, ég skora á þig að bjóða þig fram í næstu kosningum. Ég veit ég er ekki einn um þessa skoðun, það er hópur fólks í þjóðfélaginu sem tekur undir með mér og er tilbúið að fylkjast um þig.

Baráttukveðjur Jökull

Þráinn Jökull Elísson, 25.1.2009 kl. 23:32

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Not a bad choice, if i may say so.

hilmar jónsson, 25.1.2009 kl. 23:43

10 identicon

þetta var flott Silfur... þó fékk ég kjánahroll þegar Jónína sagði:Við framsóknarmenn... hahahaha hún tlur sig vera búin að soga allan skít úr þeim kamri, yea rite :)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 23:45

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góður drengur Jónas efast ekki um það og mér þætti leitt að hann er að missa vinnuna ef ekki væri fyrir að hann er að fá tíföld árslaun verkamanns fyrir að skrýða úr fylgsni sínu.

Ég hef meiri áhyggjur af öðrum sem fá ekki tuttugu milljónir fyrir að gera ekki neitt fyrir ríkið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 00:45

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

skríða

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 02:34

13 identicon

Ég bara vil spyrja að tvennu:

Hvar er Ólafur Ragnar, þessi þarna sem á að heita forseti Íslands?

Hefur hann ekki eitthvað vald?

Bara að velta þessu fyrir mér.

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband