Annað borgarabréf til Strauss-Kahn hjá AGS

Í byrjun nóvember sagði ég frá bréfi sem hópur áhyggjufullra Íslendinga skrifaði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Strauss Kahn svaraði stuttlega eins og sjá má hér og nú hefur hópurinn sent honum annað bréf - svar við svarinu. Þetta bréf er öllu lengra en hið fyrra og með skýringamyndum. Til glöggvunar hengi ég öll þrjú bréfin í enskri útgáfu neðst í færsluna líka.

Hér er íslenska útgáfan af bréfinu sem sent var til Strauss Kahn nú fyrir stundu. Hann fékk að sjálfsögðu enska útgáfu. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Svarbréf Strauss-Kahn - bls. 1

Svarbréf Strauss-Kahn - bls. 2

Svarbréf Strauss-Kahn - bls. 3


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lára Hanna loksins er maður farin að sjá smáljós í tilveruna.  Takk fyrir þetta, og ég ætla mér að fylgjast með hvað gerist.  Innilega takk fyrir að birta bréfið.  Með kveðju Ásthildur Cesil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2009 kl. 00:42

2 identicon

Tak fyrir þessa birtingu, Lára Hanna, í þessu góð samantekt ýmissa punkta sem vert er að halda á lofti.

Kveðja, LÁ

lydur arnason (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 02:00

3 identicon

Af hverju er talað um viðskiptajöfnuð í bréfinu og svo vísað í mynd með vöruskiptajöfnuði? Kann ekki alveg skilgreiningarnar á þessu en hefði talið að þetta væri ekki það sama. Hvernig lítur þjónustujöfnuðurinn út hjá Íslandi?

Ég sé ekkert út í hött við það að vöruskiptajöfnuður fari í stóran plús næstu árin, með gengið eins og það er og kaupmátt fólks lægri en hann var. Þeas að við kaupum færri bíla osfrv en hefur verið og flytjum út meiri fisk því við erum samkeppnishæfari. Með eða án aðgerða IMF.

Í raun, skv mín einfalda skilningi, er IMF í raun að halda vöruskiptajöfnuði niðri með því að þrýsta á háa vexti og stöðugt gengi. Ef gengið fengi að falla meira og vextir færðir niður eins og sumir hafa viljað, þá væri vöruskiptajöfnuðurinn væntanlega enn betri næstu árin. Eða er ég að misskilja eitthvað?

Gauti (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 02:53

4 identicon

Ég tek ofan hatt minn og haus fyrir þessu fólki.  Það er dásamlegt að vita að hér er fólk með hausinn í lagi.  Fólk,  sem NENNIR, VILL OG LÆTUR sig málin varða.  Þetta eykur mér bjartsýni á að aðhald almennings og styrkur okkar, muni skipta máli.  Með svona fólk á meðal okkar, er ljós í tilverunni.  Hafi þau bara ævarandi þökk fyrir og við bíðum spennt eftir svari AGS.

Margrét (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 04:24

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Gauti,

ég óttast að bjartsýni þín sé ekki á rökum reist. Taktu eftir að það sem af er þessu ári erum við kannski 60-70 milljarða í plús og nánast ekkert flutt inn af því sem þú nefnir. Því er röðin komin að öðru en bílum. Í raun vantar í alla áætlunargerð hins opinbera hvað við munum geta flutt inn í öll þessi ár. Í sambandi við fiskinn þá hafa margir bent á þann möguleika en enn sem komið er hefur ekki verið takið undir það. Með nokkuð auknum veiðum gætum við náð inn 40 milljörðum á ári og væri það mjög til bóta eins og þú segir. Því miður dugar það ekki alla leið.

Ástæðan fyrir háum stýrivöxtum er að Jöklabréfin svonefndu ávaxtist vel meðan þau dvelja í landinu.

Kaupmátturinn fer niður um 20% í ár og sennilega jafn mikið 2011. Árin þar á eftir verða svipuð en segjum bara 10%. Það segir okkur að miklil fátækt muni verða á Íslandi sem stöðvar "hjól atvinnulífsins".

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.11.2009 kl. 06:40

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

2011 átti að vera 2010

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.11.2009 kl. 06:47

7 identicon

Mikið væri gott ef bréf Strauss Kahn væri líka birt á okkar máli! Íslensku!

Regína Eiriksdottir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:04

8 identicon

Rétt hjá þér Gunnar.

Var ekki að reyna að vera bjartsýnn, alls ekki. Bara að reyna að skilja ástæður þess að vöruskiptajöfnuður er svona pósitífur og benda á að það er etv/hugsanlega/kannski ekki óraunhæft þó svo að tölurnar sé eitthvað lægri og lengur að taka við sér en spáð var. Og að það er að mínu mati ekki verk IMF.

Í bréfinu er ýjað að því að Mynd 1 sé ekki raunsæ. Mér finnst allavega sá punktur veikur í bréfinu.

Hef svo ýmsar aðrar skoðanir á Icesave og IMF...

Gauti (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:45

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hafðu þökk fyrir þessa vinnu þína Lára Hanna, ég sé hér að þú ert að gera það sem Ríkistjórn Íslands ætti að vera gera, en við erum alltaf meir og meir að sjá fyrir hvern hún er að vinna, og það er sko alveg ljóst að hún er ekki að hugsa um hagsmuni okkar. En og aftur gott hjá þér. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.11.2009 kl. 23:23

10 identicon

Gauti,

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur innflutningur til landsins minnkað um 43% á föstu gengi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta hrun í innflutningnum skýrir að stórum hluta mikinn afgang í vöruskiptum við útlönd.

Verðmæti útflutnings fyrstu tíu mánuði ársins lækkað um 26% frá sama tímabili í fyrra á föstu gengi sem má að miklu leyti skýra með verðþróun mikilvægustu útflutningsvaranna, fiskafurða og áls.

Eru einhverjar líkur á því að Íslendingar muni ekki taka til við innflutning á bílum og dóti aftur, hvað gerist td ef fjárfesting fer í gang ss álver og verksmiðjur...allur tækjabúnaður þar er jú innfluttur.

Staðreyndin er að þrátt fyrir hrun og óáran þá stefnir í að við munum ekki ná hálfum þeim afgangi 2009 sem SÍ spáði....tíu mánaða afgangur er ca 60 ma og innflutningur hefur ætíð aukist síðustu mánuði ársins. Samkvæmt fréttum um daginn þá búast kaupmenn við betri jólum nú en í fyrra, betri þíðir væntanlega meiri verslun ..og meiri innflutning.

Smá sögulegt talnaefni í lokin, frá 1995 hafa íslendingar ekki verið að safna gjaldeyri í hús, afhverju ætti það að breytast.....munu Íslendingar td sætta sig við innflutningshöft í framtíðinni.

milljarðar ISKRSamtala vöruskipta jöfnuðarSamtala þjónustu jöfnuðarSamtala þáttatekju jöfnuðarSamtala viðskipta jöfnuðar Samtala vörusk+ þjónustu jöfnuðar 
1995 til 2Q 2009-426,00 -183,27 -1.125,22 -1.734,49 -609,27
Meðaltal jöfnuðar frá 1995 til Q2 2009-7,34 -3,16 -19,40 -29,91 -10,50
Fjöldi jákvæðra ársfjórðunga15152917
Fjöldi neikvæðra ársfjórðunga4343564941

Elías Pétursson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband