Skúrkar og skilanefndir

Ég var ansi reið þegar ég skrifaði þennan pistil um skilanefndir bankanna. Bara nokkuð rækilega fjúkandi og er enn á því að reiði mín - og annarra - hafi verið fullkomlega réttlát. Í kvöld og í fyrrakvöld bættist enn í skilanefndaskjóðuna góðu.

Í kvöld var frétt á Stöð 2 um forstjóra Straums, sem mér skildist að skilanefnd bankans hafi ráðið þegar bankinn fór í þrot. Hann er með 4 milljónir á mánuði sem gerir 48 milljónir á ári. Samkvæmt fréttinni var það einmitt þessi forstjóri sem lagði til að starfsmenn fengju 11 milljarða í bónusgreiðslur fyrir að innheimta skuldir bankans? Hver borgar laun bankastjórans? Við? Hvernig er siðferðinu háttað hjá svona fólki? Maður spyr sig...

Fréttir Stöðvar 2 - 20. ágúst 2009

 

Í áðurnefndum pistli birti ég umfjöllun Kastljóss um skilanefndir bankanna frá í síðustu viku. Annar hluti kom í Kastljósi í fyrrakvöld. Ég veit ekki hvort þeir verða fleiri, en birti hér báða kafla. Hvað finnst fólki um þetta?

Kastljós um skilanefndir - 12. ágúst 2009

 

Kastljós um skilanefndir - 18. ágúst 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

margur myndi prísa sig sælan með að hafa mánaðarlaun þessa veruleikafirrta manns í árslaun

Brjánn Guðjónsson, 20.8.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hvaða hvaða, þetta eru ekki nema 23.000 krónur á tímann, þ.e. án bónuss.

Börkur Hrólfsson, 20.8.2009 kl. 20:36

3 identicon

Allt þetta fólk , sem situr í skilanefndum, eða situr í bankastjórnum er þarna á vegum ákveðinna ,,klíka" í þessu þjóðfélagi !

Það breytist ekkert , því miður !

Allt þetta fólk er þarna vegna ,,hagsmuna" , sinna og sinna ,,klíku" !

Við erum bara látin borga , og beðin að halda kjafti því okkur komi þetta ekkert við !

JR (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:42

4 identicon

Hvar eru stjórnvöld sem ætluðu að breyta öllu svínaríinu,þau skyldu þó ekki vera á kafi í skítnum líka?

magnús steinar (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:00

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Skil vel að þér er misboðið. Mér er það líka.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.8.2009 kl. 22:00

6 identicon

Hvernig væri að búa til skuggaráðuneyti og skuggaþing með fólki sem vil raunverulegar breytingar strax til að veita aðhald og til að þróa lýðræðið í rétta átt?

Góð þjálfun fyrir fólk sem vil taka við eftir næstu alþingiskosningar til að koma á alvöru lýðræði hér á landi þar sem áhrifum fjórflokksins yrði þá í minnihluta þ.a.s ef meirihluti kjósenda sé búinn að fá nóg af spillingunni 

Ég gæti séð þig Lára Hönnu sem forsætisráðherra í skuggaráðuneyti þess málaflokks sem dæmi.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:35

7 identicon

Hvaða væl er þetta, þetta er ölmusa m.v. vatnsgreidda drenginn hér sem fékk útborgað fyrir það að hætta að vinna.

Straumsdrengurinn mætir þó alla vega í vinnuna 9-5.

Ábekkingurinn (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:38

8 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Lára.

 Þú ert frábær.

Rannsóknir þínar á spillingu íslands gefur okkur von?  En stjórnvöld virðast alltaf reyna að fela eitthvað?

Nú mótmæla íslendingar allir sem einn á Austurvelli í haust þar sem það er algjörlega nóg komið af spillingu.

Ef ég er að springa þá tel ég að flestir aðrir séu að sptinga.

Allt upp á borðið og út með alla þá sem komu þjóðinni á vonarvöl.  Ég tel mig geta talað fyrir þjóðina?  Við viljum ekki þetta fólk í vinnu fyrir íslensku þjóðina.

Það er nóg af hæfu fólki fyrir utan girðingar sem aldrei hefur tekið þátt í þessu glæpsamlega fjármála sukki.

Áfram Lára og berjumst áfram til síðasta manns.

Baráttu kveðja fyrir því að gjörspilt landið okkar verði laust við spillingu á næstu árum.

Árelíus Þórðarson.

Árelíus Örn Þórðarson, 21.8.2009 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband