Færsluflokkur: Spil og leikir

Kaupþingsmenn í djúpum skít?

Ég sá þetta fyrst á Eyjunni - en ekki hvar?! SFO - Serious Fraud Office (Efnahagsbrotadeild Breta) í Bretlandi er að hefja alvarlega glæparannsókn á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Ég fjallaði um það sem gæti verið formáli þessa máls hér - Bretarnir rannsaka málin...

Framhald hér...


Vondur málstaður illa varinn

KSÍ - Knattspyrnusamband ÍslandsOft er gaman að fylgjast með á Fésinu þegar hlutirnir gerast. Minnisstætt er þegar fólk var að segja upp Mogganum í september og lét ýmislegt flakka. Nú fljúga ummælin sem aldrei fyrr og mörg eru óborganleg. Fólk er að fjalla um kynlífsreynslu knattspyrnumannsins, fyrirmyndar barna og unglinga af báðum kynjum, sem sofnar yfir fatafellum á  klámbúllum í erlendum höfnum. Borgar svo fyrir "lúrinn" með greiðslukorti vinnuveitandans sem styrktur er af almannafé og virðist hafa drjúga úttektarheimild miðað við gjaldfærðar upphæðir. Ferðafélagi hans og yfirmaður, nokkuð úthaldsminni að eigin sögn, kom í Kastljósið í gærkvöldi og gerði illt margfalt verra. Snilldin draup af hverju orði eins og t.d.þegar hann sagði að umræðan væri að skaða KSÍ. Og ég sem hélt að það væri framferði starfsmannsins! Hér eru sýnishorn af Fésbókarummælum - kyngreind:

"Aldrei hefur vondur málstaður verið varinn jafn illa." (Karl) Sá sem hér skrifar segist hafa sótt sér vasaklút þegar leið á Kastljóssviðtalið.

"Fréttamaður RÚV sagði að knattspyrna teldist tæplega vera 'undirliggjandi sjúkdómur...' Ja, það er orðið álitamál hvort svo sé ekki - miðað við KSÍ kallana..." (Karl) Þarna var verið að vísa í frétt í Tíufréttum RÚV þar sem sagt var frá að belgískir knattspyrnumenn hefðu fengið svínaflensusprautu á undan forgangshópum þar í landi.

"Maður getur nú orðið þreyttur á svona strippbúllum, þurft smálúr og breitt kreditkortin sín ofan á sig svo það slái ekki að manni." (Kona)

"Ég myndi líka leggja mig ef ég vissi að einhver straujaði fyrir mig á meðan." (Kona)

"Skipulögð glæpastarfsemi: Kunningjamafían sem slær skjaldborg um kunningjana, fela sannleikann og jafnvel ljúga fyrir kunningjana, verði þeir uppvísir að misferli og öðrum lögbrotum..." (Karl)

"K S Í = KUNNINGJARNIR sem slá SKJALDBORG um ÍÞRÓTTAMENN sem fara á hóruhús á kostnað barnanna sem safna dósum..." (Karl)

"Þetta hafa verið kurteisir þjófar þrátt fyrir að hafa verið bendlaðir við hryðjuverk í viðtalinu áðan." (Kona) Þeir skiluðu nefnilega kortinu eftir að hafa fyrst "stolið" því.

Margt fleira hefur verið látið fjúka og sumt þess eðlis að ég hef það ekki eftir. En hér er þetta magnaða Kastljóssviðtal við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ. Það hlýtur að koma sterklega til greina sem viðtal ársins hjá Baggalútum.

Kastljós 9. nóvember 2009

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband