Færsluflokkur: Bloggar

Geymt en ekki gleymt

Einu sinni sem oftar var ég að grúska og grafa í gullkistunni og fann möppu sem ég hafði gefið nafnið Efnahagsmál í blábyrjun október 2008. Í möppunni voru nokkur stök myndbrot sem ég mundi vel eftir, að því er virðist samhengislaus, og ég get ekki með nokkru móti munað hvað ég var að pæla...

Framhald hér...


Auðlindasalan og nefndin

Hvort ætli sé nú illskárra að vera rændur af Íslendingum eða útlendingum? Það er ekki gott að segja. Hugmyndum mínum um, að Íslendingnum þyki kannski vænna um land og þjóð en útlendingnum, gæti því meiri varkárni og sviki ekki þjóð sína, hefur verið hrundið svo rækilega að ég á erfitt með að sjá munin á íslenskum og útlendum þjófum...

Framhald hér...


Afréttarinn mikli

Það er langt í frá að ég hafi sama traust á markaðsöflunum og Jón Steinsson í grein sinni "Afréttarinn mikli" í Fréttablaðinu í dag. Ég veit ekki betur en að einmitt þessi sömu markaðsöfl hafi breyst í óviðráðanleg græðgiskrímsli með testosteróneitrun og orðið þess valdandi að efnahagskerfið hrundi...

Framhald hér...


Varist hrægamma

Þetta hljóta að vera hættulegir menn. Þeir bíða eftir og vona að illa fari fyrir fyrirtækjum eða efnahagi þjóða, kaupa svo upp og ráða sjálfir verðinu. Rífa í sig hræin. Og eins og í tilfelli Alex Jurshevskis - stinga af með fenginn eftir tiltölulega skamman tíma. Hann nennir ekki...

Framhald hér...


Bankinn sem rústaði heiminum

Verður fall Lehman banka annað Enron-mál? Það skyldi þó aldrei vera. Lítið hefur verið fjallað um nýja 2.200 blaðsíðna skýrslu Antons Valukas um fall Lehman banka í íslenskum fjölmiðlum, en skýrslan kom út í síðustu viku, 11. mars. Erlendir fjölmiðlar hafa sumir hverjir spáð því...

Framhald hér...


Glæpamennska

Þessi er snilld hjá Halldóri. Þeir taka þetta til sín sem eiga það, vona ég...

Sjá hér...


Meira Silfur

Fleiri voru í Silfrinu en Andrés og ég skelli þeim hér inn ásamt úrklippu úr RÚV-fréttum í kvöld þar sem spjallað var stuttlega við einn gestinn í Silfrinu - Alex Jurshevski. Ég birti erindi Jóns Ólafssonar, Afrakstur byltingarinnar, um daginn...

Framhald hér...


Rúsnesk rúlletta fjárglæframanna

Andrés Magnússon, læknir, var í Silfrinu í dag ásamt öðru góðu fólki. Egill byrjaði á því að rifja upp fyrstu heimsókn Andrésar í Silfrið sem olli titringi hjá vissum öflum í þjóðfélaginu. Það var 24. febrúar 2008 og ég rakti þá sögu í pistlinum "Víðáttuvitleysa að bankaútrásin sé blekking". Hér er Andrésar þáttur...

Framhald hér...


Sorgardagur fyrir íslenskt lýðræði

Nú er vika frá þjóðaratkvæðagreiðslunni og þvert á vilja Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs virðist ríkisstjórnin vera að styrkja sig í sessi. Enda var ekki verið að kjósa um hvort ríkisstjórnin ætti að fara eða vera þótt þeir félagar hafi reynt að halda því fram. En þjóðin er annarrar skoðunar...

Framhald hér...


Hlekkir vistarbanda

Ég hef verið áskrifandi að hinu fróðlega tímariti Sögunni allri frá því það hóf göngu sína. Í febrúarheftinu var fróðleiksmolinn hér að neðan og eina ferðina enn hugsaði ég með mér, að þau væru margs konar, vistarböndin nútímans...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband