Vítin eru til að varast þau

Eða svo segir máltækið. Það er aðeins mánuður til kosninga og margir hafa ekki ákveðið hvað kjósa skal. Stundum er auðveldara að átta sig á hvað maður vill ekki en hvað maður vill. Þá kemur útilokunaraðferðin að góðum notum.

Svona auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn fyrir síðustu kosningar - Nýir tímar á traustum grunni:

Við vitum öll hvaða nýju tíma við fengum og á hve feysknum grunni var byggt. En "það var ekki stefnan sem brást, heldur fólkið" - segja sjálfstæðismenn. Þannig virðist sama stefnan eiga að vera rekin áfram - og meira að segja að mestu leyti framfylgt af sama fólkinu: Bjarna Ben., Kristjáni Þór, Illuga Gunnars, Guðlaugi Þór, Þorgerði Katrínu, Sigurði Kára, Birgi Ármanns og félögum þeirra. Vill fólk meira af því sama?

Sjálfur aðalfrjálshyggjupostulinn var í viðtali í Íslandi í dag í september 2007. Viðtalið hefur flogið víða um netheima undanfarnar vikur. Minna hefur borið á afneitun erfðaprinsins frá 3. mars sl. Ég klippti þá félaga saman og skaut inn nokkrum fréttaskotum héðan og þaðan - svona til að setja hlutina aðeins í samhengi.


Samviskuspurning: Viljið þið stefnuna OG fólkið aftur til valda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alger snilld!  Hannes: "Og hugsið ykkur að bankakerfið hefur á milli sjö og tífaldast!"  Hann virðist gersamlega blindur. Það er rétt að setja þetta viðrini í spennitreyju.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2009 kl. 05:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 08:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei alveg örugglega ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 08:55

4 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þú átt að gefa þetta út og selja erlendis ,frábær gamanþáttur um hroka og öfgatrú á frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins!Þetta á að vera skyldu áhorf daglega til kosningar!

Konráð Ragnarsson, 23.3.2009 kl. 09:04

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei takk...aldrei aftur

Hólmdís Hjartardóttir, 23.3.2009 kl. 09:08

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Never again plís!

Arinbjörn Kúld, 23.3.2009 kl. 09:21

7 Smámynd: Sigurbjörg

Nei takk ! Aldrei aftur XD og XB hræðilegasta samsetning sem getur orðið !

Sigurbjörg, 23.3.2009 kl. 09:51

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alger snilld hjá þér Lára Hanna.  Myndi vilja sjá þetta spilað í "fréttaaukum" sjónvarpsstöðvanna, svo fleiri fengju að njóta og íhuga.

Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 09:58

9 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frábær samantekt. Hver skyldi kjósa Sjálfstökuflokkinn eftir að hafa horft á þetta?

Úrsúla Jünemann, 23.3.2009 kl. 11:15

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einn af hverjum fjórum, jafnvel einn af hverjum þremur í hópi kjósenda, mun nú að öllum líkindum svara samviskuspurningunni játandi eftir um mánuð. En hvort það dugir svo til að koma flokknum aftur til valda er annar handleggur og skal ósagt látið!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 11:48

11 identicon

Jéddúddamía, nei það er ekki von að þau telji þörf á endurskoðun á hugmyndafræðinni. Lokaspretturinn er eftir, orkan sjáiði til.

Solveig (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:01

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er náttúrulega eitt gott við þetta allt og það er sparnaðurinn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf til dæmis ekkert að breyta sjónvarpsauglýsingum sínum fyrir kosningarnar komandi miðað við orð erfðaprinsins.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2009 kl. 12:22

13 identicon

Frábært hjá þér.  Ég er pólitískur munaðarleysingi.

Matthías Einarsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:06

14 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þú ert einstakur snillingur!  Takk enn og aftur fyrir samantekt og það að hjálpa okkur að halda samhengi  og yfirsýn . . .

Benedikt Sigurðarson, 23.3.2009 kl. 16:06

15 identicon

"guð blessi ísland" (tm)

Kjósum bara fjórflokkinn, hann reddar þessu eins og venjulega.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:19

16 identicon

Takk fyrir þetta Lára Hanna, þetta segir allt sem þarf að segja um Flokkinn

Andrea (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:06

17 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er með öllu siðlaust að vera að draga VG inn í sama bát með þessum endalausu upphrópunum um "fjórflokkinn" - eins og þar hafi menn stundað sömu iðju og auðvalds- og spillingaröflin. Manni býður við svona athugasemdum eins og Gullvagnin er með þarna og eru leynt og ljóst að reyna að setja stálheiðarlegt fólk í sama flokk og það sem Lára Hanna birtir hér í þessu frábæra myndabandi.

Svona rugl er með öllu ógeðfelt og ekki lýðskrumurunum til sóma sem standa að baki þessum áróðri úr smáflokkunum.

Þór Jóhannesson, 23.3.2009 kl. 18:04

18 Smámynd: Þórbergur Torfason

Nú eru að birtast gamlir skrokkar á nýjum jakkafötum.

Ási Rifsari er gott dæmi um umbúðaskipti Sjálfstæðismanna. Hugarheimur þessa fólks minnir mann helst á vesalings Japanann sem faldi sig í frumskóginum í 44 ár og beið þess að síðari heimsstyrjöldinni lyki.

Þórbergur Torfason, 23.3.2009 kl. 20:49

19 Smámynd: Hlédís

Heyrðuð HHG þið fullyrða blákalt - í framhjáhlaupi - að lífeyrir á Íslandi væri hæstur á Norðurlöndum?  Hrein öfugmæli.

Hann sagði þó satt um að "víkingar" gætu komið ýmsu hér í verð og hlaupið síðan með fé úr landi

Hlédís, 23.3.2009 kl. 21:13

20 Smámynd: Valan

Vandamálið er ekki í frjálshyggjunni - vandamálið er það að D-flokkurinn er búinn að stunda allt annað en frjálshyggju. Það sem vantar á Íslandi er raunverulega, klassíska frjálshyggju - meira einstaklingsfrelsi, minna ríki, meira lýðræði - það sem gerðist á undanförnum árum er ekki frjálshyggja heldur hefur það bara verið kallað "frjálshyggja" til að selja kjósendum flokkinn.

"Einkavinavæðing" og fleira sem D-flokkurinn hefur stundað er ekki frjálshyggja heldur einka-kommúnismi (einnig kallað ný-frjálshyggja). Þetta er það sem D-flokkurinn á við þegar hann segir að "fólkið" hafi bruðgðist ekki stefnan, "fólkið" er búið að nota fögur slagorð frjálshyggjunnar til að slá ryki í augun á kjósendum en síðan skipt verðmætum jafnt á milli sín í bakherbergjum.

Þetta hefði ekki gerst ef markaðinum með þessum verðmæti hefði verið leyft að starfa eðlilega og án afskipta aðila innan ríkisins. En markaðurinn fékk aldrei tækifæri til að starfa því allt var ákveðið fyrirfram af ríkinu. Slíkt gæti ekki verið meira fjarri raunverulegri frjálshyggju.

Klassísk gamaldags frjálshyggja er ennþá rétti valkosturinn fyrir Ísland. Vandamálið er hinsvegar hverjum sé treystandi til að koma raunverulegu frjálsræði til skila því D-flokkurinn búinn að fyrirgera öllu trausti í þessu samhengi því gjörðir hans glymja nú hærra en fögur fyrirheit stefnuskrárinnar.

Sósíalismi er ekki svarið og að hamra á frjálshyggjunni á þennan (ósanngjarna) máta gerir ekkert annað en að rugla kjósendur.

Valan, 24.3.2009 kl. 01:19

21 identicon

Æ ....  ætli maður kjósi ekki bara X-D

katrín (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 01:49

22 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vandamálið er SPILLINGIN  og skortur á SIÐFERÐI sem óx og dafnaði innan D og F allt frá því að SÍS var stofnað (upphaflega af góðum hug).  Ekki er laust við að hinir flokkarnir hafi gerst sekir um spillingarhjarðhegun, þá þegar þeir komust til valda í smátíma.

Hannes er nú farin að líta um öxl, síðast þegar fréttist, en þessi ákafi Hannes í þinni flottu samantekt Lára Hanna, beinlínis ók um og baðaði út öllum öngum af ákafa yfir allri snilldinni.  Sami Hannes þarf að fara í verulega naflaskoðun með öllu sínu liði, ef hann á geta "haldið höfði" í framtíðinni.

Á meðan þeir (sjallarnir) halda þessari sömu taktíkt, þá þurfum við ekkert að óttast.  Þeir eru ekki búnir að fatta hvað gerðist, hvaða hugarfarsbreyting hefur átt sér stað, og hve málstaður þeirra er VONLAUS. 

Baráttukveðjur og þakkir fyrir frábæra samantekt, sem vart verður rengd eða slitin úr samhengi við eitt eða neitt, .......... hvað sem þeir reyna.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2009 kl. 03:47

23 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvað er hægt að gera?



Smellið á mynd til að sjá lausn á vandamálinu

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2009 kl. 08:19

24 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Linkurinn virkaði ekki, prófum aftur :)

http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2009 kl. 08:25

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ískyggilegt að horfa á þessar klippur.  Sérstaklega auglýsingu Flokksins fyrir síðustu. 

HHG er svo sérstakur kapítuli náttúrulega.  Þarna er hann að lýsa stefnunni sem keyrt var á undanfarið og það á engu að breyta núna.  Búið að gefa það út og skjalfest að það var  ekki stefnan sem brást.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2009 kl. 09:48

26 identicon

nú er HHG að reyna að kenna núverandi seðlabankastjóra um atvinnuleysið á Íslandi í dag,hvernig getur þessi maður gert eitthvað annað en skúrað í háskólanum,það skil ég bara ekki?

zappa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 11:59

27 Smámynd: Valan

Það sem verður að gera er að setja nýja alíslenska stjórnarskrá sem setur ríkisvaldinu í fyrsta sinn almennilegar skorður og takmörk og tryggir einstaklingsfrelsi landsmanna og aukið lýðræði. Með því er hægt að takmarka spillingamöguleikana á æðstu stigum stjórnsýslunnar og þá minnkar hvatning allra flokka til óheiðarleika og til þess að setja upp einokunarkerfi á aðgang að þeim valdastöðum sem í boði eru. Við skulum ekki heldur gleyma að fleiri en D-flokksmenn eru breyskir og útilokun þeirra úr stjórn skilar ekki meiru en skammgóðum vermi í óbreyttu valdakerfi.

Á meðan embættisstólar hafa jafn óheftan aðgang að skattpeningum og auðlindum landsins þá er ekki við mörgu öðru að búast af stjórnmálamönnum en meiri spillingu og einkakommúnisma.

Pistlar um þetta og tengd mál hér.

Hvet alla til að hafa samband við sinn alþingismann og krefjast þess að lög um stjórnlagaþing verði sett sem fyrst.

Valan, 24.3.2009 kl. 13:32

28 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það beinlínis átakanlegt að lesa skrif svona Frjálshyggjufasista eins og Völu Andrésardóttur með fína ameríska eftirnafnið.

Líkt og Kommúnistarnir heldur hún því fullum hálsi fram að það hafi ekki verið stefnan sem brást heldur fólkið - en það sem báðum þessum öfgasinnuðu hugmyndafræðirugludöllum vantar að skilja er að engin hugmyndafræði gengur upp af pappírunum sem gerir ekki ráð fyrir hinum mannlega, græðgi og öðrum kunnum mannlegum brestum.

Ekkert sýnir firringu hennar á raunveruleikanum frekar en setningin: "Hvet alla til að hafa samband við sinn alþingismann og krefjast þess að lög um stjórnlagaþing verði sett sem fyrst," en með henni eru hún bókstaflega að skrifa undir þá kröfu auðvalds- og spillingarflokksins um að flokkarnir tryggi aðkomu sína að Stjórnlagaþing fólksins í landinu.  

Guð og forsjónin forði Íslandi frá svona fólki - nægur er skaðinn sem það hefur valdið. Geturðu ekki bara haldið þig í Ameríku og látið myndað  þig með fína útskriftarhatta og látið Ísland í friði fyrst það eina sem þú hefur til málanna að leggja er áframhaldandi og óheft Frjálshyggja.

Þór Jóhannesson, 24.3.2009 kl. 15:20

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er mjög sammála aðalinntaki athugasemdar Völu Andrésardóttur Withrow um nauðsyn þess " að setja nýja alíslenska stjórnarskrá" sem fyrst.

Það hugtak sem flestir nota yfir stefnu sjálfstæðisflokksins er "frjálshyggja" og fáir gera greinarmun á henni og "nýfrjálshyggju" sem kann vel að vera nákvæmara heiti á því steypiskeri. Munurinn á þessum stefnum þar sem markaðslögmálin eru alfarið látin ráða ferðinni án allrar íhlutunar stjórnvalda annarsvegar, og þar sem markaðslögmálin fá að ýta til hliðar öllum öðrum mannlegum gildum hins vegar, eru í margra hugum afar óljós. 

Það má líka færa fyrir því rök að á vissan hátt sé lítill munur á nýfrjálshyggju og algjörlega óheftum kapítalisma annarvegar og kommúnisma hinsvegar. Báðar stefnurnar eiga það samt sameiginlegt með frjálshyggjunni að þær eru algerlega byggðar á "efnishyggju" (metarealisma). En það var einmit ómenguð efnishyggja sem réði ferðinni bæði í stefnu og framkvæmd þeirra aðila sem mesta sök eiga á hruninu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2009 kl. 15:46

30 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er ekki nokkur munur á þessari hugmyndafræði nema forskeytið NÝ - annað er útúrsnúningar og allir sem vita eitthvað örlítið um Frjálshyggjufræðin ættu að vita að þetta forskeyti var sett þarna fyrir framan aðgreiningar frá fyrri tíma Frjálshyggju - sem n.b. klúðraðist einnig og olli efnahagskreppu með bankahruni í BNA árið 1929.

Ótrúleg ósvífni í þessu Frjálshyggju liði að reyna að halda því fram að þetta sé einhver munur þarna á milli - þetta lið er best geymt í BNA og sér vonandi sóma sinn í að láta okkur í Norrænum velferðarsamfélögum framtíðarinnar í friði. Nægur er skaðinn sem þetta heilaþvegna pakk hefur ollið okkur.

Ekki láta glepjast af ruglinu enn einu sinni því þá er pottþétt að Íslendingum fækkar niður undir 200.000 á innan við tveimur árum.

Þór Jóhannesson, 24.3.2009 kl. 17:57

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já það er rétt hjá þér Þór að einhverjum þótti ástæða til að þetta forskeyti (ný) væri "sett þarna fyrir framan aðgreiningar frá fyrri tíma Frjálshyggju" eins og þú segir. En það kom nú til all-löngu eftir 1929.

Það er mörgum sem er annt um að orðin haldi sinni merkingu og ef við ætlum að fordæma allt sem flokkast undir "frjálshyggju" verðum við halda allt aftur til kenninga helstu kennismiða klassískrar frjálshyggju sem voru bresku heimspekingarnir John Locke og Adam Smith. Það er nú varla meiningin hjá þér Þór.

Annars er ágæta grein á íslensku sem skilgreinir frjálshyggjuna og um sögu hennar að finna hér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2009 kl. 18:45

32 identicon

http://www.tyr.is/2009/03/19/frjalshyggjan-varin/

Mæli með því að allir lesi þessa frábæru grein. Mjög málefnaleg og ég vona að þú lærir eitthvað af henni Þór því ég hef aldrei séð jafn ómálefnaleg komment hérna.  Kalla fólk lýðskrumara og fasista því það er ekki sammála þér? Svona hugsunarháttur eins er hættulegur fyrir Ísland. 

Ég styð Völu alveg í þessu, þó að hún er með amerískt eftirnafn.

PS. kreppan árið 1929 var ekki út af frjálshyggja heldur slæmri stjórnun peningamála hjá ríkinu + haftastefnan sem dýpkaði kreppuna enn frekar. ekki frjálshyggja.  Lausafjárkreppan er einnig út af slæmum ákvörðunum ´hjá ríkinu að veita fólki húsnæðislán sem gat ekki borgað þau til baka. 

Guðmundur Heiðar (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 19:06

33 Smámynd: Þór Jóhannesson

Merkilegt að auðvaldsfasistarnir hrópa kommúnistar - kommúnistar og það finnst forheimskum flokksdindlum allt í góðu lagi en þegar bent er hversu nátend hugmyndafræði og hegðun FLOKKSINS er við fasistana í evrópu þá er það allt í einu orðið að ómálefnalegum kommentum.

Þú ert nú ekki beint greindur gaur Guðmundur Heiðar - enda ekki við því að búast af upplýsingamötuðum klappstýrum auðvalds- og spillingarflokksins sem einnig trúa á heimskulega hugmyndafræði frjálshyggjunar.

Þór Jóhannesson, 24.3.2009 kl. 21:48

34 Smámynd: Valan

Þór, það er himin og haf á milli frjálshyggju og "ný-frjálshyggju" og fer fátt meira í taugarnar á þeim sem aðhyllast frjálsan markað en afbökun sú sem kallast "ný" frjálshyggja (en er bara gamall sósíalismi í nýjum felubúningi). Ný-frjálshyggja á jú meira sammerkt með sósíalisma en frjálshyggju eins og Svanur bendir réttilega á og væri það óskandi að fólk eins og þú kynnti sér málið áður en það fer að nota meiðyrði og lágkúrulegar aðfinnslur.

Klassísk frjálshyggja gerir ráð fyrir hinu mannlega með því að styrkja einstaklinginn í stað þess að safna valdi í miðstýrt ríkisvald. Ekkert annað er jafn áhrifaríkt gegn spillingu og að koma í veg fyrir valdasöfnun því spillingin býr þar sem völdin safnast. Það er jú t.a.m. ekki beint mikil spilling í boði fyrir þá sem ekki ráða yfir fjármunum annarra en síns eigin ekki satt?  Það er heldur ekki jafn mikil spilling í boði í bæjarstjórn en í ríkisstjórn, ekki satt? Frjálshygga er að fólk fái að ráða sér (og sínum launum) að sem mestu leyti sjálft í staðin fyrir að moka í hendurnar á ógagnsæju ríkisbákni sem setur það í hendurnar á "lykilstarfsmönnum" og "kjölfestufjárfestum" sem eru kannski markaðsfrjálshyggjuleg orð en eiga ekkert sammerkt með klassískri frjálshyggju.

Það að halda því fram að ég gangi erinda einhvers flokks er hjákátlegt í mínum eyrum, ég hef ekki búið á Íslandi frá táningsaldri og er algjörlega ótengd öllu sem heitir pólitík eða pólitískir hagsmunir á Íslandi. Það að ég styðji D-flokkinn er alveg einstaklega fáránlegt. Lestu bloggið mitt og þú munt sjá ljósið.

Endilega kynntu þér líka klassíska frjálshyggju, þ.e.a.s. frjálshyggju Jeffersons, Franklins, Washingtons, Andrew Jacksons og annarra frá gullöld Bandarísks lýðræðis -- sjáðu svo til hvort þú vilt þannig stjórnarhætti eða þá að auka við ríkisbáknið á Íslandi.

Að lokum vil ég taka fram að mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig þú færð það út að það að hvetja fólk til þess að krefjast stjórnlagaþings sé í þágu einhvers flokks. Stjórnlagaþing fólksins í landinu er til þess fallið að hefta flokksræðið.

Það er leiðinlegt að sjá að sumir ætla að láta sósíalíska hegðun D-flokksins plata sig og hræða sig út í að kjósa yfir sig enn meiri sósíalisma - í þetta skipti undir réttum formerkjum þó.

Takk Svanur og Guðmundur fyrir góð svör og ábendingar.

Valan, 24.3.2009 kl. 22:11

35 Smámynd: Valan

Þór, ég mæli ennfremur með því að þú horfir á þetta myndband - það útskýrir á stuttum 10 mínútum hvernig það kemur til að fasistar og kommúnistar eru nema tvær hliðar á sama pening og hvernig frjálsræði er eina lögmæta stjórnarformið.

Valan, 24.3.2009 kl. 22:19

36 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég mæli með að þú horfir á þetta myndband:

http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/837126/

og áttir þig á hversu hættulegur aðal frjálshyggjubrjálæðingurinn er í raun og sann og hversu sjúklega nærri skáldskapnum raunveruleikinn er.

Þór Jóhannesson, 24.3.2009 kl. 23:12

37 identicon

Ekki ætla að ég að blanda mér í hvaða flokkur er bestur eða skástur en ég segi eins og er að mér finnst stjórnunarstíll þessarar ríkisstjórnar sem stýrir landinu nú um þessar mundir síst skárri en Davíðsstjórninar ríkja með algeru ofríki.

Ekki virðist mér spilling vera spönn minni og byrjað að deila út peningum til vina og vandamanna í VBS og Saga capital.  Og ekki lýst mér á það að ef satt reynist að Sigurður G Guðjónsson sé kominn á kreik og tekinn til að eyðileggja BYR í mínum huga er eftir sjá að SpH sem honum tókst að klúðra og Sp V varð að draga hann að landi

Drengurinn hennar mömmu (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:37

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, svokölluð "nýfrjálshyggja" er náttúrulega bara seinni tíma frjálshyggja.  Jú jú með ýmsum viðbótum má segja aðalega viðvíkjandi kenningum um hvernig efnahagskerfi gengur fyrir sig.

Eg er ekki alveg að sjá stóru skilin þarna á milli.

En svo má auðvitað segja sem svo að kenning eða hugyndafræði er eitt en praktísering í mannheimi annað.

Það er auðvitað margt í frjálshyggjunni á pappírnum sem er ágætt.  Sama má svo sem segja um kommúnismann. 

Já, veit ekki.  Er ekki bara gamla góða skandínavíska módelið málið ? Jú, held það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2009 kl. 23:44

39 Smámynd: Valan

Þetta er nú kannski heldur sundurleitt myndasafn og betur til þess fallinn að vekja upp tilfinningaviðbröð en hugsun. Ég sé nú ekki betur en þú sért ekki að andmæla frjálshyggjunni (Animal Farm er jú ádeila á Stalín og þar með fáræði en ekki frjálshyggju ekki satt?) og taka undir ádeilu mína á D-flokkinn sem fáræðismaskínu þannig ég skil ekki hvað þú meinar eiginlega með þessu? Ég sé a.m.k. ekki tilganginn með samanburðinum við Sovétríkin og bolshevíkana sálugu.

Ég fagna þó ávallt allri umræðu og gagnrýni (þó ég kjósi heldur að hún sé af hinum málefnalega toga) -- en hver verður víst að fá að syngja með sínu nefi og leggja sinn skilning í mál. Ég verð þó að segja að orðnotkun eins og þú býður upp á tel ég ekki til þess fallna að sannfæra menn um skoðanir þínar -- og ég held að þér myndi seint líðast það vel að vera kallaður þeim nöfnum og lýsingarorðum sem þú hefur ánafnað öðrum í athugasemdum þínum. Væri óskandi að þú létir af þeirri iðju, sérstaklega í ljósi þess að þú lýsir því yfir á þinni eigin heimasíðu að þú eyðir sjálfur út persónumeiðandi athugasemdum sem þar eru settar inn. Kannski þú ættir að fara eftir eigin ráðum?

Valan, 24.3.2009 kl. 23:55

40 identicon

þið getið kallað þetta nýfrjálsyggju,frjálshyggju,óheftan kapitalisma, og hvað sem þeir segja gáungarnir; Jeffersons, Franklins, Washingtons, Andrew Jacksons............

ÞÁ VARÐ HÉR EFNAHAGS-HRUN AF VÖLDUM STEFNU  SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG HANNESAR HÓLMSTEINS,Í BLAND MEР EINHVERRJUM VÍRUS FRÁ VIÐSKIPARÁÐI ÍSLANDS, ekkert flóknara enn það !

Í ÞETTA SKIPTIÐ VORU ÞAÐ EKKI KOMMÚNISTAR SEM KOMU OKKUR  Á HAUSINN !

HG (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:59

41 Smámynd: Valan

Ómar í stuttu máli er munurinn þessi:

Frjálshyggja kallar á lítil ríkisafskipti og hámarks einstaklingsfrelsi.

Sósíalismi og "ný-frjálshyggja" kalla bæði á töluverð ríkisafskipti og minna einstaklingsfrelsi.

Skandínavíska módelið er ákveðið form af sósíalisma sem hefur gengið upp að miklu leyti vegna þeirrar náttúrulegu félagshyggju og sjálfstæðis sem einsleit samfélög norðursins búa yfir. Víkingaþjóðirnar eru með mjög sterka sjálfstæðis- og einkaframtakskennd og það hefur ekki þurft sterk stjórnlög til að halda því við -- fyrr en nú þegar allt er hrunið og landinn orðinn skuldaþræll fáræðisins.

Valan, 25.3.2009 kl. 00:00

42 Smámynd: Þór Jóhannesson

Vissulega má lesa Animal Farm út frá Stalínisma og falli kommúnismans en vonandi eru háskólanámið í BNA ekki eins grunnhyggið og maður óttast og ofslega menntaður lögfræðingur á borð við þig sé svo einstrengingsleg í hugsuna að þú sjáir ekki aðrar og dýpri túlkanir á þessu meistaraverki sem á e.t.v. betur við í dag en nokkru sinni áður.

Þór Jóhannesson, 25.3.2009 kl. 00:04

43 Smámynd: Valan

Ég er menntuð í Hong Kong, Sviss og Bretlandi en starfa í Bandaríkjunum þannig ekki vera svona snöggur með stereótýpurnar. Ég hef meðal annars lagt stund á sögu kommúnismans í Sovétríkjunum (í Hong Kong) og sæki þaðan hluta af minni túlkun á Animal Farm. Ég tel að dýpri túlkun á Animal Farm mun ekki leysa íslensku stjórnarkreppuna.

Ég styð ekki "óheftan kapítalisma" - ég legg til frjálsræði undir vernd stjórnarskrár sem tryggir grunnréttindi, hámarks einstaklingsfrelsi, valddreifingu og takmarkar völd ríkisins -- því í ríkinu er mesta spillihættan.

Meira frelsi, minna ríki.

D-flokksmenn hafa ekki fylgt þessum lögmálum eftir - þeir hafa sagst gera það en raunin er önnur. Þeir notuðu ríkisvaldið til spillingar rétt eins og allir aðrir flokkar í þeirra stöðu hefðu gert fyrr eða síðar. Vald spillir. Betri stjórnlög sem dreifa og hefta vald (og þar með spillingatækifærin) eru eina raunverulega langtímasvarið.

Valan, 25.3.2009 kl. 00:35

44 Smámynd: Valan

Þeir sem vilja fræðast um hversu mikil ríkisafskipti fylgja "ný-frjálshyggju" geta Googlað bandarískt form hennar "neo-conservative" og borið það saman við klassíska frjálshyggu. Hér er um hugmyndafræðilegt ginnungagap að ræða og ekki einhverjar smátilfærslur.

Valan, 25.3.2009 kl. 00:47

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vala, þú vilt sem sagt meina að td. í Íslands tilfelli hafi ekki verið nógu mikil frjálshyggja ?  Það hefði átt að vera meira einstaklingsfrelsi og minni ríkisafskipti.

Sko, eg get svo sem verið sammála því í prinsipinu að auðvitað á að vera frelsi einstaklingsins.   Klassísk frjálshyggja sem þú kallar getur litið vel út í þeoríunni o.s.frv.

Sv er oft allt annað hvernig þetta virkar sko er útí veröldina er komið.  Virðist vera sem svo að mannskepnan sé þeim annmörkum háð að vilja alltaf öðlast meira og meira, mynda bandlög til að ölast enn meir og á endanum er alltaf komin fámennisfrelsi eða fámennisstjórn.

Meina, kenningin var fögur hjá kommúnistum í sjálfu sér.  Allir áttu að hafa það gott.

Etv. má segja að á Ísl. undanfarið hafi fyrst og fremst verið einblínt á markaðsfrjálshyggju, einkavæðaða, blása lífsanda í daut fjármagn etc.  Þú sérð nú hvernig það endaði.  Fáir áttu en margir þurftu að borga brúsann.  Eg er ekkert viss um að mér litist á blikuna ef það hefði verið meiri frjálshyggja.

Jaá, það er eitthvert jafnvægi sko sem þarf.  það er best.  Held það.  Jafnvægislist.  Hvorki frjálshyggja né sósíalsmi.  Raunsæispólitík

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2009 kl. 00:55

46 Smámynd: Valan

Já það er nákvæmlega það sem ég er að segja - á Íslandi hefur lengi vantað frjálshyggju því að hér hefur ekki verið frjálsræði hér hefur verið spilling og fáræði í skjóli falskrar orðræðu um frjálshyggju.

Íslendingar gleyptu við því vegna þess að í raun erum við langflest frjálshyggjufólk og kinkum kolli yfir frjálsræðistali.

Málið er í raun ekki flókið. Spilling verður til þegar vald safnast á fárra hendur. Með því að dreifa valdi dreifist spilliáhættan. Valdlega séð höfum við geymt allt of mörg egg í Stjórnarráðskörfunni og þar hefur freistingin legið og þeir spillanlegu dregist. Með því að skilja meira vald eftir hjá einstaklingum og minni stjórnareiningum eins og sveitarstjórnum er hægt að koma í veg fyrir mikið af valdspillingu. Þetta er hægt að gera í gegnum stjórnarskrá lands. Íslenska stjórnarskráin eins og hún stendur í dag er gagnslaus að þessu leyti og því er komið fyrir okkur eins og er komið fyrir okkur.

Þeir sem tala um óhefta frjálshyggju og óttast hana eru að tala um kapítalisma án dóms og laga, þar sem hver fær að vaða uppi eins og hann vill og klíkur stjórna. Stjórnarskráin heftir slíka hegðan með lögum sem vernda einstaklingsfrelsið. Íslensku stjórnarskránna skortir mörg lykilákvæði sem vernda íslenska einstaklinga gegn misferli fáræðisins sem sést best á því að engann virðist vera hægt að sækja til saka fyrir eitt eða neitt. Banka og fjármálastofnanir skorti á sama hátt lög til að halda hegðan þeirra innan þeirra marka að einstaklingar landsins enduðu ekki í skotlínu þeirra. Ríkið ábyrgðist bankana, seðlabankinn lánaði þeim - þetta var ekki myndbirting markaðarins í sinni eðlilegu mynd. Þetta var ríkið og óeðlileg afskipti þess af markaði.

Og nú vilja menn meira ríki - eða meira vald til ríkisins? Eru allir vinstri menn einhverjir óspillanlegir siðgæðispostular? Í hvaða flokka fara nú þeir sem vilja notfæra sér holurnar í stjórnarskránni til að græða? Þeir fara líklega ekki í D-flokkinn ef hann dettur úr stjórn, þeir fara þangað sem valdið er og við endum á sama stað.

Vald býður upp á spillingu. Eina leiðin til að hefta spillinguna er að hefta valdið. Það eina sem stjórnar ríkisvaldi er stjórnarskráin.

Einstaklingsfrelsi og frjálshyggja þýðir ekki að menn fái að haga sér eins og þeir vilja á markaði. Það þýðir hins vegar að ríkið fær ekki að skipta sér af markaðinum með því að tilskipa "kjölfestufjárfesta" og einkavinavæða auðlindir landsins og lögleiða siðleysi með götóttum lagasetningum. 

Ef raunveruleg frjálshyggja hefði ráðið síðustu ár hefði einkavæðing bankanna aldrei verið í höndum ráðherra né hefði orðið "kjölfestufjárfestir" eða aðrar bull-afsakanir heyrst fyrir því að láta auð þjóðarinnar í hendur fáræðisins. Bankinn hefði farið á eðlilegan markað þar sem allir landsmenn hefðu átt jafnt tækifæri til þess að kaupa í bankanum (fyrir alvöru peninga, ekki sérkjaralán) og eðlileg löggjöf hefði auðveldlega komið í veg fyrir að eignarhlutar söfnuðust á hendur fárra og bankahruninu hefði verið afstýrt.

Ríkisafskipti eru andstæða við frelsi og andstæða við eðlilegan markað.

Valan, 25.3.2009 kl. 01:51

47 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þakka Völu elju og orku í að fræða á prýðilega skiljanlegan og málefnalegan hátt sjónarmiðin.

Ég er fullkomnlega sammála þér um eftirfarandi:

1.  Allt vald spillir, því þarf gegnsæja dreifingu á valdi og takmörkun á valdasetu sömu aðila.

2.  Ríkisforsjá og ríkissrekstur er ekki til þess fallin að örva hugmyndir og auka framleiðni.  Reynslan hefur sýnt að það leiðir alltaf til spillingar.

Hef aldrei getað skilgreint sjálfa mig undir neinum sérstökum flokki eða stefnu,  laðast frekar að ærlegu fólki, sem stendur í lappirnar, er fylgið sér og heiðarlegt.

Myndir þú þá segja að ég væri frjálshyggjumanneskja, og þeir sem ég hef nú ímugust á og telja sig frjálshyggjufólk, séu þá svikarar eða eitthvað þaðan af verra?  Ertu þá sammála niðurstöðu Villa Egils og co að stefnan sé ok en fólkið brást? 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2009 kl. 02:28

48 Smámynd: Valan

Sæl Jenný, af því sem þú skrifar að dæma myndi ég telja að þú aðhyllist að einhverju leyti klassíska gamaldags frjálshyggju þar sem þú lýsir hér tveimur af grunnstoðum hennar - takmörkun ríkisvalds og mikilvægi einstaklingsframtaksins.

Ég hef heyrt af mörgum í sömu sporum sem vita ekki alveg hvernig er hægt að aðhyllast stefnu frjálshyggjufólks en fyrirlíta á sama tíma marga helstu (sjálfnefndu) boðbera hennar.

En kalt mat á gjörðum þessara aðila leiðir eins og ég áður sagði bara allt annað í ljós en einhverja markaðspostula. Þvert á móti - þetta fólk er margt hvert búið að skrumskæla markaðin ekki bara með óeðlilegum afskiptum í krafti valdastöðu sinnar heldur einnig með því að hefta og brengla upplýsingar um þessi afskipti -- en ekki má gleyma því að eðlilegt og óheft flæði upplýsinga er eitt lykilatriði þess að frjáls markaður starfi eðlilega. Þeir sem ekki veita upplýsingar eða veita rangar eða misvísandi upplýsingar koma í veg fyrir það að aðilar á markaði (ég og þú) tökum markaðslega réttar ákvarðanir. Það kaupir jú enginn mjólkurlítrann á 300 kr. sem veit að hann kostar meira en helmingi minna í næstu búð.

En svo ég svari spurningunni þá verð ég að segja já, stefnan brást ekki heldur fólkið -- og fólkið mun halda áfram að bregðast, ekki bara í D-flokk heldur í öllum flokkum, á meðan valdið ráðamanna er jafn óheft og raun ber vitni. Þeir sem vita að með því að komast í ríkisstjórn er hægt að skipta á milli sín og vina sinna ríkisfyrirtækjum, skattpeningum og auðlindum þjóðarinnar í skjóli ríkisverndar munu áfram reyna að komast þangað og munu lofa hverju því sem landinn heyra vill hvort sem það er frjálsræði, umhverfisvernd eða trúðar og blöðrur á sunnudögum.

Þeir frjálshyggjumenn sem upp kemst að hafa hegðað sér á heldur sósíalískari máta en búast á við endurskýra stefnu sína gjarna sem "ný-frjálshyggju" og er sorglegt hve marga þeir hafa náð að gabba með þessum orðaleik.

Ég óttast að það séu margir hægrisinnaðir kjósendur sem búa yfir svipuðum sannfæringum og þú í þeirri stöðu núna að vita ekki alveg hvar þeir eiga heima pólitískt séð enda hefur hægri vængurinn ennþá sömu góðu gildu stefnuna en upp til hópa handónýtan mannskap og vinstri stefnan hefur sína sömu gömlu galla en langt um óspilltari mannskap.

Þetta er ekki val sem neinum er öfund að.

Það sem fólk verður samt að skilja er að það breytist ekkert nema við breytum stjórnarskránni. Tími þess að landið hékk saman á siðferðiskendinni einni saman er liðinn og héðan af mun líklega ekkert duga nema sterk stjórnarskrárvernd fyrir borgarana.

Valan, 25.3.2009 kl. 03:32

49 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þakka aftur greinargott og málefnalegt svar Vala.

Líklega er ég eins og fleiri "pólitískur kynvillingur" sem neitar að koma út úr skápnum, að því að þeir sem eru fyrir hafa brugðist gjörsamlega trausti og trúverðuleika.

Hef þó alltaf aðhyllst ríkisafskiptum í félagslega þættinum, heilbrigði, menntun og samfélagslega ábyrgð,  sem gerir mig líklega að "hægrikrata en pikkföst inn í skáp".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2009 kl. 03:51

50 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Lára Hanna

Efnahags og skattanefn klofnið í afstöðu sinni til Helguvíkur, þinn flokkur framfarahemlarnir voru að sjálfsögðu á móti þessu góða máli.

"Björgvin segir að málið sé ekki aðeins mikilvægt fyrir samfélagið á Suðurnesjum, heldur landið allt og sé nauðsynleg aðgerð í ljósi efnahagsástandsins. Við höfum ekki efni á því að slá hendinni á móti þúsundum nýrra starfa, segir hann."

Ég veit ekki hvað ykkur í framfarahemlaflokknum gengum stundum til, jú þið virðist hafa lítið annað til málanna að leggja en útiloka visst fólk og jú vilja hærri skatta á almenning og jú meiri afskipti ríkis -

Valkosturinn hefur kanski aldrei verið meiri en nú, Sjálfstæðisflokkurinn vs framfarahemlaflokkurinn þinn. - ég veit hvað ég vil.

Góðar stundir. x-d

Stétt með stétt.

Óðinn Þórisson, 25.3.2009 kl. 07:22

51 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Óðinn, já ef þér finnast framfarir í því að vilja enn eitt álverið, enn eitt eggið í sömu körfuna (og það er jú að sannast núna hvað það er heimskulegt - álverð að lækka út um allan heim og það eru mjög litlar líkur í augnablikinu á því að erlendu fyrirtækin geri eitthvað í því að setja upp fleiri álver, hér eða annars staðar), já kjóstu endilega sjálfstæðisflokkinn.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.3.2009 kl. 08:25

52 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er hirðfíflum auðvalds- og spillingarflokksins fyrirmunað að taka afstöðu út frá skynsemi? Dæmigert fyrir forheimskingja að telja álver lausn á öllum vanda!

Pabbapólitíkin spyr ekki um greind - það margsannast á hverjum degi þegar maður hlustar á kjósendahriðfífl þessa flokks tala með óæðri endanum.

Þór Jóhannesson, 25.3.2009 kl. 08:47

53 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Heyrðu Þór minn Jóhannesson . Maður getur nú ekki lengur orða bundist. Ég hélt fyrst að þetta væri bara svona hrátt grín hjá þér eða að þú værir bara svona úrillur á morgnana, en nú er mér hætt að lítast á blikuna. Þú ræðst að öllum með gífuryrðum, uppnefnum og persónulegum ávirðingum sem hér tjá sig og þú ert ekki sammála. Um leið og einhver segir eitthvað sem þér er ekki að skapi heggur þú til þeirra eins og höggormur. Það er ekki fallega gert og síst til þess fallið að hjálpa þínum málstað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 09:29

54 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég kalla hlutina sínum réttu nöfnum - púnktur!

Helvískur kattaþvottur á sannleikanum að gera annað í árferði eins og í dag - og ekki tími fyrir rugl!

Þór Jóhannesson, 25.3.2009 kl. 10:19

55 Smámynd: Valan

Þór, ég er hætt að lesa það sem þú skrifar nema þú talir eins og maður og sýnir öðrum hérna almenna kurteisi.

Jenný, ég kímdi þegar ég las hjá þér hugtakið "pólitískur kynvillingur". Ég vil samt bara taka fram að fæstir ganga svo langt í frjálshyggjunni  (og þar á meðal ég) að vilja hvorki skóla né spítala nema fyrir þá eina sem geta "borgað út í hönd" eins og sumir sósíalistar vilja ranglega meina að sé innsta þrá allra kapítalista. Það væri eins og að segja að engir frjálshyggjumenn vilji leyfa tryggingar, því almannatryggingakerfið er jú ekkert annað en stór tryggingamiðstöð. Það vill enginn frjálshyggjumaður sjá "krypplinga þurfa að betla á götunni fyrir hjólastól" eins og ég hef heyrt. Við viljum hins vegar að þessi prógröm séu takmörkuð og rétt rekin, sýni þeim sem í þau borga ákveðna virðingu og brjóti ekki á réttindum þeirra sem einstaklinga. Ég tel að einstaklingar hafi rétt til mun meiri upplýsinga, íhlutunar og valmöguleika um sína skattpeninga en þeir er nú eru veitt af ríkinu.

Ég vil að samfélagsprógrömmum sé haldið í lágmarki (þ.e.a.s. takmarkist við það sem flestir sammælast um að sé nauðsynlegt) og að ríkið reki sín prógröm á markaðslegan, ábyrgan og gagnsæjan hátt og virði samninga sína við borgara líkt og fyrirtækjum er gert að gera og komist ekki upp með að skerða réttindi og bætur eftirá eða afturvirkt. Þannig væri hægt að lækka skatta og fólk hefur þá meira á milli handanna til að velja sjálft hvað það vill eða vill ekki kaupa fram yfir þessa lágmarksþjónustu.

Munurinn er hér á milli þess að vilja ákveðinn samræmdan stuðning fyrir alla þjóðina og hins vegar þess að vilja að ríkið veiti þeim nánast allsherjar forræði. Ég treysti Íslendingum fyrir sínum eigin vinnulaunum og tel ekki að samfélagskenndin hverfi að því leyti sem ekki er fyrir henni ríkisstofnun.

Valan, 25.3.2009 kl. 17:48

56 identicon

Sæl Hanna Lára.

Þetta er magnað og það varlega til orða tekið.

 Aldrei á æfi minni hef ég séð og heyrt, hvert og eitt einasta orð,

SNÚAST í ANDHVERFU sína.

þetta er kjörið skólabókadæmi: Að segja eitt en meina allt annað!.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:16

57 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott og vel, Vala ég er komin að niðurstöðu sem ég deili líklega með mörgum.

Þú segir ....... "enda hefur hægri vængurinn ennþá sömu góðu gildu stefnuna en upp til hópa handónýtan mannskap og vinstri stefnan hefur sína sömu gömlu galla en langt um óspilltari mannskap" .

Á meðan þessi handónýti mannskapur ræður ríkjum og engin iðrun, engin naflaskoðun og engin  breyting er í sjónmáli, og vinstri stefnan virðist hafa langt um óspilltari mannskap, þá er óðs manns æði að kjósa XD

Hef heldur enga sannfæringu fyrir því að spillingin og vinavæðingin muni ekki halda áfram, nái þeir að krafsast til valda aftur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2009 kl. 20:28

58 Smámynd: Valan

Skil þá niðurstöðu þína. Brýnast er þó auðvitað að beita sér fyrir nýrri alíslenskri stjórnarskrá sem stöðva þessa spillihættu með skýrum ákvæðum um valddreifingu, tryggari einstaklingsvernd, upplýsingaskyldu o.f.l. sem myndi stöðva þennan vítahring.

Engir flokkar eru ónæmir fyrir spillingu þar sem vantar sterka stjórnarskrá, hvorki rauðir né bláir.

Það má segja að við núverandi fyrirkomulag (þ.e.a.s. handónýta stjórnskipan) sé óðs manns æði að kjósa nokkurn til valda nema þá kannski manngæðingana jesús krist og jólasveininn.

Valan, 25.3.2009 kl. 22:31

59 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þakka skemmtilega og fræðandi umræðu hér í boði eða boðflennu Láru Hönnu, og tek algjörlega undir þessa nýju stjórnarskrákröfu.

Huggun harmi gegn, náist þessi breyting ekki með nýja stjórnarskrá er

að þeir bláu eru líklega betri spillingavarnaglar gagnvart annarra spillingu

í stjórnarandstöðu en í stjórn.  Á meðan þeir voru í stjórn, var kallað hástöfum

"öfund"  ef einhver ærlegur reyndi að mótmæla.   Allir ærlegir vita að þá skortir öfundargenið,

 en þykir sárt og  leiðinlegt að vera vændur um þá dauðasynd.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2009 kl. 23:50

60 identicon

Skógarpúki.....????

Púka þarf til að reyna að kaffæra framtak þeirra sem vilja sýna hlutina eins og þeir eru. Alla daga eru hlutir teknir úr samhengi og klipptir til í opinberum fjölmiðlum og enginn segir neitt. En það er gert með bláum skærum og bláum krumlum. Dómskerfið með sínum bláu krumlum refsar vel fyrir smáþjófnað (mánuð fyrir skinkubréf) en styður ofurafbrot með því að þegja þau í hel.

Jamm og jæja. Eftirfarandi orð þín lýsa hugarástandi þínu vel:...„áróðursherferð.... nasistar....skurmskæla....höfundarleyfi....blint hatur...snilld segir lýðurinn og gapir.“ þú ert ekki lýðurinn sem sagt. Þú ert einn af 50.000 þúsund útvöldum! Gerirðu þér ekki grein fyrir að óðum fækkar í hópnum? Hver vill vera í sama flokki og þú, ég bara spyr?

Ragnheiður (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:35

61 Smámynd: Þór Jóhannesson

Liðormar frjáshuggjukapítalismans sprikla nú sem aldrei fyrr - enda hugmyndafræði þessa fólks hruninn til grunna. Ekki er við því að siðleysingjar gefist upp og viðurkenni ódæðisverkin sem framin hafa veri í nafni flokksins - nei eins og aðrir sem sjá ekki villu síns vegar þá berjast þeir til síðasta blóðdropa og eru frekar til í að falla fyrir með síðastu hálmstánni en sjá villu síns vegar.

Dæmin hér á auðvaldblogginu er nægilega mörg til að sanna þessa tilgátu og nú siðast með athugsemd þess er kallar sig Skógarpúkinn og þar örlítið ofar maður að nafni Óðinn Þórsson, svo fáein dæmi séu nefnd um  þessar veggjatítlur siðleysisflokksins á moggabloggi (flokksblogginu)!

Þór Jóhannesson, 26.3.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband