Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Af þögn fjölmiðla

"Tjáningarfrelsið telst líklega til mikilvægustu mannréttinda, þótt e.t.v. sé óeðlilegt að metast um vægi og þýðingu þeirra ákvæða sem teljast til mannréttindaákvæða. Í 73. gr. stjórnarskrárinnar segir að tjáningarfrelsinu verði ekki settar skorður nema..."

Framhald hér...


Jónas Fr. maldar í móinn

Í framhaldi af Veifiskötum og klappstýrum er ekki úr vegi að birta þessa stuttu frétt af Stöð 2 þar sem Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ber af sér ásakanir um vanhæfni og meðvirkni og hafnar...

Framhald hér...


Milljón í mínus

Mig langar að vekja athygli á þessari fréttaskýringu Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2 í gærkvöldi. Svona er staðan hjá æði mörgum og þarf ekki endilega vísitölufjölskyldu til. Og - eins og segir í fréttaskýringunni - ótalmargir eru með miklu lægri laun en hjónin í þessu dæmi...

Framhald hér...


Veifiskatar og klappstýrur

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um grein í tímaritinu Euromoney sem ber yfirskriftina The failed state of Iceland og er eftir Elliot Wilson. Greinin er dagsett föstudaginn 5. mars 2010 og ég sá fyrst minnst á hana í bloggpistli Írisar Erlingsdóttur sl. miðvikudag. Þetta er skelfileg lesning...

Framhald hér...


Þvílíkt sjónarspil!

Enn stenst ég ekki mátið að setja inn gosmyndir fréttastofanna. Þetta verða bara allir að sjá. Og í hópinn hafa bæst útlendingar sem skilja enga íslensku en finnst stórkostlegt að sjá þessar flottu myndir sem myndatökumenn sjónvarpsstöðvanna og aðrir hafa tekið af gosinu á Fimmvörðuhálsi...

Framhald hér...


Stefnir iðrandi Pálmi?

Pálmi Haraldsson saknar mannorðsins og er fullur iðrunar. Það sagði hann að minnsta kosti í þessu frábæra DV-viðtali sem ég birti í síðasta pistli. Enda hlýtur að vera sárt að vera ærulaus - þótt maður hafi valdið ærumissinum sjálfur. Mér finnst mikill fengur að svona viðtölum...

Framhald hér...


Pálmi í Fons og mannorðið

Um daginn gerði DV mér grikk í tvígang. Ég skrifaði um fyrra skiptið í pistlinum Vesalingarnir. Strax helgina á eftir kom annað þriggja klúta eða heils tissjúpakka viðtal við Pálma Haraldsson, kenndan við Fons - en eins og allir vita er Pálmi einn af fyrirlitnustu útrásardólgunum þótt erfitt geti verið...

Framhald hér...


Enn meira gos

Ég stenst ekki mátið að setja hér inn fréttir og myndskeið af gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þetta er tilkomumikið og fallegt. Í gær rættist úr veðri og góðar myndir náðust af þessu prúða gosi sem enginn veit hvernig þróast eða hvenær lýkur. Spenna mun ekki hafa minnkað en Katla...

Framhald hér...


Að snupra siðferðið

Hér eru bakþankar Kolbeins Óttarssonar Proppé úr Fréttablaðinu í dag. Ég tek undir með Kolbeini...

Framhald hér...


Betra líf, meira fjör, fínan her

Þessi mynd Halldórs og hinn kaldhæðni pistill Svarthöfða passa prýðilega saman. Í leiðinni bendi ég á þessa frétt og efnislega beintengdan við hana þennan pistil. Af þessu öllu má hafa hina bestu skemmtan...

Sjá hér...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband