18.1.2010
Allir á frumsýningu!
Ég tek það strax fram að ég er ekki hlutlaus. Þekki aðstandendur myndarinnar, hef fylgst með gerð hennar og lagt þeim örlítið lið. Ég er búin að sjá myndina grófklippta en ekki fullbúna. Það er auðvitað mynd Gunnars Sigurðssonar, Herberts Sveinbjörnssonar og fleiri sem ég er að tala um...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010
Barbabrella Bakkabræðra
Getur einhver mér fróðari útskýrt fyrir mér og öðrum sem ekki skilja, hvernig þetta er hægt? Ég hef aldrei heyrt um svona barbabrellu áður og fæ ekki með nokkru móti skilið hvernig hægt er að komast upp með slíkt. Er þetta löglegt? Ef svo er...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010
Sanngirni Íslandi til handa
Ann Pettifor heitir kona sem almenningur á Íslandi kynntist fyrst í Silfri Egils 10. maí 2009. Hún er frá Suður-Afríku en hefur búið í Bretlandi í 40 ár. Hún skrifaði bók um komandi kreppu árið 2006 og í henni var sérkafli um Ísland. Við kynnumst henni í upphafi Silfursins í fyrra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010
Hallgrímur fer með himinskautum
Hvað sem fólki finnst um Icesave og það mál allt saman er hollt að lesa þessa snilldarlega skrifuðu grein Hallgríms Helgasonar. Hann fer á kostum, talar enga tæpitungu frekar en venjulega og tekur ekki á mönnum eða málefnum með neinum silkihönskum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2010
Sterastyrkt sjálfsálit - enn og aftur
Það er alltaf eitthvað notalegt við að lesa grein eða bloggpistil sem passar fullkomlega við það sem maður sjálfur vildi sagt hafa. Ég fjallaði um eitt slíkt tilfelli í maí í fyrra í pistlinum Sannleikur Svarthöfða - sterastyrkt sjálfsálit. Mér varð hugsað til pistilsins um daginn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010
Hugleiðingar um endurnýtingu Íslands
Eins og lesendur síðunnar vita fordæmi ég harðlega að gerendur hrunsins gangi lausir, haldi öllu sínu og hafi komist upp með að ræna þjóðina - ekki aðeins af peningum heldur einnig stolti og reisn. Að óheiðarleiki, siðblinda og græðgi undanfarinna ára skuli látin óátalin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2010
Snákarnir og siðblindan
Í lok júlí í fyrra skrifaði ég pistil sem hét Snákar í jakkafötum með testosteróneitrun. Birti þar grein eftir Kristján G. Arngrímsson sem lagði út frá bókinni Snakes in suits - when Psychopaths go to work, eða Snákar í jakkafötum - þegar siðblindingjar fara í vinnuna. Siðblinda er þekkt í geðlæknisfræðinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010
Frétt kvöldsins
Þær eru margar daglega, fréttir kvöldsins. En ég sá ástæðu til að vekja athygli á henni þessari. Flestir muna eftir því þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að gera Íslendinga samábyrga fyrir innrásinni í Írak. Það var í mars 2003. Þeir spurðu hvorki kóng né prest...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2010
Undarleg upplifun af spillingu
Ég varð fyrir undarlegri upplifun í gærkvöldi. Þetta var algjör tilviljun og ég skellti upp úr. Svo fauk í mig. Hefur ekkert breyst? Viljum við "Nýtt Ísland"? Viljum við uppræta spillinguna sem hefur grafið um sig um áratugaskeið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010
Ári síðar - hefur eitthvað breyst?
Í gær, 12. janúar, var eitt ár síðan frægur Borgarafundur var haldinn í Háskólabíói. Ég kynnti hann hér með áríðandi skilaboðum til þjóðarinnar og birti svo myndböndin eftir útsendinguna á RÚV tveim dögum seinna. Ég vil minnast þessa fundar með því að birta aftur nokkra kafla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010
Dansað í gegnum lífið
Ég rakst á þetta myndband einhvers staðar um daginn, man ekki hvar, og fannst það bráðskemmtilegt. Dansinn "Stanky legging" kannast ég ekkert við, enda ekki beint mín deild. En þarna er komið víða við þótt ýmsa staði vanti líka en það má bæta úr því seinna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010
Örlítið málfarsnöldur
Ég hef ekki lagt í vana minn að nöldra út af málfari og hef aðeins einu sinni skrifað pistil um íslenskt mál. Mér finnst skipta meira máli að fólk tjái sig á málefnalegan hátt en að málfarið sé kórrétt og stafsetningin óaðfinnanleg. Innihaldið á að vera umbúðunum æðra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010
Hvers vegna?
Eftir að horfa aftur á Silfur Egils í gærkvöldi vöknuðu margar spurningar. Ein þeirra hljóðar svo...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010
Eðalsilfur
Silfur Egils var pakkað og afskaplega fróðlegt í dag. Margir mætir gestir og gríðarlega miklum upplýsingum komið á framfæri. Mér hefur gengið illa að hlaða inn fyrsta kaflanum en það tókst í að ég held 12. tilraun. Set inn kaflana eftir því sem þeir vinnast og skipti svo út á morgun þegar textaða útgáfan verður komin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2010
Ögmundur og bankaleyndin
Mig langar að minna á þessa umræðu, pistil Ögmundar og umfjöllun Eyjunnar. Ræða Ögmundar sem vitnað er í er framsaga nefndarálits minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd, 2. umræða um frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki þriðjudaginn 10. desember 2002. Það er einmitt á þeim tíma...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010
Hugrenningatengsl í spéspegli
Stundum ræður maður ekkert við hugrenningartengslin og það var fyndið að horfa fyrst á fréttir Stöðvar 2 í kvöld og skömmu síðar Spaugstofuna. Það verður að grínast með þetta líka. Svona var útkoman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010
Vellystingar og vesaldómur
Sá hluti Íslendinga sem hefur ennþá þrek og þor til að fylgjast með og taka við öllum kjaftshöggunum sem á dynja á hverjum einasta degi hefur upplifað skelfilega rússíbanareið í 15 mánuði. Ég held að við getum öll verið sammála um að þetta hefur verið viðburðaríkur tími með eindæmum, en að sama skapi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010
Ári síðar hefur ekkert breyst
Í gær var ár síðan ég skrifaði þennan pistil með sorg í hjarta. Ég veit ekki til þess að neitt hafi breyst og því eru miklar líkur á að þetta muni gerast enn og aftur - og kannski aftur eftir það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010
Að kanna hug og móta skoðanir
Ef ég man rétt hef ég aðeins einu sinni á ævinni lent í úrtaki í skoðanakönnun, kannski tvisvar. Símakönnun þar sem hringt var frá einhverjum aðila og spurt nokkurra spurninga. Varla hefur efnið verið merkilegt fyrst ég man það ekki. Mig langar stundum að vita hverjir það eru sem lenda á úrtakslistum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010
Hægri-vinstri-snú!
Ég er mjög hugsi yfir pólitíkinni og fólkinu sem þá tík stundar. Og almennt efins um skilgeininguna hægri-vinstri. Ég er meðmælt því að fólk skipti um skoðun ef eitthvað sannara reynist - tel það almennt vera þroskamerki. En stundum finnst manni að fyrr megi nú aldeilis fyrrvera...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)