Hógværð og lítillæti sjálfstæðismanna

Nú skilur maður betur hvernig Sjálfstæðisflokknum tókst að steypa þjóðinni í glötun. Var það kannski bæði stefnan OG fólkið eftir allt saman...? Hér er nú aldeilis ekki lítillæti eða hógværð fyrir að fara og eitthvað fleira virðist vanta upp á. Ætlar fólk að kjósa þetta?

Ræðubrot landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

 
 Skrif landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Guð er Sjálfstæðismaður - Ásdís Sigurðardóttir, sjálfstæðiskona

Minntist einhver á trúarbrögð og ofstæki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei aldrei aftur.  Ég skammast mín fyrir það að hafa verið kjósandi þeirra.   Núna kýs ég Borgarahreyfinguna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 02:20

2 Smámynd: Eygló

Var þetta á mannamóti? Þetta minnir helst á harðlínubókstafstrúarmann með geðræn vandamál. Kannski er hann það líka. Já, mann verður flökurt... allavega ómótt

Eygló, 28.3.2009 kl. 02:24

3 identicon

Það væri gaman að sjá mynd af ræðupúlti sjálfstæðisflokksins frá tímum sjálfs-bankastjórans? Það virðist sem það hafi skroppið saman nýlega. Kannski í takti við nýfundna auðmýkt flokksins eða fækkun innan hans. Sú var tíðin að foringinn virtist vera að tala til fylgissveina sinna úr gríðarstórri pontu langt fyrir ofan þá. Stallurinn trónir ennþá hátt en umfang hans virðast hafa minnkað svo um munar.

Hvað sagði blessunin hún Þorgerður Katrín?... „Guð láti gott á vita.“ Ef ekki er um yfirborðsauðmýkt að ræða ætti þessi flokkur að hafa vit á því að horfa vel og lengi á það sem hann hefur leitt yfir þjóðina.

Íslendingar eru fyrir löngu tilbúnir í annað en að græða á daginn og grilla á kvöldin.

Það vita allir hvernig það fer..... eða er það ekki?

Ragnheiður (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 02:45

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvers konar sjálfsblekking er þetta í manninum ?   Það vita allir, sem vilja vita, að

"God is an Englishman"...

Frá því var gengið í valdatíð Viktoríu drottningar, þegar sólin hné aldrei til viðar í breska heimsveldinu -og ég veit ekki til að Guð hafi sótt um nýtt ríkisfang síðan.  

Hvað þá um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 02:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 02:57

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Leitt að heyra að þú æltir að kjósa Bloggarahreyfinguna Jóna - og þannig óbeint styrkja Sjálfstæðisflokkinn!

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 03:40

7 identicon

Hann er himnasending þessi maður: Svona ljómandi huggulegur, vinalega flutt ræða og málefnalegur.

Fyrst segir hann fólkinu hvaða skoðun það hafi og síðan að það sama fólk hafi lýðræðislegt umboð.

Vonandi fær Guð fararleyfi frá Englendingum til Íslands til að sjá til þess að þessi maður tali sem oftast fyrir hönd sjálfstæðismanna kosningabaráttunni.

Helga (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 03:50

8 identicon

Bíðum nú við. Þetta var skrýtinn myndbútur. Er ekki staðreyndin sú að maðurinn er að gagnrýna yfirlætislegar yfirlýsingar í nafni þjóðarinnar og það með réttu. Hverjum leyfist að tala í nafni þjóðarinnar?

Hann segir eitthvað á þessa leið: "Hvaða andskotans kjaftæði er þetta: Við viljum ekki..., við erum þjóðin". Svo minnir hann á lýðræðislegt umboð fundarfulltrúa til að taka sjálfir afstöðu. Maðurinn virðist vera að gagnrýna ólýðræðisleg vinnubrögð. Hvað er pistilhöfundur að reyna að sýna fram á?

Það vantar samhengið þarna svo mér sýnist pistilhöfundur vera að klippa efni til þess að láta grunnhyggna lesendur standa á blístri yfir vonsku sjálfstæðismanna, eða hvað?

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 08:20

9 identicon

Þór ég skil bara engan veginn í þér að lýsa yfir fávísi þinni. Í fyrsta lagi þá sýna skoðanakannanir það greinilega víst þú vilt tala um að taka fylgi af einhverjum að við erum að fá fylgi hægra megin. Fullt af hægra fólki innan borgarahreyfingarinnar. Í öðru lagi þá mun x-o ná yfir 5% ég skil ekki þessa hræðslu við það. Undiraldan er gífurleg. Ég er að sjá borgarahreyfinguna á milli 10-20% fylgi.

Þannig Þór það er bæði óheiðarleiki og lævísi af þér að vera lýsa yfir hvar sem þú ert að með að kjósa x-o sértu að styrkja sjálfstæðsflokkinn. Er þetta svona sem þú vilt að þinn flokkur fái atkvæði, útbreiða hræðsluáróðri? Já verði þér að því.

Jóhann Gunnar Þórarinsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 09:44

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Maður þarf nú hvorki að lesa blogg, né vera grunnhygginn til að vita hvað sjálfstæðisflokkurinn hefur klúðrað málum.

Það eina sem þarf að gera er að rýna aðeins í hagtölur á Íslandi og þá er ljóst að sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur fyrir viti borið fólk.

Sjötta valdið. 

Anna Einarsdóttir, 28.3.2009 kl. 09:48

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Flokkast þetta ekki undir Guðlast að segja að Guð sé í Sjálfstæðisflokknum ?

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 11:29

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haha, Finnur góður, er guð þá til?

Rut Sumarliðadóttir, 28.3.2009 kl. 12:05

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einkennilegt hvernig Evrópumálin eru að yfirtaka alla umræðuna. Sjálfsagt góð leið til að leiða huga almennings frá kjarna málsins og þeim ástæðum sem liggja að baki því að þrýst var á um kosningar núna. - Spunameistarar í öllum flokkum gera sér grein fyrir að erfitt er að laða að kjósendur á grundvelli stefnu sem þegar hefur valdið skipsbroti og þess vegna best að beina sjónum fólks að öðru. - Sjáið til að eftir landsfundina munu "stjórnmálaskýrendur" verða beðnir um skilgreiningar á þeim málum sem kosið verður um og segja aðalmálið vera Evrópumálin.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2009 kl. 12:16

14 identicon

Sæll Þór og takk fyrir kraftmikla spillingarumræðu á síðu þinni.

Þessi athugasemd þín (nr. 6. að ofan) varðandi ráðstöfun atkvæða stenst ekki raunveruleikapróf og er í reynd ömurleg. Einstaklingar eiga ekki að þurfa að sitja undir ámælum s.s. hræðsluáróðri þó að þeir hafi ákveðið að kjósa annað stjórmálaafl en þú telur vænlegt.

Varðandi sjálfan mig þá er ég ekki og hef ekki verið bundinn niður á klafa ráðandi stjórnmálaflokka og hef lýst því yfir að það væru dapurleg örlög nú á þessum tímum að þurfa að velja á milli þeirra fjór-flokka sem hér hafa stjórnað í langan tíma og hver 3/4 hluti bera klára ábyrgð á hruninu. M.ö.ö. nota útilokunaraðferðina í kjörklefanum.

Því fagna ég nýjum framboðum og sérstaklega Borgarahreyfingunni sem ég styð. Þeir munu ná mönnum inná þing.

Við þurfum raunverulegar breytingar hér og þær verða ekki meðan kökunni er skipt bróðurlega milli sitjandi flokka.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:30

15 Smámynd: Þór Jóhannesson

Jóhann Gunnar - þér fer vel að kalla mig heimskan, sjálfur með fáránlegar fullyrðingar um framtíðina sem eiga sér engan stuðning í spám eða könnunum.

Bloggarahreyfingin er - og verður greinilega (lið eins og þú afhjúpið það betur á hverjum degi) - hreyfing meðalmenskuliðs sem var hafnað af öðrum flokkum og er nú að reyna að ræna byltingunni af þeim sem raunverulegu stóðu í henni (þó vissulega séu einn og einn í hreyfingunni sem stóð vaktina að þá eru þeir bæða aftarlega á listum og lítið hlustað á það af lýðskrumunum í eiginhagsmunaframapotinu sem hafa tekið hreyfinguna yfir).

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 12:36

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

Svo er þetta bull í ykkur í Bloggarahreyfingunni um að þið séuð ekki að taka vinstrafylgi fullkomlega út í hött - ég þekki fullt af liði þarna og án efa eru 8 af hverjum 10 þarna úr röðum VG, ýmist flokksbundnir eða hafa verið yfirlýstir kjósendur flokksins.

Ætlirðu að reyna að hreka þetta þykir mér ágætis dæmi um sannleikann að bæði Formaður og Varaformaður hreyfingarinnar hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn VG til þessa - segir allt sem segja þarf.

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 12:42

17 identicon

Þessi ungi maður Ólafur Hannesson sem sté í pontu sýnir augljóst stjórnleysi.

Í ofsa sínum bölvar hann og sýnir hroka.

Stjórnleysi einstaklinga er það sem kom þjóðarbúinu á hausinn.

Við viljum ekki slíka einstaklinga við stjórnvölinn.

Kjósum því ekki stjórnleysingja á kjördag  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:49

18 identicon

Svei þér Þór Jóhannesson - ég hélt þig meiri mann en þetta.

Ég hef hingað til lesið bloggfærslurnar hjá þér og iðulega verið sammála og tekið undir með þér.
Held ég láti það ógert í framtíðinni því þú leggst niður á lægsta plan með þessari færslu þinni hér og ert maður að minni.

Held ég taki þann kostinn að vera í meðalmennskunni en eiga samleið með þér miðað við þessa lágkúru af þinni hálfu.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:50

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Merkilegt að þið talið um flokkadrætti - og svo hópist þið saman eins og sauðir í hugsunarlausri hjörð utan um lýðsrumara og leggist svo lágt að fara í persónuárásir til að upphefja FLOKKINN ykkar.

Svei sé hverjum?

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 12:53

20 identicon

Sauðir!

Hugsunarlaus hjörð!

Lýðskrumari!

Hver er það sem stundar persónuárásir Þór?

Var einhver að kalla þig nöfnun? Hefur einhver kallað þig sauð eða eitthvað álíka?

Svaraðu því til Þór.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:06

21 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú og Hákon hér að ofan (+ um 20 af ykkur í viðbót í hvert sinn sem maður skrifar gagnrýni á lýðsrumið í Bloggarahreygingunni). Þú t.d. gerir lítið úr karlmennsku minni og þótt þú gerir það undir rós ertu ekkert minna að iðka persónuníð.

Ég hef í kjölfarið á þessum tuga persónuárása frá stuðningssauðum Borgarahreyfingarinnar áveðið að leggjast í að berjast gegn lýðskrumi ykkar á mun öflugri hátt en hingað til og hvíla mig á Sjálfstæðisflokknu.

Það virðist ekki óþörf að opna augu grandvaralaus almúgans á því sem hann ekki veit um þetta framboð sem er farið að vinna markvist gegn því að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum með hroka, sjálfsbirningshætti og yfirlæti.

Meira um það síðar og á bloggsíðunni minn.

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 13:14

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ÞJ hérna hinn hógværi og orðvari, er eiginlega jafn skemmtilegur og fv. seðlabankastjórinn!

Ekki leiðum að líkjast fyrir hann!?

Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 00:41

23 Smámynd: Hlédís

Mig langar að benda á að ræðumaðurinn hér efst gat alveg sagt "við erum þjóðin" fyrir hönd sjálfs sín og margra annarra. Þetta sögðum við gagnrýnendur síðustu ríkisstjórnar hiklaust, þó við værum ekki ÖLL þjóðin!    Konan með gvuð sitt í mannslíki er dæmigerð fyrir svo margt svokallað Kristið fólk, að tekur ekki að tala um. Ef gvuðið telst manneskja sem menn deila meira að segja um kynferði á, getur það mín vegna eins gengið í stjórnmálaflokk!

Svo þakka ég Láru Hönnu einu sinn enn fyrir að vera besti fréttamiðillinn.

Hlédís, 9.4.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband