Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ræða kvöldsins

Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi haldið ræðu. Fæ hroll og brauðfætur bara við tilhugsunina. Undanfarið rúmt ár hef ég oft verið beðin um að halda ræðu en neitað öllum beiðnum staðfastlega. Ég er í eðli mínu athyglisfælin og má ekki til þess hugsa að athygli beinist að persónu minni þótt ég vilji gjarnan að hún beinist að því sem ég hef fram að færa...

Framhald hér...


Æst til óeirða á fölskum forsendum

Sjálfstæðisflokknum gengur afspyrnuvel í áróðrinum. Maskínan er á fullu og öfgamennirnir fara hamförum. Morgunblaðið er notað blygðunarlaust í þágu harðlínuaflanna í flokknum, sagan endurskrifuð og tilgangurinn er augljós: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að komast í stjórn aftur...

Framhald hér...


Ráðherraábyrgð og réttlætið

Þegar ég sá þessa frétt á Stöð 2 í gærkvöldi... duttu mér í hug þessi orð Evu Joly frá í sumar...

Framhald hér...


Spilling og mútur - taka tvö

Í síðustu færslu birti ég tilvitnun í brasilíska mannfræðinginn og hugsuðinn Roberto Da Matta sem hljóðaði svona: “Spilling er aldrei verk eins einstaklings. Hún felur alltaf í sér hóp af fólki sem er tengt saman með einni grundvallarreglu - að skiptast á greiðum...

Framhald hér...


Spilling og mútur

“Spilling er aldrei verk eins einstaklings. Hún felur alltaf í sér hóp af fólki sem er tengt saman með einni grundvallarreglu - að skiptast á greiðum. Þessi sameinaða spilling er byggð á hefðbundnu siðgæði, vel treystum vináttuböndum og tækifærum sem gefast..."

Framhald hér...


Með kusk á hvítflibbanum

Jón Sigurðsson var skipaður stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar 2008. Honum var falið, ásamt öðrum í stjórn FME að ganga frá starfslokum Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra FME í lok janúar 2009. Í kjölfarið sagði stjórnin af sér. Ljóst er að Fjármálaeftirlitið brást og steinsvaf á verðinum fram á síðasta dag...

Framhald hér... 


Jólatröllavísur Magneu

Þá er jólaundirbúningi lokið, hátíðin gengin í garð og landsmenn uppteknir við að njóta hennar í faðmi fjölskyldu og vina. Sumir þurfa að vinna, aðrir komust ekki þangað sem förinni var heitið vegna veðurs eða annarra tálmana. Enn aðrir eru einir á jólum...

Framhald hér...


Jólakveðja

Sumt er óbreytanlegt - fastur punktur í tilverunni. Jólahátíðin kemur hvernig sem viðrar, hvernig sem á stendur, hvað sem gengur á, hvort sem við erum tilbúin undir hana eða ekki. Sumir hamast við undirbúning vikum saman, aðrir gera minna. Sumir fagna á trúarlegum forsendum, aðrir á sínum eigin. En umbúðirnar eru...

Framhald hér...


Síðustu fjórir Bankasveinarnir

Þá er sá þrettándi kominn til byggða. Eða réttara sagt þrettándi alvörujólasveinninn kemur í nótt en fréttastofa Stöðvar 2 kláraði umfjöllunina um Bankasveinana sína í gærkvöldi. Þetta eru ekki síður skrautlegir sveinar en þessir alvöru þótt á annan hátt sé...

Framhald hér...


Sparnaðarhugmyndir framsóknarmanns

Maður er nefndur Gunnar Bragi Sveinsson. Hann er framsóknarmaður. Eins og sjá má hér hefur Gunnar Bragi unnið margvísleg störf í gegnum tíðina og verið - miðað við stjórnarsetur og slíkt - góður og gegn framsóknarmaður sem fær sína hefðbundnu bitlinga. Skal hér ósagt látið...

Framhald hér...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband