Finnur er fundinn - og þvílíkur fengur!

Það hefur verið hljótt um Finn Ingólfsson í vetur. Undarlega hljótt miðað við undirliggjandi vitneskju um mikla þátttöku hans í ýmsum viðskiptum - svo ekki sé minnst á fortíð mannsins. Ég skrifaði pistil um daginn sem ég kallaði Fé án hirðis fann Finn og Framsókn. Í ljósi umræðunnar um HS Orku og kaup Geysis Green Energy og Magma Energy er líka vert að minna á þessa grein sem birtist í DV 10. júlí sl. Auðvitað eru framsóknarmenn líka á bak við einkavæðingu auðlindanna, nema hvað!

Hvítbókin er orðin ómissandi heimild um persónur og leikendur í hrun(a)dansinum og hún er vitaskuld með síðu um Finn. Litla Ísland er óðum að færa sig upp á skaftið með því að skrá tengsl og feril glæpamannanna sem hafa vaðið uppi á Íslandi undanfarin ár. Þeir fundu Finn auðvitað líka. Hér er köngulóarvefur Litla Íslands um Finn Ingólfsson. (Smellið til að stækka.)

Finnur Ingólfsson - www.litlaisland.net

Tvær skemmtilegar fréttir birtust um Finn Ingólfsson á netmiðlum í dag - DV og Eyjunni - og þar kemur fram hin sérkennilega "heppni" Finns í viðskiptum. Í DV-fréttinni segir m.a. þetta: "En þótt syrt hafi í álinn hjá Finni er hann ekki persónulega ábyrgur fyrir sukkinu í Langflugi og þarf því ekki að borga." Takið síðan eftir samningi Finns við vin sinn og flokksbróður Alfreð Þorsteinsson, sem var einvaldur í Orkuveitu Reykjavíkur um langt skeið. Í þessari frétt DV kemur fram að samningurinn hafi verið gerður árið 2001. Samningurinn er til ársins 2112 (103 ár eftir af honum? Prentvilla?) og hann færir Finni 200 milljónir króna á ári. Það er nú ekki eins og Finnur sé ekki aflögufær - en þjóðin fær að borga. Ég spyr sjálfa mig hvort Alfreð sé á prósentum og bendi jafnframt á, að enn er framsóknarmaður stjórnarformaður OR - sá sem var 14. maður á lista flokksins í Reykjavík þar sem flokkurinn rétt slefaði inn með einn mann. Íslenskt lýðræði í hnotskurn?

Vesalings Finnur - DV.is 20.8.09

Í Eyjufréttinni kemur fram að endurskoðandi hins gjaldþrota Langflugs var Lárus Finnbogason sem nú er formaður skilanefndar Landsbankans, stærsta kröfuhafa þrotabúsins. Ég minni í því sambandi á tvo pistla um skilanefndirnar - Hver stjórnar Íslandi? og Skúrkar og skilanefndir. Þetta er sjúkt og verður að taka fastari tökum en gert er. Skilanefndirnar virðast vera ríki í ríkinu og innanborðs fólk með æði vafasöm tengsl.

Finnur Ingólfsson og gjaldþrot Langflugs - Eyjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á myndinni sem er hérna fyrir ofan eru tengsl manna í einhverjum félögum með Finni Ingólssyni.

Hvað kemur þar upp, Sigumdur Davíð Gunnlaugsson ?

Er það ekki nafn sem á að vera óflekkað og engin hagsmunatengsl ?

JR (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fæ ógeð þegar ég sé myndir af Finni Ingólfssyni.  Ég hef aldrei þolað manninn, hann er svo heppinn að vinur hans Alfreð Þorsteinsson ( sem ég þoli ekki heldur) gat hjálpað honum,  það liggur við að mig langi ekki að borga rafmagnsreikningana mína. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.8.2009 kl. 00:41

3 identicon

Og þetta létum við viðgangast í nokkuð mörg ár og trúðum því að hér væri enginn spilling !

Var þjóðin virkilega svona sofandi ?

Svarið er já og hún sefur enn !

Heiður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 01:10

4 identicon

svo hefur þessi sami Finnur nánast einkaleyfi til að skoða ökutæki á Ísland í gegnum fyrirtæki sitt Frumherja..pælið í því í hvert skipti sem bíll er færður til skoðunar(sem er skylda)rennur hagnaðurinn til Finns Ingólfssonar. vegna þess að honum var fært þetta uppí hendurnar af pólitískum samherjum, í stað þess að ÖLL lögleg og viðurkennd bilaverkstæði með lærða bifvélavirkja hefðu átt að hafa leyfi til að annast þessa þjónustu og mynda samkeppni!!!!!

zappa (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru bara mörg áhugaverð nöfn þarna í flækjunni. Það er ekki að undra þó rannsóknir á þessu séu tímafrekar. Það er einni líkast því að kötturin hafi komist í prjónakörfuna með öllum afgöngunum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.8.2009 kl. 01:59

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hversu margir eru tilbúnir til að rífa orkumælana úr sambandi heima hjá sér og skila þeim til Finns,  til að versla ekki við hann eða fyrirtæki hans? Verður þá ekki bara kalt íkotinu í þokkabót.

Hversu margir eru tilbúnir til að hafa fyrir því að láta annað fyrirtæki en Frumherja skoða bílinn sinn. Þarf þá maður ekki að keyra rosalega langt til að fá skoðun?

Hversu margir halda að Lárus Finnbogason sé bestur til að innheimta kröfur frá fyrrverandi atvinnuveitenda sínum sem hann hjálpaði að leggja á ráðin með hvernig mætti koma þessum 14.000 milljónum í lóg? - Til að reka Lárus sem er pólitískt ráðinn, þarf að krefjast þess af pólitíkusunum að þeir geri það. Kostar það ekki bara mótmæli og vesen, svona eins og með Davíð Oddsson?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.8.2009 kl. 02:20

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Lára Hanna mín; Það er búið að setja auglýsingu yfir hálfan textann hjá þér ! Er þetta með þínu samþykki ? Kostun ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.8.2009 kl. 04:09

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

OK, nú er búið að hnika þessum strimli til -og reyndar kominn yfir til mín líka.

Breytir ekki því að sá á Finn er finnur...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.8.2009 kl. 04:58

9 identicon

Mér fannst pistillinn þinn í morgun góður og þarfur.
En ég gagnrýni framsetningu þína á upphæðum. Gagnrýni mín er ekki efnisleg heldur það að þegar þú sagðir frá: Heilum 6 milljörðum, þá var það ekki skýrt, alla vega ekki fyrir mér, að þetta væri lítill peningur, en ekki mikill. Þarna passaði kaldhæðni ekki, því það gerði það að verkum að ég þurfti að fara að hugsa sjálf hvort þú værir að meina lítið eða mikið, í stað þess að meðtaka upplýsinguna beint, eins og þú sagðir hana. Og í svona alvarlegu máli er allur möguleiki á óskýrleika bagalegur.

Rósa (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 07:33

10 Smámynd: Einar Indriðason

Sem mótvægi við Frumherja, þá er til fyrirtækið Aðalskoðun.... tja.. nema Finnur eða aðrir kónar hafi komið sér þar fyrir líka?

Einar Indriðason, 21.8.2009 kl. 08:34

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

já það væri forvitnilegt að vita hver á Aðalskoðun.

En ég man vel eftir því þegar mælasetningar og -skipti voru einkavinavædd, faðir minn vann við þetta hjá Rafmagnsveitunni/Orkuveitunni og deildin var flutt í heilu lagi í Frumherja. Þetta er hluti af því hvað mér hefur alltaf verið blóðilla við þessa kóna, Alfreð og Finn. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.8.2009 kl. 08:59

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hef af gömlum vana látið skoða minn skrjóð hjá Frumherja. eftir að ég frétti að Finnur ætti Frumherja ákvað ég að skipta við Aðalskoðun. fór þangað í fyrsta skipti í sumar og mætti mér þar jákvætt viðmót. ekki Frumherja-fýlusvipurinn.

það má svo sem vera að einhver skúrkur eigi Aðalskoðun, en varla getur hann verið meiri plebbi en Finnur.

Brjánn Guðjónsson, 21.8.2009 kl. 10:05

13 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Er hægt að segja hvaða vitleysu sem er hér á vefnum.  Hér er hörmulega illa unnin frétt úr DV notuð gagnrýnislaust til að kasta aur og skít í allar áttir.   Ég ætla mér ekki að verja Finn Ingólfsson en hvet fólk til að nota nú vefinn til að kanna hvort það fari með rétt mál þegar það lepur vitleysuna upp úr blöðum og bloggi.

Finnur Ingólfsson keypti Frumherja 6 árum eftir að samningar Frumherja og OR voru gerðir.  Þeir samningar voru gerðir að undangegnu útboði.   Samningarnir voru framlengdir á árinu 2007 til 7 ára eða til ársins 2014.   Allar þessar upplýsingar koma fram með einfaldri leit á Goolgle og ætti ekki að taka þokkalega læsan mann nema 2 mínútur að ganga úr skugga um að farið sé með rétt mál.

En tilgangurinn er sennilega að frekar að kasta meiri skít en hinir, en ekki að hafa það sem sannara reynist.

G. Valdimar Valdemarsson, 21.8.2009 kl. 13:05

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Finnur Ingólfsson á hauk í horni þar sem G. Valdimar er.

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 13:21

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

og G. Valdimar. Hvar sérð þú þennan "aur og skít" Er eitthvað í umfjölunn DV og Láru sem eru rangfærslur ?

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 13:25

16 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Finnur ég er ekki að verja nafna þinn heldur hvetja fólk til að fara með rétt mál.  Það þjónar engum tilqangi örðum en að skemmta skrattanum að apa upp óvandaða fréttamennsku af DV.

G. Valdimar Valdemarsson, 21.8.2009 kl. 13:27

17 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já ef þú lest umfjöllun DV og Láru og síðan athugasemdir mínar þá blasir það veið - gleraugnalaust.

2014 er t.d. 98 árum fyrr en 2112.

Finnur Ingólfsson átti ekkert í Frumherja þegar samningar við OR eru gerðir. 

Samningar OR og Frumherja voru gerðir að undangengu útboði og lægsta tilboði tekið.

G. Valdimar Valdemarsson, 21.8.2009 kl. 13:30

18 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

árin 98 breita þó engu um plebbismann

Brjánn Guðjónsson, 21.8.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband