Meiri umfjöllun um Skýrsluna

Í síðasta pistli birti ég hinn frábæra þátt fréttastofu RÚV sem sýndur var að kvöldi Skýrsludagsins ógurlega, 12. apríl. Ég birti fréttamannafund Rannsóknarnefndar sama dag hér, og umræður á Alþingi og viðbrögð...

Framhald hér...


Ég þakka fyrir mig...

Ég er óspör á skammirnar þegar mér finnst fjölmiðlarnir ekki standa sig í stykkinu. Ég vil því að sama skapi vera óspör á hólið þegar mér finnst þeir standa sig vel. Eins og ég sagði frá í pistlinum Skýrsludagurinn ógurlegi var ég fjarri "góðu gamni" þegar Skýrslan var birt. Þessi mánudagur var undarlegur...

Framhald hér...


Þið eruð rekin!

Maður fær aulahroll í hvert sinn sem stjórnmálamenn sem þáðu styrki/mútur/fyrirgreiðslufé opna munninn og reyna að réttlæta sig. Svara helst aldrei spurningum en verjast með frösum á borð við þá að þau hafi ekki brotið lög eða reglur, hinir hafi gert þetta líka, ekkert hangi á spýtunni, bla, bla, bla og meira bla...

Framhald hér...


Kaffispjall um stjórnlagaþing og stjórnarskrá

Mikið hefur verið rætt um þörf á stjórnlagaþingi og nýrri stjórnarskrá frá hruni. Þær raddir hafa blossað upp aftur eftir útkomu Skýrslunnar. Raddir fólksins, sem stóðu að laugardagsfundunum á Austurvelli veturinn eftir hrun, standa nú fyrir kaffispjalli um stjórnlagaþing og stjórnarskrá þrjá sunnudaga og einn mánudag í maí...

Framhald hér...


Forspár og hraðlyginn Staksteinar

Hann er oft voðalega pirraður, blessaður karlinn hann Staksteinar, og honum er meinilla við að fólk ræði málin af skynsemi og leiti sannleikans. Oftast er hann fjandanum rætnari og skýtur eiturörvum út um víðan völl, en er þó afleit skytta...

Framhald hér...


Áskorun til Árna

Þessi grein Illuga Jökulssonar er svo góð að hún verður að fara víða og vera lesin af sem flestum. Dreifið henni endilega um víðan völl í hvaða formi sem er....

Framhald hér...


Silfrið, framhaldið og réttlætið

Silfrið var flott í dag, mjög gott. Það hefur varla verið auðvelt fyrir Eirík Bergmann Einarsson að koma á eftir kanónunum Þorvaldi Gylfa og William K. Black - en Eiríkur var þó að tala um mjög mikilvæga hluti sem vert er að leggja eyrun við og veita athygli. Í vettvangi dagsins kom fram í fyrsta sinn ungur maður...

Framhald hér...


Hvað gerðum við...?

"Hvað gerðum við til að verðskulda þetta?" spyr Illugi Jökulsson í fyrstu Trésmiðjugrein sinni í DV 16. apríl sl. Góð spurning. Getur einhver svarað þessu?

Sjá hér...


Rændir bankar og rúin þjóð

Muna ekki allir eftir William K. Black? Fyrirsögn pistilsins vísar í annan þar sem hann kom við sögu og ég kallaði Að ræna banka og rýja þjóð. Black kom hingað í fyrravor, var hjá Agli í Silfrinu og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands sem hann kallaði: "Why economists must embrace the F-word"...

Framhald hér...


Árás á Alþingi

"Ákærur saksóknara á hendur nímenningunum og þeim hundruðum sem munu vilja setjast á sama sakamannabekk, sýna með eftirtektarverðum hætti að Valdið lærir ekkert af ríflega tvö hundruð ára sögu borgaralegra mótmæla sem þó megnuðu að skapa það samfélag sem við nú búum við. Hinn helgi réttur almennings..."

Framhald hér...


Friðurinn rofinn af þeim sem síst skyldi

Ég held að lögreglan hafi gert mikil mistök í dag - eða hver sem það var sem skipulagði uppákomuna í dómsalnum. Líkast til hefur dómarinn líka breytt rangt. Lýsingar viðstaddra eru allar á sömu lund: Friður ríkti í dómsalnum þar til lögreglan beitti sér. Einn maður talaði með hærri rómi en aðrir...

Framhald hér...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband