Vísdómsorð sem vega þungt

Þessum vísdómsorðum ætla ég að beina til alþingismanna og ráðherra af báðum kynjum og þakka Sólveigu Ólafsdóttur kærlega fyrir þetta frábæra innlegg í athugasemd við þennan pistil

Í bókinni Stríð og söngur, eftir Matthías Viðar Sæmundsson, sem kom út hjá Forlaginu árið 1985 er viðtal við Guðrúnu Helgadóttur þar sem Vilmundur kemur við sögu. Guðrún hefur orðið:

"Stjórnmálalmenn eru haldnir þeirri villutrú, að tilfinningalíf og stjórnviska fari ekki saman. Flestu fólki hættir raunar til þess að skipta daglegu lífi sínu í hólf þar sem ekki er innangegnt á milli. Á daginn nota menn vitið, á nóttunni Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaðurástina, og listina við sýningaropnun á laugardagseftirmiðdögum. En vit ástar og lista er engin viska, ekki heldur stjórnviska.

Þær konur sem ganga inn í heim þeirra stjórnmála, sem karlmenn hafa búið sér til, ættu að forðast þetta sundurhólfaða líf. Við eigum einmitt að opna á milli hólfanna. Það er engin ástæða til að vera eins og heil hreppsnefnd í framan þó að maður sé á þingi. Því síður er það fólk traustvekjandi sem misst hefur lífsneistann úr augunum.

En lífsneistinn er kulnaður, af því að allir eru að þykjast. Auðvitað eru allir að skrökva, að sjálfum sér og öðrum. Engri manneskju er þetta líf eðlilegt, en fæstir þora að opna á milli. Hvers vegna skyldi ekki geta verið gaman að sitja á Alþingi? Alþingi ætti að vera staður gleði og tilhlökkunar. Til hvers erum við þarna? Til þess að gera líf fólksins gott og fallegt. Eða hvað?

Nei. Aðallega eru þarna ábúðarmiklir karlar að lesa hver öðrum tölur úr Fjárhagstíðindum og skýrslum Þjóðhagsstofnunar, dauðir í augunum. Orð eins og börn, konur, list, ást hamingja, fá menn til að fara hjá sér, þau bera tilfinningasemi vott. Og tilfinningar eiga ekki heima á Alþingi. Innst inni finnst þeim konur ekki eiga að vera þar heldur. Þeir eru svo hræddir um að við gleymum vitinu heima á morgnana og komum með ástina með okkur í vinnuna.

Stundum sakna ég Vilmundar. Hann átti það til að taka vitlausa tösku."

Mér finnst við hæfi eftir þessi vísdómsorð Guðrúnar að setja inn lagið Elska þig af plötunni Von með Mannakornum sem flutt var í Kastljósi fyrir skemmstu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Er þetta ekki akkúrat það sem okkur vantar... ekki bara á Alþingi heldur í allt samfélagið ? Að gera líf hvors annars betra og fallegra... það eru margir karlmenn sem fara hjá sér að ræða um börn, konur, ást og hamingju... þá er betra að grúfa sig ofan í Fjárhagstíðindin...

Brattur, 24.10.2009 kl. 08:37

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dásamleg orð Guðrúnar. Takk elskan og góða helgi.

Rut Sumarliðadóttir, 24.10.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er ekki hægt að leysa stærðfræðidæmi með hjartanu á sama hátt og það er ekki hægt að reika út hvað maður elska börnin sín mikið. Ég held að ef menn hætta að greina skýrt þarna á milli sé hætta á ferðum. Reyndar er það þannig að einstaklingur sem hættir alveg að greina þarna á milli telst geðveikur.

Mér finnst þessi orð Guðrúnar Helgatóttur eiginlega bera vott um fordóma í garð þeirra manna sem hún byggir sinn veruleika á. Heimur rökhyggjunnar er veruleiki sem bæði Guðrún og síðuhaldari virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á. Engu að síður er þessi heimur raunverulegur og án hans og þessara leiðinlegu köldu manna sem rýna í rökfræði væri veruleiki okkar hugsanlega annar en raun ber vitni.

En Mannakorn standa alltaf fyrir sínu.

Guðmundur Jónsson, 24.10.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég var bara krakki þegar Vilmundur var og hér. minnist helst lakkrísbitanna sem seldir voru undir heitinu Vilmundur.

Brjánn Guðjónsson, 24.10.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir að rifja þessi orð Guðrúnar upp. Guðrún Helgadóttir barðist fyir almenning í landinu og mikið vildi ég að þingmennirnir okkar gætu fylgt fordæmi hennar.

Helga Þórðardóttir, 25.10.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta Lára Hanna. Guðrún Helgadóttir talaði um að kartöflur voru fyrst ræktaðar hjá Birni í Sauðlauksdal á 20-ustu öldinni. Kanski þarft að rifja það upp ásamt fleiri erfiðleikum hjá Íslenskri alþýðu ekki alls fyrir löngu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2009 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband