Maðurinn sem vill kaupa Ísland

Þessi Ástrali vill greinilega kaupa Ísland eins og það leggur sig - eða því sem næst. Er þetta allt saman til sölu? Ég vissi að minnsta kosti ekki að orkuauðlindirnar okkar og virkjanirnar væru falar. Misskilur maðurinn eitthvað... eða geri ég það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þegar tekið er fram sérstaklega að einhver sé EKKI eitthvað, þá verð ég tortryggin.

Ég barði manninn minn ekki í kvöld.........bíddu en hvenær þá?

.......eða..........Ég barði ekki manninn minn í kvöld..................einhvern annan?

Ég var ekki ofurölvi í vinnunni í dag.......................er það frétt?

Kristjana Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: TARA

Æ, eigum við ekki bara að selja allt heila klabbið og flytja vestur um haf

TARA, 24.2.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er verið að gefa sölu orkuauðlinda "réttmæti" með því að lauma þessu svona inn í frétt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hver er hann? Hvað á hann? Fyrir hvað stendur hann? Og hverjir eru þessir við? Hvaða viðeigandi ráðstafanir gagnvart þeim sem tortryggja hann og hafa efast um heilindi hans er verið að tala um? Af hverju sér hann/„we“ sér hag í því að kaupa upp það sem er falt hér á landi? Og er allt falt? Hver býður honum það til sölu? o.s.frv. o.s.frv.

Þessi frétt vekur upp miklu fleiri spurningar heldur en svör. Það eitt og sér gerir mig mjög tortryggna. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.2.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

money money money.. 

Óskar Þorkelsson, 24.2.2009 kl. 23:08

6 identicon

Auðvitað eru erlendir auðmenn með augastað á Íslandi.

Auðmaðurinn nefndi nokkra áhugaverða kosti. m.a. að kaupa af ríkinu og endurleigja til neytanda. Það viðskiptalíkan hljómar reyndar kunnuglega.

Tel reyndar að erlendir auðmenn hafa haft augastað á Íslandi mun lengur en flestir gera sér grein fyrir. Leitt að segja það, en við Íslendingar höfum verið ansi varnalausir gegn þeirri græðgi sem umlykur.

Allavega er það nokkuð skýrt að það er með ólíkindum hve djúpt sokknir bankarnir voru erlendis og gagnvart erlendum kröfuhöfum. Hve langt þeir komust.

Og ég set spurningamerki við það, hvernig það gat átt sér stað og mig grunar að það sé ekki allt upp á borðum ennþá - og ekki allt með felldu heldur.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 00:02

7 Smámynd: Eygló

Fékk hroll við þessa frétt. Líkt og Kristjana segir, þá er það alltaf grunsamlegt og stundum hættulegt að treysta fólki sem finnst það þurfa að taka fram: "Þú getur alveg treyst mér"

Eygló, 25.2.2009 kl. 00:15

8 identicon

Mér líður hálf kjánalega eftir svona fréttir það er þegar einkverjir utan úr heimi telja sér hag í að eingnast síðasta flokksblaðið, væri ekki best fyrir alla blaðið færi bara á hausinn eins og önnur of skuldsett firirtæki og væntanlega eiga eftir að koma mörg gjaldþrot og þá jafnvel hjá stærri vinnustöðum og með verri afleiðingum heldur en þó að eitt dagblað hætti að koma út. Það yrði þá bara minna af rusli í endurvinnslu (=Sparnaður)

Ólafur (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 00:45

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nú á að kaupa allt heila klabbið á brunaútsölu.  Allt er falt fyrir nógu mikla peninga.  Manni verður óglatt.  Ég var mjög dugleg að senda myndbandið sem þú gerðir í kjölfar hrunsins í kvöld.  Og ég notaði það í bloggi mínu í kvöld, máli mínu til stuðnings.  http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw    <- Þetta myndband er algjör snilld. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.2.2009 kl. 01:58

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Össur var búin að opna á þann möguleika að selja virkjanir. Ekki gleyma því. Kannski er búið að lofa AGS að selja svo fallvötin, gufuna og vatnið. Nei, þetta er paranojurulg.

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 02:36

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er allt í boði AGS krakkar mínir.. þetta er alveg í anda þeirra.. lána fyrst og síðan úthluta auðlindum viðkomandi þjóðar til sinna vina..

Óskar Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 09:06

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ER "the Puppet master". Verðum að berjast gegn honum af öllu afli og hafna öllum hans blóðpeningum...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.2.2009 kl. 09:20

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Maður sem vill moka peningum í tónlistarhúsið er í meira lagi skrýtinn eða með skrýtin áform. Tónlistarhúsið er nefnilega bull sem ekki mun verða neitt annað en fjárhagsleg framtíðaráþján eins og Ráðhúsið í drullupollinum og Perlan, sem vel að merkja, eru einu minnisverðu "afrek" Davíðs.

Haukur Nikulásson, 25.2.2009 kl. 09:43

14 identicon

Minnir á "Greey Green" sem kom með Jóni Ásgeir strax eftir bankahrun og ætlaði að kaupa allar skuldir Baugs fyrir 5% af virði höfuðstólsins. Við íslendingar þurfum á öllu öðru að halda en svona hrægömmum sem nærast á neyð annarra. Burtu með þennan viðbjóð!

HansG (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:40

15 identicon

Datt út "d" hérna áðan:

Minnir á "Greedy Green" sem kom með Jóni Ásgeir strax eftir bankahrun og ætlaði að kaupa allar skuldir Baugs fyrir 5% af virði höfuðstólsins. Við íslendingar þurfum á öllu öðru að halda en svona hrægömmum sem nærast á neyð annarra. Burtu með þennan viðbjóð

HansG (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 15:20

16 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Fyrirgefiði fáfræðina - en er landið okkar til sölu?  

Er það að gerast sem maður óttaðist strax eftir hrunið - að hingað kæmu menn í ,,göfugum tilgangi" til að kaupa upp þrotabúið Ísland?  

Já - það er að gerast og þeir sem hafa verið að brosa út í annað og kalla þetta paranoju og samsæriskenningar eða að við séum að ætla einhverjum að vera með vafasamar lykkjur á prjónunum er því miður að koma á daginn.

Það er ljóst að við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að klára þetta sjálf af því peningarnir eru farnir úr þvottahúsunum og eftir standa skuldir og meiri skuldir sem okkur mun ekki endast aldur til að borga. Barnabörnin mín munu fá þær í arf. það er ömurlegt til þess að hugsa að við þessar aðstæður skuli geta valsað hingað menn sem guma af því að eiga heimili í Lundúnum sem kostar jafn mikið og 13 tónlistarhús og keypt landið á útsölu. (very fair price - sagði Ástralinn eða sagði hann highest price? Nokkuð ljóst að nokkrir smálaxar innanlands eru hálfdrættingar á við hann.) 

Já - mikil ósköp - ég hoppa hæð mína af kæti. Ætlar þessi maður ekki bara borga upp skuldirnar okkar hérna? Afnema verðtryggingu og sjá til þess að við getum tekið upp ástralskan dollar sem gjaldmiðil? How about that? Maður hefur aldrei hugleitt þetta fyrr. Það eru nokkrir möguleikar: Vort íslenska merki getur breyst í eftirfarandi: Stjörnu í bandaríska fánanum - stjörnu í ESB fánanum eða stjörnu í Ástralska fánanum.

Ykkar er valið góðir Íslendingar.

Valgeir Skagfjörð, 25.2.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband