REI-málið í máli og myndböndum

Líklega er að bera í bakkafullan lækinn að rifja REI-málið upp enn frekar. En þar sem nýjasta hneykslið í Sjálfstæðisflokknum tengist því órjúfanlegum böndum er varla hægt annað. Auk þess geri ég ráð fyrir að fólk vilji vita hvað kjörnir fulltrúar þess voru og eru að gera við sameiginlegar eigur okkar allra og auðlindir þjóðarinnar. Fréttaskýring Péturs Blöndal, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem ég birti í síðustu færslu er mjög upplýsandi og greinagóð. Það er líka yfirlit Sigrúnar Elsu Smáradóttur sem birt var í athugasemd nr. 12 við þá færslu og ég ætla að endurbirta hér á eftir.

Lítum á yfirlit sem hin frábæra fréttakona RÚV, María Sigrún Hilmarsdóttir, sýndi okkur í fréttum í gærkvöldi.

Skoðum síðan áðurnefnda frásögn Sigrúnar Elsu á atburðum, en hún sat á þessum tíma í stjórn OR fyrir Samfylkinguna:

Staðreyndir málsins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leiddu stofnun REI og sameiningarviðræður milli REI og GGE en FL-Group var meirihlutaeigandi GGE. "Hetjuleg" framganga 6-menninganna í REI málinu birtist sem nafnlausir lekar í fjölmiðlum. Niðurstaða borgarfulltrúahóps Sjálfstæðisflokks var að selja ætti REI með 20 ára einkaréttasamningnum, en GGE átti forkaupsrétt. Undir forystu 100-daga meirihlutans var samrunasamningnum rift.

Tengsl REI-málsins við risastyrki Sjálfstæðisflokksins
Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarformennsku í Stjórn OR eftir borgarstjórnarkosningar (en hann hafði stutt Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson dyggilega í prófkjöri). Skömmu eftir að Guðlaugur biður varaformann stjórnar FL-Group um að safna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (í mars 2007) að stofna hlutafélagið Reykjavik Energy Invest utan um útrásarstarfsemi OR. Í júní 2007 tók Haukur Leósson við
Sigrún Elsa Smáradóttir stjórnarformensku í OR og sat einnig í stjórn REI og fylgdi því samrunaferlinu frá upphafi. Fram hefur komið í fréttum að Haukur Leósson var endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og vissi um risastyrkina og hafði rætt þá við forsvarsmenn flokksins.

Þetta er athyglisvert í því ljósi að í niðurstöðu stýrihóps borgarráðs sem Svandís Svavarsdóttir stýrði og Sigrún Elsa Smáradóttir sat í fyrir hönd Samfylkingar segir meðal annars: "Við vinnu stýrihópsins kom í ljós að FL-Group, sem hafði verulega fjárhagslega hagsmuni af því hvernig þjónustusamningur OR og REI yrði, hafði bein áhrif á samningsgerðina eins og fram kemur í tölvupóstsamskiptum milli FL-Group og OR. Þetta verður að teljast óeðlilegt í ljósi þess að samningurinn var á milli tveggja fyrirtækja í meirihlutaeigu borgarinnar og formleg staða FL-Group gagnvart þeim fyrirtækjum engin. Þannig telur hópurinn að hagsmuna OR hafi ekki verið gætt nægjanlega vel við samningsgerðina." Síðar í skýrslu stýrihópsins segir: "Stýrihópurinn gagnrýnir sérstaklega þau vinnubrögð að aðkoma einkaaðila að verkefninu skuli hafa verið með þeim hætti að einum tilteknum aðila stæði auðlindin til boða án þess að eðlilegs jafnræðis milli aðila væri gætt."

Einnig er rétt að hafa í huga að ef sjálfstæðismenn í borginni hefðu náð fram sínum vilja og REI hefði verið selt, eftir sameininguna við GGE, hefði GGE haft forkaupsrétt að hlutnum. Þannig hefði FL-Group getað eignast allan hlutinn í REI með 20 ára einkaréttarsamningi.

Aðdragandi REI-málsins, aðkoma minnihluta
REI var stofnað í valdatíð fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils en í þeim meirihluta sátu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. Fulltrúar þeirra leiddu samningaviðræður við GGE um sameiningu GGE og REI. Minnihlutinn átti engan fulltrúa í stjórn REI og kom því hvergi nærri því örlagaferli. Í stjórn
Svandís SvavarsdóttirREI voru til að mynda kaupréttasamningar samþykktir og þeim síðar breytt eftir harða gagnrýni minnihlutans eftir að minnihlutinn kom upp um samningana og að endingu voru þeir svo felldir niður í stjórn REI. Enginn fulltrúi minnihlutans greiddi því atkvæði með eða á móti þeim kaupréttarsamningum, því í stjórn REI átti minnihlutinn ekki fulltrúa.

Samruninn var vissulega samþykktur mótatkvæðalaust í stjórn OR 3. október 2007. Enda hafði veigamiklum þáttum verið haldið leyndum fyrir kjörnum fulltrúum og var talað um algjöran trúnaðarbrest í því sambandi. Meðal annars var eðli 20 ára einkaréttarsamnings ekki kynnt. Fulltrúar minnihlutans í stjórn OR óskuðu eftir frestun á málinu en frestunartillagan var felld af meirihlutanum. Meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna.

Það var svo minnihlutinn sem náði að draga fram í dagsljósið meinbugina sem voru á þessum gjörningi. Það fór ekki fram hjá neinum að mikil ólga var innan borgafulltrúahóps Sjálfstæðisflokksins þegar kvarnast fór upp úr þeirri glansmynd sem dregin hafði verið upp af sameiningu REI og GGE. En sú óeineining birtist helst í nafnlausum lekum innan úr hópnum og því varla um mikla hetjudáðir að ræða.

Sjálfstæðismenn vildu afhenda FL-Group REI
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu blaðamannafund í ráðhúsinu þann 8. október 2007 þar sem þeir kynntu niðurstöðu þriggja tíma sáttafundar sem þeir höfðu þá setið á með sjálfum sér. Niðurstaða þess fundar var að selja ætti REI að fullu út úr Orkuveitunni. Reyndar láðist þeim að ræða þessa niðurstöðu við samstarfsflokkinn, sem ekki gat unað henni og sleit samstarfinu þremur dögum síðar. Hefði Sjálfstæðisflokkurinn náð að hrinda vilja sínum í framkvæmd hefði GGE átt forkaupsrétt að fyrirtækinu og þar með 20 ára einkaréttasamningi á öllum erlendum verkefnum OR.

Hvernig nokkur maður getur látið sig dreyma um að hægt sé að falsa söguna þannig að sexmenningarnir svokölluðu hafi bjargað REI er óskiljanlegt.

Það var svo 100-daga meirihlutinn og vinna stýrihóps undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sem fór yfir málið í heild sinni og rifti samrunanum.

Þá er komið að hinni myndrænu upprifjun. Ég klippti saman umfjöllun um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október 2007 með tveimur klippum frá september sem mér fannst skipta máli. Því miður hef ég ekki aðgang að fréttum RÚV eða Kastljósi frá þessum tíma.

Fréttir Stöðvar 2 frá 5. - 10. október 2007

Hér sprakk meirihlutinn og fréttaumfjöllun næstu tveggja daga var nánast eingöngu um þann atburð. Þeir fréttatímar koma hér hvor í sínu lagi.

Fréttir Stöðvar 2 - 11. október 2007

Fréttir Stöðvar 2 - 12. október 2007

 

Og hér eru síðan fréttirnar frá 13. - 31. október 2007

Á þessum tíma var Ísland í dag alvöru fréttaskýringaþáttur og var með puttann á púlsinum. Hér er samanklippt umfjöllun Íslands í dag 4., 8., 9. og 10. október 2007. Af meiru er að taka en það verður að bíða betri tíma.

Ísland í dag

Að lokum er hér umfjöllun Kastljóss um skýrslu starfshóps um REI-málið frá 6. og 7. febrúar 2008

Dæmi nú hver fyrir sig um gjörninginn og tengslin milli "styrkja" og stjórnmála. Við vitum hvað útrásarvíkingunum gekk til, en hvað gekk stjórnmálamönnunum til? Hvernig stendur á því að sumir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar voru - og eru reyndar enn - tilbúnir til að selja eigur og auðlindir þjóðarinnar til að þeir sjálfir, frændur þeirra og vinir, geti auðgast  og lifað í vellystingum praktuglega á kostnað almennings? Er þetta ekki einn anginn af spillingunni sem er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að uppræta? Varla gerum við það með því að kjósa þessa sömu menn aftur.

Málefni Hitaveitu Suðurnesja hef ég ekki kynnt mér nægilega vel til að fjalla um þau, en bæði Hannes Friðriksson, sem barðist gegn einkavæðingu HS, og Agnar Kristján Þorsteinsson og eflaust fleiri hafa gert þeim skil.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða stjórnvald á að hafa frumkvæði að rannsókn á þessu mútumáli? Er það ríkissaksóknari? Ríkislögreglustjóri?

Getur einhver svarað því?

Rómverji (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:04

2 identicon

Þú hefðir getað látið fylgja með þá staðreynd að Svandís Svavarsdóttir samþykkti listann sem kaupréttarhafar í títtnefndu REI máli vor á. Fékk hún eitthvað fyrir sinn snúð? Það þarf að ransaka það. Svo fékk hún fyrrverandi eiginmann sinn til að skrifa skýrslukorn um málið og lét Orkuveituna borga honum áttahundruð þúsund fyrir viðvikið. Hvorki meira né minna. Armar spillingarinnar teygja sig víða.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:15

3 identicon

Villi sagði að minnihlutinn (Vg og Sf) vildi taka áhættu með almannafé þegar þau vildu ekki gambla með OR.    Hvernig ætlar SjálfstæðisFLokkurinn nú að snúa sögunni á haus?

Kolla (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: B Ewing

Sá þetta blogg nú í fyrsta sinn og þarf örugglega heila viku til að lesa það.  Þú ert ótrúleg!    Þær glefsur sem ég þó las lofuðu góðu...

B Ewing, 14.4.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

í raun hefur Bláa höndin snúist gegn sjálfum sér, með því að stjórna aðförinni að Guðlaugi í gegnum Morgunblaðið. 

Ótrúleg vitleysa að Guðlaugur Þór Þórðarson beri alla ábyrgð á þessu máli. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.4.2009 kl. 16:53

6 identicon

Ég er tvívegis búinn að senda fréttastofu ríkissjónvarpsins tölvupóst um að þeir leiðrétti þá frétt sína að sexmenningarnir hafi komið í veg fyrir sölu REI. Tvö kvöld í röð var þetta í fréttum, svona til að þetta myndi nú örugglega síast inn hjá fólki. Ég sendi þeim póst eins og ég segi, tvívegis og hef ekki fengið neitt svar. Það er óþolandi þegar fréttamenn leyfa pólitíkusum að komast upp með sögufalsanir og smjörklýpur í fréttatímum. Það er allt í lagi að pólitíkusar tali og segi sína rullu, en fréttamenn sjónvarpsins eiga að leiðrétta pólitíkusana ef þeir eru vísvitandi að fara með rangt mál.

Valsól (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:33

7 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Valsól, ég efast um að þú vitir afhverju sameiningar ferlið var stöðvað, það eru aðeins nokkrir menn sem í raun vita það. En margir þykjast vita það.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 15.4.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband