5.11.2007
Gestaþraut!
Þær fréttir bárust að í ljósi umræðunnar um fyrirhugaða Bitruvirkjun ætli OR að halda annan kynningarfund á morgun, þriðjudag, klukkan 17:00 að höfuðstöðvunum við Bæjarháls.
Umræðan hefur að mestu skapast vegna heimasíðunnar www.hengill.nu, sem er tilraun til að vekja fólk til umhugsunar um þau náttúruspjöll sem á að fremja á Hengilssvæðinu, algjörlega að nauðsynjalausu, og reyna að sporna við þeim.
Ég vildi fá þetta staðfest og fór því inn á vef Orkuveitunnar, www.or.is. Það tók mig þó nokkurn tíma að finna upplýsingar um téðan fund svo engan skyldi furða að mæting á slíka fundi sé ansi rýr þegar svo mikið þarf til að bera sig eftir björginni. Þetta var gestaþraut sem OR getur verið stolt af.
Annars er slóðin að fundarboðinu hér: http://or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1375 og eru allir sem vettlingi geta valdið og láta sér annt um íslenska náttúru hvattir til að mæta og spyrja OR-menn út úr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007
Skemmtilegt innlegg í umræðuna
Þetta myndband eða slóð að því gengur nú um Netheima.
Það verður að vera húmor í þessu líka!
Bloggar | Breytt 6.11.2007 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007
Eru auðlindir Íslendinga til sölu?
sem gátu farið með þær að vild.
Viljum við að sama gerist með orkuauðlindirnar okkar? Ég held ekki.
Lesið þessa fróðlegu úttekt Önnu Ólafsdóttur og kannið hug ykkar.
http://anno.blog.is/blog/anno/entry/356018/
Samkvæmt því sem þar má lesa - og í Morgunblaðsgreininni sem vitnað er í - er hætta á að ekki verði ýkja langt þar til orkuauðlindir Íslendinga lendi í höndunum á misvitrum auðmönnum sem hafa það eitt að leiðarljósi að græða meiri peninga á þeim.
Kynnið ykkur síðan vefsíðuna www.hengill.nu og takið þátt í að mótmæla þeim gjörningi að náttúra Íslands sé seld til að sjá erlendum auðhringum fyrir ódýrri raforku - eða til að gera innlenda auðmenn enn auðugri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)