Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ræður dagsins

Hér eru ræðumenn dagsins frá fundinum á Austurvelli í dag og ræðurnar þeirra.

Heiða B. Heiðarsdóttir

 

 

 

      Heiða B. Heiðarsdóttir

Valgeir Skagfjörð

 

 

                                Valgeir Skagfjörð 


Athyglisverð grein til íhugunar

Ekki get ég nú tekið undir allt sem Gunnar segir hér, en mér finnst þó vert að íhuga ýmislegt sem hann setur hér fram.

Gunnar Karlsson - Fréttablaðið 25.2.09

Þessu tengt festi ég við hér að neðan brot úr Krossgötuþætti Hjálmars Sveinssonar frá í dag þar sem hann minnist m.a. á grein Gunnars og ræðir við Svan Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um lýðræðið og hve það er brothætt. Allur þátturinn í samhengi hér þar sem einnig er rætt við Sigrúnu Davíðsdóttur og Einar Mar Þórðarson auk þess sem vitnað er í Biederman og brennuvargana og hliðstæðna við atburði hér.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Símtal Árna og Darling

Hér er umfjöllun Kastljóss frá 23. október 2008 um símtal Árna Mathiesen og Alistairs Darling.

RÚV fjallaði um málið í seinni fréttum sama kvöld.

Björgvin G. Sigurðsson var spurður um fund sinn með Darling í Kastljósi daginn eftir, 24. október.


Óþekkjanlegur sannleikur Davíðs

Davíð OddssonÞað var nú meira hvað Davíð togaði og teygði sannleikann út og suður í þessu volaða viðtali í Kastljósi. Mér finnst hann alltaf tala eins og hlustendur/áhorfendur séu fífl og hálfvitar. Kannski eru þeir sem trúa honum, dá hann og dýrka fífl og hálfvitar - en ekki við hin. Heldur hann virkilega að hann sé trúverðugur? Til er viss manngerð sem upphefur sjálfa sig ævinlega á kostnað annarra. Niðurlægir fólk með hnyttni og spaugsemi í þeim tilgangi að bera lof á sjálfa sig. Davíð Oddsson er slík manngerð. Fólk sem er óöruggt með sjálft sig, uppburðarlítið og hefur ómótaðar skoðanir dáir þannig menn og gerir skoðanir þeirra að sínum - hverjar sem þær eru.

Davíð réðst hvað eftir annað á Sigmar, gerði lítið úr honum (og þar með áhorfendum sem vildu svör) og sagði hann ráðast á sig. Davíð skilur greinilega ekki hlutverk spyrilsins. Einhverjir segja eflaust að hann hafi "varist fimlega" en ég segi að hann hafi endanlega sannað veruleikafirringu sína, mikilmennskuóra og fullkomið vanhæfi. Hann gat ekki einu sinni sýnt almenna kurteisi.

Hann sagði að "þetta væri nú afskaplega almennt hjá þér sagt" þegar Davíð og útrásarvíkingur - Ljósm. Mbl. KristinnSigmar nefndi gagnrýni á Seðlabankann í aðdraganda hrunsins. Þá las Sigmar upp fjölmörg nöfn virtra innlendra og erlendra sérfræðinga, fyrirtækja og stofnana sem hafa gagnrýnt Davíð og Seðlabankann. Davíð gaf lítið fyrir það og sagði m.a.: "Þetta eru fræðimenn sem þú nefnir sem gjarnan vildu vera í Seðlabankanum." Þvílík mótrök! Svo var hann sjálfur með dylgjur og aðdróttanir og ýjaði að þessu og hinu um menn og málefni - án þess að nefna nein nöfn.

Meginþemað í máli Davíðs var að réttlæta sjálfan sig. "Ég varaði við" segir hann ítrekað. Hvern eða hverja varaði hann við? Af hverju lét hann hafa eftir sér í viðtölum að allt væri í stakasta lagi nánast fram á síðasta dag, kvittar fyrir skýrslu Seðlabankans í maí 2008 þar sem bankarnir eru sagðir traustir - en segist engu að síður hafa varað við? Í hvaða eyru hvíslaði hann þeim viðvörunum? Hvaða lausnir kom Davíð með? Hvaða ráð gaf hann? Þess lét hann ógetið

Davíð segir menn hafa komið til sín í hrönnum (maður sér fyrir sér biðröð þar sem allir taka númer) til að segja sér að hann væri eini maðurinn sem hægt væri að treysta. Eini maðurinn sem var á móti þessari vitleysu allan tímann, talað um þetta allan tímann, barðist gegn þessu allan tímann. Eini maðurinn sem hafði verið sjálfum sér samkvæmur allan tímann og varað við þessu allan tímann. Eins og hann gerir hér, til dæmis.

Ætli Davíð sé kannski að meina þetta viðtal þegar hann segist hafa varað við því sem var í aðsigi?

Hér er úrklippa úr viðtalinu með honum einum.

Eða átti hann kannski við þetta viðtal, sem tekið var 11 dögum áður en hann ákvað að taka yfir Glitni. Hver varar hvern við hverju hér?

Þetta Kastljósviðtal var eflaust kærkomið í herbúðum aðdáenda Davíðs - en hjá okkur hinum floppaði hann algjörlega og endanlega. Svo einfalt er það.


 
Niðurstaða mín eftir viðtalið er að Davíð eigi mjög bágt og þarfnist hjálpar. Þjóðin á líka bágt og þarf að losna við Davíð.

Maðurinn sem vill kaupa Ísland

Þessi Ástrali vill greinilega kaupa Ísland eins og það leggur sig - eða því sem næst. Er þetta allt saman til sölu? Ég vissi að minnsta kosti ekki að orkuauðlindirnar okkar og virkjanirnar væru falar. Misskilur maðurinn eitthvað... eða geri ég það?


Góð grein í Mogga í dag

Gauti Kristmannsson - Moggi 24.2.09

Sannfæring eða...

Höskuldur Þórhallsson

Ég verð að gera játningu. Ég hafði ekki hugmynd um að framsóknarmenn hefðu sannfæringu. Að minnsta kosti sannfæringu sem ekki væri föl. Jú... kannski Bjarni Harðar og nýju stelpurnar. Ég vissi heldur ekki að sjálfstæðis- og framsóknarmönnum væri svona annt um skoðanir ESB. Lengi má manninn/Flokkinn reyna. Við erum jú í EES en hvorki í ESB né myndbandalagi Evrópu. Umsögn Seðlabanka Evrópu um frumvarpið var hafnað í síðustu viku. Hvaða stóridómur er þetta sem verið er að bíða eftir? Hvað sagði þessi ágæti útlendingur við nefndina í gærmorgun sem varð til þess að tveir framsóknarmenn, sem berjast um 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi, skilja hann út og suður. Hvernig er tungumálakunnátta þeirra?

Ríkisstjórnin vildi að Seðlabankafrumvarpið færi í efnahags- og skattanefnd. Í henni sitja 9 þingmenn, þar af 5 úr stjórnarflokkunum og 1 framsóknarmaður. Framsóknarflokkurinn neyddi frumvarpið í viðskiptanefnd. Í henni sitja líka 9 þingmenn, þar af 3 úr stjórnarflokkunum og 2 framsóknarmenn. Í viðskiptanefnd skiptir samþykki Framsóknar meira máli en í efnahags- og skattanefnd. Það skiptir öllu máli - og svo fór sem fór.

Framsóknarþingmaður "fylgir sannfæringu sinni" og tefur afgreiðslu frumvarpsins. Frumvarps, sem gerir ráð fyrir því að einn mesti og hrokafyllsti skaðvaldur íslensku þjóðarinnar víki. Samkvæmt skoðanakönnunum vill 90% þjóðarinnar hann burt - en ekki hugumstóri framsóknarmaðurinn. Og hann ræður - eða hvað? Er þetta flétta? Var erindi Alfreðs í Seðlabankann um daginn að semja við Davíð? Þessir tveir flokkar hafa samið, plottað og skipt landinu á milli sín svo lengi að þeir ættu að kunna það. Eða eru strákarnir kannski bara í prófkjörsslag á kostnað þjóðarinnar?

Mikið væri gaman að vita hverjir stjórna á bak við tjöldin - og nota framagjarna drengi í skítverkin. Ekki er nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn leggi stein í götu ríkisstjórnarinnar í góðum málum eins og komið hefur fram á fundum Alþingis, heldur gerir Framsóknarflokkurinn það ítrekað líka - flokkurinn sem lofaði stuðningi.

Viðtalið við Höskuld Þórhallsson í Kastljósi var sorglegur farsi. Ég fór hjá mér þegar ég horfði á það og vissi ekki hvort ég ætti að vorkenna Höskuldi. Ákvað þó að gera það ekki - hann kom sér í þetta sjálfur, drengurinn. Höskuldur var ítrekað í mótsögn við sjálfan sig, hikaði, tafsaði, talaði um "skynsemi og fagleg vinnubrögð". Hann var eins ósannfærandi og frekast gat verið. Hefur kannski ekki farið á nógu mörg námskeið hjá Eggerti Skúla í framkomu í fjölmiðlum en hafði greinilega vondan málstað að verja og maður fékk á tilfinninguna að "sannfæringin" væri ekki hans eigin. Framsóknarflokkurinn þarf að bjóða fram betra fólk ef hann vill bæta ímyndina.


Nýtt framboð loks í uppsiglingu?

Loksins gerist eitthvað, vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Ég skora á áhugasama að mæta á fund Borgarahreyfingarinnar í Borgartúni 3 klukkan 20 í kvöld. Ég hef hitt Herbert Sveinbjörnsson og líst vel á hann þótt ekki geti ég sagt að ég þekki hann. En hér eru tvö nýleg myndbönd þar sem Herbert kom fram.

Silfur Egils 11. janúar 2009

 

Borgarafundur í Háskólabíói 12. janúar 2009

 


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarsilfur að venju

Mér finnst hann Egill toppa Silfrið á hverjum sunnudegi. Hvar endar þetta eiginlega? Viðmælendur frábærir og umræðuefnin í þætti dagsins koma okkur öllum við eins og venjulega. Vettvangur dagsins var svo fjölmennur og langur að ég skipti honum í tvennt. Marinó G. Njálsson hélt fína ræðu á Austurvelli í gær og ég hengi hana neðst í færsluna. Hann fjallar um vanda heimilanna, sem er gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Það gerir Ingólfur H. Ingólfsson líka og það var athyglisvert að heyra sögu hans um viðbrögð bankanna - bæði fyrir og eftir hrun. Egill talaði við Gauta B. Eggertsson í síma um tillögu sænska ráðgjafans og formanns nefndar um endurreisn fjármálakerfisins - sjá hér - sem Vilhjálmi hjá SA líst ekkert á.

Í seinni hluta Vettvangsins voru þau Atli Gíslason, Björg Eva Erlendsdóttir og Einar Már Guðmundsson. Atli og Björg Eva töluðu um fjárflutninga auðmanna úr landi og meint peningaþvætti hér og takið eftir hvað Atli segir: "Það þarf ekki nema venjulegan mann með þokkalega réttlætiskennd til að sjá að það er eitthvað galt í Danmark." Einar Már talar m.a. um tillögur sínar í greininni sem ég birti hér. Ræðu forsetans sem Einar Már minnist á setti ég í bloggfærslu í nóvember ásamt Kastljósviðtalinu við hann.

Sigrún Davíðsdóttir hefur flutt marga stórfína pistla í Speglinum á RÚV um fjárböðun, fjárflutninga og þvíumlíkt. Ég held að hægt sé að lesa og hlusta á þá alla - eða flesta - hér. Sigrún var einmitt tilnefnd til verðlauna Blaðamannafélagsins fyrir pistla sína um daginn. Ábending: Sigrún minnist oft á fyrirtækið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors. Fyrir ári keypti ég mig frá því að auglýsa fyrir hann á bloggsíðunni minni. Nú er auglýsingin komin aftur inn og ég ætla að kaupa mig frá henni aftur ef þess gerist þörf. Ég kæri mig ekki um að auglýsa fyrir Björgólf Thor eða aðra auðkýfinga af hans sort. En þið hin? 

Svo kom einn af mínum uppáhaldsfjölmiðlamönnum, Hjálmar Sveinsson. Þátturinn hans á Rás 1, Krossgötur, sem útvarpað er klukkan 13 á laugardögum, finnst mér með því albesta sem ég heyri í útvarpi. Enda hef ég tekið upp nokkurn veginn hvern einasta þátt. Hjálmar hefur mikið fjallað um skipulagsmál í Reykjavík og víðar og hann hlaut verðlaun fyrir þá umfjöllun fyrr í vetur, verðskulduð mjög. Þeir sem ekki þekkja Krossgötuþættina ættu endilega að kynna sér þá hér.

Síðastur var Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, og talaði um breytingar á stjórnarskránni og stjórnlagaþing. Auðvitað þarf að endurnýja stjórnarskrána, þó það nú væri. Hlustið vel á Eirík. Hlustið líka á hljóðskrá sem ég festi við hér að neðan þar sem Eiríkur talar í Spegilsviðtali frá 5. febrúar sl. um hve einfalt sé að breyta kosningalögunum svo unnt sé að taka upp persónukjör. Um viðtalið segir á vefsíðu Spegilsins: "Það þarf ekki stjórnarskrárbreytingu til að koma á persónukjöri í alþingiskosningum, segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Með einfaldri breytingu á kosningalögum má heimila flokkum að stilla upp óröðuðum framboðslistum. Kjósendur myndu þannig sjálfir velja þá frambjóðendur sem þeim hugnast best og prófkjör eins og við þekkjum þau í dag yrðu úr sögunni. Rætt verður við Eirík í Speglinum." Mjög athyglisvert eins og Spegilsins er von og vísa.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýr og flottur bloggari

Valgeir Skagfjörð

 

Um daginn birti ég frábæran pistil eftir Valgeir Skagfjörð sem mér hafði borist í tölvupósti. Fékk leyfi fyrir birtingunni eftirá, sem betur fer. Nokkrum dögum síðar fór Valgeir að blogga hér á Moggablogginu og er búinn að skrifa nokkra dúndurpistla síðan. Ég hvet alla til að lesa bloggið hans Valgeirs, aðrir pistlar hans eru hreint ekki síðri en sá sem ég birti um daginn!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband