Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Amen á eftir efninu

Fjárlagafrumvarpið með niðurskurðinum og frumvarpið um að skera Helguvíkurálbræðslu úr hafnarsnörunni með miklu hærra fjárframlagi en niðurskurðurinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hljóðaði upp á. Tvískinnungur? Geðklofi? Ég veit það ekki, en þetta hljómar furðulega. Og prestur biður guð sinn um álbræðslu sem engin sátt er um í samfélaginu...

Framhald hér...


Glæpur eða gáleysi

Mér er fyrirmunað að skilja áhugaleysi fjölmiðla á að fjalla um þessa hlið mála og segja sannleikann um hvað verið er að gera við auðlindir Íslendinga. Smugan var á málþinginu sem sagt er frá hér, sem og fulltrúar Rásar 1, þeir Ævar Kjartansson og Jón Guðni Kristjánsson. Aðrir fjölmiðlar sýndu málinu ekki áhuga og sögðu auk þess rangt frá niðurstöðu...

Framhald hér...


Réttlæti - öllum til handa

Það er mótmælt, skrifað, haldnar ræður, þjóðfélagið á suðupunkti. Við horfum upp á hrunvaldana - bæði úr pólitík og viðskiptum - ganga frá skuldasúpum sínum með afskriftum kúlulána og himinhárra skulda, kennitöluflakki og alls konar siðleysi. Við sjáum þá setjast í vel launuð störf og embætti, mennina sem ollu hruninu, halda áfram og braska að vild...

Framhald hér...


Milli fólks og fjármagns

Afdrifaríkir pistlar, Smugupistlarnir mínir. Jafnvel þótt ég hafi engin tengsl við Vg. Ég var á lista yfir fasta penna Smugunnar frá upphafi (2008) - einkum vegna þess að ég hafði skrifað mikið um náttúruvernd - þótt ég hafi lítið sem ekkert birt þar sökum anna við eigin bloggsíðu. Það mun ævinlega verða stór spurning - og henni ósvarað...

Framhald hér...


Hræðsla, hugrekki og hetjur

Ég heyri dæmi um þetta næstum daglega. Fólk varað við, leiðbeint, sagt að gæta hófs, fara að slaka á - annars... Innan úr flokkunum, frá atvinnulífinu - þeim sem völdin hafa. Sumt getur flokkast sem hreinar og klárar hótanir, annað er lúmskara. Dulbúnar hótanir. Sannleikurinn kostar fólk vinnuna - lifibrauðið, æruna, aleiguna. Finnst okkur það bara allt í lagi...

Framhald hér...


Alsæla áhyggjuleysis

Aparnir þrír sem halda fyrir munn, eyru og augu eru táknmynd þess, að ef við hvorki sjáum, heyrum eða segjum það sem illt er verði hinu illa haldið frá okkur (sjá hér). Er þetta ekki einmitt það sem Íslendingar hafa gert í gegnum tíðina - lokað skilningarvitunum fyrir veruleikanum, leyft óréttlæti og spillingu að vaða uppi og samfélaginu að sigla í strand...

Framhald hér...


Réttlæti í réttarríkinu Íslandi

Í síðasta pistli sagðist ég ætla að birta alla pistlana mína frá í haust - bæði RÚV-pistla og Smugupistla - svo lesendur síðunnar geti dæmt sjálfir um innihaldið ef þeir hafa hvorki heyrt þá né lesið. Pistlarnir eru 13 talsins og ég birti þá nokkuð þétt. Hljóðskrár fylgja RÚV-pistlunum eins og áður...

Framhald hér...


Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?

Þeir sem alið hafa upp börn vita líklega flestir hvað það getur reynt á þolinmæðina að þurfa að síendurtaka hlutina hvað eftir annað. En börnin eru jú að læra og það er okkar, hinna fullorðnu, að kenna þeim. Við erum samt kannski ekki alltaf í stuði til að endurtaka í skrilljónasta sinn að það megi ekki klípa litla bróður...

Framhald hér...


Einföld spurning - ekkert svar

Björk Guðmundsdóttir spurði ríkisstjórnina einfaldrar spurningar í þættinum Návígi á þriðjudagskvöldið: Ætlið þið að rifta sölunni á HS Orku til Magma Energy - eða ekki? Ekkert svar hefur borist við spurningunni og engir fjölmiðlar spyrja ráðherra eða ríkisstjórn hvort þeir ætli að leggja blessun sína yfir það...

Framhald hér...


Aftur til hræðsluþjóðfélagsins?

Við munum öll eftir hræðsluþjóðfélagi Davíðs þar sem enginn mátti segja sannleikann ef hann var valdhöfum ekki þóknanlegur. Þeir sem þorðu voru ofsóttir, misstu vinnuna eða beittir einhvers konar kúgun eða ofbeldi af þeim sem töldu sig óskeikula handhafa alvaldsins...

Framhald hér...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband