Tortryggni, teygðar meiningar og tengsl

Það var ekki ætlun mín að skrifa meira alveg strax um meðreiðarsveina Sigmundar Davíðs og Höskuldar á fundum þeirra með þingmönnum í Osló. Ekki fyrr en ég hef fengið meiri upplýsingar. En tvennt varð til þess að ég ákvað að nefna nokkur atriði í viðbót.

Fram hefur komið sá undarlegi skilningur einhverra - eða misskilningur - að tilgangur minn eða heimildamanns míns hafi verið að kasta rýrð á erindi þeirra félaga til Osló og göfugan tilgang. Svo er alls ekki. Ég hef ekkert minnst einu orði á skoðun mína á þeim hluta málsins og ætla ekki að gera. Þeir höfðu með sér fjóra aðstoðarmenn og ég gerði aðeins athugasemd við tvo þeirra. Hér eru engar samsæriskenningar á ferðinni, bara verið að benda á staðreyndir sem blasa við.

Sigmundur Davíð gerði að mínu mati mikil mistök í gær sem kasta rýrð á tilgang hans með förinni, hversu göfugur sem hann kann að hafa verið. Mistökin kristallast í viðtölum við báðar sjónvarpsstöðvarnar, RÚV og Stöð 2. Hlustið á manninn.

 

Hér vogar Sigmundur Davíð sér að gera lítið úr ofureðlilegum ótta, tortryggni, reiði og vanþóknun fólks á þeim mönnum sem settu íslenskt þjóðfélag á hausinn og samverkamönnum þeirra. "Á Íslandi tengjast allir einhverjum á einhvern hátt," segir Sigmundur Davíð og gerir ekki greinarmun á vogunarsjóðum, skúringakonum og leikfangabúðum. Er auðmaðurinn Sigmundur Davíð þarna að verja félaga sína, hina auðmennina? "Ég veit ekkert um hvort einhverjir sem voru með okkur á þessum fundum hafi einhvern tíma verið viðskiptafélagar Björgólfs Thors," segir Sigmundur Davíð og fer svo að tala um nornaveiðar og McCarthyisma. Mér finnst ég hafa heyrt svona kjaftæði fyrir ekki svo ýkja löngu - í margar vikur eftir hrun þegar þáverandi stjórnvöld voru upptekin við að persónugera ekki hlutina. Síðan segir Sigmundur Davíð: "Ætla menn að troða þetta allt niður í svaðið af því þeir hafi hugsanlega þekkt einhvern sem var einhvern tíma með einhverjum útrásarmanni." Ja, hver skollinn... hugsaði ég með mér. Annaðhvort hefur tunguliprum töffurunum tekist að blekkja Sigmund Davíð svona hressilega eða eigin- eða pólitískir hagsmunir bera samvisku hans ofurliði.

Sigmundur Davíð á að vita betur - og gerir það. Hann er í ábyrgðarhlutverki í þjóðfélaginu og honum leyfist ekki hvað sem er. Mennirnir tveir í vogunarsjóðBjörgólfur Thor Björgólfssonnum eru ekki bara "einhverjir sérfræðingar" - þeir eru vinir og viðskiptafélagar Björgólfs Thors Björgólfssonar - fyrrverandi aðaleiganda bankans sem bjó til Icesave. Hér er ekki um að ræða að þeir hafi "hugsanlega þekkt einhvern sem var einhvern tíma með einhverjum útrásarmanni". Og ég skal hengja mig upp á að Sigmundur Davíð veit þetta mætavel. Ef ekki skal ég gefa honum vísbendingar:

Vogunarsjóðurinn Boreas Capital Fund tengist Björgólfi Thor á a.m.k. tvennan hátt - fyrir utan vináttuna - við meðreiðarsveina Sigmundar Davíðs. Sjóðurinn var... ég held að það sé kallað að vera vistaður hjá... Landsvaka, sem er hluti Landsbankans. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því, að þar hafi Boreas Capital komist upp með ýmislegt af því þetta voru vinir Bjögga.

Eins og áður hefur komið fram var Boreas Capital stofnað um mitt ár 2007. Í þessari frétt kemur fram að sjóðurinn lokaði fyrir nýja fjárfesta í ágústlok 2007 og var fjárfestingargeta hans þá 126 milljónir evra sem á núvirði eru rúmir 23 milljarðar íslenskra króna. Hér er ársfjórðungsuppgjör Straums fyrir 3. ársfjórðung 2007. Takið eftir að á bls. 23 er sagt að eignarhlutur Straums í Tanganyika Oil Company er 32 milljónir evra.

Á 4. ársfjórðungi er hluturinn kominn niður í 20 milljónir, en aftur á móti á Straumur nú 19 milljónir evra í... jú, einmitt - Boreas Capital Fund - sjá bls. 39. Þessi hlutur Straums er heil 15% af fjárhæðinni sem Boreas Capital lagði upp með í lok ágúst þetta ár, 126 milljónunum.

Á 1. ársfjórðungi 2008 er hlutur Straums í Tanganyika Oil 28 milljónir evraBoreas Capital og áfram19 milljónir í Boreas Capital, en á 2. ársfjórðungi er hluturinn í Tanganyika horfinn og hluturinn í Boreas Capital 18 milljónir. Spurning hvort þetta sé sami Tanganyika hluturinn - eða einhver annar. Á þessum tímapunkti virðist Boreas Capital sjóðurinn hafa skroppið saman og var orðinn 10 milljarða virði eins og sjá má hér í stað 23. milljarða rúmu ári áður.

Stökkvum nú fram í 3. ársfjórðung 2008 - plús október og kíkjum í sérstaka Fjárfestabók. Þarna eru inni fyrstu 10 mánuðir ársins 2008 og þar hefur hlutur Straums í Boreas Capital hækkað upp í 24 milljónir evra. En eitthvað gerist í nóvember og desember 2008 því í árslok, í lok 4. ársfjórðungs, er eignarhlutur Straums í Boreas Capital horfinn. Liðurinn "other", þ.e. önnur óskráð fyrirtæki, stekkur hins vegar úr 86 milljónum evra í 173 milljónir. Eins og sjá má á þessari mynd var Boreas Capital Fund einn af 20 stærstu hluthöfum í Straumi í lok október 2008. Stjórnarformaður og aðaleigandi Straums var Björgólfur Thor Björgólfsson, æskuvinur Franks Pitt, stjórnarformanns Boreas Capital. Straumur varð gjaldþrota í mars 2009.

Þetta er sett hér fram til að sýna tengsl. Ég er ekki að halda því fram að Straumurviðskiptin sem vísað er í séu að neinu leyti ólögmæt - það veit ég hreinlega ekkert um og hef ekki forsendur til að meta það. En ég efast ekkert um að viðskiptatengsl þessara manna séu miklu meiri og flóknari en ég get nokkurn tíma skilið.

Málið er að Sigmundur Davíð og Höskuldur gerðu mikil og stór mistök með því að taka með sér tvo fulltrúa vogunarsjóðs, sem jafnframt eru vinir og viðskiptafélagar Björgólfs Thors, á fund norsku kollega sinna. Frá því hrunið átti sér stað og sannleikskornin hafa komið upp á yfirborðið eitt af öðru hefur oft verið sagt að Ísland hafi verið einn stór vogunarsjóður. Það er bæði landinu til hnjóðs og raunsönn lýsing á starfsemi vogunarsjóða.

Annars vegar er það blaut tuska framan í þjóðina að taka vini og viðskiptafélaga eins aðalleikarans í hruninu með sér. Hins vegar eru það hrikaleg skilaboð til norsku þingmannanna að taka menn úr vogunarsjóði með til að biðja um lán - hversu göfugur sem tilgangurinn er. Það er eins og að biðja um pening með spilafíkil við hliðina á sér.

Mogginn er orðinn nokkurs konar barómeter. Allir vita að hinum nýja ritstjóra þóknuðust Björgólfsfeðgar - enda gaf hann þeim Landsbankann og hefur liðið þeim hvaðeina sem þeim hefur dottið í hug. Geir Haarde sagði þegar hrunið var að bresta á að hann talaði alltaf við Björgólf Thor þegar hann væri á landinu. Ábending mín í síðasta pistli (lesið athugasemdir Magnúsar nr. 53, 54 og 57) hefur þótt frétt í velflestum fjölmiðlum og um málið fjallað í Pressunni, á Eyjunni, í DV og sjónvarpsfréttunum hér að ofan. Fjölmargir bloggarar hafa ýmist fjallað sjálfir um málið eða linkað í mitt. En hvað segir Mogginn? Ekkert á mbl.is svo ég viti en minnst á málið í þessari grein í sunnudagsmogganum. Þetta segir í greininni um málið:

Úr frétt Mogga 11. október 2009

Svo mörg voru þau orð. Ritstjórinn stendur með sínu fólki og er að undirbúa nýja stjórn til að gæta sérhagsmuna ýmiss konar. Spurning hvort hann sé að biðla til Framsóknar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæl Lára

Ég er orðin hundleiður á því að þið reynið ávalt að finna einhverja blóraböggla í stað þess að reyna að finna lausn á máli er varðar hvert mannsbarn á landinu! þið stórhausarnir á blogginu velflestir gerið fátt annað en að andskotast út í hvert smáatriði eins og t.d. það sem þú ert að gera núna, hverjir þekkja ekki einhvern sem unnið hafa fyrir Landsbankann eða hina bankana? hvað þá öll þau fjárfestingarfyrirtæki sem spruttu eins og gorkúlur út um allar trissur, nei, þegar menn reyna eitthvað til  hjálpar þjóðinni þó svo þessir menn heita Sigmundur og Höskuldur og eru í Framsókn, þeir eru hluti af þessu littla landi sem aðeins telur um 300 þúsund manns og allir þekkja alla, ekki reyna alltaf að finna versta flötinn á myndinni!

Guðmundur Júlíusson, 11.10.2009 kl. 04:16

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ef Sjálfstæðismenn og Framsókn komast aftur til valda verður mörgu sópað undir teppið. Enda virðast þessir flokkar vera tilbúnir til að gera allt til að verja sína menn fyrir Evu Jolie.

En að öðru.  Einhvern tímann fyrir ekki mjög löngu sameinuðust svissneska fyrirtækið Glencore AG www.glencore.com og rússneska fyrirtækið Rusal www.rusal.com  og mynduðu saman United Company Rusal eða UC Rusal. Þetta myndi kannski ekki vera áhugavert nema vegna þess að Glencore AG á eftirfarandi eignir, þ.m.t. 49% í álveri Norðuráls á Grundartanga:


A subsidiary of Glencore owns 100% of the Columbia Falls Aluminium smelter

A subsidiary of Glencore owns 100% of the Sherwin Alumina refinery

A subsidiary of Glencore has an economic interest of 49% (38.1% voting) in Century Aluminum Company, a NASDAQ-quoted company whose assets include:
 
 

 the Ravenswood Aluminium smelter
 a 49.7% equity interest in the Mt. Holly Aluminium smelter
 a 100% equity interest in the Hawesville Aluminium smelter
 a 100% equity interest in the Nordural Aluminium smelter

The balance of shares in Century are publicly held.

Gamla Rusal á 66% af hinu sameinaða fyrirtæki UC RUSAL, en hver skyldi stjórna nýja fyrirtækinu ?  Jú, sá sem á UC RUSAL, Glencore og semsagt stóran hlut í Norðuráli er enginn annar en oligarchinn Oleg Deripaska, einn ríkasti maður Rússlands. Oleg Deripaska er giftur inn í Jeltsín fjölskylduna, sem nýtur algjörrar friðhelgi gagnvart lögum, skv. samkomulagi sem Jeltsín og Pútín gerðu með sér, þegar Pútín komst til valda. Að auki hefur Oleg Deripaska verið einn nánasti samtarfsmaður Vladimirs Pútíns undanfarin ár, þótt Pútin sé auðvitað sá sem ræður á endanum. Þetta þýðir að einn nánasti samstarfsmaður Pútins á stóran hlut í Norðuráli (Century Aluminium), sem er núna að byggja álver í Helguvík.

Spurningar vakna eins og: 

Verður lán frá Rússum, bundið einhverjum skilyrðum t.d. varðandi Helguvík?

Er það Pútin eða Oleg Deripaska sem er að lána okkur peningana?

Og vita sjálfstæðismennirnir Vilhjálmur Egilsson og Árni Sigfússon að þeir eru komnir upp í eina sæng með Pútin og Deripaska?

Sjá nánar: http://www.reliableplant.com/Article.aspx?articleid=2930

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 11.10.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvurslags bull er þetta Guðmundur Júlíusson. Ertu búinn að gleyma að það var skortur á gagnrýni sem átti mestan þátt í að gróðapungarnir komust upp með að ræna öllum okkar sjóðum og taka snúning á öllum stærstu og verðmestu fyrirtækjunum með þeim afleiðingum að efnahagslegu sjálfstæði okkar er stefnt í hættu.  Eigum við að leyfa sömu mönnum (manngerðum) að valsa hér um með fulltingi stjórnmálamanna eins og Sigmundar Davíð?  Ég segi nei, nú er nóg komið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2009 kl. 09:48

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hjá einmitt eftir þessu sma hjá Sigmundi Davíð - hann varð bara pirraður þegar tengslin við Landsbankann voru nefnd - það er ekki eins og öll þjóðin hafi verið ráðgjafar hjá bankanum? Menn virðast ekki þola svona spurningar og eiga erfitt með að tjá sig hreint og beint um leið og þeir eru á einn eða annan hátt bendlaðir við þá er fóru hér hamförum á sínum tíma. Ég fæ ekki betur séð en þeir er hér fóru með ferðina séu nú á fullu byrjaðir að nota tengsl sína til að moka aftur til sín.

Gísli Foster Hjartarson, 11.10.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.

Við fáum að öllum líkindum ekki lán frá Rússum, enda þurfum við trúlega ekki á því að halda.


"ISTANBUL, October 4 [2009] (RIA Novosti) - Russia could borrow from $2 billion to $4 billion from the World Bank next year to ease the effects of the economic crisis, Finance Minister Alexei Kudrin said on Sunday."

Már Guðmundsson seðlabankastjóri: Þurfum trúlega ekki öll lánin

Þorsteinn Briem, 11.10.2009 kl. 10:27

6 identicon

"Hafa ferðast fyrir eigin kostnað" Á að vera afsökun fyrir að hafa þessa menn með! Ætli Ísland sé að komast í sömu stöðu, í áliti alþjóðasamfélagsins, og Nígería? (Nígeríubréfin og Nígeríusvikin)

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:02

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Lára Hanna, þakka þér fyrir þitt skelegga blogg sem er eins og ljós í myrkrinu. Eftir að ég fór að blogga á mbl. blogginu hef ég farið yfir fjölmargt sem þar er skrifað og sagt. Mér satt að segja ofbýður bullið og talsmátinn hjá fjölmörgum á blogginu og það er staðreynd að þeir sem reyna að ræða málin yfirvegað og rökfast eru í miklum minnihluta. Guðmundur Júlíusson, sem á athugasemd hér að framan, virðist vera einn af þeim sem skilur ekki hvað það er gífurlega mikilvægt að ýta til hliðar öllum þeim sem komu að útrásinni og unnu með og fyrir útrásarvíkingana (vil gjarnan hætta að kalla þá "víkinga"). Þeir verða að sætta sig við slíkt meðan Sérstakur saksóknari og hans starfslið með Evu Joly í broddi fylkingar eru að hreinsa flórinn og Rannsóknarnefnd Alþingis er að störfum. Það sýnir best hve miklir lýðskrumarar þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur Þór eru og hvað dómgreind þeirra er skert að þeir skuli ekki gera sér grein fyrir að allir þeir sem að sukkinu komu verða að vera úti í kuldanum. Sumir þeirra kunna að komast með heilt skinn út úr rannsóknum á þeirra gjörðum og koma þá til starfa og láta gott af sér leiða. En þangað til skulu þeir sitja í skammarkróknum og þangað mega þeir einnig fara þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur Þór. 

Skoðanakönnun "capacent" um traust þjóðarinnar á stjórnarandstöðunni á Alþingi er hrikalegur áfellisdómur yfir öllum þeim mistæka hópi. 

Geri því nánari skil á bloggi mínu: siggigretar.blog.is.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.10.2009 kl. 11:24

8 identicon

Það má líkja þessu kannski við þetta..

Við höfum tölvuhakkara og til að testa styrk tölvuvírusa þá er gott að fá í lið með sér fyrrum hakkara til að testa hvort að vírusvörnin haldi..

Ég tek undir með Sigmundi að þessu leiti:

Við þurfum öll núna að leggjast á eitt að bjarga Íslandi, hvort sem við urðum meðvirk í því að starta eldinum eða ekki..

Núna eigum við að eyða okkar mestu orku í það... það ríður á.

Á sama tíma situr teymi og rannsakar hrunið, leyfum þeim það.

En köstum ekki hendinni á móti vinnandi höndum og höfum manngæsku og kærleika að leiðarljósi.

Ef þessir menn voru uppvísir af ólöglegu eða siðlausu athæfi þá mun það hitta þá fyrir.. það kemur þessari ferð ekkert við. Þeir hafa mikið vit á alþjóða fjármálafræði og því nauðsynlegt að nýta þekkingu slíkra manna.

Björg F (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:58

9 identicon

Sæl Hanna Lára og þakka þér fyrir að grafa upp skítinn sem alls staðar leynist.

Auðvitað er þetta ekki stórkostlegasta spillingarmál síðustu ára ..... en samt sem áður er algerlega eðlilegt að fólk spyrji spurninga. Við stöndum frammi fyrir vesta fjármálhruni sögunnar hjá einni þjóð. Við vorum misnotuð af spákaupmönnum, eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum, pólitíkusar voru í þægilegu kallfæri við helstu viðskiptajöfra og þessir "jöfrar" áttu greiða leið að eyrum pólitíkusa. Stefnan í öllum stórum málum var í beinu samræmi við skoðanir Viðskiptaráðs. Fjölmiðlar sváfu á verðinumog við öll gáfum skít í aðvaranir erlendra sérfræðinga. Og...... nú kemur í ljós að þegar framsóknarmenn ætla að bjarga þjóðinni þá eru þeirra helstu fjármálaráðgjafar eigendur í vogunarsjóði!! Þetta hljómar náttúrulega eins og farsi - en í ljósi stöðu okkar þá hljótum við að spyrja: "ER ÞETTA EÐLILEGT?".

Svar formannsins, Sigmundar Davíðs: Slíkar spurningar jaðra við McCarthy-isma... Brandarinn heldur áfram.... McCarthy var eins og allir vita ákaflega illa þokkaður öldungadeildarþingmaður sem stundaði ógeðfelldar vitnaleiðslur fyrir hönd stjórnvalda gagnvart listamönnum, blaðamönnum og fleiri aðilum sem hugsanlega hefðu rangar SKOÐANIR.... Þegar framsóknarmenn eru spurðir af bloggurum og síðan fréttamönnum um tengsl sín við eigendur vogunarsjóðs sem fylgja þeim í viðræður við erlend þjóðþing... þá er þetta náttúrulega McCarthy-ismi. Á hve lágan stall getur formaðurinn sett umræðuna. Hann kemur alltaf meira á óvart. Það eru ekki lífskoðanir Boreas manna sem vekja spurningar heldur hugsanlegir hagsmunir þeirra og hagsmunatengsl.

Hvað eru vogunarsjóðir? Jú.... þetta er fjárfestingarsjóðir sem einvörðungu fjárfesta fyrir stóreignafólk. Það þarf verulega háar fjárhæðir til að geta fengið þjónustu slíkra fjárfestingarsjóða. Um þessa sjóði gildi miklu minna reglugerðarverk heldur en um flestar aðrar fjárfestingarstofnanir. Vogunarsjóðir hafa sett hagkerfa þjóða á hliðina. Man fólk eftir sögunum um fjárfesta vogunarsjóða sem voru eins og hrægammar hér á síðasta ári og tóku skortstöðu gegn íslenska hagkerfinu? Hvað með hlutverk vogunarsjóða í hruni í SA-Asíu, já eða Argentínu, eins og sjálfur formaður framsóknarflokksins benti á!! Það hefur verið stefnumark ýmissa þjóða í Evrópu að koma lögum á vogunarsjóði. Bretar og Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi fyrir því og það vita allir að ein af ástæðum þess eru tengsl fjármálakerfisins inn í fjármögnum Bandarískra fjármála. Þjóðverjar og Frakkar hafa ekki komist lönd né strönd í að koma böndum á slíka spákaupmennsku sem vogunarsjóðir eru. Hér á landi hrundi allt vegna spákaupmanna. Eftir standa örfáar fjármálastofnanir, meðal þeirra Boreas Capital - vogunasjóðurinn margumrædddi. Nú er hann kominn í sæng með Framsóknarmönnum.

Eru Boreas menn trúverðugir ráðgjafar? Mér finnst blasa við að þegar við nú leitum fjármálaráðgjafar þá eru spákaupmenn sem stunda viðskipti á vogunarsjóðsmarkaðnum ekki sérlega trúverðugir. Framsóknarflokkurinn þyrfti að leita ráðgjafar hjá þjóðhagfræðingum - sérfræðingum í macro-economics. Þarna eru ýmsir sérfræðingar í akademíu, hér á landi og erlendis. Boreas menn eru valdir skv framsóknarformanninum af því að vogunarsjóðir fóru svo illa með Argentínu. Sem sagt vogunarsjóðurinn Boreas - er orðinn ráðgjafi þar sem þeir þekkja svo vel til í þessum vafasama "business" sem vogunarsjóðir eru. En NEI....NEI... Boreas er ekki þannig vogunarsjóður. Þeir stunda gagnsæ viðskipti og myndu ALDREI notfæra sér pólitísk tengs í viðskiptum sínum. Það kemur þó fram í blaðaviðtölum á síðustu vikum að Boreas er að beina augum sínum í vaxandi mæli til Noregs. En þeir myndu ALDREI nýta sér tengsl sín við norska þingmenn til sinna viðskipta. Nei, þeir eru einvörðungu að hugsa um hagsmuni okkar mörlandans.

Arnar Sigurðsson, kommenteraði svo sérkennilega þegar hann varði gerðir sinna manna:

"Ég veit fyrir víst að Boreas Capital hefur ekki umfang eða starfsemi tengt olíuvinnslu og/eða neinn annan tilgang með þessari ferð."

Sem sagt Boreas menn hafa ekki viðskiptatengsl eða áhuga á þeim sviðum þar sem norsk stjórnvöld hafa haft sig mest í frammi, þ.e. olíu. Sem sagt skv. Arnari þá væri það sennilega tortryggilegt ef að viðkomandi aðilar hefðu umfang í starfsemi tengt olíuvinnslu. Og viti menn Boreas menn hafa einmitt áhuga á olíuvinnslu. Það er eitt af þeirra stóru fjárfestingarsviðum. Ekki var ég í kommentum mínum að benda sérstaklega á slík tengsl væru torkennileg - ekki fyrr enn Arnar sjálfur benti á þetta. Síðan kemur annar framsóknarmaður Einar Björn Bjarnason og spyr mig....hef ég eitthvað á móti olíuiðnaðinum. Hvurs lags bjánaspurningar eru þetta! Arnar sjálfur bendir á það gæti verið torkennilegt ef að rágjafarnir væru sérstakir olíuáhugamenn... og viti menn - Boreas menn eru olíufjárfestar. Hafa þeir viðskiptalega hagsmuni í Noregi, já augljóslega. Þeir hafa sjálfir sagt það í blaðaviðtölum. Hafa þeir bakgrunn sem gera þá sérstaklega trúverðuga ráðgjafa í ríkisfjármálum? Augljóslega ekki. Hafa þeir tengsl við þá aðila sem settu hér allt á annan endann? Hugsanlega. Er ég fulltrúi Joe McCarthy í íslensku samfélagi að spyrja slíkra spurninga. Já, a.m.k. skv Sigmundi Davíð.

Lífið er skrítið í landi fáránleikans!!

Magnús (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 12:27

10 identicon

Takk fyrir, eins og talað út úr mínum munni, nema bara mun betur orðað. Það sem fer mest fyrir brjóstið á mér er að Pétur og Páll virðast fara um víðan völl og reyna að víla og díla og betla fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar! Þetta er bara ekki hægt...orðið frekar pínlegt. Hvers vegna í ósköpunum er ekki búið að skipa sendinefnd, skipuðum mönnum/konum til að tala fyrir hönd okkar?, meina þá fólk sem vaxið er upp úr stuttbuxum? Kominn tími til að hætta þessari sveitamennsku og fara að taka á málum af rökfestu. Utanáfráséð lítum við út fyrir að vera algert bananalíðveldi....alger hörmung að lesa um þetta allt!

Hin Láran (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 15:05

11 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Takk fyrir þetta, Hanna Lára.  Þegar Sigmundur Davíð í fréttatímum beggja  sjónvarpsstöðva fór að  tala um McCarthyisma þá  rann það upp fyrir mér hve  veruleikafirrtur maðurinn er , - og fáfróðum um söguna. Eiginlega varð manni hálfóglatt.

Eiður Svanberg Guðnason, 11.10.2009 kl. 15:24

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fór Dabbi ekki upp í rúm með framsókn og riðlaðist með þeim í 12 ár? hann hlýtur að bera taugar til þeirra og segir því sem minnst óþægilegt.

Brjánn Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 16:44

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þegar Sigmundur Davíð fer að blanda öllum viðskiptavinum Landsbankans í málið (þar á meðal mér) og hrópar um McChartyisma þá er víst að óhreint mjöl er í pokahorninu hjá honum. Nú er Jóhanna búin að birta samskiptin við Stoltenberg og ljóst að ásakanir á hana frá Höskuldi bara bull og vitleysa. Þessi förumannasirkus Framsóknar ætti að pakka saman.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2009 kl. 18:17

14 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ég tek undir aths Nr.8.  og það eru komnir margir saksóknarar með aðalráðgjafann Evu Joly - svo er rannsóknarnefnd Alþingis að skila skýrslu eftir c.a. 3 vikur...

Mér finnst það allt of sterkt gefið í skin að fólk sem enn er saklaust - ekki grunað um refsiverða háttsemi - sé hálf "afhausað" hér á blogginu - það gerðu allir mistök í þessu ferli - við tókum erlend lán - sem við hefðu ekki átt að  gera o.sl. frv.

Kristileg gildi eru að fyrirgefa náunganum - og svona heiftarlegum og neikvæðum samsæriskenningum - þar sem fordómar svífa yfir vötnunum...

Þetta er ekki bara fordómar og einhvers konar vísir að "aðskilnaðarstefnu" þar sem allir sem unnu í bönkum - og "eiga vini" hér og þar - allt á þetta að vera í dag viðriðnir "grunsamleg athæfi"....  þetta nær ekki nokkurri átt.....

þetta er nú meiri andskotans þvælan.....

og óholl sum ykkar verða fljótlega fárveik  ef þið hættið ekki að "spinna" svona  neikvæðar samsæriskenningar.    

Hér er kveðskapur eftir Hallgrím Pétursson  sem er hugsanlega ágæt lesning

  • Illt er á óheilt,
  • að eggja það ei ráðlegg,
  • lastanna - er lygð verst.
  • Kæfir gleði, krankt líf,
  • kastar heillum baklast
  • Dreissið með sér dregur hlass,
  • af dyggðarlausri ótryggð.

Kristinn Pétursson, 11.10.2009 kl. 20:41

15 identicon

Takk fyrir frábæran pisti Lára Hanna.        Kristinn;Fyrir rúmu ári síðan voru allir,og ég segi allir, peningaráðgjafar, bankastjórar, ráðherrar og fleiri sem sögðu okkur sauðsvörtum almúganum að allt væri í lagi hér á landi. Danskir fjármálaráðgjafar voru taldir öfundsjúkir og  töluðu þess vegna um að allt væri að fara á hausinn. Ráðherrar fóru ásamt hjarðliði í ferðir til útlanda til að segja að allt æri OK hér. Nú stöndum við hér með flórinn upp í herðar, að minnsta kosti, og þú ætlast til að við treystum þessu fólki. Sagan á þessu ári er búin að sýna okkur það að Framsóknarflokkurinn gerir EKKI neitt nema að hannn eða hans vildarvinir hagnist eitthvað á viðskiptunum. En takk fyrir kveðskapinn, 

thin (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 22:38

16 Smámynd: Þórdís Bachmann

Vá, hvað þú ert góð, maður!

Þórdís Bachmann, 11.10.2009 kl. 22:43

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.abcnyheter.no/node/97373oru fleiri póstar skrifaðir?  Hvað segir Norska pressan?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 23:58

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Norska pressan segir þetta:

"Økonomen Svein Harald Øygard kom til Island i februar. Han tok på kort varsel over jobben som sentralbanksjef i landet, etter at den forrige sjefen trakk seg som følge av et massivt politisk press fra befolkningen og politikere på øya.

Det var finansminister Kristin Halvorsen som pekte ut Øygard som en aktuell figur overfor islendingene.
"

Kristin Halvorsen
, fjármálaráðherra Noregs, er formaður Sosalistisk Venstreparti, systurflokks Vinstri grænna.

Fann ástina á Íslandi í gegnum Kristínu Halvorsen

Þorsteinn Briem, 12.10.2009 kl. 00:28

20 identicon

Lára Hanna, þetta var flott hjá þér og ofsafengin viðbrögðin sýna að þú varst spot-on.

Elli kelling (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 01:23

21 identicon

Lára, "Þetta er sett hér fram til að sýna tengsl. Ég er ekki að halda því fram að viðskiptin sem vísað er í séu að neinu leyti ólögmæt [ég er bara að ýja að því] - það veit ég hreinlega ekkert um og hef ekki forsendur til að meta það."

Lesefni handa þér, Lára Hanna.

http://www.fallacyfiles.org/guiltbya.html

http://en.wikipedia.org/wiki/Guilt_by_association

http://en.wikipedia.org/wiki/Appeal_to_emotion

Keflvíkingur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 01:33

22 identicon

Athugasemd 14. Skrif Kristins Péturssonar, er dæmi um fólk sem styður vondan málstað og veit upp á sig sköminaeeeeee.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 03:24

23 identicon

Sæl öll sömul. ég er EKKI framsóknarmaður, hef aldrei kosið þá, EN þeir eru nú ekki mikið að skreyta sannleikann í sambandi við þessi lán, ef maður les þessa frétt fráABCnyheter,

ABCnyheter,http://www.abcnyheter.no/node/97373

þar kemur fram frá þeim manni sem Sigmundur og félagar hafa talað við, Per Olaf Lundteigen, að hann skilji ekki þetta bréf frá Jóhönnu. Honum finnist þetta mjög skrítinn bréfaskrif og hún, Heilög Jóhanna. biðji hreinlega um NEIKVÆTT svar frá Stoltenber. 

Ég get eki séð að Framsóknargulldrengirnir fari með rangt mál hérna, því miður. enda er ég ekki hrifinn af þeim flokki. en stundum verður maður að rýna í hlutina og taka flokksgleraugunn af og sjá að það er ekki allt heilagt sem kemur frá Formanni Samfylkingarinar.

 Mér finnst líka stórmerkilegt að það sé ekkert blað eða fréttastöð sem hafi fyrir því að tala við þetta fólk sem þeir Framsóknarbræður töluðu við. Ég hef allavegna ekki séð þau viðtöl neinstaðar

Haraldur Emilsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 08:36

24 identicon

Góð blaðamennska. Vona mogginn slökkvi ekki "óvart" á blogginu þínu.

Ólafur St. Arnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 09:08

25 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Per Olaf Lundteigen og Sigmundur Davíð eru sitthvor hliðin á sama pening. Menn ættu kannski að kynna sér hvort nokkur hefur nokkru sinni tekið neitt mark á Per Olaf Lundteigen. Hann er svona grínfígúra sem kemur róti á hlutina og það sem hann segir er alltaf í efstu mynd, í hæstu tónum og málað í ýktustu litum, í senn í stíl trúðsins og öfgafyllstu þjóðernissinna stjórnmála heims og Evrópu. - Hann vill t.d banna að norksum húsdýrum sé gefið innflutt fóður.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.10.2009 kl. 14:05

26 identicon

Sigmundur og Höskuldur voru að bjarga þjóðinni vegna afglapa Samspillingar og Komma í Icesave málinnu með sérfræðinga.Að gera þetta tortryggilegt er greinilega unnið í spunaverksmiðju Samspillingar.

Sæi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:33

27 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvar skyldi hún vera þessi spunaverksmiðja Samfylkingar? - aldrei nokkur sinni hef ég orðið var við hana eða skilaboð frá henni en í hvert einasta sinn sem ég gagnrýni auðmanninn Sigmund Davíð og yfirgengilegt lýðskrum hans fæ ég það framan í mig frá honum og félögum hans að gagnrýni mín og skoðanir séu komnar úr einhverri spunaverksmiðju.

-  Ég er farinn að álíta að með þessum ásökunum komi Sigmundur Davíð upp um sín eigin vinnubrögð og sínar eigin aðferðir sem hann vil nota og notar í einhverjum mæli, en í vænisýki ímyndar sér svo að liggi að baki allri útbreiddri og eindreginni gagnrýni á hann sjálfan. - Þannig kemur hann sér líka hjá að taka neitt mark á gangrýninni og að líta í eigin barm.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.10.2009 kl. 19:34

28 identicon

Spunaverksmiðja Samspillingar er í stjórnaráðinnu og er spunameistarinn Hrannar Arnarsson.

Framsóknarmaður (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:37

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Síðan kemur annar framsóknarmaður Einar Björn Bjarnason og spyr mig....hef ég eitthvað á móti olíuiðnaðinum. Hvurs lags bjánaspurningar eru þetta! Arnar sjálfur bendir á það gæti verið torkennilegt ef að rágjafarnir væru sérstakir olíuáhugamenn... og viti menn - Boreas menn eru olíufjárfestar...

Lífið er skrítið í landi fáránleikans!!

Magnús (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 12:27"

-----------------

Tekur ílla eftir Magnús.

Ég spurti, hvort þú vildir að hugsanlegar olíulindir hér við land verði nýttar eða ekki?

Skoðanir þínar á olíuðnaiðinum, "in general" er ekki beint svar.

Svo ég varpa spurningunni fram á ný, til að tékka á hvort þú getur gefið beint svar:

"Ertu með eða á móti nýtingu hugsanlegra olíulinda hér við land?"

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2009 kl. 01:02

30 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, Lára Hanna - þessi viðskiptatengsl, eru áhugaverð og sennilega hefur þú rétt fyrir þér, að ekki hafi verið sniðugt af þeim félögum, að hafa þessa tilteknu 2. menn, með sér í föruneyti.

Ég skal taka undir það.

Eins og e-h annar benti á, þá eru mál í rannsókn, og einhverjir verða vonandi dæmdir á endanum.

----------------------------

Varðandi ferð þeirra félaga, skil ég ekki alveg, af hverju fólk er svo neikvætt út í það, að einhver athugi hvort hægt er að beita pólitískum tengslum innan Noregs, til að breyta afstöðu þarlendrar pólitíkur, á málefnum Íslandsþ

Einhverjir, hafa meira að segja, þóst hneikslaðir yfir því að einhver sé að grípa frammi fyrir ríkisstjórninni - "What a joke" :)

------------------------------

Ég sannarlega veit ekki hvað mun gerast. Nú er meira að segja Seðlabankastjóri, að segja að ekki þurfi að taka öll þessi lán.

Er alls engin leið, til að koma vit fyrir þessa ríkisstjórn?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband