Glæpur og refsing?

Ríkissjónvarpið var með stórfrétt í kvöld um lán Landsbankans til fyrirtækja Björgólfsfeðga. Samkvæmt henni var framinn stórfelldur glæpur þegar Landsbankinn lánaði fyrirtækjum tengdum eigendum sínum langt umfram það sem lög leyfa og tjónið er metið í hundruðum milljarða.

Hér kemur fram að samkvæmt 30. grein laga um fjármálafyrirtæki (lög nr. 161/2002) megi lán til eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. Eiginfjárgrunnurinn er síðan skilgreindur frekar í gr. 84 og 85. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri Landsbankans 2008 (í þessu tilfelli hálfsársuppgjör eða sex mánaða uppgjör frá 30. júní 2008) er eiginfjárgrunnur Landsbankans 319,6 milljarðar (neðst á bls. 34), sem þýðir að bankinn má ekki lána "innbyrðis tengdum viðskiptamönnum" meira en tæpa 80 milljarða (79,65). En lítum á hve mikið fé bankinn átti þátt í að lána fyrirtækjum Björgólfsfeðga (og Magnúsar) samkvæmt frétt RÚV:

Landsbankalán til Björgólfsfeðga - RÚV 26.7.09

Þarna eru ótalin þau fyrirtæki sem minnst var á fyrr í fréttinni, Grettir með 60 milljarða og Novator Pharma 43 milljarða. En á þessum lista eru lánin komin upp í 365 milljarða og þó vantar upphæð á eitt fyrirtækið. Gerum ráð fyrir að Landsbankinn hafi lánað þetta allt (fram kemur í fréttinni að hann hafi átt hlut í einhverjum lánanna). Og gerum ráð fyrir að lánin til Grettis og NP (103 milljarðar) jafni upphæðir á móti. Þar sem eiginfjárgrunnurinn var aðeins 319,6 milljarðar er þarna búið að lána langt umfram 100% af honum, eða um 114%. Munum að bannað er samkvæmt lögum að lána meira en 25% af grunninum, eða 80 milljarða. Þetta slagar í að vera fimmföld leyfileg upphæð. Undir lok fréttarinnar tók ég sérstaklega eftir þessu:

Eva Joly sagði í viðtali við Stöð 2 þann 16. júní að réttarkerfi heimsins væru sniðin til að halda hlífiskildi yfir hinum ríku og valdamiklu. Þeir sleppi við refsingu eftir að dómar hafi verið kveðnir upp. Engu sé líkara en að hluti samfélagsins sé hafinn yfir lög. Ætlum við að láta það viðgangast í stærsta fjársvikamáli sem vitað er um þar sem heil þjóð er sett á hausinn? Eða verður yfirskrift íslenska efnahagshrunsins: Efnahagsglæpir og refsileysi?

Stöð 2 - 16. júní 2009

 

Verður refsað fyrir þennan glæp - og þá hverjum? Verður framhald á fréttinni á RÚV? Verður rýnt á svipaðan hátt í lánabækur hinna bankanna? Við bíðum spennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Lára. Nei í venjulegu glæpamáli væru viðkomandi hnepptir í gæsluvarðhald og það hefði verið gert í október 2008. Nú er eitthvað verður gert hér eftir þá er sáralítil refsing við svona brotum á Ísland eða hámark 6 ár. Þá miða ég við að þeir skili ekki krónu til baka. Það er vel þess virði.

Þar sem þarna er menn sem ekki eru taldir hættulegir, hafa ekki brotið lög í þessum geira sl. 5 ár og eru í flokknum fá þeir aldrei meira en svona eins árs fangelsi. Þetta er Ísland í dag. Danir dæmdu sinn í 8 ár en  hann framdi enga svona alvarlega glæpi og Bandaríkjamenn dæmdu sína í 100 til 150 ára fangelsi þar sem þeir hefðu rústað fjárhag tuga þúsunda manna.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: ThoR-E

Þetta er vægast sagt rosalegt.

Þarna eru Icesave peningarnir og þangað fóru þeir.

Þetta er stór hluti ástæðunar fyrir því að hér er allt komið í klessu .. skattahækkanir, hækkanir á matvöru, bensíni og svona gæti ég haldið áfram.

Þessir menn eru ábyrgir fyrir versnandi lífsskilyrðum íslendinga.

Arfleið þeirra er mikil.  Þeir hafa kallað ævarandi skömm yfir ætt sína.

Svei þeim!

ThoR-E, 26.7.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ja, hérna! Þetta er lýgilegra en í nokkurri sannsögulegri skáldsögu.
Um þetta vakna margar spurningar, t.d.:
Lágu þessar upplýsingar virkilega ekki fyrir fyrr en núna?!
Það var einnig að skilja á fréttinni að sérstakur saksóknari vissi ekki (formlega) um málið! Það má kallast hneykslanlegt, svo ekki sé meira sagt.
Hefur þessu og svona málum verið haldið frá honum? Af hverjum og þá af hverju?

Kristinn Snævar Jónsson, 26.7.2009 kl. 23:21

4 identicon

Í janúar skrifaði ég þetta http://issi.blog.is/blog/issi/entry/775217/  um frystingu eigna með tilvísun í hryðjuverkalög.

Í raun hefur ekkert breyst síðan nema hvað að enn ríkari ástæður eru komnar fram til að hefja slíka aðgerð.

Eignir má finna á Íslandi, Möltu, Búlgaríu, Bandaríkjunum, Bretlandi, og víðar.

Hin "frjálslegu" lán var ekki bara að hafa fyrir útvalda hjá Landsbankanum heldur Kaupþing og Glitni einnig.

Á virkilega ekkert að fara að gera í þessu?  Eru þessar eignir inni í nýju eða gömlu bönkunum eða hefur þetta bara verið afskrifað?

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei, það verður engum refsað. Við ráðum einfaldlega ekki við þetta að öllu óbreyttu. Rannsókn Evu og sérstaks saksóknara er of máttvana til að einhver von sé. Ég er alla vega alveg að missa hana og farin að huga að brottflutningi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.7.2009 kl. 23:36

6 Smámynd: Eirikur

The Icelandic Government  knew about this but refused to do anythingt. The British Government did the right thing. They froze the assets. These men are financial terrorists.....Your Government should have done the same with the Gangsters.....Instead it is the British, the Dutch and everybody else to blame. I also wonder how much money was used from IceSave to buy, big Jeeps, Private Jets, Summer houses, and yes....Big houses that people could not really afford.....

Eirikur , 26.7.2009 kl. 23:55

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það verður enginn friður á Íslandi, fyrr en réttlætinu hefur verið fullnægt.  Núna hljótum við að fara að sjá handtökur og læti?   Er það ekki ?????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.7.2009 kl. 01:40

8 identicon

,,Við skulum ekki vera að leita að sökudólgum" hafa fjölmargir Sjálfstæðismenn sagt, þeim virðist vera mjög í nöp við alla rannsókn á þessum málum. Kannski ekki að furða, Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera sérhagsmunasamband fyrir menn sem vilja hafa aðgang að sælgætiskrukku landsmanna til að geta deilt úr henni að eigin vild. Í rauninni er það alveg með ólíkindum að forystumenn þar innan dyra skyldu ekki sjá sóma sinn í því að leggja þetta þjóðfélags-krabbamein niður síðast liðið haust.

Ég var einu sinni í Sjálfstæðisflokknum sjálfur, en mér fannst þessi flokkur vera óheiðarlegur og þar að auki virtist honum stjórnað með valdi nokkurra einstaklinga, þannig að ég fann skoðunum mínum annan farveg. Sjáið þið, menn fá verðlaun fyrir að þora að tala á móti flokknum sbr. Benidikt Jóhannsson varðandi ESB. Það kom frétt um það í Fréttablaðinu um daginn og hefði allt verið eðlilegt hefði þessi frétt átt að vera altöluð, en fólki fannst þetta svo sjálfsagt að maður úr Sjálfstæðisflokknum hefði fengið verðlaun fyrir að tjá sig á móti FLOKKNUM, en engin gerði athugasemd við þetta. Þetta er eins og fasismi. Þetta er flokkur sem stjórnar sínu fólki með svipuhöggum og hringli í handjárnum. Ef þú ert ekki sammála forystunni (ósýnilegu) þá verður komið í veg fyrir frama þinn í flokknum sem og í atvinnulífinu. Menn eru hræddir og þora ekki að tjá skoðanir sínar. Allir klappa með.

Taktíkin er eitthvað á þessa leið. Ráðherra gerir eitthvað óheiðarlegt eins og að ráða son Davíðs í feitt embætti eða gefur eigur þjóðarinnar suður á Keflavíkurflugvelli. Engin segir neitt til að byrja með og allir bíða eftir því að ráðherra gefi út yfirlýsingu. Þegar að ráðherra hefur tjáð sig koma skósveinar flokksins hver á fætur öðrum í fjölmiðla og tyggja upp sömu delluna. Bloggarar til hægri gera það sömuleiðis. Menn og konur tala gegn betri vitund og segja að eðlilega hafi verið staðið að ráðningu Þorsteins Davíðssonar þrátt fyri að allir landsmenn viti að þetta var spilling. Hvað fær heiðarlegt fólk til að tjá sig með þessum hætti? Jú ótti og von. Ótti við að verða af tækifæri og vonin um að ef ég er duglegur að verja óheiðarleikan, þá fái ég kannski eitthvað í staðin, aldrei að vita. Ég gat alla vega ekki hugsað mér að vera í slíkum flokki, enda kannski ekki um það að ræða þar sem ég er gall harður ESB sinni, ég hefði kannski getað verið áfram og fengið verðlaun fyrir að vera fylgjandi ESB opinberlega?

Valsól (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 02:03

9 identicon

Þú ert nú kannski á hálum ís með því að kalla þá glæpamenn. Þú verður að athuga að reglurnar eiga ekki alltaf við.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 08:29

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þegar almúgafólk er staðið að því að brjóta af sér gagnvart valdhöfunum er það dæmt fyrir dómstólum þeirra. Slíkt á að sjálfsögðu ekki við þegar valdhafarnir brjóta af sér enda fást dómstólarnir bara við brot gegn valdhöfunum. Þegar kemur að því að refsa valdhöfunum hefur þjóð ekkert annað tæki en beinar aðgerðir á götuplani.

Héðinn Björnsson, 27.7.2009 kl. 09:08

11 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Kannski stórglæ..menn eigi betur við! Þessi mál eru hreint með ólíkindum.

Eysteinn Þór Kristinsson, 27.7.2009 kl. 11:00

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þetta Lára Hanna. Þú stendur þig frábærlega voð að setja hlutina í samhengi og spyrja spurninga sem við verðum að fá svör við.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.7.2009 kl. 11:13

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

"...við að setja", átti þetta auðvitað að vera:)

Hlynur Hallsson, 27.7.2009 kl. 11:14

14 identicon

Hver var aftur formaður bankaráðs á þessum tíma?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:15

15 Smámynd: ThoR-E

ég held að orðatiltækið að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga hann .. hafi aldrei átt betur við en í tilviki íslensku bankanna og "eigenda" þeirra. Þá sérstaklega Landsbankans.

En afhverju þessir menn ganga lausir og stunda viðskipti hér á landi (og erlendis) í dag .. það mun ég aldrei nokkurntíman skilja.

Ef við tökum þetta tiltekna mál sem dæmi að þá vantaði þá peninga og stofnuðu "hreinu snilldina" Icesave og plötuðu erlenda sparifjáreigendur, góðgerðarstofnanir ofl.. til að leggja inn stórar fjárhæðir .. og "lánuðu" síðan sjálfum sér peningana..þýfið...og komu því (án efa) undan í skattaparadísina.

Ég spyr stjórnvöld ... AFHVERJU GANGA ÞESSIR MENN LAUSIR OG AFHVERJU ERU EIGNIR ÞEIRRA EKKI FRYSTAR. NÚ ER NÓG KOMIÐ!!!

ThoR-E, 27.7.2009 kl. 11:44

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta eru hinir stóru mafíósar og þjóðníðingar - allir í boði Don Vito Davíðs Oddssonar.

Þór Jóhannesson, 27.7.2009 kl. 14:18

17 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

...... og síðan er það meint peningaþvættið fyrir Rússana.

Eftirfarandi saga er sönn:

Íslensk kona stödd í Tyrklandi í pelsabúð,  langaði að kaupa sér einn lífstíðarpels.  Var með gullkort frá Landsbankanum og spurði pelsasalann, hvort hann tæki þetta kort.

"Landsbank of Iceland is like a gold" sagði hann, bætti svo við að til hans streymdu Rússar í hrönnum, keyptu 17 pelsa í einu og greiddu fyrir ..... með Gullkorti frá Landsbank of Iceland.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.7.2009 kl. 16:09

18 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

sagan gerðist fyrir ca 5 árum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.7.2009 kl. 16:09

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til lesenda sem ekki eru á Moggabloggi:

Svo virðist sem kerfi blog.is sé bilað þannig að þeir sem skrifa athugasemdir en eru "utankerfis" koma athugasemdum sínum ekki inn. Ég hef fengið tölvupósta frá nokkrum í dag sem hafa reynd að skrifa athugasemdir en ekki tekist.

Sjálf fæ ég heldur ekki tölvupóst með athugasemdum eins og vant er og eftir símtal við póstþjóninn minn var niðurstaðan sú að stíflan væri hjá blog.is. Ég hef ekki haft tíma til að athuga hvort þetta sé eins hjá öðrum né heldur að hafa samband við blog.is til að athuga hvað veldur.

Vonandi leysist málið farsællega sem allra fyrst.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2009 kl. 21:05

20 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Sæll þór J. ertu ekki með öllu mjalla!

Ef svo væri reyndin af hverju eru ekki Samspillingin þín og Steingrímur búin að handtaka lýðinn nú?????? Doh. Og endurheimta aurinn????????. 

Í guðannabænum vaknið 4flokkarnir eru allir jafn spilltir.

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 01:26

21 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Hvað ætlar það að taka þjóðina langan tíma að fatta að meðan fjórflokkaklíkan er enn við völd, að einhverju leiti. Mun verða neitt allra ráða til að fela spillinguna. Og skjóta málunum á dreif. Með fáránlegri forgangsröðun, eins og að troða okkur inn í ESB og teppa Alþingi með þess tengdum málum.

Svarið við því hvar peningarnir eru, er nú loks komið. Það kom ekki frá okkar ástkæru stjórnvöldum sem lofuðu réttlæti og gagnsæi, þótt nægan hefðu þau tímann. Nei þeirra réttlæti er að þjóðin borgi skuldir óreiðumanna, sem hafa í skjóli og með stuðningi fjórflokkanna ruplað og rænt bæði okkar þjóð og erlendis.

Nei það er kannski ekkert skrítið að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög. Þeir vissu einfaldlega tengsl Geirs og Ingibjargar S. við þetta glæpahyski. Og nú ætla bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum að loka á lánin til okkar þar til að við göngumst við Icesafe. Er það skrítið þegar bræður vorir sem þekkja okkur best, horfa upp á spillinguna hér? Horfa upp á feluleik stjórnvalda, og þær staðreyndir að hér fara engar hreinsanir fram, hvorki meðal gjörspilltra ráðamanna né sukkfélaga þeirra í útrásarmafíunni.

Á meðan svo er, eigum við ekki séns erlendis. Við verðum endanlega stimpluð glæpapakk.

Hér vantar þjóðstjórn strax, sem þorir að gera það sem þessi spillta leppstjórn lofaði lýðnum. Handtaka alla þá sem að glæpunum stóðu. Hvort heldur embættismenn eða útrásarvíkinga. Og koma hreint fram við þjóðina, og af heilindum.

Íslendingar! Á Alþingi sitja í hrönnum, Ráðherrar fyrrverandi og núverandi stjórna sem komu okkur í skítinn, og þingmenn sem sátu með þeim þá og  mötuðust á flokksmaskínunum og gera enn. Í síðustu kosningum breyttist ekkert , nema að Sjálfstæðisflokkurinn vék og Undirtyllurnar í VG fengu að sanna að þeir eru sömu lýðræðissvikararnir og hinir fjórflokkarnir. Er þetta fólk hæft að taka ákvörðun um að þjóðin eigi að borga fyrir þeirra eigin mistök? 

Hér verður ekkert lýðræði fyrr en stórfelldar stjórnarskrárbeitingar verða. Breytingar fólksins ekki flokkana, þeir hafa fyrirgert rétti sínum.

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 01:27

22 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Já sæll.        

Jæja ritskoðun eður ei. (hallast frekar að hinu fyrra) loksins komst þetta að.  Tók allan daginn. En eingöngu með að logga inn.

Elsku Lára Hanna. There aint no stopping us now.  Haltu áfram á sömu braut. Það eru fleiri blogg til ef MBL klikkar. Þjóðin þarfnast þín. MBK.

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 01:34

23 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir að halda utan um all þetta. Vona að þú takir öryggisafrit af öllu blogginu og öðru stafrænu efni just in case....!  Þú bætir upp það sem vantar í grafíska framsetningu blaðanna.  Egill er búinn að læra af þér að tengja inn hljóð og mynd.  En þú hefur það fram yfir aðra að þú lætur lesendum eftir að dæma en prédikar ekki "hinn eina rétta skilning"  Takk aftur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.7.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband