Þetta líst mér vel á!

Bankakreppan hefur haft ýmsar hliðar. Meðal annars þá, að um tíma vissi enginn hvað yrði um sín bankaviðskipti, innistæður eða skuldir og ekki er búið að gera allt upp enn . Átti maður að fara eða vera? Flýja - og þá hvert? Það var alls staðar sama sukkið, sama óráðsían, vafasamir eigendur og bankastjórar.

Ég er búin að sjá ljósið. Það voru ekki allir að sukka og svalla og þenja sig út óverðskuldað. Ef dæmið hjá MP með SPRON gengur upp ætla ég að flykkjast þangað og vona að fleiri geri slíkt hið sama, þótt ekki sé nema til að sýna velþóknun á ráðdeild stjórnendanna og stuðning í verki. Ekki sakar að stuðla að því í leiðinni að fleiri starfsmenn SPRON haldi vinnunni. Ég vona bara að þeir taki við mér þótt ég eigi ekki ónýta krónu með gati. Ég leik bara í auglýsingu fyrir þá í staðinn... eða eitthvað.

Mér líkar vel við svona menn með slíkan málflutning!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Passaðu þig Lára Hanna! Margeir Pétursson er Sjálfstæðismaður!

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 06:10

2 identicon

Í húsi Láru eru margar vistarverur.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:10

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bloggaði um þetta í gær.    "Normal" íslensk fjármálastofnun, sem fór ekki með allt til andsk..... og dreymdi ekki um að verða stærst í heimi ?

Næstum því álíka einum of gott til að vera satt og Eva Joly.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gunnar Th; Munurinn á þér og Láru Hönnu er greinilegur.

Sjálfstæðismenn geta ekki viðurkennt að neitt gott komi frá öðrum en svo er fólk sem getur viðurkennt að meira að segja Sjálfstæðismenn eiga það til að gera eitthvað af viti

Heiða B. Heiðars, 31.3.2009 kl. 09:49

5 Smámynd: Anna

Er Björgjólfur eða Jón Ásgeir á bakvið þessi kaup eða Sigurður Einarsson sem var með í árslaun  2006. 843millur 2007. 737 millur.

Anna , 31.3.2009 kl. 10:31

6 Smámynd: Anna

Ég vil sjá her erlenda banka t.d. Lloyds TSB. Breskur banki sem býður upp á 6.9 % á húsnæðisstjórarlánum. Eða Bank of America. Bankar á Íslandi eru kríma fyrirtækji. Þeirra aðalmarkmið er að græða á almenningi. Og hef ég verið í ýmsum bönkum landsins í 39 ár. Hef einnig þurt að kæra Landsbakann og vann það mál. Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara í annað kærumál vegna gamla Glitnirs. Ég held að það sé best að fá sér bankabók í bankanum á Þyngeyri.

Anna , 31.3.2009 kl. 10:57

7 identicon

Sem BETUR fer eru til sjálfstæðismenn & konur sem eru að gera mjög góða hluti út í atvinnulífinu....., sem betur fer eru ekki allir íslenskir viðskiptamenn skelfilega lélegir, þó flestir þeirra séu "good for nothing at all..."  Það er ekki bara að Margeir (MP fjárfestingarbanki) hafi staðið sig vel, ég held einnig að Auðar Capital hafi staðið sig vel, undir góðri stjórn Höllu Tómasardóttur, sem einnig er flottur sjálfstæðismaður...!  Auðvitað á Sjálfstæðisflokkurinn NÓG af frábærum einstaklingum, það þarf bara að VIRKJA þann mannauð betur fyrir samfélagið.  Þess vegna var ég svo leiður þegar kjósendur X-D höfnuðu endurnýjun í Reykjavík.  Í kosningum hjá Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík kaus ég t.d. 7 konu í tengslum við þessi 10 sæti sem voru í boði.  Ég taldi t.d. öruggt að kjósendur myndu gefa Sigríði Andersen tækifæri og skipta hugsanlega út Birkir Jónssyni, en því miður urðu næstum engar breytingar og borin von að X-D komi vel út úr næstum kosningum eftir að hafa rústað samfélaginu og bjóða svo bara upp á sama DRASLIÐ aftur....  En ég óska auðvitað eigendum MP-SPRON & starfsfólki þeirra alls hins besta á komandi árum..!

kv. Heilbrigð skynsemi 

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:30

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Á erfitt að með að sjá þig fyrir mér t.d. að auglýsa fjáhagslega heilsu, hvað svo sem það nú er.

Rut Sumarliðadóttir, 31.3.2009 kl. 11:40

9 identicon

Það skildi þó ekki vera að ríkisstyrktir stórmeistarar væru hluti af lausn vandans?  Held að það sé kostur að sjá leiki fram í tímann hvort sem það er í fjármálum eða skák.  Vona að þetta gangi upp hjá MP og fólk fái raunhæfan og góðan kost á að yfirgefa þessi NÝJU skrímsli sem hafa kramið þjóðina.

Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:08

10 Smámynd: Anna

Nefnið einn banka sem hugsar ekki um að græða á almenningi. Sorry, enn það þarf mikið til svo ég trúi á bankakerfið. Tökum dæmi þegar ég hringði í Kaupþing til þess að spyrja um stöðu. Ég var látin borga. Ég borgaði reikning. Ég var látin borga fyrir það. Her í Bretlandi borga ég ekkert fyrir slíkt. Bankarnir á Íslandi finna hvað leið sem hæg er til þess að plokka af almenningi pening. Finnst ykkar þetta í lagi. Eða er fólkið í landinu orðið svo vant þessu að það segir orðið ekki neitt. Það lætur bara allt yfir sig ganga.

Hvessvegna er enginn samkeppni í landinu. Jú því víssir aðilar stjórna allri samkeppni. Svo er sagt að Ísland sé Lýðræðislegt þjóðfélag. Þetta er svomikill vitleysa að hálfa væri nú nóg okkur er stjórnað í einu sem öllu.

Anna , 31.3.2009 kl. 12:16

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er bara sáttur við að vera kominn í Búnaðarbankann eða Kaupþing ríkisins þótt ég hafi kunnað ágætlega við að vera í SPRON.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.3.2009 kl. 12:30

12 Smámynd: Hörður B Hjartarson

En hvað með , já takið nú eftir - - - - : Við stofnum okkar eigin SPARISJÓÐ . Ef við treystum ekki sjálfum okkur , þá hverjum ?

Hörður B Hjartarson, 31.3.2009 kl. 20:28

13 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mín skoðun er sú að bankahrunið og kreppan hafi verið blessun að ýmsu leyti. Þetta get ég sagt með glöðu geði þó aukagetan hafi að öllu brunnið á glæfrum misindisfólks í kaupahéðnastétt.  Hver hefði viljað, að samfélagið þróaðist áfram á þeirri leið, sem það var? Það var nokkuð á sig leggjandi að stöðva þá þróun.

MP er hirðir "gamalla peninga" þar sem saman hefur komið auður fyrir ráðdeild og heiðarleika. Kannski síðustu aurar langrar sögu, sem teflt var út af borðinu hægt og bítandi með velþóknun almennings og fyrir linku og værð þriðju kynslóðarinnar. Það hét þá að ganga milli bols og höfuðs á Kolkrabbanum. Og allir þóttust himinn hafa höndum tekið og heimt fjöreggið að nýju. 

Við sátum ekki uppi með Kolkrabbann heldur krabbamein af nýju tagi. 

Sigurbjörn Sveinsson, 31.3.2009 kl. 20:32

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef verið í SPRON lengi lengi. Þegar SPRON var seldur fór allt í hönk hjá mér. Kortum lokað að ástæðulausu og ég veit ekki hvað og hvað. Vona að MP-SPRON standi sig betur. Annars hefur verið fínt að vera í SPRON.

Helga Magnúsdóttir, 31.3.2009 kl. 20:49

15 identicon

Sæl Lára og takk fyrir allt sem þú hefur fært okkur undanfarna mánuði - ég hef lesið það mér til ánægju og upplýsingar lengi vel, þótt ekki hafi ég haft fyrir því að þakka fyrir mig fyrr en nú. Nema hvað, ég er ekki alveg jafn uppnuminn og þú yfir málflutningi þessa manns, þótt ágætur hafi verið að mörgu leyti. Sérstaklega hjó ég eftir orðum hans rétt undir lok viðtalsins, þar sem hann sagði eitthvað á þá leið, að hann hefði haft lítinn skilning á þeim metnaði einhvers af kaupendum gömlu bankanna að hann/þeir ætluðu að verða stærsti banki landsins - vegna þess, sagði þessi fulltrúi MP, að honum hefði þótt mun betra, gáfulegra eða hvað það nú var, að hafa metnað til að vera "arðsamasti" banki landsins... "Arðsamasti" fyrir hvern? Kúnnana? Varla. Eigendurna? Væntanlega. Þá hlýtur maður að spyrja, er þetta markmið MP-banka - og nú SPRON - og í framhaldi af því, hvaðan á sá arður að koma?

Nú veit ég ekki hvort þú ert þýskumælandi, en sé svo - og einnig fyrir þá lesendur sem það eru - bendi ég á þetta viðtal við ævafornan þýskan sparisjóðsstjóra og eftirmann hanns: http://www.ardmediathek.de/ard/servlet/content/1741224

Ég segi það ekki, þarna eru menn kannski umþaðbil hálfu skrefi aftar en nauðsynlegt er og örugglega hægt að finna boðlegan milliveg, en þarna er lýst þeim gildum sem ég - og svo miklu, miklu fleiri - vildi glaður sjá í íslenskum bankaviðskiptum. Gildum, sem enn eru amk að einhverju leyti í heiðri höfð í smæstu sparisjóðum Íslands, og verða vonandi lengi enn.

Kannski ég reyni að snara þessu viðtali, eða meginatriðum þess, yfir á íslensku og koma á framfæri, ekki veitti af.

mbk,

æöj

Ævar Örn (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband