Færsluflokkur: Bloggar

Þar sem slóðirnar enda

Mörgum finnst skjóta skökku við þegar þeir eru hundeltir af skattayfirvöldum fyrir smáskuldir á meðan skúrkar fá að skjóta undan gríðarlegum upphæðum og fela víða um heim. Manni finnst einhvern veginn eins og verið sé að henda krónunni og geyma aurinn með því að eyða tíma skattayfirvalda í smotteríið á meðan...

Framhald hér...


Óli spes með svipu á Sigga

Þessi mynd hans Gunnars í Fréttablaðinu í dag er gjörsamlega óborganleg!

Sjá hér...


Þakkir

Á dauða mínum átti ég von - en ekki þeim gríðarlegu viðbrögðum sem ég fékk við síðasta pistlinum mínum - Að fortíð skal hyggja. Fyrir utan athugasemdir við pistilinn og ótrúlega mörg þúsund heimsóknir á síðuna fékk ég ótal tölvupósta og fjölmargar upphringingar. Ég veit ekki hvort ég kemst nokkurn tíma í að svara öllum tölvupóstunum - en ég geri mitt besta...

Framhald hér...


Að fortíð skal hyggja

Alveg frá fyrstu dögum hruns hafa heyrst raddir, stundum allháværar, um að við ættum ekki að líta um öxl heldur horfa fram á við. Ekki draga menn til ábyrgðar, heldur einhenda okkur í að byggja upp aftur. Á hvaða grunni nefndu þeir ekki. Í fyrstu voru þetta raddir þeirra sem vildu ekki af einhverjum ástæðum grafast fyrir um orsakir hrunsins...

Framhald hér...


Hvar stendur hnífurinn í kúnni?

Í fréttum í kvöld kom fram að Scotland Yard hafi hafnað beiðni um að handtaka Sigurð Einarsson því láðst hafi að lögfesta aðild Íslendinga að Evrópusamningi um handtöku og framsal grunaðra eða dæmdra manna. Á Facebook í kvöld bendir Guðmundur Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar...

Framhald hér...


Eftirlýstur

Mikið skelfing hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir Sigurð Einarsson að vera eftirlýstur af Interpol fyrir skjalafals og fjársvik. Hann hefði betur komið af sjálfsdáðum. Þetta er sorgleg framvinda mála. Ég tek ofan fyrir embætti Sérstaks saksóknara fyrir að sýna enga linkind. Aðrir landflótta gerendur hrunsins vita nú...

Framhald hér...


Réttur settur á morgun

Á morgun verður réttarhöldum yfir mótmælendunum níu fram haldið. Ekki hefur enn verið farið að tilmælum annarra mótmælenda um að allir verði kærðir - ekki bara sumir. Flestir muna uppákomuna sem varð í dómsalnum síðast, þann 30. apríl, þegar þeir sem síst skyldi rufu friðinn. Ég minni á hvað gerðist þá...

Framhald hér...


Silfur sunnudags og fleira

Úlfur Eldjárn var fyrsti gestur Egils. Hann útskýrði hvernig lausnir ríkisstjórnarinnar henta bara sumum lántakendum - öðrum ekki. Ég birti Moggaviðtalið við Úlf á föstudaginn - Stærsta og ósanngjarnasta eignatilfærsla Íslandssögunnar. Á meðan stóreignamenn og auðjöfrar fá afskriftir skulda upp á milljarða og tugmilljarða er...

Framhald hér...


Hæfi og vanhæfi hæstaréttardómara

Eyjan birti frétt í síðustu viku um svör - og skort á svörum - við fyrirspurn til hæstaréttardómara um hæfi þeirra í dómsmálum. Mér virtist þessi frétt ekki fá mikla athygli og ég varð ekki vör við að aðrir fjölmiðlar tækju málið upp. Tvennt finnst mér aðallega athyglisvert við fréttina...

Framhald hér...


Afneitun aldarinnar

Mig setti hljóða þegar ég hlustaði á þetta viðtal. Þarna sat einn af aðal hrunmeisturum Íslands og vissi ekki neitt, viðurkenndi ekki neitt, samþykkti ekki neitt og ætlaði bara á fund guðs í kirkjunni. Er ekki löngu hætt að selja aflátsbréf? Ótalmargir gerendur hrunsins eru í afneitun...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband