Fjöregginu fórnað

Ég er að undiMagma Energyrbúa pistil um auðlindasöluna sem nú stendur yfir. Það er ljótur leikur og ég skil ekki andvara- og sinnuleysið sem ríkir vegna málsins, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. Finnst fólki þetta virkilega í lagi? Áttar sig enginn á hvað er að gerast? Er ekki alltaf verið að tala um að framtíð Íslendinga sé ekki jafnsvört og margir vilja vera láta vegna þess að við eigum auðlindir? Hvernig í ósköpunum stendur þá á því, að ríki og sveitarfélög eru að einkavæða þær og selja útlendingum - og það á brunaútsölu?

Í júlí skrifaði ég nokkra pistla um viðskipti Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy við Magma Energy. Magma er nú 15 mánaða gamalt fyrirtæki, byggt á auði jarðfræðings sem varð ríkur á námagreftri einhvers konar í Suður-Ameríku og víðar. Hefur einhver kannað hvernig fyrirtæki hans gengu um auðlindirnar og á hvaða hátt maðurinn auðgaðist á auðlindum annarra þjóða? Ljóst er að menn með slíkan þankagang kaupa sig ekki inn í fyrirtæki nema hægt sé að græða á því - og það gera þeir. Selja svo hlut sinn hverjum sem kaupa vill þegar þeir hafa blóðmjólkað auðlindirnar.

Eða eru kannski íslensku auðmennirnir að koma inn bakdyrameThe Big Selloutgin með fjármagnið sem þeir stálu frá þjóðinni? Strax í haust var spáð að það myndi gerast. Að þeir myndu sæta lagi þegar eignir þjóðarinnar færu á brunaútsölu og nota féð sem þeir földu á Tortólum heimsins til að leggja undir sig hinn gróðavænlega orkuiðnað sem þá hefur dreymt um að eignast í mörg ár. Þeir geta hæglega dulist á bak við erlend skúffufyrirtækjanöfn og læst krumlunum í enn meiri þjóðarauð. Þeir hafa ekki séð neitt athugavert við gjörðir sínar hingað til og eins og Guðmundur Helgi sagði í grein sinni er gróðafíknin öflug.

Í hugleiðingum um einkavæðingu 7. júlí birti ég hina mögnuðu mynd The Big Sellout - eða Einkavæðing og afleiðingar hennar. Klippti auk þess saman viðtölin úr henni við Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 2001 og fyrrverandi aðalhagfræðing Alþjóðabankans. Nú tek ég á það ráð, til að reyna að vekja enn meiri athygli á orðum Stiglitz, að skrifa niður íslenska textann í viðtalinu til að auðvelda samhengið. Munið, að Stiglitz er þungavigtarmaður í efnahagsmálum heimsins og með mikla og víðtæka reynslu. Stiglitz segir - og þýðandi er Hilmar Ramos - feitletrun frá mér komin:

"Ég bar einu sinni saman hvernig efnahagsstefnu er framfylgt og hvernig nútímastríð er háð. Stríð nútímans reynir að draga úr mennskunni og leyfir enga meðaumkun. Sprengjum er varpað úr mikilli hæð og enginn veit hvar þær lenda, maður sér ekki tjónið þar sem maður flýgur um háloftin og það minnir á tölvuleik. Í nútímastríðsrekstri er talað um fjölda látinna. Þetta er ómannlegt. Það sama á við um hagfræði. Þar er þulin upp tölfræði en enginn hugsar út í fólkið á bak við tölurnar.

Washington-sáttmálinn var sáttmáli bandaríska fjármálaráðuneytisins, AGS og Alþjóðabankans, þriggja stofnana í Washington, um bestu leiðirnar í efnahagsþróun heimsins. Samkvæmt sáttmálanum var besta leiðin til að stuðla að vexti ríkja að veita aukið frelsi, draga úr viðskiptahömlum og einkavæða. Í gegnum tíðina hafa AGS, Alþjóðabankinn og fjármálaráðuneyti BNA allir þvingað þessu einkavæðingarguðspjalli upp á þróunarríkin.

Joseph StiglitzAGS og Alþjóðabankinn veittu mörg lán á níunda áratugnum sem voru nefnd uppbyggingar-aðlögunarlán. Kenningin var að hagkerfin þyrftu ákveðinn stuðning meðan þau lagfærðu stoðirnar til að veita frelsi og einkavæða. En gallinn á lánunum var að þeim fylgdu ströng skilyrði. Ríkjum var sagt að til að fá þessa peninga þyrftu þau að skera niður framlög til menntamála, heilbrigðismála eða annan mikilvægan kostnað. Þetta reyndist mörgum þróunarríkjum dýrkeypt.

Að mínu mati var ástæðan fyrst og fremst hugmyndafræðileg. Auk þess voru að sjálfsögðu ákveðnir hagsmunir í húfi; það var hægt að græða á einkavæðingunni. Til dæmis voru víða gefin út einkaleyfi á vatnsveitum og vatnsveiturnar höfðu einokunarstöðu á markaði. Voru sem sé eina fyrirtæki viðkomandi lands sem seldi vatn. Við einkavæðingu er stundum hægt að hækka verðið og búa þannig til geysimikinn hagnað. Nokkur fyrirtæki sáu þessa hagnaðarvon og lögðu hart að AGS og Alþjóðabankanum í leit að stuðningi við einkavæðingarframtakið.

Nútímahagfræði hefur leitt í ljós að á fjölmörgum sviðum gengur markaðshagkerfi ekki upp. Sú gamla skoðun að markaðir leiði sjálfkrafa til skilvirkni hefur verið afsönnuð. Stundum er ástæða þess að hin ósýnilega hönd, eins og Adam Smith orðaði það - að markaðurinn sé ósýnileg hönd sem stuðlar að hagsæld - ástæða þess að ósýnilega höndin virðist ósýnileg er sú að hún er hreinlega ekki til staðar. AGS hefur tekið þessa hugmyndafræði upp á sína arma að hluta til vegna þess að sjóðurinn er samvaxinn ákveðnum hluta stjórnmálaflórunnar, samvaxinn sérhagsmunum, og hefur sjónarmið sem endurspeglar ekki nútímahagvísindi. En því miður reynir sjóðurinn að selja þessa speki sem hagfræði."

Joseph Stiglitz í The Big Sellout

 

Í græðgisvæðingunni brugðust íslensk stjórnvöld - og stjórnsýslan - þjóðinni með hörmulegum afleiðingum sem við og afkomendur okkar munum súpa seyðið af um ókomin ár og áratugi. Stjórnvöld flutu sofandi að feigðarósi og við stóðum hjá, trúgjörn og andvaralaus og uggðum ekki að okkur. Fjölmiðlarnir, upplýsingaveitan okkar, brugðust. Enginn hlustaði á varnaðarorð innlendra sem erlendra sérfræðinga, raddir þeirra voru kæfðar. Við vitum nú að þeir höfðu lög að mæla - en það er um seinan.

Ætla núverandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga og almenningur á Íslandi að stefna aftur á feigðarósinn og láta óátalda þá auðlindasölu sem felst í afsali nýtingarréttar orkunnar, hvort sem er þegar hann er seldur erlendum (eða innlendum) auðmönnum eða ráðstafað í orkufrek álver? Gleymum ekki að rafmagn og heitt vatn eru meðal grunnstoða samfélagsins. Án rafmagnsins og heita vatnsins getum við ekki lifað af hér á Íslandi. Munum við vakna upp við vondan draum fyrr en varir og átta okkur á arðráninu? ÉG MÓTMÆLI og krefst þess að stjórnvöld hindri slíka gjörninga nú þegar!

Nýlegir pistlar um málið:
Hugleiðingar um einkavæðingu - áríðandi skilaboð
Eru auðlindirnar okkar ekki sexí?
VARÚÐ - Nýtt REI-mál í uppsiglingu
Svikamyllan á Suðurnesjum
Blaðaumfjöllun um HS Orku - nýtt efni ókomið inn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr Lára Hanna.  Ég bloggaði um liðna helgi vegna þess að ég hef miklar áhyggjur af framtíð okkar.  ->  http://huxa.blog.is/blog/huxa/entry/932085/   Bæði fyrirvararnir á IceSlave og þessari sölu á heita vatninu til Magma.  Mér er hálf óglatt, vegna svika sitjandi stjórnar.  Henni virðist ekkert heilagt, nema kannsi ESB. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.8.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nákvæmlega. Hverju á nú að lauma út um bakdyrnar hjá lamaðri þjóð ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 01:51

3 identicon

Þetta er alveg magnað! Andvaraleysið hjá íslenskum stjórnvöldum er skelfilegt, en enn hörmulegra er sinnuleysi almennings, íslenskra skattborgara. Það kemur manni auðvitað ekkert á óvart að lesa þetta; það hefur afskaplega lítið breyst á Íslandi þrátt fyrir janúar"byltinguna" og kosningar.

Þó Blágræna höndin sitji ekki lengur í stjórnarráðinu er það enn sama fólkið meira og minna sem mannar allan infrastúktúr íslensks fjármála- og stjórnmálalífs, sama fólkið og stýrði þjóðarskútunni í strand og hagnaðist vel á því. Það er engin ástæða til að ætla að þessir einstaklingar ætli allt í einu að fara að taka upp á því að veita hagsmunum almennings hærri forgang en eigin gróðafíkn. Þvert á móti - það hefur komið á daginn að það er hægt að ræna þjóðarbúið um hábjartan dag refsilaust. Ef þetta fólk finnur fyrir einhverri eftirsjá er hún sennilega yfir því að hafa ekki verið stórtækari.

Iris Erlingsdottir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 02:21

4 identicon

Hélt fólk í alvöru að það væri nóg að skipta um formenn í stjórnmálaflokkum? Að þá myndi allt breytast og verða betra?

Peningarnir hafa alltaf rétt fyrir sér. Líka þegar kemur að auðlindunum. 

Jóhann (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:05

5 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Borgarstjóri var á Rás 2 rétt í þessu og sagði það ekki þýða að borgin ætlaði að selja hlut sinn í OR til þessa fyrirtækis þó viðræður séu hafnar! En yfirvöld ætla greinilega að nýta sér fjármagnsskort íslenskra aðila og nota tækifærið til að selja hvað sem það kostar!

Margrét Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 08:11

6 identicon

Áratuga uppbygging Íslendinga og afnotaréttur af einni helstu auðlindinni á brunaútsölu!

Það breytist ekki neitt fyrr en fólk fer út á göturnar og leggur undir sig opinberar byggingar og stofnanir!

TH (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:17

7 identicon

Það er ekkert andvaraleysi hér á þessum bæ. 

Við vitum það öll hér að landsalan er á fullu - enda hafa óreiðumennirnir ekki að miklu öðru að ganga.

Hvað haldið þið að þessir einstaklingar sem gengu út með hátt í 500-1000 milljónir í starfslokasamning og aðra 500-1000 milljónir fyrir það eitt að  byrja - séu að gera í dag ?  Dæmi um slíkan veruleikafirrtan einstakling má sjá hér sem fékk 800 milljónir fyrir að yfirgefa sökkvandi skip - Glitni (Íslandsbanka)

Í sjálfboðavinnu fyrir líknarfélög eða sjúkrastofnanir kanski ? Hjá mæðrastyrksnefnd í sjálfboðavinnu ? Nei þessum einstaklingum er ekki treyst til þess.

Þeir hafa sumir hverjir nýlega hirt tugi milljarða af sjálfboðafélögunum bæði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu - sem þeir nú neita að skila sjálfir og fá ekki sæti þar svo eitthvað verða þeir að gera annað.

Búið er nú að tæma alla sjóði landsmanna og taka veð í framtíðartekjum fólks.

Sagan segir okkur að við getum ekki treyst ginnkeyptum stjórnmálmönnum fyrir hagsmunum okkar.

Þeir eru lykilmennirnir sem opna dyr óreiðumannanna að sjóðunum og auðlindunum.  Staðreyndirnar blasa við. Flóknara er það nú ekki.

Fyrir fróðleiksfúsa er ýmislegt á http://framtidarlandid.is/

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:02

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér er ágætis grein um Magma energy.

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/908936/

Óskar Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 09:05

9 identicon

Er ekki stjórnlagaþing fólksins, án að komu flokkana, algert forgangsmál í dag?

Og að koma þar inn að auðlindirnar okkar allar séu aldrei framseljanlegar, og haldist í eigu þjóðarinnar.

Ásamt öllum öðrum nauðsinlegum breytingum til að koma flokkakolkröbbonum frá.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:08

10 identicon

Ég er svo skíthræddur!  Meira get ég eiginlega ekki sagt.... 

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:10

11 identicon

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:40

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Svona fjárfestingar gerast alltaf þegar þjóðir eru efnahagslega að fótum fram, sárvantar fé inn í landið og þá renna svona samningar hægt & hljótt í gegn án þess að stjórnmálamenn & fjölmiðlar segir "orð um hvað sé að gerast."  Svo þegar þjóðin áttar sig á hvað virkilega hefur gerst, yfirleitt vaknar þjóðin svona 4 árum of seint og fer þá að spyrja hvað sé í gangi??  Þá segja allir, það er of seint að gera eitthvað núna, þeir keyptu þetta, málið frá.  Kannski endar þetta bara með því að við þurfum að "þjóðnýta þessi fyrirtæki" svo hægt sé að koma þeim í hendur þjóðarinnar....lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 18.8.2009 kl. 10:06

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Við getum ekki setið hjá og horft á auðlyndirnar okkar seldar í bútum til viðskiptamanna sem siðferði á við hýenu....eða hvað? Mér sýnist á öllu að við ætlum bara nákvæmlega að láta yfir okkur ganga það sem til fellur...alveg án þess að malda í móinn.

Úff..sorry...en þetta er bara einn af þeim dögum þar sem fréttir eru á þann veg að ég hef ENGA trú á því að nokkuð breytist í þessu landi. 

....reyni að finna pollýönnuna í mér eftir hádegi. Held samt að hún sé dauð..

Heiða B. Heiðars, 18.8.2009 kl. 10:19

14 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þarna vinna saman Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggjuarmur Samfylkingarinnar sem vel að merkja fékk alveg glimrandi kosningu í vor, Björgvin G., Árni Páll, Katrín Júlíusdóttir... Þetta fólk hefur auðvitað ekki skipt um skoðun.

Umhverfissinnar í Samfylkingunni verða að láta í sér heyra að öðrum kosti verður þetta keyrt í gegn.

Guðmundur Guðmundsson, 18.8.2009 kl. 10:38

15 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Hvað varð annars um stjórnarskrárbreytingarnar sem áttu að taka af tvímæli um að náttúruauðlindir til lands og sjávar væru ekki verslunarvara.

Guðl. Gauti Jónsson, 18.8.2009 kl. 10:39

16 identicon

Það hafa lengi verið örlög fólks í fátækjum ríkjum að verða fórnarlömb samspils gróðafíkinna fyrirtækja og spilltra yfirvalda. Hingað til hafa þessi lönd aðallega verið í Afríku og S-Ameríku en fíklarnir gera sér nú vonir um að ný "tækifæri" skapist hvað fátæktina varðar, þeir vita jú hvar spillinguna er að finna.

Ross þessi  Beaty eigandi (48%)  Magma hefur gert það gott í námuvinnslu, m.a selt nokkrar koparnámur í S-Ameríku eftir að hafa aukið arðsemina. Formúlan er alltaf eins; ..kaupa, ..auka arðsemina, ..selja með gróða. Kaupandinn gerir það sama o.s.frv. Dettur mönnum í hug að það séu engin fórnarlömb í þessum leik? Dettur mönnum í hug að í þessum leik hugsi einhver um t.d. umhverfismál? Gróðafíklar víla ekki fyrir sér að brjóta upp sparibauk fátækra barna, af sömu hvötum reyna þeir ákaft að komast í orkuauðlindir.

En hverjir eiga 52%? Bill Gates? Segir það okkur eitthvað að aðalráðgjafi Magna er Glacier_Partners stofnað af nokkrum fyrrum stjórnendum Glitnis. Fjármálin annast Lögfræðistofa_reykjavíkur en þar má finna tvo skilanefndarformenn önnum kafna við að fella niður skuldir gróðafíklanna sem huga nú að nýjum fjárfestingum.

sigurvin (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:01

17 identicon

Það er alltaf með svona einkavæðingar að það þurfa að vera skrítnir og flóknir samningar á bak við þá. Tildæmis eins og að HS Orka sér um að ráða og reka alla starfsmenn HS veitu.

Með þessu komast þeir framhjá því að bannað er að selja dreifingarfyrirtæki til einkaaðila. Þeir geta bara látið ríkið borga fyrir fyrirtækið og laun starfsmannan en stýra svo alveg sjálfir hvað gerist innan fyrirtækisins. Það er meir að segja sami maður forstjóri í báðum fyrirtækjum. Hvort ætli hann hugsi meira um hag sinn í einkafyrirtækinu eða ríkisfyrirtækinu.

Það er svo augljóslega einhvað skítugt í gangi með þessa sölu.

Fyrir utan það er verðið brandari. Þó það sé gott miðað við aðstæður þá er bara helvíti lélegt að selja fyrirtæki í dýpstu efnahagskreppu landsins.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:04

18 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Sigurvin 12:01 er með mjög athyglisvert innlegg. Ætli Bjarni Ármannsson sé langt undan?

Guðmundur Guðmundsson, 18.8.2009 kl. 12:25

19 identicon

Ég held að það sé rétt að verðið sé brandari. Orkugeirinn er talinn "heitasti" fjárfestingarkosturinn um þessar mundir. Fjárfestingafyrirtæki eins og þetta sjá ástæðu til að ráða til sín sérfræðing í orkumálum á norðurslóðum. Skildi hann vera að vinna vinnuna sína?

sigurvin (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:38

20 identicon

Við þurfum svo sannarlega að vera á varðbergi og láta heyra í okkur því það eru ansi mörg orkufyrirtæki í mjög vondri stöðu.

Norðurorka er t.d. mjög skuldsett fyrirtæki eftir þeystareykjaævintýrið...  Ég vona svo sannarlega að sveitarfélögin fari ekki að selja frá sér orkuna því hún er tekjulind framtíðarinnar sem íbúar eiga að njóta góðs af.

Sólveig (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 15:09

21 identicon

Er það virkilega svo að Katrín Júlíusdóttir sé þess umkomin að selja auðlindir úr landi.  Er nóg að vera ráðherra í nokkra mánuði til að fara svona með almannaeign?

Mér finnst að við eigum að mótmæla þessu með öllu mögulegu móti - engan Pollýönnuleik takk fyrir.

Kolbrún Valvesdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 15:28

22 identicon

Össur segir að auðlindir okkar verði ávallt í eigu þjóðarinnar!! Gott og vel, hvernig var farið í kringum þetta með kvótakerfinu?

Nú stefnir allt í það að við, þjóðin, eigum að útvega auðmönnum nægt heitt vatn, rafmagn o.fl. sem þeir borga fyrir undir kostnaðarverði. Síðan munu þeir selja sömu þjóðinni þetta á 3svar til 5sinnum hærra verði en nú gerist! Og hvað munu stjórnmálamennirnir segja, jú: ÞETTA ER ÞAÐ VERÐ SEM ALMMENINGUR Í NÁGRANNALÖNDUM OKKAR ÞARF AÐ BORGA FYRIR RAFMAGN OG HEITT VATN!

Það verður að stöðva þessa einkvæðingu orkugeirans eins og skot!! Það gengur ekki að láta græðgisaðilana fá einkarétt á sölu orkunnar til 65 til 99 ára, en það er í reynd það sama og að selja auðlindir til einkaaðila!!! Hafa allir gleymt Enron? Hafa stjórnmálamenn gleymt bankahruninu? Hefur Katrín enga samúð með þjóð sinni. Skammastu þín, Katrín orkumálaráðherra! 

Þór (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 16:02

23 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Hvað segja Dofri Hermannsson og Mörður Árnason?

Amen?

Guðmundur Guðmundsson, 18.8.2009 kl. 17:29

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað segja Dofri Hermannsson og Mörður Árnason?

Amen?

hvaða máli skiptir það hvað þeir segja ? eru þeir á þingi eða ?

Óskar Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 17:38

25 identicon

Hvernig væri að kynna sér málin áður en öskrað er eldur? Það er ekki hægt að selja orkuauðlindir úr landi. Skiptingin á HS veitu og Orku er tilkomin vegna EES samningsins. Hitaveitu Suðurnesja bar að skipta fyrirtækinu upp og er að reyna að uppfylla þau skilyrði undir erfiðum kringumstæðum. Þessi samningur er hagstæður fyrir alla hlutaðeigandi og engar auðlyndir eru seldar einkaaðilum sem eign heldur sem afnot í x tíma undir ströngum skilmálum.

Adda (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 19:37

26 identicon

Það á greinilega að beita sömu trixunum og í kvótakerfinu en nú eru það andstæðingar kvótakerfins sem standa vörð um lög sem heimila "sölu á afnotarétti auðlindarinnar til 130 ára" og greidd er smánarleiga fyrir!

Maður slátrar ekki mjólkurkúnni þó harðni á dalnum - þetta þýðir bara arðrán og hærra orkuverð fyrir þrjár næstu kynslóðir.

En hvað ætli kúlulánþeginn Böðvar Jónsson, auðlindasalinn Árni Sigfússon og OR hafi áhyggjur af því. Hvað fá þeir í sinn hlut fyrir dílinn?

TH (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:24

27 identicon

Ég sýndi Katrínu Júl þessa færslu og hér er það sem hún hefur um málið að segja:

http://www.facebook.com/profile.php?id=1002514351&v=feed&story_fbid=117402681438

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:38

28 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Engir geta lesið þetta nema Fésbókarvinir Katrínar, Hólmfríður. Þú verður að líma þetta hér inn til að við hin getum lesið þetta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.8.2009 kl. 23:49

29 identicon

Nú þarf fólk að tengja. Össur fór fremstur í einkavæðingunni á orkunni með forsetanum, Bjarna Ármannssyni og Árna Magnússyni. Hverjir standa að baki orkuútrásinni. Árni Magnússon fyrrverandi ráðherra er enn í Íslandsbanka, New York deild bankans var gefin þeim mönnum sem mótuðu leiðina með lánum inn í Nevada og með Kanadamönnum minnir mig. Ólafur Jóhann kom inní GGE, hann býr í New York. Getur verið að gamli Glitnir sem gefinn var í New york, en þar er sami forstjóri og fyrr, sé enn tengdur málinu og að þar séu menn að maka krókinn á gjaldþroti bankans ?
Ögmundur ég er sammála þetta bull þarf að stöðva. Ríkið þarf að kaupa þetta eða taka það yfir og svo þarf að byrja upp á nýtt. Kerfið hrundi. Skýrslan sem Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason koma með á fjárfestafund í London segir okkur allt um hætturnar sem felsast í einkavæðingunni. Þá hefði Einar Ben betur selt Norðurljósin.
En reynum að sjá þetta mál í heild sinni.Nú þarf fólk að tengja. Össur fór fremstur í einkavæðingunni á orkunni með forsetanum, Bjarna Ármannssyni og Árna Magnússyni. Hverjir standa að baki orkuútrásinni. Árni Magnússon fyrrverandi ráðherra er enn í Íslandsbanka, New York deild bankans var gefin þeim mönnum sem mótuðu leiðina með lánum inn í Nevada og með Kanadamönnum minnir mig. Ólafur Jóhann kom inní GGE, hann býr í New York. Getur verið að gamli Glitnir sem gefinn var í New york, en þar er sami forstjóri og fyrr, sé enn tengdur málinu og að þar séu menn að maka krókinn á gjaldþroti bankans ?
Ögmundur ég er sammála þetta bull þarf að stöðva. Ríkið þarf að kaupa þetta eða taka það yfir og svo þarf að byrja upp á nýtt. Kerfið hrundi. Skýrslan sem Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason koma með á fjárfestafund í London segir okkur allt um hætturnar sem felsast í einkavæðingunni. Þá hefði Einar Ben betur selt Norðurljósin.
En reynum að sjá þetta mál í heild sinni.

Jónína Ben (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:12

30 identicon

Var einmitt að velta þessu með FB fyrir mér - hér er svarið hennar Katrínar við færslunni þinni.

Takk fyrir þetta. Þarna vantar þó margt því vegna breytinga á lögum sem við gerðum á síðasta ári - geta einkaaðilar EKKI átt auðlindirnar né heldur meirihluta í dreifiveitunum sem flokkast undir sérleyfisstarfsemi. Þeir geta átt í starfsemi sem snýr að rannsóknum og framleiðslu orkunnar sem jafnframt er áhættusamasti þátturinn. OR og HS orka eru í eigu sveitarfélaga sem eru að taka ákvörðun um sölu þeirra. (Ríkið á LV og þar eru ekki áform um að selja). Þegar við breyttum lögunum á síðasta ári þá þrengdum við mjög að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga með því að banna þeim að selja auðlindirnar, binda í lög að dreifiveiturnar væru í meirihlutaeigu opinberra aðila og fl. - undir miklu ramakveini þeirra. ....MEIRA
En við gengum eins langt og við gátum þá til að koma auðlindunum í var. Þetta voru gríðarlega mikilvægar breytingar því fram að þeim tíma gátu einkaaðilar átt fyrirtækin með auðlindum og dreifiveitum að fullu. Einkaaðilar voru þá þegar komnir inn í HS og þar með orðnir eigendur auðlinda. Nú eru auðlindirnar farnar útúr fyrirtækinu og búið er að afmarka framleiðsluhluta HS inni í sérstöku fyrirtæki sem umrædd viðskipti eru með. Fyrir þá sem hafa áhuga á málinu þá mæli ég með því að þið skoðið frumvarpið, umræðuna, umsagnirnar og lagabreytingarnar sem finna má hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=432

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:48

31 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ein ástæðan fyrir brunaútsölunni á Reykjanesi er afskaplega slæm fjárhagsstaða Reykjanesbæjar - staðreynd sem ekki er leyfilegt að tala of mikið um á meðan að Árni Sigfússon er bæjarstjóri.

Vladimir Lenin var nákvæmlega eins og hagfræðingarnir hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Hann hugsaði bara um tölfræði, en leit á fólkið einungis sem leir sem mætti móta að vild. ...með ofbeldi og ógnarstjórn ef með þyrfti.

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hefur yfirleitt þurft að fá ríkisstjórnir til að beita hervaldi til þess að koma hugmyndum sínum í gegn innan þeirra landa þar sem hann hefur starfað. Á Íslandi er enginn her, einungis örfáir fjársveltir lögreglumenn. Spurningin vaknar hvort hermenn verða á einhverjum tímapunkti fluttir inn til að halda almenningi í skefjum.

Mbkv. Ingibjörg

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 19.8.2009 kl. 08:03

32 identicon

Lára Hanna. Ég sé ekkert um þessa heimsókn á heimasíðu forsetans. Sérð þú eitthvað?

Úr dagskrá 2009

Forseti á fund með Magnúsi Bjarnasyni stjórnanda Glacier Partners og Ross Beaty forstjóra Magma orkufyrirtækisins um möguleikana á nýtingu jarðhita víða um ...

forseti.is/Dagskraforseta/ - Afrit - Svipaðar síður

ES (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:06

33 identicon

Frábært samantekt! Þetta mál er gríðarlega alvarlegt og manni finnst eins og að verið sé að vinna þetta mjög hratt og illa.Allt í einu liggur voðalega á, það verður að svara tilboði Magma nánast strax! Þetta bara má ekki gerast!

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:26

34 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Get ekki betur séð en að þetta sé gott move. Fá metnaðarfullt fólk þarna inn í stað andvaraleysisins sem verið hefur undanfarið í orkufyrirtækjum landans. Orkufyrirtækin eru rekin með rassgatinu, lítill hagnaður og orkan seld á lágu verði til stóriðju. Vonandi koma þarna aðrar áherslur.

Að að segja að verið sé að selja auðlindirnar er rugl. Staflaust rugl og meir í stíl við hræðsluáróður og upphrópunarpólitík. Íslensk lög banna slíkt, að selja auðlindirnar. Aftur á móti er verið að leigja aðgengi að auðlindunum. Leiga og sala er ekki það sama. Svona til að það sé á hreinu.

Og svo er alveg makalaust að lesa það að einkavæðing ein og sér muni stórhækka verð. Og nefnd til rökstuðnings þar sem grunnauðlindir hafa verið seldar annars staðar OG kaupendum tryggð EINOKUN!!!!! Því er ekki að fagna í dæmi Magna og HS. Þeir eru ekkert að komast í neina einokunaraðstöðu.  Nóg samkeppni er fyrir hendi á orkumarkaðinum, allavega væri það ef opinberar orkuveitur hættu nú einu sinni að vera með verðsamráð og raunverulega einokun á orkumarkaði. Nokkuð sem hefur gengið í mörg ár og öllum/flestum virðist vera skítsama um.

Sigurjón Sveinsson, 19.8.2009 kl. 14:47

35 Smámynd: Gerður Pálma

Stjórnvöld flutu sofandi að feigðarósi..thetta les madur aftur og aftur - en malid er ad thau voru/eru gladvakandi, en thad er svo mikill sodaskapur i farveginum sem their eiga og bera staerstu abyrgd a  thannig ad krafturinn fer i ad hylja sina slod og halda afram ad hygla ad ser og sinum.  Hinir heidarlegu politikusar hafa talid ser tru um ad kjosendur aetlist til ad their seu numer eitt truir FLOKKNUM en leyfist ad gefa skit i heidarleika og umhyggju fyrir thjodinni.

Gerður Pálma, 19.8.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband