Hvað sögðu auðmennirnir þá?

Í ljósi nýjustu frétta um glæpina í bönkunum fyrir og eftir yfirtöku þeirra er ekki úr vegi að rifja upp orð og viðbrögð eigenda þeirra og yfirmanna í kringum hrunið og eftir það. Fjölmargir sögðu margt fleira á ýmsum vettvangi en ætli þetta nægi ekki í bili.

En fyrst - fréttir kvöldsins og samviskuspurningar: Útrásardólgar og bankamenn sáu pening í orkunni okkar, keyptu sig inn í REI og stofnuðu Geysi Green Energy. REI-málið var stöðvað en GGE keypti þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja og var nú að kaupa meira í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Magma Energy. Eins og sjá má af nýjustu fréttum skutu dólgarnir undan gríðarlegum fjármunum. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þeir standi ekki á bak við kaupin á afnotunum af orkuauðlindunum? Hvers vegna er Bjarni Ármannsson að koma heim? Hann var einn stofnenda GGE sem bankastjóri Glitnis, stjórnarformaður og stór eigandi í REI og reyndi að sameina fyrirtækin. Hvernig stendur á því að aðeins einn einasti þingmaður, Atli Gíslason, og enginn ráðherra hefur tjáð sig um þessa nýjustu gjörninga. Hugsið málið.

RÚV - 27. júlí 2009 - meira hér


Stöð 2 og RÚV - 27. júlí 2009

 

Og hefst þá upprifjunin:

Lárus Welding - Glitnir - Silfur Egils 21. september 2008


Jón Ásgeir Jóhannesson - Glitnir - Stöð 2 - 30. september 2008

 

Þorsteinn Már Baldvinsson - Glitnir - Kastljós 30. september 2008

 

Sigurður Einarsson - Kaupþing - Kastljós 6. október 2008

 

Sigurjón Þ. Árnason - Landsbankinn - Kastljós 8. október 2008

 

Jón Ásgeir Jóhannesson - Glitnir - Silfur Egils 12. október 2008

 

Sigurjón Þ. Árnason - Landsbankinn - Ísland í dag 13. október 2008

 

Jón Ásgeir Jóhannesson - Glitnir - Hrafnaþing 20. október 2008

 

Björgólfur Thor Björgólfsson - Landsbankinn - Kompás 27. október 2008

 

Sigurður Einarsson - Kaupþing - Markaðurinn með BI 8. nóvember 2008

 

Björgólfur Guðmundsson - Landsbankinn - Kastljós 13. nóvember 2008

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Þakka þér Lára Hanna, loksins kom sumarskaupið,...

Fríða Eyland, 27.7.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 27.7.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Fríða Eyland

Tær snild, bloggið þitt.

Fríða Eyland, 27.7.2009 kl. 23:27

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ættir að vera á launum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Karl Tómasson

Hreinsunin stendur yfir núna, rólegan æsing Lára Hanna. Það voru tveir teknir í dag.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 28.7.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hverjir voru teknir í dag, Kalli? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.7.2009 kl. 00:04

7 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er ekki með nöfnin á hreinu en það voru miklir þjófar.

Bestu kveðjur úr Mosó til þín, frábæru og réttsýnu konu frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 28.7.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég á einhvernveginn bágt með að trúa því að einhver háttsettur þjófur hafi verið tekinn..

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 00:21

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Takk fyrir þessa samantekt og hrollvekjandi upprifjun.  

Og ég sem var farinn að trúa því að þetta væri allt Davíð og íslensku krónunni að kenna!

Áhugavert að heyra Drottningarviðtalið, sem Björn Ingi, tók við Sigurð Einarsson, sérstaklega í ljós nýrrar bókar hans Ásgeirs Jónssonar Bjarnasonar, doktors í hagfræði.

Jón Baldur Lorange, 28.7.2009 kl. 00:33

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já hvers vegna skyldu útrásarböðlarnir fá að ganga lausir ?

 

Það tók ekki langan tíma að setja járn á ungu mennina sem náðu heilum kr. 50.000.000, af Íbúðalánasjóði.

 

Hvað náðu Bjöggarnir miklu ? ? ? Kr. 5.000.000.000.000,- ? ? ?  OG GANGA ENN LAUSIR VITASKULD.

Sama á við um geislaBAUGSfeðgana, þeir náðu þúsundum milljarða einnig - OG GANGA ENN LAUSIR VITASKULD.

Ekki nóg með það, almenningur kaupir enn af þeim nýlenduvörurnar þar sem þeir hafa verið að mjólka almenning með álögum þó hluti þeirra eigi að kallast lágvöruverðsbúðir. Baugsmiðlarnir hafa tamið liðið vel. Muna menn það ekki að þeir geislaBAUGSfeðgar sögðu breskum bankastjórum sínum að íslensku verslanirnar væru reiðufjármjólkurkýrin þeirra (cashcow)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.7.2009 kl. 01:03

11 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Hvað ætlar það að taka þjóðina langan tíma að fatta að meðan fjórflokkaklíkan er enn við völd, að einhverju leiti. Mun verða neitt allra ráða til að fela spillinguna. Og skjóta málunum á dreif. Með fáránlegri forgangsröðun, eins og að troða okkur inn í ESB og teppa Alþingi með þess tengdum málum.

Svarið við því hvar peningarnir eru, er nú loks komið. Það kom ekki frá okkar ástkæru stjórnvöldum sem lofuðu réttlæti og gagnsæi, þótt nægan hefðu þau tímann. Nei þeirra réttlæti er að þjóðin borgi skuldir óreiðumanna, sem hafa í skjóli og með stuðningi fjórflokkanna ruplað og rænt bæði okkar þjóð og erlendis.

Nei það er kannski ekkert skrítið að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög. Þeir vissu einfaldlega tengsl Geirs og Ingibjargar S. við þetta glæpahyski. Og nú ætla bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum að loka á lánin til okkar þar til að við göngumst við Icesafe. Er það skrítið þegar bræður vorir sem þekkja okkur best, horfa upp á spillinguna hér? Horfa upp á feluleik stjórnvalda, og þær staðreyndir að hér fara engar hreinsanir fram, hvorki meðal gjörspilltra ráðamanna né sukkfélaga þeirra í útrásarmafíunni.

Á meðan svo er, eigum við ekki séns erlendis. Við verðum endanlega stimpluð glæpapakk.

Hér vantar þjóðstjórn strax, sem þorir að gera það sem þessi spillta leppstjórn lofaði lýðnum. Handtaka alla þá sem að glæpunum stóðu. Hvort heldur embættismenn eða útrásarvíkinga. Og koma hreint fram við þjóðina, og af heilindum.

Íslendingar! Á Alþingi sitja í hrönnum, Ráðherrar fyrrverandi og núverandi stjórna sem komu okkur í skítinn, og þingmenn sem sátu með þeim þá og  mötuðust á flokksmaskínunum og gera enn. Í síðustu kosningum breyttist ekkert , nema að Sjálfstæðisflokkurinn vék og Undirtyllurnar í VG fengu að sanna að þeir eru sömu lýðræðissvikararnir og hinir fjórflokkarnir. Er þetta fólk hæft að taka ákvörðun um að þjóðin eigi að borga fyrir þeirra eigin mistök? 

Hér verður ekkert lýðræði fyrr en stórfelldar stjórnarskrárbeitingar verða. Breytingar fólksins ekki flokkana, þeir hafa fyrirgert rétti sínum.

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 01:15

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Arnór, vita menn ekkert hvað þeir eru að heimta þegar þeir krefjast „þjóðstjórnar“? Þjóðstjórn er ekki utanþingsstjórn heldur einmitt samstjórn fjórflokksins. Þú setur útá fjórflokkinn en í næstu setningu krefstu þess að þeir stjórni landinu án neinnar stjórnarandstöðu. „Þjóðstjórn“ merkir sameiginlega stjórn allra flokka á þingi sem þar með losnar við stjórnarandstöðu. Það er megin tilgangur þjóðstjórnar að hafa enga stjórnarandstöðu, engan sem rífur kjaft og heimtar að upplýsingar sé gerðar opinberar, engan sem setur útá eða truflar einingu þjóðarinnar um ákvarðanir stjórnmálamannanna, ekkert sem hindrar að þjóðinni sé haldið í myrki og upplýsinga séu skammtaðar eftir bestu hentugleikum stjórnarinnar. - Þess vegna er þjóðstjórn aðeins komið á í lýðræðisríki þegar það á í stríði til að fela upplýsinga rfyrir óvininum og því ekki hægt að halda upp lýðræðislegri og upplýstri stjórnarandstöðu. Þjóðstjórn er aðeins komið á til að þurrka út alla stjórnarandsöðu og þar með að afnema megin stoð lýðræðis, aðhaldið sem heiðvirð stjórnarandstaða veitir og gagnrýni og upplýsingar sem þjóðinni eru færðar með þeim hætti.

Það hefði heldur betur verið þægilegra ef það hefði verið þjóðstjórn þegar ICESAVE samningurinn kom í hús. - Enginn  á þingi hefði krafist upplýsinga gagnrýnt hann og enginn þingmaður opinberlega eða veitt upplýsingar. - Það er „þjóðstjórn“.

Þjóðstjórn er alræði fjórflokksins án stjórnarandstöðu.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 01:54

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Eitthvað runnu orðin til þarna í lokin. Þar átti að standa:

„Það hefði heldur betur verið „þægilegra“ ef það hefði verið þjóðstjórn þegar ICESAVE samningurinn kom í hús. - Enginn á þingi hefði krafist upplýsinga um hann eða gagnrýnt hann og enginn þingmaður hefði véfengt hann opinberlega eða veitt upplýsingar um hann. - Það er „þjóðstjórn“ og til þess eru þær myndaðar að hægt sé að loka allar upplýsingar inni.“

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 01:57

14 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Helgi þú hefur rangt fyrir þér!

Þjóðstjórn yrði ekki til nema með vöskum þingmönnum  Borgarahreifingunnar sem ég treysti 100% til að koma lýðræðinu til skila, sem hinir flokkarnir skilja ekki.

 Og alræðisvald Jóhönnu að kalla fyrir hina og þessa þingmenn sem óhlýðnast í atkvæðagreiðslum myndi ekki líðast. Hún myndi fá frí. Og þeir myndu njóta sín sem þingmenn kjörnir af fólkinu!

Skref til að færa valdið nær fólkinu. Sem fjórflokkaklíkan óttast svo mjög og vill fyrir allan mun ekki leyfa frekar en bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvar er lýðræðið hér?

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 02:24

15 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Athugaðu það Helgi að þjóðin kaus yfir sig samspillinguna aftur.

Við erum stuck með ógeðið og spillinguna sem henni fylgir. Hvað er til ráða? Hver er nógu sterkur til að kveða niður spillinguna og ganga í skrokk glæponana hvort heldur úr röðum stjórnmálamanna eða útrásar landráðapakksins.

Hver á að ganga fram fyrir skjöldu og byrja að hreinsa og handtaka og kyrrsetja stolna féð sem allir vita að er til, en eingin þorir að snerta á?

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 02:32

16 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Arnór, „þjóðstjórn“ er skilgreint hugtak og merkir einflaldega þetta, þ.e. stjórn allra flokka á þingi án neinnar stjórnarandstöðu. Utanþingsstjórn er svo allt allt annað. Þess vegna spyr ég þig og fleiri sem taka undir kröfu hins valdalausa og valdagráðuga Sjálfstæðisflokks um „þjóðstjórn“, hvort menn viti ekki hvað „þjóðstjórn“ merki og augljóslega segir svar þitt að það að þú hefur ekki hugmynd um hvað „þjóðstjórn“ merkir.

Þegar sagt er að Davíð Odsson hafi stungið uppá „þjóðstjórn“ eða þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur heimtar „þjóðstjórn“ þá er það þetta sem þeir eru að tala um. Stjórn sem þeir fái sæti í og starfi án neinnar stjórnarandstöðu á þingi. - Þetta er svona kúgun hjá þeim, þeri sega með hegðun sinni við gerum allt vitlaust nema mynduð verði stjórn með okkur líka, og vitandi að Sjálfstæðisflokki væri vart sætt í stjórn er þetta það form sem best hentar Sjálfstæðisflokki núna. - Stjórn án stjórnarandstöðu.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 02:34

17 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sigurjón Þ. Árnason bendir á að Bandaríski Seðlabankinn "hjálpaði öllum skandinavísku þjóðum, en ekki Íslendingum"

Hvernig væri að spyrja beint : Hvers vegna lánuðuð þið okkur ekki ? Gæti það verið að enginn vilji vita svarið ?

Lilja Skaftadóttir, 28.7.2009 kl. 02:34

18 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það fylgir eingin sérstök spilling Samfylkingunni, ef þú átt við það. Það er bara lýgi-bull og ekkert sem styður það.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 02:37

19 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Nákvæmlega Lilja.

Yfirvöld vita svarið en engin í þessari stjórn vill uppfylla drengskaparheit þeirra um " Alt upp á borðið" stefnu þeirra. 

Því núverandi stjórnarflokkar hafa bundist trúnaðarböndum um að þegja skandalinn í hel! 

 Þessi stjórn ætlar ekki að upplýsa þjóðina hvaða stjórnmálamenn voru í vitorði með útrásarþjófunum!

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 02:51

20 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ef þú ert að svara mér Helgi, þá vil ég taka undir að sennilega sé "engin sérstök spilling" í Samfylkingunni (það er kannski bara venjuleg spilling ?). Endilega ekki láta mér orð í munn, en ég veit ekki svarið.

Getur þú, Helgi, sagt mér að þetta sé ekki að einhverju leyti einkennilegt, hefðir þú ekki spurt ef þú hefðir haft tækifæri á því ? Er kannski búið að spyrja ? Arnór bendir á að hann telji að yfirvöld viti svarið.

Lilja Skaftadóttir, 28.7.2009 kl. 03:03

21 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Góð samantekt hjá þér!

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 28.7.2009 kl. 06:14

22 Smámynd: Sævar Einarsson

Farbann á þá strax, þeir eru að flýja land og það hlýtur að skaða rannsóknir sem þeir sæta ! http://www.dv.is/sandkorn/2009/7/28/halldor-pakkar-saman/

http://www.dv.is/sandkorn/2009/7/28/hreidar-heldur-kvedjuparti/

Sævar Einarsson, 28.7.2009 kl. 11:53

23 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Lilja, þetta var til Anrórs. Þitt var ekki komið upp á minni síðu þegar ég svaraði þessu.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 12:13

24 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Helgi Jóhann: Þú misskilur hugmyndina með þjóðstjórn viljandi og heldur áfram sandkassaleiknum, sem þjóðstjórn á einmitt að koma í veg fyrir. Mér heyrist aðalrök þín gegn þjóðstjórn að þá komist pólitískir andstæðingar þínir í stjórn og þannig ert þú þátttakandi í sandkassaleiknum sem að þjóðin er búin að fá sig fullsadda af.

Að mynda þjóðstjórn þýðir í mínum huga að stjórnmálaflokkar setjast niður og ákveða að vinna saman í þágu þjóðarinnar, og hætta flokkadráttum og sundrungartali. Fólkið í landinu þarf á samstöðu og von að halda ef við ætlum að koma okkur út úr þeim mikla vanda sem steðjar að þjóðfélaginu. Það segir sig sjálft að þjóðstjórn þarf að hafa ,,allt upp á borðinu" og gegnsæi í vinnubrögðum ef vel á að takast. Og auðvitað á að vera fyrsta verk slíkrar þjóðstjórnar að setja lög með hraði sem heimila ákveðnari og markvissari viðbrögð stjórnvalda til að tryggja hagsmuni ríkissjóðs vegna þeirra fjárglæpa sem við höfum orðið vitni af.

Jón Baldur Lorange, 28.7.2009 kl. 12:50

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Að mynda þjóðstjórn þýðir í mínum huga að stjórnmálaflokkar setjast niður og ákveða að vinna saman í þágu þjóðarinnar, og hætta flokkadráttum og sundrungartali.

Þegar þetta gerist.. er farið að frjósa í helvíti !! 

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 12:57

26 identicon

Hringurinn er að lokast. Það er í hlutverki saksóknara að ásaka, ekki ráðherra.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 13:09

27 Smámynd: AK-72

Þjóðstjórn kemur engan veginn ekki til griena. Hún innheludr orsakavald hrunsins: Sjálfstæðsiflokkinn, FL-okkinn sem iðrast einskis og ekki hefur enn veirð rannsakaðu vegna mútugreiðslna frá FL-Group og Landsbankanum. Einnig vekja nýjar fréttir um millifærslur auðmanna upp spurningar s.s. vegna tengsla formannsins nýja við einn þeirra og einnig að Kjartan Gunnarsson situr enn í miðstjórn FL-okksins.

Þar til opinber, óháð sakarannsókn hefur farið fram á Sjálfstæðisflokknum og starfsemi hans síðustu 10 árin með tilliti til skipulagðar glæpastarfsemi, þá á ekki að eyða orði í svona heimskulegar hugmyndir um þjóðstjórn með þeim innanborðs, sérstaklega þar sem búast megi við að viðkvæmar upplýisngar úr rannsóknum gætu runnið til þeirra sem báru á þá fé.

AK-72, 28.7.2009 kl. 13:30

28 Smámynd: Arnór Valdimarsson

AK-72,  hér þyrfti sannarlega enn einn sérstakan saksóknara, sem hefði það hlutverk að rannsaka þátt pólitíkusa í hruninu. En ekki bara Sjálfstæðisflokk heldur allan fjórflokkinn. 100% sjálfstætt og óháð. (ásamt öðrum embættismönnum eftir þörfum, s.s. forsetann)

Ég er ansi hræddur um að þjóðin vanmeti þeirra þátt í hruninu. Og glæpsamlega hegðun þeirra. Þangað til að sú rannsókn hefur farið fram er tómt mál að benda á einn flokk sér. Og engin þjóðarsátt getur myndast. Gleymið ekki að styrkja-málið var aldrei klárað fyrir kosningar, eingöngu drepið á dreif.

Þetta er ein ástæðan fyrir því að ég vil þjóðstjórn, þeir fáu heiðarlegu þingmenn sem eftir eru óháð flokkum gætu mögulega komið þessu við. Núverandi stjórn tel ég of spillta til þess.

Arnór Valdimarsson, 28.7.2009 kl. 17:30

29 Smámynd: Gunnar

Utanþingsstjórn er besti kosturinn, þingmenn hafa sýnt hressilega fram á eigin vanhæfni til að stýra landinu.

Gunnar, 28.7.2009 kl. 23:14

30 Smámynd: Sævar Finnbogason

GUNNAR

Ég er jartanlega sammála því að utanþingsstjórn er betri kostur en þjóðstjórn. Við Íslendingar höfum ágæta reynslu af utanþingsstjórn. Ríkisstjórn Björns Þórðarsonar sem var skipuð af Sveini Björnssonar, sem var þá í embætti ríkisstjóra þegar formenn stjórnmálaflokkanna gátu ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar, árin 1942 til 1944.

Sævar Finnbogason, 29.7.2009 kl. 03:10

31 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað afrekaði þessi utanþingstjórn Sævar ?  Ég meina annað en að gera þau svakalegu mistök að koma á fullu sjálfstæði þessarar þjóðar ;)

Óskar Þorkelsson, 29.7.2009 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband