Kjölfestubandalagið

Í Mogganum í dag, sunnudag, birtist loks ný grein eftir Einar Má Guðmundsson sem hann kallar Kjölfestubandalagið. Einar Már hefur látið okkur bíða í tæpan mánuð eftir nýrri grein, sú síðasta birtist 25. janúar. En greinarnar hans eru þess virði að bíða eftir þeim. Fleiri greinar eftir Einar Má eru hérKjölfestubandalagið - smellið þar til læsileg stærð fæst.

Kjölfestubandalagið - Einar Már - Moggi 22.2.09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er snilldargrein hjá honum Einari Má.  Takk fyrir að birta hana hjá þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.2.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Skarpi

Þetta er besta grein Einars til þessa, lang beitust. Takk fyrir að gera okkur, sem ekki fáum moggann kleyft að lesa hana. Einar Már lengi lifi - enginn rithöfundur annar hefur, einsog íþróttafréttamennirnir segja, hefur stigið fram sem hann. Og aftur, þessi grein er sú besta hingað til, beitt og snjöll. Ég hlakka raunar til að einhver reyni að hrekja hana, svo rétt er hún í sínum einfalda stíl. Þetta er einfalt mál oní okkur, almenning. Fari hún sem víðast.

Skarpi, 22.2.2009 kl. 02:35

3 Smámynd: Skarpi

Réttar: Þetta er besta grein Einars Más til þessa, lang beittust. Takk fyrir að gera okkur, sem ekki fáum Moggann, kleyft að lesa hana. Einar lengi lifi! Enginn rithöfundur annar heufr tekið sig til einsog hann og kveikt elda, hann er sérlegur fulltrúi manns í bardaganum. Og aftur, þessi grein er sú besta hingað til, beitt og snjöll. Ég hlakka raunar til að einhver reyni að hrekja hana, ákalla AMX til þess, svo rétt er hún og auðveld skilnings, Fari grein þessi sem víðast.

Skarpi, 22.2.2009 kl. 02:39

4 identicon

Einar Már ber líka ábyrgð á umræðunni Skyldi Einari Má Guðmundssyni ekki hafa brugðið þegar hann sá hvaða textabútur úr þessari grein hans um aðdraganda fjármálahrunsins rataði á forsíðu Sunnudagsmoggans sem uppsláttur? Eftir að hafa rakið þá hugmyndafræði einkavinavæðingar og samkrulls viðskiptablokka og stjórnmálahreyfinga, sem einkenndi áratuga valdatíð eins flokks og birtist einna skýrast við einkavæðingu bankanna, sendir hann jafnaðarfólki tóninn fyrir að bera ábyrgð á umræðunni. Þegar við stöndum í rústunum og verkefnið er að byggja upp samfélag jafnaðar og réttlætis er merkilegt ef umræðan ætti að snúast um umræðuna en ekki gerendur og atburði. Í því fælist dapurlegt afturhvarf til þeirra róttæku tíma sem Einar Már virðist öðrum þræði sakna en einkenndust meðal annars af því að ungt og öflugt fólk skipti sér í ótal sellur sem deildu um textaskýringar. Rithöfundurinn ber líka ábyrgð á umræðunni nú og velur hverjum hann leggur lið. 

Í þeirri tilvitnun í greinina sem slegið er upp á forsíðu Morgunblaðsins birtist raunar einkar skaðleg en rótgróin meinloka í allra pólitískri umræðu: Sumsé sú að forkólfar í atvinnulífi eða jafnvel fyrirtækin sjálf hljóti ævinlega að eiga sér athvarf eða skjól í einhverjum stjórnmálaflokki. Þessi meinsemd, hvort sem er í umræðu eða framkvæmd, er líklega stærsti einstaki orsakavaldurinn í því hruni sem við blasir. Eftir áratugi af órofa samtvinnun ættar-, viðskipta- og flokksvelda og þegjandi samkomulagi um pólitíska skiptingu gæða og tækifæra er ekki skrítið þótt önnur sýn á fyrirkomulag mála eigi erfitt uppdráttar í fyrstu. Á meðan viðskiptalíf landsins er öðrum þræði pólitískur vígvöllur getur verið að einhverjir misskilji þann boðskap jafnaðarfólks að pólitísk afskipti af atvinnulífinu eigi að einskorðast við að skapa því eðlileg starfsskilyrði og setja sanngjarnar leikreglur. En nú er sú staða komin upp að þjóðin verður að velja hvaða leið hún vill fara við enduruppbygginguna: Aðra umferð í samþættingu viðskiptavelda og stjórnmála eða gegnsæjar og lýðræðislegar leikreglur?

 Mikilvægi heimildavinnu

Þótt hin skáldlega nálgun Einars Más á fjármálahrunið sé skemmtileg er því ekki að neita að heimildavinna hefði bætt greinina. Slíkt hefði m.a. leitt í ljós kröftuga gagnrýni jafnaðarfólks á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna, ítrekaðar viðvaranir gegn þeirri þenslu og ójafnvægi sem ógnaði íslensku efnahagslífi og gagnrýni á vaxandi tekjuskiptingu sem reynt var að afskrifa sem afleiðingar þess að stunda fræði sín eða horfa á heiminn með „Samfylkingargleraugum“. Heimildavinna hefði líka dregið fram hverjir það voru sem fluttu predíkanir útrásarinnar í hámessum hennar á borð við fundina um „Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð“ eða hvaða stjórnmálahreyfingum helstu forkólfarnir tengdust bæði beint og óbeint.

Jafnaðarfólk hefur aldrei stillt sér upp sem andstæðingar atvinnulífs eða blómlegra fyrirtækja. Andstaðan hefur verið við spillingu, samtvinnun pólitískra og peningalegra hagsmuna og hvers kyns misbeitingu valds. Á sama tíma hefur áherslan verið á að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun, ekki síst með bættum skilyrðum fyrir hvers kyns nýsköpun og sprotafyrirtæki. Einar Már hefur rétt fyrir sér í því að jafnaðarfólk hefur ekki bent á aðrar lausnir betri en blandað markaðshagkerfi til að ýta undir og stuðla að slíkri nýsköpun. Það hefur heldur engin önnur stjórnmálahreyfing gert síðustu áratugina. Líklegast er það áhersla jafnaðarfólks á mikilvægi markaðar og atvinnulífs án pólitískra inngripa eða hagsmunatengsla sem túlkuð er sem frjálshyggjuboðskapur. En gagnrýni á pólitísk valda- og viðskiptatengsl er ekki það sama og styðja afnám eðlilegra leikreglna og lagaramma þannig að verðmætasköpunin nýtist í þágu samfélagsins alls en ekki til að seðja græðgi fárra.

 

Stétt með stétt á ný?

Hrun fjármálakerfisins stafar af fjölmörgum pólitískum ákvörðunum og aðgerðum auk upphafningar á skefjalausri einstaklings- og auðhyggju. Þrátt fyrir að rætur meinsins liggi langt aftur í þeirri samþættingu viðskiptavelda, ættartengsla og stjórnmála sem sett hafa mark sitt á samfélagið áratugum saman er augljóst að viðbrögð fleiri en Einars Más einkennast af ákveðinni fortíðarþrá. Þá voru róttæklingar róttækir og hötuðust við allt auðvald enda ekkert slíkt innan þeirra raða. Auðmennirnir voru af góðu fólki og áttu sér skjól í réttum stjórnmálahreyfingum sem gerðu ekki allan greinarmun á viðskiptahagsmunum, pólitík og opinberri stjórnsýslu. Þá stýrðu stjórnmálaforingjar aðalfundum stórfyrirtækja. Áhugamenn um pólitíska fornleifafræði bíða væntanlega spenntir eftir frekari endurvinnslu á slagorðum á borð við „stétt með stétt“. Þessi skemmtilegi frasi undirstrikaði ekki aðeins að samfélagið væri í eðli sínu stéttskipt heldur væri það í þágu allra stétta þess að hrófla ekki við þeirri uppskiptingu eða því valdakerfi sem að baki bjó.

Þegar við stöndum í rústum þessarar hugmyndafræði þurfum við umfram allt á því að halda að hugsa til framtíðar og taka lýðræðislegar ákvarðanir um þær grundvallarreglur sem leggja á til grundvallar endurreisninni. Þar takast á sjónarmið jafnaðar- og félagshyggjufólks og hefðbundinna sérhagsmuna sem sjá hag sínum best borgið með pólitískri útdeilingu gæða. Jafnaðarfólk talar fyrir opnu hagkerfi, gegnsæi, skýrum leikreglum og virkri samkeppni sem skapar verðmæti fyrir allt samfélagið. Þannig rekum við öflugt velferðar- og menntakerfi sem skapar fólki jöfn tækifæri. Um það verkefni þurfum við að sameinast í stað þess að skemmta skratta sérhagsmunanna með misskilinni umræðu um umræðuna.

 

Kv.

Arnar Guðmundsson

Arnar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband