Er þetta kóngablæti?

Ég er hér enn sjálf. Geir H. Haarde hefur ekki ennþá tekið við þessari síðu til að skrifa söguútgáfu þeirra Davíðs og ekki vitað hvenær það verður. Ætli ég noti þá ekki tækifærið og birti meira efni eftir sjálfa mig á meðan færi gefst. Skrifa mína eigin sögu.

Íslensk fjallasala - Andrés 1999 - Lesbók Morgunblaðisins 10. apríl 1999

Mér finnst umræðan um ráðningu Davíðs Oddssonar í stól ritstjóra Morgunblaðsins svolítið undarleg. Sumir eru fullir umburðarlyndis og finnst rétt að "gefa honum séns" og "leyfa honum að sanna sig". Sjá lítið sem ekkert athugavert við ráðninguna og segja að Davíð beri ekki einn ábyrgð á hruninu. Líkja henni saman við ráðningu Þorsteins Pálssonar sem ritstjóra Fréttablaðsins. Segja að eigendur Morgunblaðsins ráði því hvern þeir láti ritstýra blaðinu - og svo framvegis. Er aðdáun sumra á Davíð Oddssyni einhvers konar kóngablæti? Arfur frá liðinni tíð? Maður spyr sig...

Íslendingar hafa gefið Davíð Oddssyni sénsa í rúm 30 ár - endalausa sénsa. Hann hefur alltaf þegið laun sín frá skattborgurum. Fyrst sem skrifstofu- og framkvæmdastjóri Sjúkrasamlagsins frá 1976, síðan borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og að lokum seðlabankastjóri. Davíð hefur alltaf stjórnað því sem hann vill og farið fram af hörku. Hann innleiddi hér hræðsluþjóðfélag þar sem mönnum var refsað fyrir að vera ósammála honum, stofnanir lagðar niður ef þær reiknuðu gegn vilja hans, mönnum vísað úr nefndum fyrir smásagnaskrif sem hugnuðust honum ekki. Ótalmargt fleira mætti nefna og lesendur geta bætt við í athugasemdum.

Davíð Oddsson gerði íslenska þjóð ábyrga fyrir innrásinni í Írak 2003 og hörmungunum þar sem ekki sér fyrir endann á ennþá. Það var vægast sagt  umdeildur gjörningur og þar kom Davíð rækilega aftan að þjóðinni. Sumir hafa kallað hann stríðsglæpamann síðan. Þá sem ekki voru sáttir við áframhaldandi þátttöku í svokallaðri "endurhæfingu" Bandaríkjamanna í Írak kallaði Davíð afturhaldskommatitti í frægri ræðu á Alþingi. Þar talaði hann ekki bara niður til eins flokks, heldur stórs hluta þjóðarinnar sem hafði alla tíð verið andsnúinn veru Íslands á stríðslistanum. Það var og er stíll Davíðs að niðurlægja þá sem ekki eru á sömu skoðun og hann, hæðast að þeim og ljúga upp á þá - í þeim tilgangi að upphefja sjálfan sig.

Verjendur Davíðs og verka hans í íslensku samfélagi hamra gjarnan á því að hann sé ekki einn ábyrgur fyrir hruninu. Það er enginn að segja það. Mjög margir eru ábyrgir. En óumdeilanlegt er að Davíð Oddsson lék eitt af aðalhlutverkunum í frjálshyggju- og einkavinavæðingunni, sem og  aðdraganda hrunsins og fyrstu viðbrögðum við því. Sú staðreynd að fleiri voru þar að verki gerir ábyrgð hans engu minni. Að þessu leyti er ógerlegt að bera ráðningu Davíðs til Moggans nú saman við ráðningu Þorsteins Pálssonar til Fréttablaðsins. Þorsteinn var aldrei sami áhrifavaldur og Davíð í íslensku samfélagi og hafði hætt beinum afskiptum af pólitík mörgum árum áður en hann settist í ritstjórastól. Davíð hélt hins vegar bæði FLokknum og þjóðinni í járnkrumlum einvaldsins fram á síðasta dag og harðneitaði að sleppa.

Davíð Oddsson er ekki bara "einhver maður" og Morgunblaðið er ekki bara "eitthvert blað". Þó að til sanns vegar megi færa að eigendur blaðsins "megi ráða og reka þá sem þeim sýnist" er lágmarkskurteisi gagnvart þjóð sem liggur í blóði sínu í ræsi kreppunnar að ráða ekki manninn sem í huga þjóðarinnar er holdgervingur hrunsins. Það er lágmarkskrafa að fjölmiðlar axli samfélagslega ábyrgð og hjálpi þjóðinni að rísa á fætur í stað þess að hleypa í valdastól aftur manni, sem á eftir að henda sprengjum inn í samfélag sem þegar hefur verið sprengt í loft upp.

Við þekkjum Davíð Oddsson. Hann hefur fengið að margsanna sig í 30 ár. Við þekkjum eiturtunguna, ofsann, hrokann, ráðríkið og valdafíknina. Ég sé enga ástæðu til að gefa honum fleiri sénsa til að sanna sig enn frekar. Mig grunar að hlutverk Davíðs sem ritstjóri Morgunblaðsins verði að stýra stríði gegn vilja þjóðarinnar. Stríði gegn endurheimt þjóðarinnar á auðlindum til sjós og lands. Stríði gegn þeim vilja meirihlutans að halda grunnstoðum þjóðfélagsins í þjóðareigu. Enda fjallaði annar leiðari fyrsta blaðsins undir hans stjórn um ágæti einkasjúkrahúsa.

Stríð sjálfstæðismanna er hafið. Það sést á ýmsum vígstöðvum, ekki bara í ráðningu ritstjórans. Látum ekki blekkjast, þeir ætla að ná aftur völdum og við vitum hvað það þýðir. Við erum velflest fórnarlömb þessa fólks. Neitum að kyssa vöndinn.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óðurinn til Dabba:

Hver var það sem einkavinavæddi bankana?

Vassa sú?

Hver var það sem studdi innrásina í Írak?

Vassa sú?

Hver var það sem lagði niður Þjóðhagsstofnun?

Vassa sú?

Hver var það sem setti Seðlabankann á hausinn?

Vassa sú?

Hver var það sem allt þóttist vita um bankana en gerði ekki neitt?

Vassa sú?

Hver var það sem í aðdraganda hrunsins staðhæfði við erlenda fjölmiðla að

ríkið væri bakhjarl bankanna?

Vassa sú?

Hver var það, þegar til kastanna kom, sem sagði að ríkið ætti ekki að

ábyrgjast skuldir óreiðumanna?

Vassa sú?

Hver var það sem heiðraði útrásasrvíkinga með húrrahrópum og “þeir lengi

lifi!”?

Vassa sú

Hver var það sem lánaði bönkunum hundruð milljarða án nothæfra veða rétt

fyrir hrun?

Vassa sú?

Hver var það sem einkavinavæddi dómstólana?

Vassa sú?

Hver átti fulltrúa í stjórn FME sem horfði á aðgerðalaus?

Vassa sú?

Hver var það sem sniðgekk lög með því að efna ekki til

þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið?

Vassa sú?

Hver var það sem skraddarasaumaði eftirlaunalög á sjálfan sig?

Vassa sú?

Grútur (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:38

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mér finnst að Davíð er eins og afturganga af verstu gerð. Erfitt virðist vera að losna við hann.

Úrsúla Jünemann, 26.9.2009 kl. 16:54

3 identicon

Nokkuð svo kraftmiklir dauðakippir gamaldags og úrelts hugarfars, sem byrtist þarna hjá Morgunblaðinu. Lendir svo ekki næsta gjaldþrot moggans á okkur?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að Davíð verði ekki lengi ritstjóri. Hann muni nokkuð fljótlega sigla blaðinu í strand.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð grein hjá þér Lára Hanna takk fyrir hana.   Mér virðist Moggabloggið vera lamað í dag af einhverjum ástæðum.  Það mun koma í ljós hvort svo verður áfram eða að menn nái áttum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2009 kl. 17:37

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úff fegin að þú ert ekki farin af blogginu. Þeir eru örugglega að vonast eftir því. Ekki gera þeim þann greiða.

Finnur Bárðarson, 26.9.2009 kl. 17:39

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvort þú heldur áfram að blogga eða ekki skiptir nákvæmlega engu máli.

Óðinn Þórisson, 26.9.2009 kl. 18:06

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Frábær grein Lára Hanna, DO er meinið í íslensku þjóðfélagi !

Óskar Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 18:08

9 identicon

Frábær pistill, eins og svo oft áður. Takk.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:12

10 identicon

Frábær pistill Lára Hanna. Hérna ertu alveg 'Spot on!'

Mér finnst oft eins og við Íslendingar eyðum of miklum tíma í að leita að AÐALsökudólgnum, - hver er MEST ábyrgur. Hvort sem það sé einhver spuni þeirra sem eiga í hlut til að dreifa athyglinni og eyðileggja umræðuna, veit ég ekki. Eitt veit ég þó og það er að við verðum að hefja okkur upp úr skotgröfunum og sjá hlutina eins og þeir eru.

Það er ekki bara eitt skrímsli á ferðinni hér á landi. Þau eru mörg. Þau eru ekki endilega vinir hverra annarra en eitt er víst ... það er að þau eru öll óvinir heiðarlegra Íslendinga!

Guðgeir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:28

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Hef sjaldan verið jafn mikið sammála nokkrum bloggara áður.

Þú ert perla Lára..

hilmar jónsson, 26.9.2009 kl. 19:31

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki láta það hvarfla að þé Lára að fara af mbl.

Það yrði Davíð tilefni til að halda kampavínssvall í móunum...

hilmar jónsson, 26.9.2009 kl. 19:40

13 Smámynd: Kama Sutra

Takk fyrir góðan pistil, Lára Hanna.

Annar góður um sama viðfangsefni:

http://eimreidin.eyjan.is/2009/09/trikksterinn-davi-oddson.html

Kama Sutra, 26.9.2009 kl. 20:25

14 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Botna ekkert í þessari panik sem hefur gripið um sig á moggablogginu. Af hverju að hætta og fara annað? Er ekki rétt að taka bara öryggisafrit reglulega ef það t.d. lokar óvænt vegna "fjárhagsörðugleika" eða einhvers annars... og sjá hvort ekki verður bara enn líflegra hérna. Það má þá líka keyra aðra síðu samhliða til að byrja með ef ótti manna um ritskoðun reynist á rökum reistur.

Hins vegar er spurning um annan vettvang í framtíðinni því ef marka má fréttir og orðróm þá hrynur áskrift að blaðinu, sem er alvarlegt mál fyrir blað í fjárhagskröggum. Það gæti því raunverulega orðið spurning um tilveru þessa vettvangs innan skamms.

Haraldur Rafn Ingvason, 26.9.2009 kl. 22:53

15 identicon

Góður pistill eins og svo oft áður. Í öllum bænum haltu þessu áfram, við þurfum manneskju eins og þig.

Sigga Magg (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:01

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ákveðið að blogga hérna á meðan ekki er lokað á mig.  Mér finnst viðmótið hérna á moggablogginu frábært, auðvelt er að nota það fyrir húsmæður úti í bæ.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2009 kl. 23:24

17 identicon

Frábær pistill.

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:52

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kjarnyrt og sönn grein! Hún er þörft áminning til þeirra sem eru enn tilbúnir til að verja trúðinn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2009 kl. 02:23

19 Smámynd: brahim

Jeminn eini, flest ykkar hafa bara akkúrat ekkert að segja að viti.

Það er með ólíkindum þessir fordómar gagnvart Davíð Oddsyni. Haldið þið virkilega að hann geri Moggann að einhverju flokkspólitísku blaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn ?

Mikil er heimska ykkar, það er ekki hægt að segja annað. Haldið þið virkilega að eigendur moggans fórni fjárfestingu sinni sem og áskrifendum með slíku ?

Ég segi nú ekki annað en, grow up people.

Og bara svo það sé á hreinu þá er ég flokksbundin Samfylkingunni.

brahim, 27.9.2009 kl. 02:35

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er ævisaga stjórnmálamannsins Davíðs Oddssonar sögð á kjarngóðu máli. Þjóðin á ekki að þola þessum valdasjúka manni og hans samverkafólki meira. Það er ljóst í mínum huga að nú verður umræðan að vera markviss og taka verður málaflokkana fyrir hvern fyrir sig. Mér er efst í huga kvótakerfið og það sem þar er að gerast. Það einginn leigukvóti á markaði eins og er og þau tegundaskipti sem gerða hafa verið, hafa víst farið í gegnum LÍÚ. Það á að bola enn fleirum út úr greininni og láta nú kné fylga kviði. Á síðasta fiskveiðiári var niðurskurður í þorski um 10% frá fyrra ári. Leigutekjur hækkuðu á sama tíma um 30%. Hef þetta ekki meira að sinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.9.2009 kl. 02:37

21 identicon

Sæl og þakka þér enn og aftur fyrir þína frábæru pistla. Sjaldan sér maður orðið BLÆTi en það á vel við.

Þessi ráðning DO er bara eitt dæmið um að ákveðnir aðilar kæra sig ekkert um "Nýja Ísland" heldur vinna að því öllum árum að halda í það gamla, enda reyndist það þeim afskaplega vel. Að sjálfsögðu mun mbl. verða málsvari sjálfstæðisflokksins, atvinnurekenda, útgerðamanna og þar með ESB andstæðinga. Það munn sennilega koma best í ljós með þeim fréttum sem ekki verða sagðar. Ferill þessa manns sýnir að hann svífst enskis við að koma fram málum sínum og sinna.

Þegar ferill hans er skoðaður finnst mér oft vanta eitt alvarlegasta_málið , umboðsmaður alþingis er jú fulltrúi almenning gagnvart yfirvöldum, svona yfirgangur hefði kostað afsögn í öllum vestrænum ríkjum sem virða mannréttindi. Tvö lán SÍ til Kaupþings 2-4 dögum fyrir fall bankans uppá 105 milljarða hefur hann aldrei svarað fyrir.

"Davíð Oddsson gerði íslenska þjóð ábyrga fyrir innrásinni í Írak 2003" minnirðu réttilega á og félagi hans kemur jafnframt upp í hugann. En hver/hverjir gerðu þjóðina ábyrga fyri icesave? Er ekki ástæða til að persónugera það á sama hátt?

...og svo er ekki úr vegi að minna Samfylkingarfólk á fyrningarleiðina.....er hún gleymd?

sigurvin (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 03:27

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sagði í gær, á einhveju bloggi, kannski þínu, að Dabbi ætti skilið séns.

sé það núna. hann hefur fengið of marga sénsa.

tek því orð mín til baka.

Brjánn Guðjónsson, 27.9.2009 kl. 05:22

23 identicon

Frábær pistill, það er komið nóg af Davíð hann er búin með sinn kvóta fyrir mörgum árum síðan

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 06:41

24 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég hef búið erlendis í 17 ár, og furða mig oft yfir hversu fólk getur gengið langt og hversu siðleysið er mikið. það er svo margt í þessu máli öllu sem ég fatta ekki, og núna áður en þessi mál eru rannsökuð til hlýtar, er einn af þeim sem eru talinn meðorsök af því sem gerst hefur, orðin ritsjtóri af einu stærsta málgagni íslands, þar sem rödd þjóðarinnar ætti að fara í gegn, norður kórea hvað.

frábær grein !!

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 06:46

25 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hef velt fyrir mér því að svona margir yfirgefi bloggheim, sem ég skil og hef einnig velt fyrir mér, en sennilega er best fyrir fólk að sitja sem fastast, og halda áfram að analysera þjóðfélagið og það sem gerist. þess er þörf, og það hefur verið byggður upp heimur hérna í mörg ár, sem væri að ég held ekki gott að splitta upp og nota svo tíma til að finna annan flöt til þessa.

kveðjur inn í sunnudaginn sem vonandi verður ykkur öllum sem bestur

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 06:49

26 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sæl Lára Hanna. Voðalegt kvikindi geturðu verið. Hvað heldurðu að Hannes Hólmsteinn, Hjörtur Guðmundsson og Gísli Valdórsson segi við svona athæfi? Það er alveg skelfilegt að sýna svona lagað svart á hvítu. Der fuhrer afhjúpaður margsaga. Svo var nú ekki fallegt heldur að sýna ræðu foringjans á landsfundinum. Einkum þegar hann ræddi um eftirmann sinn í seðlabankanum. Norska fjallamanninn og kratann. Hann sagði hann annaðhvort vera lygara eða með alsheimer. Vonandi væri það alsheimerinn. Mér kom þessi ræða svo sem ekkert sérstaklega á óvart. En ég undraðist eilítið yfir fagnaðarlátum landsfundarfulltúanna. Þeir virtust vera að rifna af fögnuði yfir þessum ígulsnjalla brandarakarli. Risu úr sætum og hylltu þennan páfa sinn í ræðulok. Ég vona að þú haldir áfram á sömu braut. Með færslum sem afhjúpa loddarana með áhrekjanlegum staðreyndum. Þinn einlægur aðdáandi, Hösmagi.

Sigurður Sveinsson, 27.9.2009 kl. 08:03

27 identicon

hef ekkert á móti DO (þegar hann þegir) og mikill mikill leiðtogi er hann (þótt ég sé yfirleitt ósamála) húmorinn beittur (á kosnað annara)

en síðan ég man eftir mér þá hefur Davíð verið til staðar fyrst í Útvarp Matthildi en frá þeim hátindi ferils sýns hefur bara engin að hans leiksýninngum náð með tærnar þar sem Matthildur hafði hælana :-) sem Borgarstjóri fór fyrst alvarvega að bera á einleikstilburðum þótt fjöldu annara leikara væru á sviðinu líka, en þegar inn á þing kom þá fór hann jafnvel að að fara með "línur" mótleikaranna og smám saman fækaði á sviðinu uns við uppklapp stóð hann öllu jöfnu einn og næstum hneigði sig.

 frá Viðeyjarstjórninni þá hefur manni óað og æjað yfir þróunn mála hérlendis og undir 2000 var maður farinn að hugsa í örvæntingu "bara eitthvað annað, ESB eða bara sýsla innan ESB" bara að komast undan þessu einræði sem hér hafði þróast ! þar sem á þingi var viðhorfið "ég geri bara það sem mér sýnist" varð alltaf sterkara og sterkara, og menn eins og Björn B, Finnur Ing og fl fóru að læra þessa einræðis tilburði af D-rottni O-flætis !

 En núna eftir 2000 hefur maður beðið í ofvænni eftir að hagkerfið fari niður á við (öll hagkerfi hafa sína hringrás) ár eftir ár hefur manni undrað að kerfið fór ekki að láta undan síga, heldur básúnað "Góðæri Góðæri Góðæri" (ef maður segir það nógu oft fyrir framan spegil byrjar maður að trúa) en ekki byrjaði kerfið að síga, heldur fóru hér að gerast undarlegustu hlutir td fór almenningur að GRÆÐA Á YFIRDRÆTTI ! og undir lokinn GRÆDDI almenningur á gengislánum ! meðan krónan var í sögulegu hámarki !

 En á miðað við þann ÁRÓÐUR sem rekinn var hér á árum áður þá hef ég ekki mikla trú að að Lýðræðistilburðir DO muni enduróma fyrir okkur Skríli þessa lands frekar en fyrri daginn, þið kannski munið að þetta er náunginn sem þakkaði góðærið SÉR og XD ! þrátt fyrir mikið góðæri hins vestræna heims á þeim tíma ! Nei góðærið á Íslandi var "öðruvísi" og mundi vara "endalaust" svo lengi sem við héldum í okkar sjálstæði með að kjósa eina flokkinn sem var fær um að halda okkur Sjálfstæðum !

 EN svo komu víst "vondir" menn klukkan 2004 (að sögn Hannesar og já mæli fyrir mun Davíðs líka) og fóru að skemma þetta sér Íslanska "Góðæri" guðs útvöldu !

 fyrir mitt leyti þá hef ég ekki trú á að DO sé að fara að vera hin hógværa manneskja með sannleiks og sanngirnis ást fremst á spjóti sínu.

 því við erum sennilega enþá Skrílin sem ofsóttum hann !

EN lifi Mogginn ............................ sem Áróðurs vél sem hamrar hraðar en nokkurntíman hefur sést ! jafnvel fastar hraðar en er Verkalýður lands okkar barðist fyrir smá réttingum á fyrrihluta síðustu aldar, en Mogginn og hans "fólk" formaði Hvítliðasveitir til að lemja á samborgurum sínum (sérstaklega eftirminnilegt við inngöngu okkar í NATO), og ekki mátti miklu muna að síðasta vetur að Hvítliðarnir kæmu upp á yfirborðið, en nei þeir héldu sig í myrkri og skugga með sitt ofbeldi ! Ja nema bræður tveir Klemmensar ! sem réðust með offorsi inn á neyðarsjúkrastöð með svo eftir minnilegum hætti, annar Læknir (engin áminning einu sinni) og Hagfræðingur úr Seðlabankahirðinni, sem gerði fátt annað en að punta í svartbók Davíðs ! 

 Þessi "armur" XD er arfleifð hins Íslenska Nasistaflokks og já það á við rök að styðjast !

og mér þykkir vafasamt að vera með svona þennkjandi strákum !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 08:10

28 identicon

og já þetta er frábær upprifjum hjá þér Lára Hanna

Grétar Eir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 08:15

29 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í 30 ár! Gerði þetta og hitt! Er það þá ekki staðreynd að flestir voru ánægðir með hann? Væri ekki  annar listi til yfir  hvað hann gerði gott?Væri hann forsetætisráðherra núna  væri hann búin að  svínbeygja bæði Breta og Hollendinga, til réttlætis,hafandi alla þessa hæfileika.

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2009 kl. 11:59

30 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það eru ekki allir að skilja allar ástæður fyrir því að hætta á Moggablogginu.

Bloggarar skapa auglýsingatekjur fyrir Moggann sem síðan eru notaðar til að greiða einræðisfrekjunni himin hátt kaup. Ótrúlega margir skilja ekki að hvert "hitt" á bloggsíðu er verðlagt í auglýsingum.

Það er ein af ástæðum þess að ég hætti. Hin er sú að ég sé ekki tilgang að andmæla annarri hverri frétt undan rifjum hefnigjarns stríðshauks.

Haukur Nikulásson, 27.9.2009 kl. 12:23

31 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm, skrímsladeildin er komin á kreik og nú skal loka þeim ormagryfjum sem byrjað er að glitta í. Svo skal sagan skrfuð á réttan hátt.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.9.2009 kl. 12:31

32 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er gríðarlega ánægð með þig að gefast ekki upp hér á mbl þó svo að DO sé tekinn við í ristjórn um tíma, aldrei verið eins mikil þörf fyrir pistla þína eins og nú. Takk fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 12:40

33 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Góð grein ,eins og venjulega.
Hann virðist tolla illa í vinnu.
Alltaf að skipta um vinnustað.

Halldór Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 13:03

34 identicon

Frábær grein sem Kama Sutra tengir inn á. brahim er líklega að misskilja hlutina. Eigendur telja sig ekki vera að fórna neinu þegar þeir leggja engan pening í fyrirtækið. Þeir yfirtaka aðeins skuldir sem lenda á okkur (allri þjóðinni) ef illa fer. Þess vegna er svo auðvelt að nota þennan pésa í áróðursskyni.

Það eru engir "fordómar" gagnvart Davíð. Milu frekar eru þetta "fordómar" gagnvart þeim aðdáendum hans sem sjá ekki muninn á þjóðmálaumræðu og skallapoppi.

"Með hvaða liði heldurðu í ensku..?" svar: "Sjálfstæðisflokknum".

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 13:18

35 identicon

" Ég tek líka eftir því þegar maður les netið að þeir sem eru að ráðast á mig þar eru aðallega nafnleysingjar, hinir sem skrifa undir nafni eru miklu hlynntari og jákvæðari.. enda í gerðinni heiðarlegra og betra fólk."

- Davíð Oddsson, Spjallið með Sölva 25. september 2009

Sigrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 13:24

36 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki Davíð Oddsson að syngja sinn svanasöng í íslenskri pólitík ? Þið sem viljið njóta þessara hinstu tóna- lesið Moggann.  Við hin höfum sagt blaðinum upp og hlustum ekki.

Þetta væl tekur fljótt af...  einhverjar vikur...

Sævar Helgason, 27.9.2009 kl. 15:15

37 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Árvakur er náttúrulega einkafyrirtæki og ræður og rekur eins og því sýnist - og hafa rétt á, burt séð frá tilgangi og öðru.

Það sem ég ætla að segja er að ósvífni þeirra sem stjórnuðu landinu og fjármálastofnunum síðustu 20 árin er sjálfgefin - annars sætu þeir ekki að kjötkötlunum enn - en hvernig Síðdegisútvarp rásar 2 lætur út af DO er með ólíkindum.  Þau eyða klukkustundum í að fjalla um þennan mann.

Þar erum við að tala um miðil sem lögum samkæmt á að vera hlutlaus.  Hvernig má það vera að starfsmenn Orkustofnunar 30 talsins sem sagt var upp nú, fengu ekki jafn mikla umfjöllun hjá síðdegisútvarpi Rásar 2?

Skilja fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og atvinnurekendur ekki að það er búið að helsæra þessa þjóð.  Eru þessir menn og konur í einhverri keppni í því að greina hugsanir, störf, greinar og orð DO ?

Nei - fjölmiðlafólki væri nær að fjalla um aðra og brýnni hluti.

Það er algerlega sama hvað DO segir eða gerir - hann hefur ekki nein áhrif á almennning - hann er hættur að hlusta á þann mann fyrir löngu - svo hér kemur beiðni frá almenningi til fjölmiðla á Íslandi - það er skýlaus krafa til ykkar að umfjöllun fjölmiðla um aðra fjölmiðla verði á jöfnum grunni.

Ef engin hlustar á DO - ef engin les DO - þá er hann algerlega valdalaus.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 27.9.2009 kl. 15:37

38 identicon

Skrýtið hvernig menn lesa í tölur. Lára Hanna talar um að Davíð hafi verin "séns" hvað eftir annað í 30 ár. Ég veit ekki hversu vel Lára hefur fylgst með stjórnmálum, eða hvernig kosningar ganga fyrir sig, en henni til fróðleiks, þá kjósa landsmenn um þá flokka sem þeir treysta best til að fara með stjórn landsmála. Davíð hefur tekið margan slaginn í kosningum. Hann hefur aldrei tapað kosningum. Hvorki í borgarmálum, né í landsmálum. Að kalla það "að fá séns" er í besta falli broslegt. Engum öðrum hefur tekist þetta af núlifandi stjórnmálamönnum. Hvað sem mönnum finnst um DO, þá viðurkenna allir að sigursælli stjórnmálamann er ekki að finna á Íslandi þegar kemur að úrslitum kosninga.

Enginn er óskeikull. Er sammála þér varðandi Íraksmálið. Það er líklega það mál sem Davíð hefur tekist hvað verst upp í. Mig grunar reyndar að ástæða þess hafi verið tilraun Davíðs til að fá Bandaríkjamenn til að halda herstöðinni á MIðnesheiði gangandi lengur. Það tókst ekki. Í dag er atvinnuleysi á suðurnesjum eitt hið mesta á nokkru svæði á Íslandi, og þó víðar væri leitað. Það er orsök þess að Bandaríkjamenn fóru. Það var hægt að teygja sig langt til að halda þessari herstöð hér á landi, það sjá flestir í dag amk þeir sem eru atvinnulausir á Suðurnesjum.

Að sjálfsögðu reynir Sjálfstæðisflokkurin að ná aftur völdum. Flokkurinn er í pólitík til að hafa áhrif. Hann er að því leitinu ólíkur t.d. núverandi ríkisstjornarflokkum, sem virðast skilgreina sig sem söguskýrendur eða greiningaflokka. Eyða öllu púðrinu í að útskýra hvað fór úrskeiðis, í staðin fyrir að lagfæra það ömurlega ástand sem nú ríkir, og hefur versnað með hverjum deginum svo að segja allt þetta ár.

Það er ekki ýkja stórmannlegt að taka eina og eina setningu og dæma áratuga stjórnmálaferil út frá einni setningu eins og Lára gerir. Forsetinn Ólafur Ragnar hafði nú á sínum tíma ýmis miður falleg orð um andstæðinga sína. Líklegt er að hamarinn sem Ásta Ragnheiður notar hefði brotnað í spað við það eytt að reyna að þagga niður í þeim manni.

Að lokum vil ég mótmæla því harðlega að Þorsteinn Pálsson hafi ekki verið eins umdeildur af sínum verkum og Davíð. Gleymum ekki að Þorteinn Pálsson er ásamt Halldóri Ásgrímssyni guðfaðir kvótakerfisins, sem er líklega mesta deilumál Íslendinga síðustu 25 árin. Slíkar hafa deilurnar verið, að stjórnmálaflokkar hafa bæði verið stofnaðir og lagðir af út af þessu eina máli. Það er annað hvort af fáfræði eða einfaldlega hlutdrægni sem því er haldið fram að Þorsteinn Pálsson hafi ekki verið umdeildur, líkt og Davíð Oddsson. Umdeildir menn eru þeir sem koma hlutum áleiðis, hinir sem aldrei eru nefndir, það eru þeir sem sitja á sínum stól og tala um hlutina, en gera ekki neitt. Sumir geta, aðrir gera. Davíð er í seinni flokkinum.

joi (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:18

39 Smámynd: Björn Birgisson

Áskrift að Mogganum kostar rúmlega 40 þúsund á ári. Ef 10 fara tapast 400 þúsund, ef 100 fara tapast 4 milljónir, ef 1000 fara tapast ................

Sumir segja að 3000-5000 manns hafi sagt Mogganum sínum upp. Trúi því nú tæplega. En ef satt er mun ráðning Davíðs líklega koma til greina sem mesta klúður aldarinnar. Og setja blaðið á hausinn aftur.

Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 16:27

40 identicon

Veit ekki Björn, kannski voru það 1000 manns sem sögðu upp, kannski bara þessi 50 blöð sem Ásta Ragnheiður í Samfylkingunni sagði upp hjá Alþingi. Við vitum það ekki fyrir víst. DV talaði um 1000 uppsagnir. Ég hugsa að þeir yrðu þeir síðustu til að fá einhverjar tölur um slíkt.

Ráðning Davíðs hefur þó amk vakið umtal. Nokkrar stærstu raunverulegu fréttir ársins virðast algerlega falla í skuggann. Það er undarlegt, en samt ekki ef maður skoðar söguna. Blaðamenn eru í hagsmunagæslu. Þeir skrifa og skrifa til að ófrægja menn sem vega að starfsgrundvelli þeirra. Þeir gerðu þetta líka síðast þegar fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram. Þá sá blaðamannafélagið fram á að það gæti fækkað í stéttinni og fór á fullt í hagsmunagæslu. Það er sorglegt. Blaðamenn hafa mikið vald. Þeim ber að fara varlega með þetta vald. Þegar þeir detta ofan í svona glerharða hagsmunagæslu sem blindar þeim alla sín á umhverfið, þá eru þeir á rangri leið.

Morgunblaðið mun eiga erfitt uppdráttar á næstunni, ekki vegna þess að áskrifendum hafi fækkað mikið, heldur vegna þess að auglýsingatekjur eiga eftir að minnka. Þegar þessi ríkisstjórn verður búin að skattlegja þá sem auglýsa í blaðinu upp í rjáfur, þá verða væntanlega ekki miklir peningar eftir hjá fyrirtækjunum til að borga laun, fjárfesta, hvað þá að kaupa auglýsingar. Svona er þessi ríkisstjórn smátt og smátt að láta fyrirtækjunum blæða út. Atvinnuleysi fylgir í kjölfarið. Morgunblaðið er ekki eina fyrirtækið sem á eftir að finna fyrir aðgerðaleysi ríksstjórnarinar.

joi (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:38

41 identicon

Þetta er nú bara fyndið hversu mikið fólk er með Davíð á heilanum. Ef aðrir stjórnmálamenn sem eru búnir að vera að í 20-30 ár væru kortlagðir eins og Davíð kæmi sitthvað í ljós. Ég nefni af handahófi Ólaf Ragnar, Steingrím J og Jóhönnu.

Ef Lára Hanna kýs að einblína á það neikvæða í gjörðum og fari fólks þá hún um það. En ég sakna þess að hún beini ekki sjónum sínum víðar og beini spjótum sínum annað en í garð sjálfstæðismanna. Því að af nógu er að taka í mörgum skúmaskotum. 

En Lára Hanna og Agnes Braga eiga sitthvað sameiginlegt. Báðar hvassar og skeleggar en gagnrýna bara sumt en láta annað afskiptalaust.

Guðrún (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:05

42 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Frábær pistill Lára Hanna. Ég vona að DO og& takist ekki að hrekja þig af blogginu. En ef þú flytur þig um set endilega láttu mig vita.

Ps. Í framhaldi af símtali okkar um daginn. Magnús vinur minn Soffaníasson vann málið gegn mágum sínum og systrum fyrir Hæstarétti. Það er greinilega til réttlæti hérlendis, þrátt fyrir allt.

Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 27.9.2009 kl. 17:37

43 identicon

Æi, hættum að hneykslast á Davíð, er Davíð kannski í hlutverki stærstu smjörklípu Sjálfstæðisflokksins?

Einbeitum okkur að því sem mestu máli skiptir, endurreisn Íslands , rannsókn hrunsins og uppgjöri við glæponana.

Ekki trúi ég að heiðvirðir Sjálfstæðismenn geti taki mark á Mogganum lengur.

Ekki eyða dýrmætum tíma og kröftum í að þrasa um Davíð Oddsson, dyssum hann.

Hrönn (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 18:11

44 identicon

Þessi pistill ætti að slá í stein. Annars mun ritstjórnarstefna DO ganga meir út frá þöggun en staksteinakasti. Hvað tók það Mbl langan tíma að segja frá nýjum hugmyndum ápá um greiðslubyrði? Ha.... rúman sólarhring??

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 20:00

45 identicon

mbl.is | 23.11.2002 | 18:21

Rithöfundurinn Davíð kynnti nýja bók

„Konan mín segir að ég sé svo lyginn þegar ég segi sögu að það sé allt í lagi fyrir hana að heyra hana í þrítugasta sinn, því ég breyti þeim alltaf óviljandi“, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra og rithöfundur þegar hann kynnti nýja bók sína í dag á blaðamannafundi, smásagnasafnið Stolið frá höfundi stafrófsins. Þetta er önnur bók Davíðs og hún hefur að geyma átta smásögur sem Davíð segir allar mjög ólíkar, sumar þeirra byggi á raunverulegum atburðum en aðrar séu hreinn heilaspuni. Fyrri bók Davíðs smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar kom út árið 1997, rithöfundurinn segist telja nýju bókina betri.

Bókin var kynnt á blaðamannafundi í Iðnó, en þar gerist einmitt ein sagan, sem nefnist Flugan á veggnum verður kringluleit. Hún er byggð á atburðum úr leikhúsinu en Davíð vann þar sem leikhúsritari árin 1970-72.

Aðspurður hvort atvik eða persónur í bókinni byggi á raunveru leikanum segir forsætisráðherra að Kohl kanslari og Clinton Bandaríkjaforseti komi við sögu, og þeir eigi sér vissulega stoð í raunveruleikanum. „En ég tek fram að þetta eru sögur, þó maður noti eitthvað af því sem maður hefur upplifað þá breytir maður þessu öllu saman og færir í stíllinn mjög.“ Í sögunni sem gerist í leikhúsinu komi t.d. fyrir þekktar persónur, sem þó séu ekki nafngreindar og í fleiri sögum megi finna slíkar persónur. „Svo koma fyrir persónur sem ég nauðaþekki, en fáir aðrir. Það er sitt af hvoru tagi í þessari bók.“

Davíð segir skriftirnar vera aukastarf. Hann skrifi hjá sér hug myndir t.d. í flugvélum „og niðri á þingi, ef það er eitthvað sem er ekki mjög skemmtilegt, sem er nú ekki oft“, segir Davíð og hlær. Hann segist sækja innblástur í reynslu sína, m.a. frá æskuárunum og störfum sem hann hafi gegnt í gegnum tíðina.

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:39

46 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bara smá komment við færslu nr. 30. Það er einfalt að koma í veg fyrir að auglýsingar sjáist á síðu í sinni eigin tölvu. Adblock plus svínvirkar fyrir Firefox. Auglýsingarnar eru þarna eftir sem áður en ef fjöldinn allur af lesendum lýsir yfir að lokað sé á auglýsingar á moggablogginu á sinni tölvu, fara auglýsendur e.t.v. að hugsa sinn gang.

Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2009 kl. 21:58

47 Smámynd: Haukur Nikulásson

Haraldur, það eru uppflettingar á síðuna þína sem þeir selja, alveg óháð því hvaða tól þú notar til að sleppa við að horfa á auglýsingarnar sjálfur. Þeir selja líka teljarana a síðuna þína þó svo að þú kaupir auglýsinguna á henni í burtu. Það eru allir teljarar notaðir til að hækka verð auglýsinganna. Eina leiðin til að mótmæla ráðningu DO er að hætta öllu er tengist mbl.is

Haukur Nikulásson, 27.9.2009 kl. 22:05

48 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða læti eru þetta? Í mínum huga er Davíð Oddsson stórgáfaður og orðheppinn klikkhaus. Helstu afrek hans eru þau að vera arkitektinn að efnahagshruni íslensku þjóðarinnar og tryggja sjálfum sér stjarnfæðileg eftirlaun fyrir að hafa verið vinnumaður ríkis og borgar. Það er nú allt og sumt. Hann mun að fullum líkindum verða dýrasti starfsmaður Árvakurs og koma því fyrirtæki á hausinn á mettíma. 

Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 22:33

49 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, þú meinar aftur á hausinn. Frjálshyggjupostularnir, Geir og Davíð, hafa mesta sína tíð verið á framfæri íslenskrar alþýðu. Þess fólks sem þeir hafa leynt og ljóst unnið gegn. Að ekki sé nefndur trúðurinn HHG. Einhvern veginn er það svo að hin íslenska þjóð þarf alltaf að ala nöðrur við brjóst sér. Borga þeim kaup. Borga þeim biðlaun. Borga þeim lífeyri, sem þeir skömmtuðu sér sjálfir. Árvakur er nú þjóðin í hnotskurn. Fellur með skítalyktinni sem hann velur sér.

Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 22:54

50 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég veit hvernig þetta virkar Haukur, en auglýsingin þarf að komast til skila samt sem áður. Ef þeir sem skoða síðuna eru með blokker þá kemst hún ekki til skila. Ef verulegur fjöldi fólks setur þetta upp hjá sér og lætur vita af því þá munu auglýsendur fara að efast um þær tölur sem auglýsingadeild moggans notar til að verðleggja þessar auglýsingar.

Spurning um að nota t.d. skoðanakannakerfið til að kanna hve margir af gestum nota blokkera...? Þetta er útfærsluatriði.

Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2009 kl. 23:02

51 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Maður andvarpar bara þegar maður les svona.  Davíð Oddson er einn heiðarlegasti, réttsýnasti og öflugasta stórmenni íslenskrar stjórnmála sögu.  Þið getið bara ekki skilið það þar sem þið sjáið bara rautt þegar þið heyrið þetta nafn. "Vinstri Heift", "Búsáhaldadeild VG" já eða öfundarhjörðin eins við kusum að kalla ykkur hérna einu sinni.   Lára, þetta var fáránlegur samtíningur hjá þér af rangfærslum, óskhyggju og í besta falli einföldun á miklu flóknari málum.

Ríkisstjórnir DO færðu okkur úr viðjum forsjárhyggju og miðstýringar í átt til frelsis til athafna og velmegunnar. Kaupmáttur landsmanna á árunum þegar hann var forsætisráðherra voru í hæstu hæðum og mikill stöðugleiki var á öllu ásamt því að

Ef þú tókst ekki eftir því þá hlýtur þú að hafa verið einhverstaðar annars staðar eða hreinlega vilt ekki horfast í augu við það þar sem jú þú sérð rautt eins og þið öll hin sem hafið elskað að hata Davíð í gegnum árin. 

Ég held að DO verði flottur ritstjóri á öflugasta dagblaði landsins.  Skrítið, andstæðingar hans hafa brugðist ókvæða við.... kannski er það vegna þess að þeir (þið) óttist hann ennþá. Enda öflugur.    Bíðum og sjáum... þetta verður spennandi.

Helgi Már Bjarnason, 28.9.2009 kl. 17:20

52 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Lára, enn og aftur takk. Taktu öryggisafrit af síðunni þinni og kommentum. Komment eitt er listaverk. Komment 51 drepfyndinn gjörningur. Ég hef sleppt því að tjá mig hér í langan tíma ma. vegna þess að upplifa baráttuna gegn lénsveldinu vonlausa. Svo kom DO til skjalanna. Hef ekki enn gert upp við mig hvort það ljúki blogginu mínu en langar til að benda á eina staðreynd um stuttbuxnagaurana Davíð, Hannes Hólmstein, Friðrik Sóf og félaga. Báknið burt var slagorðið en það hefur aldrei vaxið eins mikið eins og á þeirra vakt auk þess sem þessir menn hafa aldrei unnið í einkageiranum. Þeir hafa ALLTAF verið á ríkisjötunni. Og eru sannanlega ARKITEKTAR hruns Íslands ásamt Smjagall Ingólfssyni.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.9.2009 kl. 22:05

53 Smámynd: Offari

Geir er greinilega ekki tekin við hér.  Mér satt að segja blöskrar þessi reiði gagnvart Davíð. Ég tel hann menskann mann sem hafi unnið samkvæmt sinni samvisku og hafi alltaf haft þjóðarhag þar í fyrirrúm. Hinsvegar gat hann ekki stjórnað gjörðum annara.

Offari, 29.9.2009 kl. 11:12

54 identicon

Var það ekki Davíð sem skildi við skuldlítinn borgarsjóð er hann hætti þar? Var það ekki þessi sami Davíð sem skildi við nánast skuldlausan ríkissjóð árið 2004? Var það ekki þessi Davíð sem vildi ekki dreifða eignaraðild að bönkunum, en fékk ekki sitt fram. Var það ekki þessi Davíð sem vildi fjölmiðlalög svo auðmennirnir hefðu ekki svona mikil áhrif í samfélaginu, fékk ekki sitt fram. Var það ekki þessi Davíð sem lagði til að byggt yrði nýtt fullkomið sjúkrahús fyrir alla landsmenn. osfrv.

Palli (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband