Færsluflokkur: Menning og listir

Hræddir Íslendingar

Grein úr DV frá 6. janúar 2001 eftir Hallgrím Helgason. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Hræddir Íslendingar - Hallgrímur Helgason - DV 6. janúar 2009


Hundgá úr annarri sveit

Eyþór Árnason"Þessi er líka gamall vinnufélagi og nýbyrjaður að blogga. Hann er með yndislegri mönnum og bloggið hans eftir því. Hann segir þannig frá, að fyrr en varir er maður kominn á staðinn og sér atburðina ljóslifandi fyrir sér. Skrifin hans virka á mig eins og prósaljóð. Hann á að skrifa ljóðabækur." Þessa umsögn skrifaði ég í nóvember 2007, þá nýbyrjuð að blogga sjálf.

Hann hefur verið latur við bloggið upp á síðkastið og tregur til að "yfirgefa fjörið og hlýjan faðm Feisbúkk og fara í einsemdina á blogginu", eins og hann gantaðist með um daginn. Því miður - ég sakna pistlanna hans og það gera örugglega fleiri. En nú vitum við hvað hann hefur verið að sýsla undanfarið.

Við höfum ferðast með honum vítt og breitt um landið, farið með honum í göngur, niðurrekstur, réttir, eftirleitir og veiði. Við höfum borðað ljúffenga kjötsúpu hjá foreldrum hans í Skagafirðinum og hafragraut í eldhúsinu hjá honum sjálfum. Allt í huganum á vængjum myndrænna lýsinganna á blogginu hans. Svona skrifaði hann um réttirnar í september 2007:

Réttir, bara þetta orð, hljómurinn og lyktin og áður en þú veist af ert þú staddur í réttinni miðri umvafinn sauðfé og einblínir á mörkin. Pabbi stendur við dilkinn og segir manni til: "Þarna er ein kollótt, þessi gamla hornbrotna, þarna upp við vegginn, móflekkóttur hrútur"... og svo framvegis.  Þetta er gaman. Einu sinni fór í taugarnar á mér þegar verið var að kalla á mann og segja manni að taka nú þessa kind, því mér fannst ég vera fullfær um að finna þær sjálfur. Það fer ekki í taugarnar á mér lengur.  Enda búinn að Réttirviðurkenna fyrir sjálfum mér að karl faðir minn hefur sérstakan radar í hausnum þegar sauðfé er annars vegar. En ég var seigur núna, nokkuð fljótur að sjá mörkin og svo eru allir bæir með númer nú til dags. Svo var ég ansi lipur við að ná fénu og þar hef ég sko engu gleymt! Ég geng rólega um réttina, miða út ærina eða lambið og geri svo leifturárás. Mér finnst ég vera snillingur í þessu! En þegar maður var lítill gátu svona árásir endað á því að liggja á bakinu í drullunni og allir hlógu, en maður stóð upp aftur. Og fer aftur í réttir. Réttir. Það er eitthvað við þetta orð. Það er dregið sundur, spjallað við sveitungana og það sést ekki vín á nokkrum manni, bara skroppið í kaffi í skúrinn hjá kvenfélaginu og féð síðan rekið heim þar sem bíður heit kjötsúpa. Réttir. Þar sá maður fyrst á ævinni fullan mann, almennilegan hundaslag, menn að skamma fjallskilastjórann og fólk sem maður vissi ekki að væri til í sveitinni.  En það var ekki mikið sungið. Það var á gangnasunnudaginn sem var sungið, þá var sungið meðan einhver rödd var til. En það er önnur saga og efni í annan pistil. En ég held að Akrahreppsbúar ættu að halda sinni gömlu Silfrastaðarétt aðeins lengur. Fara fram í kofa á fimmtudagskvöldi. Smala föstudag og laugardag og reka niður. Rétta síðan á sunnudegi. Ég hef trú á því að þeir sem vilja fara í göngur fái frí á föstudegi. Það er einhvern veginn léttara að fá frí á föstudegi en mánudegi. Og ég ætla að mæta í réttir að ári, þó að ég sé ekki lengur skrifaður fyrir markinu mínu í markaskránni, en það er í góðum höndum hjá Drífu og Fúsa. Réttarstígvélin eru enn í bílnum... ég þvæ þau bráðum...

Við komumst ekki á gangnafundinn á góunni frekar en hann - en fórum samt því hann skrifaði bréf og skyndilega vorum við komin norður. Og hann bauð okkur með sér á ættarmót í júlí og fyrr en varði vorum við orðin vel málkunnug ættingjum hans og forfeðrum - okkur var kippt inn í fjölskylduna og við fundum að við vorum velkomin. Hlýjan og húmorinn skín út úr öllumEyþór Árnason tekur við bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar - Ljósm. Mbl. Kristinn - 13.10.09 hans skrifum, hvað sem hann fjallar um hverju sinni og í ofanálag er hann feykilega góður hagyrðingur og skellir stundum á bloggið svona líka sallafínum kveðskap .

Og eins og ég stakk upp á í nóvember 2007 þá skrifaði Eyþór Árnason ljóðabók og í gær voru honum veitt verðlaun fyrir hana - eða óprentað handrit að henni. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Fyrir fyrstu ljóðabókina sína! Þegar fréttin kom í sjónvarpinu rétti ég úr mér í sófanum, brosti út að eyrum og svei mér ef það glitraði ekki lítið tár á hvarmi. Ég klökknaði og var feykilega stolt af "mínum manni". Hvernig líður þá fólkinu hans - fjölskyldunni hér syðra og ættboganum í Skagafirði sem maður kannast svo vel við frá skrifum hans? Ég er ekki búin að sjá bókina, enda er hún ekki komin út. En ef ég fæ mér einhverja bók á næstunni þá verður það ljóðabókin hans Eyþórs - Hundgá úr annarri sveit. Eftir að hafa lesið hvern dýrindis prósann á fætur öðrum á blogginu hans veit ég fyrir víst að þetta eru eðalbókmenntir. Til hamingju með viðurkenninguna, Eyþór minn. Megirðu skrifa margar, margar bækur sjálfum þér og okkur hinum til gleði og ánægju.

Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 13. október 2009

 

Eyþór Árnason - Glaður og auðmjúkur - Moggi 14. október 2009


Hallgrímr inn höfðingjadjarfi

Í Íslendingasögunum er sagt frá mönnum sem fóru á fund konunga í útlöndum. Fluttu þeir drápur og ýmsan skáldskap annan og hlutu að launum sverð eða skildi, gullbauga og annað skart. Væru þeir vopnfimir urðu þeir kannski eftir, fóru í víking með konungi og komu klyfjaðir verðmætum út til Íslands. Sá frægasti, Egill Skallagrímsson, hlaut líf sitt að skáldalaunum hjá Eiríki blóðöx hinum enska og heitir drápa sú Höfuðlausn. Hinir fornu kappar þóttu höfðingjadjarfir mjög og hlutu gjarnan frægð og frama fyrir.

Enn ganga íslenskir kappar fyrir erlenda konunga, höfðingjadjarfari en nokkru sinni. Í síðustu viku flutti Hallgrímur Helgason, rithöfundur, skemmtilega ræðu í Bergen í Noregi sem á dögum fornkappanna gæti hafa heitið Björgyn. Hann gekk djarfmannlega á svið, hinkraði andartak á leið að ræðupúltinu og hneigði sig hæfilega djúpt fyrir Haraldi Noregskonungi og Sonju drottningu. Flutti síðan mergjaða ræðu á máli innfæddra og kallaði upp í trjátoppana. Í ræðunni minntist Hallgrímur meðal annars á þann möguleika að Íslendingar kæmu aftur til baka til Noregs. Nokkrir munu reyndar þegar farnir.

En hér er þessi skemmtilega þrumuræða Hallgríms, bæði skrifuð og á myndbandi. Ég held að flestir ættu að geta skilið hana þótt hún sé á norsku. Góða skemmtun.

Tale på åpningsseremonien for Festspillene i Bergen
Grieghallen 20. mai 2009

Deres Majesteter, eksellenser, statsråder, fylkesmann, ordfører, kjære nordmenn.

Vi lever i en krisetid. Jeg kommer fra kriselandet, Island. Hva er en krise?

Jeg vokste opp i en tid med sterk inflasjon. Da jeg var tjue passerte den hundre prosent. Etter hvert klarte vi å få den ned igjen, men i de senere år har "inflasjonsspøkelset" kommet tilbake. Men da økonomien vår kollapset sist oktober forsvant det. Nå har vi noe kalt deflasjon - det motsatte av inflasjon. Vi trodde dette ville være noe positivt, men nei da. "Deflasjonen er farlig og skaper arbeidsløshet."

Inflasjon er et problem. Deflasjon er et problem. Livet er et problem.

Å vokse opp og leve i Skandinavia i siste halvdel av det tjuende århundre var et privilegium. Vi har vært velsignet med fred og fremgang, og nytt livet i det beste mulige samfunn. Likevel; livet må alltid være et problem, så vårt problem ble fraværet av problemer.

Vi tilbringer dagene foran pc-skjermen mens vi prøver hardt å møte deadlines som ikke har noe som helst med død å gjøre samtidig som vi leser om katastrofer i land langt borte. Vårt system er som en porblemløsingsmaskin som jobber døgnet rundt og automatisk fikser alle nye problemer vi støter på. Fra internett-porno til politiske flyktninger. I løpet av mitt liv har jeg til og med hørt folk klage på at de ikke lever i en "interessant tid", at ingenting skjer i vårt hjelmbekledde homoelskende sosialdemokratiske paradis.

Sommeren syttiåtte tilbrakte jeg i Norge. Jeg og en venn fikk sommerjobb dypt i skogene øst for Oslo. Med å telle trær. Sannsynligvis den mest umulige jobben i Norge. Og definitivt den mest umulige jobben for noen fra Island, Øyen Uten Trær. Men jeg var god i matte og husket godt. Hver dag gikk vi i mange mil og timer, min venn, jeg, og den gode gamle Ole fra Gudbrandsdalen. Jeg lærte ikke norsk den sommeren, for han snakket ikke med oss i det hele tatt. Han snakket bare, sporadisk, til trærne. De var hans venner, hans lidenskap, hans liv. På meg virket han som den erketypiske nordmann. For noen ganger virker det som om litteraturen deres er full av folk som elsker trær mer enn folk, fra Hamsuns Pan til Loes Doppler. Vi skjønner det ikke helt. Siden vi bare har fem trær på Island. Og de er så små at de ikke har lært å snakke ennå. Men deres trær er høye. Og man kan snakke til dem. Jeg tror dette må være grunnen til at dere alltid snakker i en slik høy tone med setninger som er på vei oppover. Dere prøver alltid å nå de høye furutrærne.

Hallgrímur Helga kallar upp í trjátoppana"Har du hørt om krisen de hadde på Island?! Kanskje kommer de tilbake hit alle sammen! Du må passe på! De liker ikke trær!"

Det er ikke egentlig sant. Vi elsker trærne våre, alle fem, og beundrer dem inderlig. For eksempel er de veldig gode i breakdans. Alltid på farten.

Vi har ingen trær, men mye vind. Dere har talløse trær, men ingen vind. For en ung gutt på nitten var Norge et utrolig land. Jeg forelsket meg i det. Stillheten i den norske skogen. Og stillheten i det norske samfunnet. Deres tilsynelatende perfekte samfunn.

Det virket som om ingenting hendte her. Som om dere bare tilbrakte dagene med å telle trær og ... penger. Men jeg var "in love with a fairytale" . Selvsagt hendte det ting her. Selvfølgelig hadde dere hatt deres andel drama. Du trenger bare å se på kongen her og minnes hans bestefar som sto på fremmed jord og festet medaljer på brystet til unge nordmenn som tre uker senere døde for fedrelandet. Norge har hatt sin del av vanskelig og dramatisk tid. Kanskje det er derfor dere har konsentrert dere om å skape et fredfullt og nyhetsløst samfunn som er opptatt med å dele ut Nobels Fredspriser og med å vinne gullmedaljer for skiskyting heller enn krigsskyting.

Vi har aldri hatt en krig på Island. Bare et par Torskekriger mot britene. Som vi vant, selvsagt. Vi har aldri tapt noe for britene. Vi fant til og med Amerika for dem, og så tapte de det. Det er derfor de sist oktober slo tilbake mot oss og brukte sine terroristlover til å knuse våre største banker, som ledet til at vår økonomi kollapset, som ledet til en revolusjon som veltet regjeringen.

Men selvsagt kan vi ikke skylde alle våre problemer på britene. Mesteparten av dem var hjemmelagde. For første gang i mitt liv så vi at det hendte noen virkelig dramatiske og vanskelige ting. Endelig levde vi i en "interessant tid". Ingen ble drept, men mange ble skadet, og skades fremdeles. Deflasjon, arbeidsløshet, konkurser, skilsmisser, stress ... En nyfunnet nasjonal selvtillit alvorlig såret... Det var en brutal oppvåkning fra de "gode tidene" da vi trodde vi hadde kommet ut av vår egen mørke og vanskelige historie og skapt Nordens Dubai. Men det viste seg å være et korthus bygget på sand. En gruppe frekke forretningsmenn, paralyserte politikere og en Nero i sentralbanken feilet landet sitt så fullstendig at vi må bygge opp alt fra bunnen igjen.

I fjor virket banken din en million ganger større og sterkere enn boken du holdt på å skrive. Den hadde over ti tusen ansatte i tretten land, eide en fotballklubb i London og hele eliteserien på Island, og kjørte TV-reklamer døgnet rundt. Da du møtte eieren (som ved siden av West Ham United, Excel Airways og Eimskip Shipping også eide forlaget ditt) følte du det som om du trykket hender med kong Midas. Du spurte til og med deg selv om du ikke kunne sette hans verdifulle håndtrykk på kontoen din...Vi var alle litt skremt av våre oligarker. Men: den dagen boken din ble utgitt, forsvant banken og eieren mistet alt. Nå har han ikke engang råd til boken din. Så dramatisk. Så treffende. For en klisjé.

Ja. Pennen er mektigere en penger. Det visste vi selvsagt, men nå vet vi det igjen, bedre og helt sikkert.

Vi trengte en krise. Vi trengte den som fylliken trenger avvenning. Krisen har lært oss mange ting. Den har lært oss at behov er greit men grådighet er det ikke. At milliardærer ikke kan bygge et lands rykte, men de kan lett ødelegge det. At bare når du har mistet alt du eier, finner du ut hva du virkelig eier. At hvis du prøver å begrave din egen historie, vil historien begrave deg. Og: Du trenger penger for å tjene penger og du trenger penger for å lage kunst. Men kunst tjener alltid mer penger enn penger, for penger kan ikke male, kan ikke synge, kan ikke skrive annet enn sjekker.

Enhver depresjon har en lys side. Når du heller håp i den giftige drikken desperasjon, blir den til inspirasjon. Krise er grunnlaget for suksess. Vi kan spørre oss om Ibsens verk ville vært like bra dersom han som liten gutt ikke hadde opplevd sin fars økonomiske krise.

Island er nå et annet land. Istedenfor å lytte til politikere lytter vi til poeter. Istedenfor å vise frem pengene sine viser folk frem gjelden sin.

Krise er speilet som bare viser deg dine feil. Og du trenger å se inn i det, slik at du kan gjenkjenne dem dersom de viser sitt ansikt igjen. Krisen har lært oss at næringslivet ikke er så viktig som å få næring fra livet.

Tusen takk.


Ég kolféll fyrir honum þessum

Ég held að ég hafi aðeins einu sinni áður sett hér inn tónlistarmyndbrot úr Kastljósi, jólalag Baggalúts fyrir síðustu jól. Og ég held að ég hafi heldur aldrei sett tónlist í tvær færslur í röð - en ég stenst ekki mátið núna.

Ég kolféll fyrir þessu sjarmatrölli og hæfileikabúnti sem kom fram í Kastljósi kvöldsins. Hann heitir Helgi Hrafn Jónsson og það skein í gegn hve mjög hann nýtur þess sem hann gerir. Það hefur áhrif.

Annars er ég að undirbúa svolítið stórmál fyrir morgundaginn. Stand by me... Wink


Kiljan og kirkjugarðurinn

Ég ólst upp í nágrenni við gamla kirkjugarðinn. Þessi garður var og er einn yndislegasti garðurinn í Reykjavík. Í æsku og á unglingsárum fór ég þangað oft þegar ég vildi vera í einrúmi og hugsa málin. Þá - eins og nú - var ég félagslyndur einfari og þurfti oft svigrúm og einveru. Garðurinn var skjól í lífsins ólgusjó. Algjör griðarstaður.

Ég naut þess í tætlur að fylgjast með Agli Helga og Guðjóni Friðriks heimsækja fornar slóðir í Kiljunni í síðustu viku og í gærkvöldi. Þeir heimsóttu leiði rithöfunda og skálda og ofið var inn í ýmsum brotum úr ljóðum og skáldskap eftir og um þá sem þarna hvíla. Mér leið vel í sálinni og hjartanu á eftir og þakka fyrir mig.


Hallgrímur Helga rappar í Kiljunni

Hallgrímur Helgason fór á kostum í Kiljunni í kvöld. Hann var þangað mættur til að tala um nýju bókina sína sem ber þann langa og frumlega titil: "Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og fara að vaska upp". Svolítið dönskuskotinn þarna í endann (vaska upp) en þetta er örugglega fínasta lesning.

En svo fóru þeir Egill að spjalla um mótmæli og ástandið í þjóðfélaginu og þá stóð Hallgrímur upp og rappaði nýjan texta eftir sig við lagið "Ísland er land þitt" sem flestir þekkja. Nú er bara að byrja að æfa sönginn fyrir næstu mótmæli eða borgarafund. Til hægðarauka við æfingar skrifaði ég textann niður eftir rappi Hallgríms og set hann inn hér að neðan.


Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð

Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"

Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut

Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert

Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf

 ___________________

Ég fann ekki lagið án söngs svo ég skelli bara hér inn myndbandinu sem ég gerði í byrjun júní í tilefni af fyrirhugaðri olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Það var reyndar frumraunin mín í myndbandagerð. Lagið er líka í tónspilaranum merkt: "Pálmi Gunnarsson - Ísland er land þitt."


Kærar þakkir Björk og Sigur Rós!

Í þessum pistli, sem ég kalla fyrri Hveragerðispistilinn, sagði ég m.a.: "...eina leiðin sem virðist fær er að reyna að nota mátt orðanna. En mig þekkja fáir og enn færri hlusta á mig. Þótt ég þoli ekki athygli vildi ég stundum óska þess að vera fræg. Ef ég væri fræg myndu fjölmiðlar kannski hlaupa upp til handa og fóta þegar ég munda lyklaborðið, taka við mig djúpvitur viðtöl og allir myndu hlusta í mikilli andakt. Annað eins hefur nú gerst þegar fræga fólkið tjáir sig. En ég er ekki fræg og fáir hlusta. Því miður. Ég auglýsi hér með eftir frægu fólki til að tala máli mínu. Það er sama hvaðan gott kemur - en hér ætla ég að láta vaða og taka stórt upp í mig."

Þessi ósk mín hefur ræst - eða er að rætast - og ég er alsæl með það. Frægustu tónlistarmenn Íslandssögunnar ætla að halda tónleika til að vekja athygli á íslenskri náttúru og henni til verndar. Betri liðsauka er ekki hægt að hugsa sér í baráttunni fyrir náttúrunni og þau eru auk þess í miklu uppáhaldi hjá mér. (Lásu þau kannski bloggið mitt?)

Ég er búin að fylgjast með ferli Bjarkar frá því hún kom fyrst fram í sjónvarpinu Björk(mér vitanlega) þegar hún var smástelpa í hvítum kjól með stífuðu skjörti og tíkarspena í hárinu. Ég man ekkert hvað hún söng en ég man hvað hún gerði það vel. Þar fangaði hún athygli mína og hefur haft hana síðan. Ekki hefur mér alltaf hugnast tónlistin sem Björk flytur, en röddin er engu lík - hvað sem hún syngur.

Strákarnir í Sigur Rós skelltu mér kylliflatri með fyrsta laginu sem ég heyrðiSigur Rós með þeim. Þeir dáleiddu mig og gera enn. Það hefur engum öðrum af þeirra kynslóð tekist jafnrækilega. Ég á alla diskana sem þeir hafa gefið út og myndbandið Heima líka - þar sem þeir fóru um landið og spiluðu á ýmsum stöðum, m.a. í gömlu verksmiðjunni í Djúpuvík á Ströndum (systir mín og fleiri fjölskyldumeðlimir voru þar) og í Ásbyrgi (sonur minn var þar). Ég var sjálf í Laugardalshöll þegar þeir luku tónleikaferðalagi þar og ég var á Klambratúni þegar þeir spiluðu þar fyrir tveimur árum.

Guðmundur PállÉg tók sérstaklega eftir nærveru Guðmundar Páls Ólafssonar á blaðamannafundinum í fréttunum. Hann ættu nú flestir að þekkja, en ef ekki skal upplýst að hann er einn af merkustu, núlifandi baráttumönnum fyrir íslenskri náttúru. Guðmundur Páll er líffræðingur að mennt og hefur skrifað glæsilegar bækur um íslensPerlurka náttúru, s.s. Perlur í náttúru Íslands, Fuglar í náttúru Íslands, Ströndin í náttúru Íslands og margar, margar fleiri. Því miður hef ég aldrei haft efni á að kaupa mér þessar náttúruperlur en ég á nú vonandi nokkur stórafmæli eftir.  Wink  Upplýsingar um Guðmund Pál og bækur hans eru m.a. hér og rætt er stuttlega við hann í myndbrotinu hér að neðan úr Íslandi í dag. Ég ber takmarkalausa virðingu fyrir Guðmundi Páli og ævistarfi hans.

Ég fagna þessum liðsauka innilega og vildi óska þess að fleiri tónlistarmenn og aðrir listamenn myndu slást í hópinn og berjast fyrir íslenskri náttúru því öll list hefur áhrif. Hér með skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á tónleikana í grasagarðinum 28. júní og sýna þar með hug sinn til náttúrunnar og verndunar hennar.

 

 


mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband