Hvað í andskotanum á þetta að þýða?!

Það fauk hressilega í mig þegar ég sá þessa frétt í gær. Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég ekki verja þetta en... Hvað líður réttlætinu á Íslandi? Er þetta réttlætið í hnotskurn?

Hann var tekinn og dæmdur.

Vísir 24. mars 2009

 Þau (og fleiri) ganga laus og njóta lífsins á okkar kostnað
- hafa ekki einu sinni verið yfirheyrð!

 

Hvað í andskotanum á þetta að þýða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svona er Ísland í dag, steldu litlu þú færð dóm.  Steldu miklu, helst þjóðarauð og ekkert gerist. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ef þú stelur mat því þú ert hungraður, þá ferðu í fangelsi. Ef þú átt nóg fyrir mat, en stelur bara af því að þú getur það, þá ferðu ekki í fangelsi. Hvaða skilaboð er verið að gefa framtíð þessa lands ???? Ekki það við stelum auðvita ekki, og það er ekkert sem réttlætir þjófnað. Krafa þjóðfélagsins á auðvita að vera að þessir hvítflibbaþjófar fái dóm.

Sigurveig Eysteins, 25.3.2009 kl. 01:57

3 identicon

Þetta er í boði Sjálfstæðisflokksins. Allir lögreglustjórar, sýslumenn og dómarar þurfa að vera í Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa mótað dómskerfið hér áratugum saman. Er hægt að breyta þessu?

Rósa (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 05:53

4 Smámynd: ThoR-E

Það er okkur Íslendingum til skammar að þessir fjárglæframenn voru ekki leiddir út úr bönkunum í handjárnum.

Siðferðislegt hrun þjóðar.

ThoR-E, 25.3.2009 kl. 07:46

5 Smámynd: ThoR-E

Kannski óhætt að bæta við, að ef þú stelur í búð .. pulsupakka eða oststykki ... að þá er viðkomandi leiddur út í handjárnum, handtekinn. Glæpamaður.

Ef þú rænir milljörðum af þjóð þinni ... þú getur farið til og frá landinu.. haldið áfram að stunda viðskipti.. og gagnrýnt rannsóknir í fjölmiðlum... þínum fjölmiðlum.

Það er eitthvað mikið rotið hérna.

ThoR-E, 25.3.2009 kl. 07:48

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Minnir mikið á sumt úr sögunum eftir Victor Hugo

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 10:41

7 Smámynd: Anna

Lára, þetta er til skammar. Var ekki hæt að gefa honum skilorð eins og Jóni Ásgeiri í Baugsmálinu.

Nei lokum heimillislausafólkið og fátækjafólkið inni eins og dýr. 

Hvað hafa þeir sem minna meiga sín fengið af góðærinu síðustuliðnum árin?

Ekkert.

Hafið þig keyrt um götur Reykjavíkur og séð ókláruðu stórhýsin allsstaðar?

Peningar sem var hægt að nota til þess að hýsa heimillislausa,hækka öryrkjabætur, o.s.f.

Hvar er umhyggja ráðamanna hjá borginni og ríkinu.

Anna , 25.3.2009 kl. 11:00

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Vá, ég rak einmitt augað í þessa frétt og hugsaði nákvæmlega eins: Maður þarf bara að fremja nógu stór og flókið efnahagsbrot þá er maður stikkfrí og enginn þorir að fara í saumana á þessu. Kannski vegna of náin tengsl við of marga í lykilstöðum í þjóðfélaginu. En það er svo einfalt að dæma litla þjófa.

Úrsúla Jünemann, 25.3.2009 kl. 12:43

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dæmdur í mánaðarfangelsi og að greiða málskostnað, ef þetta er hlutfallið þá endist bankaræningjunum ekki aldur til að sitja af sér.

Rut Sumarliðadóttir, 25.3.2009 kl. 13:18

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Misræmið milli dóma fyrir (lítil) auðgunarbrot og ofbeldisglæpi hefur lengi verið landlægt. 

Hef stundum notað þá samlíkingu, að ef maður stelur kjötlæri úr búð, rýkur hann strax í steininn.  Ef maður tekur hins vegar upp á því að rota annann með kjötlæri, bíður hans, eftir dúk og disk, vægur skilorðsbundinn dómur -ef málinu er þá ekki vísað frá.  (Hafi ofbeldismaðurinn t.d. haft vit á að misþyrma konu, sem gæti "hafa reitt hann til reiði", smbr. alræmdan dóm á Suðurnesjum).

Nú liggur ljóst fyrir, að það margborgar sig að stela heilu kjötfjalli, eða fjallgarði, frekar en einu aumu læri...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 13:54

11 identicon

Mér finnst að það ætti að skikka þetta lið, sem Vilhjálmur er með í huga, í geðrannsókn.

Niðurstöður sem eru sameiginlegar í hópnum ætti að birta opinberlega.

HF (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:18

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Lögrelan gekk hratt og örugglega fram í þessu skuggalega máli og hann viðurkenndi skýlaust brot ditt og sýndi greinileg merki iðrunar

Finnur Bárðarson, 25.3.2009 kl. 16:34

13 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Jú Svanur Gísli ! Mikið rétt ;Les miserables , eða Vesalingarnir eftir Victor Hugo , þegar svangur maðurinn stal brauðinu. Það er með ólíkindum að þetta skuli falla undir lögin í landinu og hvað gerðu ekki Byrs ómennin og ekkert hægt að gera , jú leiða þá undir húsvegg og eitt hnakkaskot : Þvílík landhreinsun , og vera stoltur af að hafa myrt ómenni .

Hörður B Hjartarson, 25.3.2009 kl. 18:31

14 Smámynd: TARA

Þetta er réttlætið í allri sinni sanngjörnu mynd...það er alltaf sá sem minnst gerði sem fær þyngstan dóminn.

TARA, 25.3.2009 kl. 19:48

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Að mínu viti þýðir þetta einfaldlega að áleggsbréf er verðmætara en hlutabréf skv. löggjafanum.  Og skiptir þá engu hversu hátt hlutabréfið er. 

Fjárfestar athugið !   Áleggsbréf til sölu.  

Anna Einarsdóttir, 25.3.2009 kl. 20:44

16 identicon

Veit einungis um einn úr stétt dómara á Íslandi, sem breytti rétt gegn fátækling; Páll Vídalín í frelsun Jóns Hreggviðssonar. Annars er íslenska dómarastéttin þétt setin af Þorlákum Kortssonum.

Hreggviður Davíðsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:48

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er ekki gengi skinkubréfa komið í 15,3 meðan hlutabréf eru í núlli.

þetta er stórglæpon.

Brjánn Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 22:54

18 identicon

Er þetta ekki í boði umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins á Selfossi, sjálfs þvagleggs sýslumanns.

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:09

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það eru bara stórglæpir sem orga sig á Íslandi

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2009 kl. 23:13

20 identicon

“Steal a little and they throw you in jail,
Steal a lot and they make you king.”

-Bob Dylan

Heiður (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 01:45

21 identicon

þessir föðurlandssvikarar meiga þakka guði fyrir að skotvopnaeign landsmanna er eins lítil og raun ber vitni......kannski fer það eitthvað að lagast  

Vilhjólmur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:38

22 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta óréttlæti er svo yfirgengilegt að það getur ekki heitið neitt annað en smánarblettur... réttara væri auðvitða að kalla það smánarhafsjó! Þessi mismunum er íslensku réttargæslu- og dómgæslukerfi til háborinnar og ævarandi háðungar og skammar!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.3.2009 kl. 00:13

23 Smámynd: Sylvía

hugsaði það sama, en það er einsog Joly segir; dómskerfið er bara fært um að taka á þesskonar málum, ekki alvöru málunum.

Sylvía , 28.3.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband