Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Meiri gosfréttir

Eins og fram kom í þessum pistli eiga ýmsir Íslendingar búsettir erlendis ekki gott með að nálgast fréttirnar hér heima - af hvaða ástæðum sem það kann að vera hjá hverjum og einum. Ég ætla að bæta aðeins við fréttamiðlunina til þeirra þótt ég hafi því miður ekki tíma til að flytja þeim gosfréttir daglega...

Framhald hér...


Áskorun

Í dag tekur nefnd um erlenda fjárfestingu ákvörðun um, hvort salan á rúmlega 40% hlut í HS Orku til skúffufyrirtækis sé viðunandi í ljósi laga og reglna. Væntanlega hafa nefndarmenn lært eitthvað af fundinum í síðustu viku þar sem fram kom að unnt sé að rökstyðja neitun. Vonandi hlustuðu nefndarmenn...

Framhald hér...


Sveinn Andri og Talíbanarnir

Ég er orðin ýmsu vön og kippi mér ekki upp við hvað sem er. Sveinn Andri Sveinsson, sjálfstæðismaður dauðans, er stöku sinnum kallaður "stjörnulögfræðingur". Líklega af þeim sem telja að verstu glæpamenn Íslands, sem hann hefur helgað líf sitt að verja, séu stjörnur. Hann var í Silfrinu í gær...

Framhald hér...


Fréttir af gosi

Um daginn fékk ég tölvupóst frá lesanda sem búsettur er erlendis. Erindið var að þakka fyrir upplýsingarnar á síðunni og lesandinn sagði jafnframt þetta: "Vegna 'tæknilegra' orsaka í einræðisríkinu sem við búum í getum við ekki fylgst með öllum fréttamiðlum - og þekktar gáttir eins og Facebook og bloggsíður eru lokaðar...

Framhald hér...


Freyja og fósturjörðin

Ég fjallaði um þetta lag og tilurð þess í pistlinum Síðbúin afsökunarbeiðni í lok september. Skömmu seinna gerði Herbert Sveinbjörnsson myndband með laginu sem var notað í heimildamyndinni Maybe I should have. Notkun lagsins í myndinni fór öfugt ofan í suma sem túlkuðu hana sem þjóðrembu. Því er ég algjörlega ósammála...

Framhald hér...


Geymt en ekki gleymt

Einu sinni sem oftar var ég að grúska og grafa í gullkistunni og fann möppu sem ég hafði gefið nafnið Efnahagsmál í blábyrjun október 2008. Í möppunni voru nokkur stök myndbrot sem ég mundi vel eftir, að því er virðist samhengislaus, og ég get ekki með nokkru móti munað hvað ég var að pæla...

Framhald hér...


Auðlindasalan og nefndin

Hvort ætli sé nú illskárra að vera rændur af Íslendingum eða útlendingum? Það er ekki gott að segja. Hugmyndum mínum um, að Íslendingnum þyki kannski vænna um land og þjóð en útlendingnum, gæti því meiri varkárni og sviki ekki þjóð sína, hefur verið hrundið svo rækilega að ég á erfitt með að sjá munin á íslenskum og útlendum þjófum...

Framhald hér...


Afréttarinn mikli

Það er langt í frá að ég hafi sama traust á markaðsöflunum og Jón Steinsson í grein sinni "Afréttarinn mikli" í Fréttablaðinu í dag. Ég veit ekki betur en að einmitt þessi sömu markaðsöfl hafi breyst í óviðráðanleg græðgiskrímsli með testosteróneitrun og orðið þess valdandi að efnahagskerfið hrundi...

Framhald hér...


Varist hrægamma

Þetta hljóta að vera hættulegir menn. Þeir bíða eftir og vona að illa fari fyrir fyrirtækjum eða efnahagi þjóða, kaupa svo upp og ráða sjálfir verðinu. Rífa í sig hræin. Og eins og í tilfelli Alex Jurshevskis - stinga af með fenginn eftir tiltölulega skamman tíma. Hann nennir ekki...

Framhald hér...


Bankinn sem rústaði heiminum

Verður fall Lehman banka annað Enron-mál? Það skyldi þó aldrei vera. Lítið hefur verið fjallað um nýja 2.200 blaðsíðna skýrslu Antons Valukas um fall Lehman banka í íslenskum fjölmiðlum, en skýrslan kom út í síðustu viku, 11. mars. Erlendir fjölmiðlar hafa sumir hverjir spáð því...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband