Æst til óeirða á fölskum forsendum

Sjálfstæðisflokknum gengur afspyrnuvel í áróðrinum. Maskínan er á fullu og öfgamennirnir fara hamförum. Morgunblaðið er notað blygðunarlaust í þágu harðlínuaflanna í flokknum, sagan endurskrifuð og tilgangurinn er augljós: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að komast í stjórn aftur...

Framhald hér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

það verið að hneppa þjóðina í skuldafangelsi næstu áratuginna á vöxtum sem munu sliga þjóðina. kynntu þér ástandið í gömlu nýlendunum í afríku og hvernig skuldirnar við evrópu hafa sligað þær þjóðir.

má ég spyrja. ertu á þeirri skoðun að það sé bara réttlátanlegt að þeir sem flokka sig til vinstri á hinu pólitíska litrófi sem meigi mótmæla eða boða til mótmæla? ef svo er þá ertu hræsnari sem ekkert er að marka. 

Fannar frá Rifi, 30.12.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er deginum ljósara að þeir vilja og ætla að komast að völdum áður en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt.  Enda mikið í húfi fyrir þá og vini þeirra.

Anna Einarsdóttir, 30.12.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ömurleg röksemdarfærsla.  Enginn má hafa skoðun á málum, hvað þá halda henni á lofti, nema vinstri menn.

Þú segir að einn helsti tilgangur Sjálfstæðismanna sé að:  "Komast aftur að kjötkötlunum til að skammta sér og sínum."

Eru þá vinstri menn núna við þessa kjötkatla, sem þeir eru að skammta úr handa sér og sínum?

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að standa vaktina Lára Hanna.  Hér er mín sýn á málið. http://www.asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/998071/

Takk fyrir að hafa ekki alveg yfirgefið okkur.  Þér treysti ég vel til að vera eins hlutlaus og hægt er að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 13:38

5 identicon

Hanna Lára.

Ég skil ekkert í því hvað þú ert að gera á moggablogginu, sem er orðin alger ruslakista.

Moggabloggið er orðið að athvarfi fyrir halelújakór íhaldsmanna í afneitun.

Ég ráðlegg þér að flytja þig eins og svo fjölmargir hafa gert.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 15:37

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Fínt að fá fram þessa hlið í málinu Lára Hanna. Stjórnarandstöðuflokkunum virðist hafa tekist að hræða allt vit úr fólki með þessari ICESAVE endaleysu um leið og þeir varpa allri ábyrgð að ósekju yfir á núverandi stjórnvöld.

Vertu svo áfram á moggablogginu.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2009 kl. 17:48

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mér finnst nú bara gott, Lára Hanna að þú er ennþá í Moggablogginu. Sérstaklega núna þegar hallelújakórinn sjálfstæðismanna syngur sem hæst. Ég er hrædd um framtíðina, er hrædd um að sjálfstökuflokkarnir koma aftur til valda og þar með verði hætt við að rannsaka hrunið og taka menn til ábyrgða sem bera aðalsök af því. Það gengur bara svo ótrúlega vel í fólkið: Ekki borga Icesave, ekki þurfa að borga hærra skatta. En hvað svo? Hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn lagt í raun og veru eitthvað bitastætt til í málinu? Þetta hefur meira eða minna verið skítkast í garð stjórnarflokkana, tilraun til að sprengja samstarf VG og Samfylkingu.

Úrsúla Jünemann, 30.12.2009 kl. 18:19

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er glæpur að samþykkja að borga Icesave.

Lesið greinina hans Magnúsar Inga Erlingssonar lögfræðings í Morgunblaðinu í fyrradag, 29/12. Hann kallar þetta ekki glæp, en það vantar ekkert annað upp á það. Icesave-lögin óstaðfestu eru brot gegn stjórnarskránni, og slíkt er glæpsamlegt, ekki sízt þegar jafn-gríðarleg eignaupptaka fylgir í kjölfarið (100 milljónir á dag) eins og hér er um að ræða.

Og gleymið ekki að taka eftir því, sem Magnús Ingi segir: "Svo viðamikil skuldbinding þarf því að byggjast á skýrri lagaheimild sem hún gerir ekki hvort sem litið er til laga hér á landi eða Evrópulöggjafar." Við eigum ekki að borga! Það ber að kæra þetta mál til Alþjóðadómstólsins í Haag, sbr. orð Elviru Mendez, sem þú átt að kannast við, Lára Hanna!

Þeir, sem kusu þetta, verðskulda sennilega útlegðardóm, og ærleg ríkisstjórn væri vís með að gera eignir þeirra upptækar að því marki sem sanngjarnt verður að teljast gagnvart börnum þeirra og mökum.

Jón Valur Jensson, 31.12.2009 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband