Færsluflokkur: Spaugilegt

Á að reka eða raka?

Og Ketill orkubloggari sendi Birni þetta bréf.

Reka eða raka Egil - Halldór Baldursson - Morgunblaðið 22. október 2009


Nýr vettvangur fyrir Egil Helga

Mikið hefur verið rætt og ritað í dag um orð Björns Bjarnasonar um Egil Helgason og meinta hlutdrægni hans. Á undan Birni tjáðu sig einnig tveir flokksbræður hans, þeir Hannes Hólmsteinn og Sturla Böðvarsson um Egil, Silfrið hans og bloggið. Þessum mönnum hugnast ekki að sannleikurinn komi upp á yfirborðið og almenningur fái tækifæri til að gagnrýna það sem honum þykir gagnrýnivert.

En Egill þarf engu að kvíða. Í fyrsta lagi verður ekki hlustað á þessi skelfingarviðbrögð fyrrverandi valdamanna sem þrá það eitt að halda áfram að stýra umræðunni, eins og þeir hafa gert um árabil, og beita þöggun að eigin geðþótta. Í öðru lagi sýndi Egill í gærkvöldi að hans bíður nýr og glæstur ferill kjósi hann að skipta um vettvang. Það er aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt.

Afmælisskaup - Skjár 1 - 20. október 2009

 

Hér er sama lag flutt af Willy Nelson og Ray Charles

 


Hrunið og aðdragandinn í spéspegli

Þetta er nauðsynlegt líka, rétt eins og Spaugstofan og Skaupið. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og oft sér maður betur fáránleika hlutanna í gríninu. Ísland er að sjálfsögðu nefnt til sögunnar í þessari yfirferð.

Silly Money - Where did all the money go?

 


Dúllurassinn Davíð

Síðast þegar ég reyndi að grínast og vera kaldhæðin misheppnaðist það gjörsamlega. Kjarni pistilsins fór alveg fram hjá lesendum og ég tók á það ráð að endurbirta hann næstum strax. Ég var tekin alvarlega og hét sjálfri mér að reyna þetta aldrei aftur. Þetta er því ekki kaldhæðinn pistill. Seiseinei. Algjör misskilningur.

Davíð Oddsson dúllurassEn Davíð Oddsson er dúllurass. Ég komst að því á sunnudaginn var þegar ég las leiðarann hans í Mogganum sem bar yfirskriftina "Um bloggara og gleðigjafa". Þessi elska var að dásama bloggara, þar á meðal mig. Ég tók þetta allt til mín... eðlilega. Ég fékk auðvitað bakþanka vegna þess sem ég hef skrifað um Davíð og spurði sjálfa mig hvort ég ætti að fá samviskubit. Hvernig getur mér mislíkað Davíð fyrst hann er svona hrifinn af mér?

Í leiðaranum kallar Davíð mig skynsama og velmeinandi og segir að bloggið mitt sé læsilegt og að ég sé góður penni. Hann segir mig grandvara og fróða og að ég komi að upplýsingum í skrifum mínum sem ekki hafi ratað inn í venjulega fjölmiðla. Að umræður sem spinnast af skrifum mínum hafi í einstökum tilfellum haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í þjóðfélaginu eða opni augu manna fyrir nýjum sannindum.

Og Davíð heldur áfram að mæra mig af sinni alkunnu snilld. Hann segir að ég haldi úti vefsíðu af miklum myndarskap og hafi með skarplegum athugasemdum heilmikil áhrif á umræðuna.

Ég roðnaði þegar ég las þetta. Var upp með mér og fann svolítið til mín. Svona eins og þegar barni er hrósað fyrir að taka fyrstu skrefin. Þessi elska erfir ekki alla skammarpistlana mína og finnst ég bara helvíti góð. Aldrei hefði ég trúað þessu upp á þennan krúttmola. En svo bregðast krosstré...

Leiðari Morgunblaðsins 4. október 2009 Morgunblaðið 4. október 2009 - Leiðari Davíðs Oddssonar


Að vera eða ekki vera...

...á Moggablogginu. Af þessu að dæma er búið að taka ákvörðun um það fyrir mína hönd.  LoL

Nýjar sögubækur - Henrý Þór Baldursson - Gula pressan - 25.9.09


Söguskoðun uppistandara

Öllu gríni fylgir nokkur alvara er sagt. En ekki fylgir allri alvöru grín, svo mikið er víst. Hér er nýjasti uppistandari Íslendinga í fínu formi með sína einkasöguskoðun.

Söguskoðun uppistandara Íslands


Kaupthinking - Kaupsinking

Ég fékk skemmtilegan tölvupóst í gær með tilbrigði af Kaupþingsmyndbandinu sem ég birti fyrir nokkrum dögum og vakti gríðarlega mikla athygli. Í tilbrigðinu er verið að leika sér með orð og framburð þeirra - og merkingu. Vel klippt og skemmtileg hugmynd. Læt frumgerðirnar fylgja með til samanburðar.

Tilbrigði við Kaupthinking > Kaupsinking

 

Frumgerð Kaupthinking

 

Frumgerð Thinking - Sinking

 


Töff Tortólatýpur

Ég fékk tvær sendingar í tölvupósti áðan og má til með að setja þær hér inn. Þær eru ólíkar - en báðar góðar. Veit ekki hvort sendendur vilja láta nafns síns getið svo ég sleppi því a.m.k. að sinni.

Þetta er ansi vel gerð mynd af þeim Kaupþingsfélögum, Sigga og Hreiðari, og týpurnar smellpassa Siggi og Hreiðar - Gög og Gokke - Laurel og Hardy

Hér er svo myndband um hvað yfirvöld eru vond við strákana í FL Group


Orsök og lausn kreppunnar

Það virðist sama hver vandinn er - þetta er alltaf meint lausn, ef lausn skal kalla. Sama hverjir eru við völd hverju sinni. Sama hvort um er að ræða endurreisn bankakerfisins, rándýrar virkjanir fyrir erlenda auðhringa eða hvað annað sem stjórnvöldum og þrýstihópum samfélagsins hugnast að bjóða þjóðinni upp á í það skiptið.

Halldór Baldursson - Morgunblaðið 2. júlí 2009


Íslenska sumarið

Ég fór í tjaldútilegu fyrir tveimur árum. Langa yfirreið um Vestfirði í björtu og fallegu veðri, en fremur svölu. Myndin hér að neðan er grátlega lýsandi fyrir ástandið á tjaldstæðum á Íslandi. Ég upplifði þetta reyndar ekki eina einustu nótt því ég hrökklaðist í burtu frá hverju tjaldstæðinu á fætur öðru af þessum sökum. Kærði mig ekki um að kúldrast milli dekkja sem voru miklu stærri en litla tjaldið mitt og fann mér betri staði. Um daginn var ég aftur á ferðinni - þó ekki á tjaldstæðum - og sá enn fleiri, stærri og breiðari einbýlishús á hjólum en nokkru sinni fyrr. Þakkaði mínum sæla fyrir að mæta þeim ekki á rétt rúmlega einbreiðum malarvegum með þverhnípi á aðra hönd. Eins og sjá má er það Halldór Baldursson sem hittir naglann á höfuðið eins og venjulega.

Halldór Baldursson - How do you like Iceland - Moggi 13.7.09

Þessi fannst mér líka góð lýsing á þróun íslenskrar karlmennsku síðasta rúma árþúsundið. Mér varð hugsað til þessa pistils, Páskahugvekju í Íslendingasagnastíl með goðafræðiívafi, þar sem þróuninni er lýst örlítið nánar. Hvað er það sem dregur karlmenn að útigrillinu, helst með bjór í hönd, þótt þeir komi jafnvel aldrei að matseld annars? Ég játa fullkominn skilningsskort á fyrirbærinu, enda á ég ekki útigrill.

Halldór Baldursson - Íslensk karlmennska í 1000 ár - Moggi 15.7.09


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband